Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Side 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. Veður válynd á stjómarheimilinu Ágreiningsmálin í stjórnarliðinu hrannast upp. Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hefur mjög greint á í máli Kol- beinseyjar, þar sem aðalforysta Framsóknar hefur viljað láta Hú- svíkinga fá skipið. Þetta bætist ofan á harðar deilur um Lánasjóð íslenskra námsmanna, sem hafa geisað að undanförnu. í því máli hafa framsóknarmenn á öllum stig- um unnið gegn ákvörðun mennta- málaráðherra um brottvikningu framkvæmdastjóra Lánasjóðs. Enn geisar mikil deila um bankamál, hvort sameina skuli Útvegsbanka og Búnaðarbanka eða sameina Útvegsbanka einkabönkum. Þá kemur brátt að því, að deilur stjórnarliðsins um vaxtamál blossi upp, þegar afgreiða þarf frumvarp um Seðlabanka og frjálsari vexti. Til viðbótar má nefna ágreining í stjómarliðinu um skattlagningu fjármálaráðherra, sem hefur verið mótmælt í leiðurum Tímans. Veður eru því válynd á stjómarheimilinu. HH Þorri samninganefndar BSRB hjá sáttasemjara í gær. Frá vinstri talið 1- varaformann BSRB, Harald Hannesson, formann Starfsmannafé- má sjá Helga Má Arthúrsson, starfsmann BSRB, Tómas Jónsson, lags Reykjavíkur. Ragnhildi Guðmundsdóttur, formann Félags síma- formann Landssambands lögreglumanna, örlyg Geirsson, varafor- mannaogÓlöfu Björg Einarsdótt.ur frá Félagi hjúkrunarfólks. mann BSRB, Kristján Thorlacius, formann BSRB, Albert Kristinsson, DV-mynd KAE Samningafundur BSRB og ríkisins: ff Tilbúnir aö ræða raunhæfar \eið\rff — segir Indridi H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins Samninganefndir ríkisins og BSRB komu saman ti) fundar hjá ríkis- sáttasemjara í gær og ræddu kröfu- gerðBSRB. Enn hafa engar tölur verið settar inn í kröfugerðina. í stuttu máli fjall- ar hún um að kaupmáttur verið tryggur á samningstímanum, hann verið einnig aukinn og leiðrétt verði það launamisrétti sem blasir við fé- lagsmönnum BSRB. Þá eru ýmsar aðrar kröfur, s.s. breytingar á samn- ingarétti innan BSRB. „Þessi viðræðugrundvöllur leggst nokkuð vel í mig til að finna færar leiðir til samkomulags. Við erum tilbúnir til viðræðna um sérhverja raunhæfa leið sem brýtur ekki í bága við þá grundvallarstefnu sem ríkis- stjómin hefúr boðað,“ sagði Indriði H. Þorláksson, formaður samninga- nefndar ríkisins, eftir fundinn. „Að mínu mati kom fram tregða af hálfu samninganefndar ríkisins að semja við okkur um kaupmáttar- tryggingu áður en samið yrði um slíkt hjá öðrum á vinnumarkaðin- um,“ sagði Kristján Thorlacius, for- maður BSRB. „Það er nú ekki hægt að orða þetta þannig. Hins vegar teljum við að það verði að vera samræmi milli aðila á vinnumarkaðinum ef samið verður um kaupmáttartryggingu. Við mun- um því fylgjast grannt með því sem gerist annars staðar," sagði Indriði H. Þorláksson. Eftir þennan fyrsta samningafund var ákveðið að ræða einstök atriði kröfugerðarinnar í undirnefndum þar til nýr samningafundur verður boðaður hjá sáttasemjara. Tvær nefndir voru skipaðar: kaupmáttar- nefnd og samningsréttamefnd Sátta- semjari hefur ekki ákveðið hvenær boðað verður til næsta fundar. APH Fiskvinnslan: Mun færri starfandi i haust en áætlað var Forráðamenn fiskvinnslunnar: töldu í vor að mun fleiff yrðu starf- andi í fiskvinnslu í haust en raun bar vitni. Vanáætlun þeirra er nærri því að vera um 3 þúsund starfsmenn. v Þjóðhagsstofnun gerði tvær kannanir á síðasta ári um atvinnu- ástand og horfúr í atvinnumálum. í mars gáfu fyrirtæki upp hversu margir störfuðu hjá þeim, hversu marga starfsmenn þau vantaði og einnig hverjar horfumar væm í júní og október. Sams konar könn- i un var síðan gerð aftur f september og þá spáð um horfumar í desember og apríl á þessu ári. Áætlað er að könnunin nái til um 70 prósenta af öllum mannafla í landinu. Hún nær ekki til landbúnaðar, fiskveiða og opinberra starfa. í mars störfuðu um 10.600 starfs- menn í fiskiðnaði. Þá var áætlað að rúmlega 2.100 starfsmenn vant- aði til starfa. Samkvæmt áætlun átti fjöldi starfsmanna að aukast í 12.100 í júní og fara svo niður í 11.300 í október. Þessi áætlun virð- ist ekki hafa staðist því í september vom aðeins 8.400 starfsmenn í fisk- iðnaði, eða tæplega 3000 færri en áætlað hafði verið. „ Skýringin á þessu er meðal annars sú að kvótinn hefúr gengið fyrr til þurrðar en menn áætluðu. Þá hefur gámaútflutningur orðið meiri en ætlað var. Svo hefur fisk- vinnslan færst yfir í loðnuna sem þarf mun færri starfsmenn en önn- ur fiskvinnsla," sagði Zoffanías Cecilsson, formaður Sambands fiskvinnslustöðva, er DV bar undir hann þessar upplýsingar. Hann benti á að menn hefðu ekki vitað í vor að loðnan yrði svona mikil. Til væri að bátar á loðnu hefðu átt ónýttan kvóta eða selt hann. Samkvæmt þessum könnunum Þjóðhagsstofnunar vantar flest starfsfólk í fiskvinnslu. í mars á síðasta ári vom starfandi 64.500 starfsmenn hjá þeim fyrirtækjum sem könnunin náði til. Þá vantaði 3.200 starfsmenn til starfa. Af þeim vantaði nær 2.200 starfsmenn í fisk- vinnslu. í september er heildar- fjöldi starfsmanna svipaður, eða um 64.100. Þá vantar til starfa um 1.600 manns. Flesta vantar í fisk- vinnslustörf, eða um 1.300 manns. Aðallega mun vanta iðnaðarmenn og hjúkmnarfólk til starfa í öðrum greinum en í fiskvinnslu. í síðari könnuninni kemur fram að spáð er að svipaður fjöldi verði við störf í apríl í ár og var á sama tíma í fyrra. - APH Smyglmáliö erupplýst Smyglmálið, sem kom upp á Djúpavogi, er upplýst. Eftir yfirheyrslur um helgina viðurkenndu nokkrir skipverjar á Lagarfossi að eiga vaminginn sem fór frá borði í Djúpavogi. Það voru 360 flöskur af áfengi, sem vom til sölu á austfjörðum. __________________-sos Byggingarvísitaia: Hækkaðium 1 % íjanúar Byggingarvísitalan í janúar hækkaði aðeins um 1,01 prósent frá desember. Það svarar til 12,8 prósent árshækkunar. Þessi hækkun stafar af hækk- un rafmagns- og hitaveitutaxta, málningar, gólfteppa og ýmiss byggingarefnis. Ef litið eráhækkun byggingar- vísitölunnar síðustu 12 mánuð- ina þá hefur hún hækkað um 30,4 prósent. Síðustu 3 mánuðina hefur hún hækkað um 5,9 prósent og jafngildir það 26 prósent verð- bólgu á heilu ári. - APH Fækkað á Tímanum Næstu daga verður gengið frá mannaráðningum á dagblaðinu Tímanum. Að sögn Kristins Finnbogasonar, stjórnarfor- manns blaösins, verður um vera- legan samdrátt að ræða miðað við rekstur NT. Nú starfa við blaðið um 80 manns. Ekki vildi Kristinn gefa upp hversu margir yrðu ráðnir af þeim en sagði orðrétt: „Það verða ekki nærri svona margir ráðnir.“ Um ritstjórastarf við blaðið vildi hann ekkert segja nema að Níels Árni Lund væri ritstjóri blaðsins til bráðabirgða. Alls óvíst væri hvort Helgi Pétursson kæmi til starfa á ný enda væri hann starfsmaður NT en ekki Tímans. -En fer ekki illa á því að stjóm- arformaður í fyrirtæki úti í bæ sitji um leið f bankaráði Lands- bankans, eins og þú? „Hreint ekki í þessu tilviki því Tíminn á engin viðskipti við Landsbankann," sagði Kristinn Finnbogason. -KÞ Geir Hallgrímsson: Rainbow- máliöí biðstöðu — óleystþegar Geirlæturaf ráðherrastörfum „Málið er í biðstöðu. Við bíðum niðurstöðu bandaríska áfrýjun- ardómstólsins,“ sagði Geir Hall- grímsson utanríkisráðherra, að- spurður hvernig staðan í Rain- bow-málinu svokallaða væri. Eins og kunnugt er sáu ís- lensku skipafélögin Hafskip og Eimskip um flutninga fyrir vam- arliðið þar til haustið 1984 að bandaríska skipafélagið Rain- bow Navigation tók þessa flutn- inga að mestu yfir í krafti banda- rískra laga frá 1905. 1 túlkun Rainbow Navigation heimila lögin eingöngu Bandaríkja- mönnum að sjá um flutningana. Eftir viðræður við íslensk stjóm- völd féllust Bandaríkj amenn hins vegar á að bjóða þá út. Rainbow Navigation kærði það. í undirrétti féll dómur á þá leið að túlkun Rainbow Navigation væri rétt. Áfrýjaði Bandaríkja- stjórn dómnum og er nú beðið úrskurðar. Er hans að vænta alveg á næstunni. -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.