Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 29
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 21. JANÚAR1986. 29 sljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Brúðkaupsmyndin frá giftingunni sem alla ætlaði að æra í henni Ameríku. Athyglisverð gifting Samband Sylvester Stallone - höfuð- paursins úr Rockymyndunum - og dönsku fyrirsætunnar Brigitte Niels- en þótti svo sannarlega saga til næsta bæjar. Ýmsir töldu sig hafa sitthvað við samdrátt þeirra að at- huga, svo sem þáverandi makar þeirra beggja, ættingjar og aðrir sem sögðu sér málið nokkuð skylt. En þau skötuhjúin héldu sínu striki og brúðkaupsmyndin er ósvikin - vígsl- an fór fram um miðjan desember á eynni Malibu. Ekki brostu allir hringinn í veisl- unni, móðir Sly og núverandi tengdamóðir Brigitte hvæsti til ljós- myndaranna að þessi gæs væri ein- göngu á eftir peningum sonarins og vill lítið með dönsku fegurðaidísina hafa. Það eru reyndar fleiri á eftir fjármunum úr hans vasa, fyrrverandi eiginkona hans vill gjarnan fá fimm hundruð milljónir og húseignir í Beverly Hills að auki. Sjálfur lætur kappinn lítið hafa eftir sér um málið, horfir bara á heiminn fjarrænu augnaráði meðan fyrrum eiginkona, móðir og sú nýja berjast um völdin. Þar gildir greini- lega ekki minni harka en í box- hringnum og einhvem veginn virðist hann hafa leikreglur í hringnum meira á hreinu heldur en utan hans. Og fyrir hringinn er þó hægt að æfa vöðvana en það er erfiðara með æf- ingar fyrir viðureignina við kvens- urnar þrjár - og engin þeirra sýnir minnstu þreytumerki ennþá. Leitin að rétta tóninum, hljómsveitarstjórinn Gerhard Ðeckert hlustar steðjann og sýnir Hólmfríði réttu handtökin. Fegurðardís í önnum Það getur varla verið neitt letilíf sem bíður þeirrar kvenveru sem hlýtur titilinn ungfrú heimur. Núverandi handhafi titilsins, Hólmfríður Karlsdóttir, er núna rétt að kynnast forsmekknum af því sem eftir fylgir - margir mánuð- ir em eftir í starfi. Óneitanlega eru það fjölbreytileg verkefni sem bíða, allt frá ítarlegri kynningu á að- búnaði smábarna sem dvelja á hinum ýmsu stofnunum og stöðum í heiminum, nákvæmri skoðun alls kyns framleiðslufyrirtækja, til kynningar við ólíkasta fólk við ótrúlegustu aðstæður. Hvað um það - núna er Hólm- fríður í leyfi heima á íslandi og þar bíða störfin ekki síður en annars staðar. Á Vínarkvöldi Sinfóníu- hljómsveitarinnar spilaði hún á steðja, rifjaði þar upp kunnáttuna frá klarinettspili með Lúðrasveit Garðabæjar og á eftir var haldið í Átthagasal Hótel Sögu. Og svo bíða önnur verkefni strax að loknu þessu og svo verður næstu mánuðina þar til annar handhafi titilsins tekur við af Hólmfríði. Að öllum skoðunum á eðli keppi af þessu tagi slepptum er alténd ljóst að fyrir þann sem hreppir hnossið er þarna á ferðinni mikil vinna og það ekki af léttara taginu. Að hljómleikum loknum var haldið í Átthagasal Hótel Sögu, kokkteill. og borðhald. Borðherrar Hólmfríðar eru Sigurður Björnsson og Sverrir Hermannsson. DV-myndir KAE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.