Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Page 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. Spurningin Lest þú spurningu dagsins? Rosemary Kajioka nemi: Já, ég les hana, síðast í gær, var það ekki um reykskynjara? Mér finnst hún skemmtileg nema fólk er stundum of mikið sammála. Reynir Lárusson i veikindafrii: Stundum, eða einstaka sinnum. Mér finnst hún svo sem ágæt og vil hafa hana í blaðinu. Elín Áróra, vinnur á Hlemmi: Það kemur fyrir, þegar ég kaupi blaðið. Mér finnst sjálfsagt að hún sé en það er eflaust upp og ofan hvað fólki finnst um hana. Óskar Guðmundsson nemi: Já, ég les hana alltaf þegar ég les DV en ég fer nú ekkert eftir þeim skoðunum sem þar koma fram. Samt er gaman að sjá hvað fólki finnst. Jóna Gisladóttir nemi: Stundum, venjulega ef ég les DV. Mér finnst hún misjöfn en ég hef trú á að fólk lesi hana. Því ekki? Þorkell Magnússon nemi: Nei, af því ég les aldrei DV nema sárasjald- an. Mér finnst fyndið að taka svona spumingu. Blessaður vertu, það lesa hana allir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Nóg komið af knattspyrnu Ólafur Árni skrifar: Mig langar að taka undir skrif nokkurra lesenda blaðsins um innihald íþróttaþáttanna. Svo virð- ist sem mörgum finnist knatt- spyrnu gerð of góð skil og menn hafa jafnvel sagt að Bjami sé með fótboltadellu vegna þess hve mikið hann sýnir úr heimi ensku knatt- spyrnunnar. Ekkert veit ég um það en tel þó að svo geti vel verið. Samt álít ég að Bjarna gangi gott eitt til og sé aðeins að reyna að koma til móts við kröfur flestra þeirra sem horfa á íþróttir enda sýna vinsældir ensku knattspymunnar, svo ekki verður um villst, að svo sé. Bjarni stendur sig vel á þessu sviði þó fyrir komi að maður verði þreyttur á að sjá glefsur úr sama leiknum þrisv- ar, fjórum eða fimm sinnum. Auk þess tel ég að Bjami verði að at- huga vel hversu oft hann birtir úrslit getraunaseðla á sama laug- ardagseftirmiðdegi. Trekk í trekk hef ég fengið þau fjórum sinnum á skjáinn. Til hvers? Gísli spyr 23. desember síðastlið- inn hvort frjálsar íþróttir séu að lognast út af af því Bjarni geri þeim engin skil í þáttum sínum. En veit þessi Gísli og landsmenn allir og þar með talinn Bjami Felixson að yfir vetrarmánuðina fer fram Is- landsmót í blaki? Það er keppni nokkurra liða og mætast tvö sex manna lið í hverjum leik og etja kappi sitt hvorum megin við net og það lið sigrar sem fyrr vinnur þrjár hrinur. Ástæða þess að ég minnist sér- staklega á blak fram yfir aðrar sveltar greinar er sú að þar þekki ég best til og veit að þeir sem stunda íþróttina em orðnir lang- þreyttir á því hversu lítil skil íþróttinni em gerð í fjölmiðlum. Vafalaust em margar orsakir fyrir þessum lélegu skilum, en án tillits til þess tel ég það vera skyldu fjöl- miðla, sérstaklega ríkisfiöimiðla, að koma til móts við alla, ekki bara flesta. Hvernig væri nú að stroka knatt- spyrnu út af dagskrá íþróttaþátt- anna? Alla vega þar til Islandsmó- tið hefst og láta ensku knattspym- una duga. Þannig væri kannski frekar unnt að koma til móts við alla með því að koma aðeins við í þeim íþróttagreinum sem teljast innan f.S.I. Að lokum langar mig að benda Bjama á að það hefur borist milli blakmanna að Norðurlandamót karla í blaki fer fram hér í vor og því væri upplagt að renna nokkrum blakspólum frá ólympíuleikum eða öðrum stórmótum gegnum sýning- arvélina, okkur blakmönnum til mikillar ánægju. Óþjóðalýður arabalanda Kristinn skrifar: Nú þegar glæpalýður arabalanda launar gestgjöfum sínum í Rómaborg og Vín gestrisnina með morðárásum á saklaust fólk verður manni hugsað til þess hvort yfirvöld í Róm og Vín eigi ekki líka sinn þátt í þvi að þess- um glæpalýð ffá PLO tekst að fremja glæpaverk sín. Hafa stjórnir þessara landa ekki gerst sekar um smjaður gagnvart PLO? Meira að segja leyft þeim að opna skrifstofur í borgum sínum og komið fram við þá sem þeir væru diplómatar? Ef til vill eru þetta sömu menn og frömdu morðin á ólympíuleikunum í Múnchen. Vínarborg, borgin fagra, lista og tónlistar, er orðin aðsetur alls konar úrhraks frá arabalöndum. Og Rómaborg er álíka, því miður. Maður skilur ekki yfirvöld Ítalíu og Austurríkis að hleypa þessum lýð inn í landið. Vonandi verður ísland ávallt laust við óþjóðalýð annarra landa. En það breytir því ekki að öryggisgæsla á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkur- flugvelli verður að vera eins góð og hægt er, aldrei má slaka á, það er að bjóða hættunni heim. Troðið á fánanum íþætti Ómars Skaupið gott og Skonrokk líka 6678-1895 skrifar: Mig langar að minnast á tvennt sem hefur verið vel gert í sjón- varpinu. Fyrir nokkru skrifaði Vörður nokkur orð í þennan dálk og fór þar miður fögrum orðum um skaupið og aðstandendur þess. Ég er algjörlega ósammála honum og allir sem ég hef talað við eru sama sinnis. Skaupið var frábært og er langt síðan ég hef séð eins gott skaup. Ég skil ekkert í því hvað Vörður tekur það nærri sér fyrir annarra hönd að gert sé grín að þeim. Það væri nú lítið gaman ef ekki mætti hlæja ærlega að minnsta kosti einu sinni á ári að stjómmála- mönnunum og ég er viss um að þeir hafa sjálfir hlegið mest. Og að gera grín að íslenskuþáttun- um átti alveg rétt é sér. Þessir þættir eru með leiðinlegasta og bjánalegasta efni sem sést hefur lengi í sjónvarpinu. Og er þá mikiðsagt. Hitt atriðið, sem mig langar að minnast á, eru þakkir til fráfar- andi umsjónarmanna Skonrokks fyrir alveg frábær störf, skemmti- lega þætti og skemmtiíega fram- komu. Mér þykir leiðinlegt að þeir séu að hætta og vona að nýir umsjónarmenn haldi áfram á sömu braut og þeir. Svo ég kvarti nú eitthvað, eins og vana- lega, þá vildi ég óska þess að Skonrokk væri annaðhvort lengra eða oftar á dagskrá. 2038-9184 vill fá Cyndi Lauper í Skonrokk. Steingrímur S., Akureyri, hringdi: Mikið óskaplega var ósmekklegt að sjá í þættinum hans Ómars þegar troðið var á íslenska fánanum í fjöl- bragðaleikritinu. Það er ekki mikil virðing hjá þessu fólki fyrir íslenska fánanum. Fáninn var á gólfi fjölbragðaglímu- pallsins. Það vita allir að íslenski fáninn á ekki að snerta jörðu þegar hann er dreginn að húni, hvað þá að troðið sé á honum eins og þarna var gert. Svo kallar þetta fólk sig leikara, einhverjar kerlingar sem öskra og hálfdrepa hver aðra í látum. Ekki lýst mér á þetta. Og ekki meiri óvirðingu við íslenska fánann, takk! Steingrímur á Akureyri er hneykslaður á illri meðferð á ís- lenska fánanum. Ábending til umsjónarmanna Skonrokks 2038-9184 skrifar: Jæja, hvernig væri nú að fara að breyta til og fá eitthvað með Cyndi Lauper og Madonnu, t.d. hljómleika með þeim í sjónvarp- ið. Alveg eins og alla þessa hljómleika með Duran Duran og þessum grautfúlu náungum. Frekar að fá lög með Cyndi Lauper og Madonnu í Skonrokk, þið Skonrokksmenn hafið aldrei sýnt lög með Cyndi Lauper í Skonrokki. Það er eins og þið séuð eitthvð á móti henni. Og svo í lokin þætti mér gaman ef ein- hver vissi um heimilisfang að- dáendaklúbbs Whitney Houston.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.