Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 26
26 Nauðungaruppboð sem auglýst var i 60., 64. og 65. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni Stálvík, lóð úr landi Lyngholts, Garðakaupstað, þíngl. eign Stálvík- ur hf„ fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Garðakaupstað, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Landsbanka Islands á eigninni sjálfri föstudaginn 24. janúar1986 kl. 17.00. ______________________Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Hverfisgötu 16, þingl. eign Páls Heiðars Jónssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Baldurs Guðlaugssonar hrl. og Guðmundar Jónsson- ar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 13.30. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Öldugranda 3, tal. eign Sigrúnar Kristjánsdóttur, fer fram eftir kröfu Gunnars Sæmundssonar hdl., Tryggva Guðmundssonar hdl., Gjald- heimtunnar í Reykjavík og Gylfa Thorlacius hrl. á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 23. janúar 1986 kl. 11.30. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Rauðarárstíg 30, þingl. eign Sævars G. Gíslasonar og Sverris Hjaltason- ar, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 15.30. ______________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Ljósheimum 16 B, þingl. eign Jóns Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl.16.15. _____________________ Borgarfógetaembættið i Reykjavik, Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Miðtúni 9, þingl. eign Kolbeins Gislasonar, fer fram eftir kröfu Búnaðar- banka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 16.00. __________________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Rauðarárstíg 32, þingl. eign Rafns Jónssonar og Friðgerðar Guðmunds- dóttur, fer fram eftir kröfu Arna Guðjónssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtu- daginn 23. janúar 1986 kl. 15.00. _____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik, Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í Njálsgötu 102, þingl. eign Ingu Jóhannesdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 14.30. _____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Kaplaskjólsvegi 31, þingl. eign Guðrúnar Austmar Sigurgeirsdóttur, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl., Skúla J. Pálmasonar hrl., Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Veðdeildar Lands- bankans, Baldurs Guðlaugssonar hrl., Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Lands- banka íslands og Þorvalds Lúðvíkssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag- inn 23. janúar 1986 kl. 11.00. ______________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Frostaskjóli 3, þingl. eign Birgis Ágústssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 10.30. _____________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Bauganesi 7, þingl. eign Guðlaugs Ágústssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri fmmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 11.15. __________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Hverfisgötu 90, þingl. eign Eggerts N. Bjarnasonar, fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 13.45. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 112., 115. og 118. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á hluta í Hverfisgötu 105, þingl. eign Byggingafél. Óss hf„ fer fram eftir kröfu Hafsteins Sigurðssonar hrl„ Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Sigurðar G. Guðjónssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 23. janúar 1986 kl. 14.00. ______________:_______Borgarfógetaembættið i Reykjavík. DV. ÞRIÐ JUDAGUR 21. JANÚAR1986. Menning Menning Menning Halldór Haraldsson hjá Tónlistarfélaginu Tónleikar Halldórs Haraldssonar á veg- um Tónlistarfélagsins i Austurbæjarbiói 11. janúar. Efnisskrá: Ludvig van Beethoven: Sónata I f-moll, op. 57 Appassionata; Fréderic Chopin: Scherzo nr. 1 í h-moll, op. 20 og Scherzo nr. 3 í cis-moll op. 39; Franz Liszt: Funerailles, Konertetyða nr. 2 i f-moll „La Leggierezza", Étude d’Exé- cution transcandenta nr. 10 og Étude d’Exécution nr. 11 „Harmonies du Soir“; Béla Bartók: Sónata (1926). Það fór ekki á milli mála og mátti glöggt heyra þegar að vel hafði Halldór Haraldsson vandað til undirbúnings tónleikanna sem Tónlistarfélagið hafði fengið hann til að halda í Austurbæjarbíói. Það var hins vegar eins og Halldór væri ekki alveg viss um að áhey- rendur stæðu eins vel með honum og þeir gerðu. I byrjun örlaði á óöryggi í leik hans, en það er nokkuð sem er harla óvenjulegt. Venjulega er Halldór öryggið og rósemin uppmáluð og allt að því ómannlega öruggur. Því snart það streng í brjóstum margra, hygg ég, að upplifa það að kappinn gæti líka verið svolítið nervös. Halldór Haraldsson. Þetta meinta óöryggi leiddi hins vegar til þess að menn heyrðu nýjan hljóm hjá Halldóri, hljóm spennu og ástríðu sem yfirleitt birtist ekki opinskátt í leik hans heldur aðeins gefin í skyn undir Tónlist EYJOLFUR MELSTED fáguðu yfirborðinu. Nú fékk hinn huldi kraftur að koma nærri óbeisl- aður í ljós, ekki hvað síst í Appa- sionata. í Chopinscherzounum kom líka fram einstakur frískleiki. Hann hélst tónleikana á enda þótt óöryggisvotturinn reyttist af Halldóri eftir því sem á leið. Lisztstykkin valdi Halldór all- keimlík Scherzoum Chopins. Það er órækt dæmi þess hve gagnheill smekkmaður hann er, hvort það er í vali verkefna eða flutningi þeirra. Hann málaði einkar fallegar stemmningar, án allra ýkja, sér- staklega í síðustu etýðunni, sem nefnd er Harmonies du Soir, eða Kvöldhljómar. Á tónleikunum var jöfn stígandi sem náði hámarki í lokaverkinu, Bartóksónötunni. Bartóktúlkun Halldórs finnst mér reyndar rétt að benda öðrum á að hafa að fyrir- mynd. Þótt Halldór veldi sér mjög viðamikla og þunga efnisskrá átti hann samt orku afgangs til að launa ánægðum áheyrendum að þessum ágætu tónleikum með tveimur aukalögum. Sænskur dósent í fyrirmyndarlandi Jöran Mjöberg ISLAND. ELDENS KALLA - DIKTENS Ö. Nafur och Kultur, Stockholm, 1985. „Þeir sem eru gagnrýnir telja að íslendingar lifi á verðbólgunni, á lánsfé. Sé það rétt þá virðist a.m.k. vera gott að lifa á þann hátt.“ Þannij; kemst Jöran Mjöberg að orði í Islandsbók sinni. Er skemmst frá þvi að segja að Mjöberg, sem er dósent i bókmenntum, dregur upp mjög heillandi mynd af íslandi i bókinni og virðist hún einstak- lega vel til þess fallin að auka straum sænskra ferðamanna til Islands. Jöran Mjöberg hefur áður skrifað nokkrar ferðabækur um Bandarík- in og einnig hefur hann skrifað um ísland í bókinni Strandhugg pá sagaö. Það fer ekkert á milli mála að höfundurinn hefur hrifist af íslandi. Hann segir meðal annars að fallegur sumardagur á íslandi sé hreint yndisleg upplifun, já, alveg ógleymanleg. Hér fær les- andinn líka að vita að félagsleg þjónusta á íslandi gefi því besta á Vesturlöndum ekkert eftir, barna- dauðinn sé sá lægsti í heiminum, hreinlæti til mikillar fyrirmyndar og í því sambandi er sérstaklega getið um salerni í opinberum bygg- ingum! Menning og listir eru sagð- ar blómstra og íslenska tungan er að vísu sögð illskiljanleg en jafn- framt „mjúk og falleg". Höfundur dregur upp mynd af eins konar fyrirmyndarþjóðfélagi og þó yfirleitt geti maður sem stolt- ur Islendingur ekki annað en sam- þykkt réttmæti slíkra yfirlýsinga þá fer ekki hjá því á stundum að lýsingin taki á sig svipmót glans- myndar. Þannig finnst mér til dæmis að þegar Mjöberg getur um að fjörutíu stunda vinnuvika sé á íslandi að þar hefði verið nauðsyn- legt að bæta við að velmegunin sem höfundur sér alls staðar hefur í flestum tilfellum kostað miklu meira en fjörutíu tíma vinnuviku. Sömuleiðis er villandi að halda því fram að tæplega 90% af fjölskyld- um landsins búi í eigin húsi. Les- andinn fær það á tilfinninguna að svo stór hluti þjóðarinnar búi í einbýlishúsum. En þegar á heildina er litið er það frekar trúverðug íslandsmynd sem við blasir í þess- ari bók og greinilegt er að Mjöberg hefur lagt sig fram um að kynnast landi og þjóð. Mér finnst engin fljótaskrift á þessari bók eins og stundum vill verða um landkynn- íslenskar kýr við klettasnös. ingarbækur. Bók Mjöbergs er greinilega fyrst og fremst ætluð ferðamönnum en hún er engan veginn bara samansafn af hagnýt- um upplýsingum um hvernig best verði ferðast um landið. Slíkar upplýsingar veitir bókin vissulega í ríkum mæli en ætíð fylgir með fróðleikur úr sögu þjóðarinnar og bókmenntum. Augljóst er að það er bókmenntafræðingur sem skrif- ar bókina og að hann er vel heima í hinum fornu íslensku bókmennt- um. Bókin er skemmtilega upp byggð sem hringferð um landið. Fyrsti kaflinn fjallar um Reykjavík, „hvernig höfuðborgin tekur á móti okkur“. Síðan liggur leiðin „með rútu“ til Borgamess og sá staður verður höfundi tilefni til að ræða ítarlega um Egil Skallagrímsson. Því næst fylgir kafli um Reykholt og Snorra Sturluson og þar á eftir um Gilsbakka og Gunnlaug ormst- ungu og svo koll af kolli. Alls eru þessir meginkaflar bókarinnar nitján talsins, allir lifandi og skemmtilega skrifaðir. Af þeim stöðum sem kynntir eru má nefna Drangey, Reykjahlíð og Mývatn, Öræfi og Skaftafell, Þjórsárdal og Þingvelli. I kjölfar hinna 19 meginkafla bókarinnar fylgja fjórir kaflar um islenska hestinn, um fossana og hveravatnið. Kindurnar sem vini mannanna og loks um hvernig nútíma íslendingar lifa. Bókinni lýkur með nokkrum hagnýtum köflum fyrir ferðamann- inn sem leggur upp í ferð til íslands. Þar er að finna upplýsingar um bókmenntir er tengjast íslandi á einhvern hátt, bæði ferðabækur, vegakort, og einnig íslenskar úrv- alsbókmenntir sem þýddar hafa verið á sænsku eða skandinavískar tungur, bæði fornsögur og nútíma- bókmenntir, t.d. Laxness, Ölafur Jóhann Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson. Upplýsingar um ferðamáta og gistimöguleika eru ítarlegar og vandaðar. Bókinni er lokið sumrið 1984 og eru því allar tölur frá þeim tíma eða tiltölulega nýjar. Hins vegar varar höfundur- inn með réttu við að verðlag sé fljótt að breytast á íslandi (þ.e. hækka) en á móti kemur gengissig íslensku krónunnar. Sumarið 1984 jafngiltu 370 ísl. kr. 100 s. kr. Nú er hlutfallið 550 ísl. kr. á móti 100 s. kr. Óhætt er að mæla með þessari bók sem óvenjulega vel skrifaðri landkynningar- og ferðabók. Bók- ina, sem er 177 bls. að lengd, prýða allmargar fallegar ljósmyndir í lit og hefur höfundur bókarinnar tek- iðþærsjálfur. Gunnlaugur A. Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.