Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Qupperneq 17
m DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. 17 áttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir óða leiki með liði sínu Maritim, skorað naa viss /ar ogþrisvar tíunda sætið er í raun frábær ár- angur. Hann skildi þetta ekki Svo hefur það alltaf verið að íþróttaunnendur hafa gert raun- hæfar og óraunhæfar kröfur til íslenskra íþróttamanna. Það er mikilvægt fyrir handknattleiks- unnendur að gera sér vel grein fyrir öllum aðstæðum áður en farið í að smíða kröfurnar fyrir HM í Sviss. Danskur blaðamaður sem undirrit- aður ræddi við á Baltic Cup í síð- ustu viku sagði að hann og margir kollegar sínir væru yfir sig hissa á árangri íslenska landsliðsins und- anfarið og þeir hreinlega botnuðu ekkert í gengi liðsins. Og þessi danski blaðamaður vissi nákvæm- lega allt um undirbúning íslenska liðsins fyrir HM og aðrar keppnir á meðan Bogdan hefur verið með liðið. Stuðningur i verki Kostnaður HSÍ vegna þátttöku íslenska landsliðsins á HM er gíf- urlegur og mun skipta mörgum milljónum. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að allir sem ráð hafa á styðji landsliðið með kaupum á happdrættismiðum svo eitthvað sé nefnt. Margt smátt gerir eitt stórt. Allir verða að gera sitt til að styðja við bakið á íslenska landsliðinu. Landsliðsmenn okkar hafa lagt ótrúlega mikla vinnu á sig og hafa lítið sem ekkert fengið fyrir sinn snúð. Þeir eiga það skilið að hand- knattleiksunnendur leggist allir á eitt í stuðningi sínum við liðið og hjálpi þeim við að ná sem bestum árangri í Sviss. < -SK. Hansi gerir það gott hjá Maritim — hefur skorað sjö mörk að meðaltali í leikjum liðsins „Þetta er allt annað líf en hjá Marlboro Canteras. Hérna stendur mannskapurinn saman og félagið vill gera allt fyrir mann. Ég hef leikið tvo deildarleiki með liðinu eftir jólafrí auk æfingaleiks við Tres de Mayo,“ sagði Hans Guðmundsson er leikur með spánska 2. deildar liðinu Marit- im. Hans hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hann gekk til liðs við Maritim sem er við Tenerife strönd- ina. Hans hefur skorað 49 mörk í sjö leikjum. Það gera sjö mörk að meðal- tali en hann hefur einnig átt margar línusendingar sem skilað hafa mörk- um. Liði Maritim hefur gengið mjög vel á þessu keppnistímabili. Liðið hefur enn ekki tapað leik, aðeins tapað einu stigi í leik gegn Galan í fyrra- Klaus Hilbert. Hilbert ekki til ÍA? Skagamenn eru ekki bjartsýnir á að V-Þjóðverjinn Klaus Hilbert komi til landsins og þjálfi 1. deildar lið þeirra, eins og þeir vonuðu. Hilbert hefur ekki gefið Skagamönnum ákveðið svar. Þeir eru nú þegar byrjaðir að leitaáönnurmið. -SOS Hópferð til Lundúna Á Islandi eru starfandi „aðdáenda- klúbbar" Lundúnafélaganna Arsen- al og Tottenham og þeir hafa nú ákveðið að fara í hópferð til Lundúna 28. mars til 2. apríl. Hægt verður að sjá þrjá leiki í förinni, Tottenham— Arsenal 29. mars, Arsenal-Watford 31. mars og West Ham Tottenham sama dag. Gist verður á Y-hótelinu en þar er stór sundlaug og íþróttasalur. Hótel- ið er við enda Oxford-strætis. Allar upplýsingar um ferðina er hægt að fá í símum 99-2499 (Arsenal-klúbbur- inn) og 99-1537 (Tottenham-klúbbur- inn). hsím kvöld á útivelli en jafntefli varð, 24-24. Hans skoraði fimm af mörkum liðs síns. „Það var grátlegt að tapa þessu niður. Við höfðum tveimur mörkum yfir þegar mínúta var til leiksloka en á einhvern óskilajanleg- an hátt tókst okkur að glopra for- skotinu niður,“ sagði Hans um þá viðureign. Rúm vika er síðan Maritim vann stórsigur á Gvinan, 24-14, og skoraði Hans sjö af mörkum liðsins. Tres de Mayo, liðið er þeir Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnars- son leika, með lék æfingaleik gegn Hansa og félögum hjá Maritim og mátti þola tap, 20-16. Tólf umferðir eru nú eftir af 2. deildar keppninni og flest bendir til þess að Maritim nái að vinna sér sæti í heiðursdeildinni sem er úrvals- deild þeirra Spánverja. Takist það mun verða byggð glæsileg íþrótta- höll undir liðið en höll Tres de Mayo hefur hingað til verið þeirra heima- völlur. -fros Eoin Hand sækir um landslidsþjálf- arastarf íslands - sænski landsliðsþjálfarinn hefur einnig áhuga írski landsliðsþjálfarinn Eoin Hand hefur sótt um þjálfarastarf hjá íslenska landsliðinu. Hann hefur sagt starfi sínu lausu með írska landsliðið, eins og kom fram í gær. Það eru fleiri landsliðs- þjálfarar sem hafa áhuga á að koma til íslands. Sænski lands- liðsþjálfarinn Lars Arneson, sem náði ekki að koma Svíum til Mexíkó, hefur augastað á starf- inu. Hann hefur spurt mikið um starfið og reiknað er með að hann sendi inn umsókn á næstunni. Ian Ross, þjálfari Valsmanna, hefur einnig sent inn umsókn. Ross hefur ekki gert skriflegan samning við Valsmenn um að hann þjálfi þá i sumar. Þannig að óljóst er hvort Ross þjálfar Valsliðið ef hann verður ráðinn landsliðþjálfari. Umsóknarfrestur um landsliðs- þjálfarastöðu fslands rennur út i. febrúar. Nú þegar hafa margir sótt um starfið og það má búast við að fleiri umsóknir berist á næstunni. -SOS tt Valur hefur gefið leiki sína í Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik gegn danska lið- inu Rödovre, sem áttu að fara fram nú í janúar. Valsstúlkurnar, sem höfðu tryggt sér rétt til að leika í 2. umferð, komust ekki í tæka tíð til Danmerkur. Leikirnir áttu upphaflega að fara fram í Danmörku í byrjun janúar. Þegar Valur pantaði flug til Danmerkur komust Valsstúlkurnar ekki út þar sem öll sæti voru upppöntuð. Valsmenn höfðu þá samband við forráðamenn Rödovre og alþjóða handknattleikssambandið IHF til að fara fram á frestun á leikj- unum. Rödovre tók vel í að leik- ÞROTTARAR Taflkvöld íkvöld, þriðjudaginn 21. janúar, kl. 19.30, í félagsheimilinu. Takið með ykkur töfl og klukkur. Aðalstjórn. Vinningsnúmer í happdrætti Þróttar 1985 var 3646. Valur gaf Evrópu- leikina gegn Rödovre Eg reikna með að við þurfum að greiða sektir,” segir Bjami Jónsson hjá Val imir færu fram 19. og 20. janúar, en síðan kom í ljós að félagið gat ekki leikið á þeim dögum. Valur tilkynnti þá að félagið gæfi leik- ina gegn Rödovre. „Það er óneitanlega leiðinlegt hvemig fór. Það var ekkert hægt að gera í stöðunni nema að gefa leikina. Ég reikna með því að við verðum að borga sektir til danska liðsins vegna undirbúnings liðs- ins fyrir Evrópuleikina," sagði Bjarni Jónsson hjá Val. Bjarni sagði að Flugleiðir hefðu fellt niður ferðir þann dag sem Valsstúlkurnar ætluðu upphaf- lega að fara til Danmerkur. -sos Sigurjón mætti á æf- ingu hjá ÍBK Sigurjón Kristjánsson mætti á æfingu hjá Keflvíkingum fyrir helgina. Það vakti mikla athygli því að Sigurjón var búinn að gefa % yfirlýsingu um að hann væri ekki ánægður með leikkerfi Keflavík- urliðsins. Sigurjón ætlaði að ganga til liðs við Víði í Garði og þá hafði hann einnig mætt á æfmgu hjá fslandsmeisturum Vals. Það stefnir nú allt í að Sigurjón verði áfram í herbúðum Keflvík- inga. Hann hefur beðið Hólmbert Friðjónsson, þjálfara Keflvík- inga, afsökunar á ummælum sín- um. Þá getur það farið svo að Helgi Bentsson verði einnig áfram hjá Keflavík. Hann hafði hug á að ganga til liðs við Víði. _____________________-sos Argentínu- mennirnir á leið til KR-inga — koma til landsins á morgun „Ástæðan fyrir því að Argentínu- mennirnir Rene og Marcelo Housemann komu ekki til lands- ins í sl. viku, eins og fy-rirhugað var, er að það hafa verið verkföll í Argentínu." sagði Steinþór Guðbjartsson. framkvæmdastjóri knattsp\Tnudeildar KR. Steinþór sagði að þeir bræður kæmu á miðvikudaginn til landsins. KR-liðið mun fljótlega hefja æfmgar. Argentínumenn- irnir verða löglegir með KR eftir að þeir hafa dvalið hér á landi í þrjá mánuði. Þeir geta bvrjað að leika með vesturbæjarliðinu í lok apríl. Það verður gengið frá fé- lagaskiptum þeirra i KR um leið og þeir koma til Revkjavíkur. -sos 150 boltar afhentir — og HSÍ hefur fengið 450þúsundfrá Olís Nú hefur 150 tekist að safna mynd- um af íslenska landsliðinu í hand- knattleik á bensínstöðvum Olís. 150 handboltar hafa því verið aíhentir J. af þeim 400 sem eru í boði. 250 eru því enn eftir. Sem kunnugt er fær HSl ákveðna upphæð af seldu bens- íni hjá Olís og hefúr Olís þegar af- ! hent handknattleikssambandinu 450 þúsund krónur. Hér er um verulegan ; stuðning að ræða, sem rennur til 1 styrktar landsliðinu í heimsmeist- arakeppninaíSvissívetur. - hsim f ^ ...................... .. - - ^ .- ■ a-w.- ...._ jBÍI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.