Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Page 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. Iþróttir róttir Iþróttir Iþróttir Ivan Lendl. Lendl er númer 1 - kosinn besti tennis- leikarinn afalþjóða- sambandinu ogfyrir stuttu afatvinnu- mönnum ítennis Tékkinn Ivan Lendl var í gærkvöidi kosinn besti tennisleikari heimsins af alþjóðlega tennissambandinu. Lendl var einnig kosinn besti tennis- leikarínn í kjöri atvinnumanna í greininni fyrir stuttu. Það eru aðeins tveir dagar síðan Lendl vann sigur á einu af stœrstu tennismótum heims, U.S. Masters. Hann vann þá þýska undrabamið Boris Becker i úrslitum og hreppti þar með sigurinn í þriðja sinn á þessu móti. Lendl vann einnig sigur á opna bandaríska meistaramótinu. Lendl er 25 ára og hefur óumdeilanlega staðið i skugga Bandaríkjamannsins John McEnroe undanfarin ár. McEn- roe hefur hins vegar ekki verið í sinu besta formi undanfarið. -fros Hercules tapaði Hercules, liðið sem Pétur Péturs- son leikur með í spönsku 1. deildinni, mátti sætta sig við 1-ð tap á útivelli um helgina fyrir Atletico Bilbao. Real Madrid hefur þriggja stiga forystu í deildinni þráttfyrir að liðið hafi þurft að sætta sig við jafntefli á útivelli, 1-1, gegn Racing. Meistarar Barcel- ona eru í öðru sæti en liðið vann Osasuna á útivelli, 0-1. -fros Lokaundirbúningur landsliðsins í handknattleik haf inn. Leikmenn æfa tvisi á dag. Góður árangur landsliðsins á Baltic Cup í Danmörku Sem kunnugt er hafnaði íslenska landsliðið í handknattleik í 4. sæti á Baltic Cup keppninni í hand- knattleik sem fram fór í Danmörku í siðustu viku. íslenska liðið lék fimm landsleiki á jafnmörgum dögum. Sigur vannst í tveimur þeirra, gegr, a- og b-liði Dana. Árangur islenska landsliðsins verð- ur að teljast mjög viðunandi á móti þessu þrátt fyrir mjög slysalegt tap gegn Sovétmönnum. Nú er rétt rúmur mánuður þar til heims- meistarakeppnin hefst í Sviss og því ekki úr vegi að skoða stöðuna hjá íslenska landsliðinu eins og hún er í dag og athuga raunhæfa mögu- leika liðsins í Sviss. Það hefur verið vandamál hjá landsliðum okkar í handknattleik og knattspymu mörg siðastliðin ár að íslenskir leikmenn sem komist hafa að hjá erlendum liðum hafa ekki getað æft með landsliðinu sem skyldi. Þetta hefur Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari í handknattleik, svo sannarlega fengið að reyna. Varla hefur það átt sér stað frá því hann tók við landsliðinu fyrir þremur árum að hann hafí getað moðað úr þeim mannskap sem hann hafði hugsað sér á æfingum og örsjaldan hefur honum tekist að stilla upp sterk- asta liðinu hverju sinni. Þetta er vandamál sem ekki er séð fyrir endann á og ennfremur vandamál sem á eftir að standa okkur fyrir þrifum um ókomna tíð. Þetta er langstærsta vandamálið sem ís- lenska landsliðið á við að glíma í dag. Og meðan það er fyrir hendi getum við hreinlega ekki verið að gera okkur vonir um stórkostlegan árangur á erlendri grund og er þá átt við verðlaunasæti eða því sem næst á stórmótum erlendis svo sem ólympíuleikum og heimsmeistara- keppni. Góður árangur á Baltic Cup Mjög góður árangur íslenska landsliðsins hér heima í landsleikj- unum gegn Vestur-Þjóðverjum, Spánverjum og Dönum í lok síðasta árs hefur eflaust gert það að verk- um að almenningur hér heima hefur gert sér vonir um enn betri árangur á Baltic Cup í Danmörku. En þegar það er haft -í huga að leikmenn íslenska landsliðsins, ef frá eru skildir þeir leikmenn sem leika erlendis og léku síðustu leik- ina á Baltic Cup, eru í lítilli æfingu verður árangur liðsins í Danmörku enn betri. íslenska liðið var að vísu mjög frískt í fyrsta leiknum gegn Dönum en síðan fór að halla undan fæti og mikil þreyta að gera vart við sig samfara meiðslum hjá ein- staka leikmönnum. Leikurinn gegn Sovétmönnum, þar sem íslenska liðið tapaði með fimmtán marka mun, ber því glöggt vitni í hversu lítilli æfingu leikmenn eru. Leikur- inn gegn Austur-Þjóðverj um var leikur mistakanna og það voru mikil mistök að láta þá Atla Hilm- arsson, Pál Ólafsson og Alfreð Gíslason leika þann leik eftir langt og strangt ferðalag. Eftir leikinn gegn Pólverjum var það mál manna að ef til hefði komið örlítil heppni og eðlileg dómgæsla þá hefði ísland „farið með sigur af hólmi. Og í síð- 'asta leiknum gegn b-liði Dana lék íslenska liðið varla nema þokka- lega en engu að síður var sigurinn öruggur allan tímann og þá helst vegna þess hversu lélegt b-liðið var. • Bogdan Kowalczyk landsliðs- þjálfari. Mikið mun mæða á honum á næstu vikum. Hvað tekurnú við? Strax á mánudagsmorgun, dag- inn eftir að íslenska landsliðið kom fré Danmörku, byrjuðu strangar æfingar undir stjóm Bogdans. Æft verður tvisvar á dag fram að HM og þrisvar suma dagana. Lokaund- irbúningurinn fyrir HM er sem sagt hafinn. Það er ekki spuming að Bogdan á ekki í erfiðleikum með að koma leikmönnum íslenska liðs- ins í nægilega gott líkamlegt form fyrir keppnina í Sviss. Aðstæður voru mjög svipaðar hjá íslenska liðinu fyrir síðustu ólympíuleika. Þá voru leikmenn, og áttu raunar að vera eins og nú, í lélegri æfingu en þegar kom að ólympíuleikunum töluðu leikmenn íslenska liðsins um það eftir leiki að þeir blésu vart úr nös. Bogdan hafði einu sinni enn vitað hvað hann var að gera. En nú er það stóra spurningin hvort sú samæfing sem landsliðið fær fram að HM í Sviss dugar til. Það er varla ofsagt þótt maður leyfi sér að efast um það. Á alþjóðlega mótinu hér á landi eftir nokkra daga, þar sem meðal annars verður leikið gegn Norðmönnum, verður lítið lagt upp úr árangri landsliðs- ins. Þetta verður fyrst og fremst æfingamót fyrir leikkerfi og eflaust æft jafnframt því. Mótið verður mikilvæg æfing fyrir landsliðs- menn okkar. Svissiendingar æfa í 3 mánuði Til að gefa lesendum örlitla við- miðun skal það upplýst hér að svissneska landsliðið í handknatt- leik æfir af kappi síðustu þrjá mánuðina fyrir HM. Og leikmenn dvelja þá saman í æfingabúðum og gera ekkert annað en sofa, snæða og spila handknattleik. Það er grátleg staðreynd að okkur skuli ekki takast þetta líka. Engum blöð- um er um það að fletta að við eigum mun betri handknattleiksmenn en Svisslendingar og ef okkar menn gætu æft eins og Bogdan vill er ekki vafamál að rökrétt væri að taka stefnuna á eitt af fimm efstui sætunum í Sviss. En undirbúning- ur íslenska liðsins verður í algeru lágmarki og því er það alls ekki vitlaust að gæla við tíunda sætið. Það sæti á að vera takmark lands- liðsins í næstu heimsmeistara- keppni. Allur betri árangur en 1. deildar keppnin í knattspyrnu: ArnórGuðj ohnsen. Arnór i uppskurð? Frá Kristjáni Bernburg, fréttarit- ara DV í Betgíu: „Ég er alls ekki orðinn nógu góður í hnénu. Mér hefur versnað nokkuð. Ég get hlaupið eðlilega en þegar ég reyni að breyta um stefnu fæ ég miklar kvalir,“ sagði Arnór Guðjo- hnsen, fslendingurinn hjá And- erlecht. Amór var skorinn upp við meiðsl- um í hné í nóvember. Hann er nú í meðferð hjá lækni sem mun ætla sér að kíkja inn í hnéð á honum. -fros Valsmenn hef ja meistara- vörn sína á Akureyri — þar sem þeir töpuðu síðast leik gegn Þór í deildinni. Skagamenn fá bikarmeistara Fram íheimsókn íslandsmeistarar Vals í knatt- spyrnu hefja meistaravörn sína á Akureyri. Þeir leika þar gegn Þór í fyrsta leik 1. deildar keppninnar í knattspyrnu í sumar. Það var einmitt á Akureyri sem Vals- menn töpuðu síðast leik í 1. deild- ar keppninni, 1-2, gegn Þór í sögulegum leik þar sem þeim Guðmundi Þorbjörnssyni.Val, og Árna Stefánssyni, Þór, var vísað af leikvelli. Þá varð að stöðva leikinn um tíma vegna flösku- kasts áhorfenda. Róðurinn verður örugglega erfið- ur fyrir Valsmenn því að Þórsur- um er spáð mikilli velgengni í sumar. Valsmenn hafa misst þrjá lykilmenn frá sl. keppnistímabili, þá Guðmund Þorbjörnsson, Heimi Karlsson og Sævar Jóns- son. Það verður einnig stórleikur á Akranesi í fyrstu umferð. Skága- menn fá þá bikarmeistara Fram í heimsókn. Nýliðar Breiðabliks fá Keflvíkinga í heimsókn í Kópavog og nýliðar Vestmanna- eyinga leika sinn fyrsta leik gegn KR í vesturbænum. Fimmti leik- urinn verður í Garðinum. Þar leikur Víðir gegn FH. Töfluröðin í 1. deild er þessi: 1. Víðir, 2. KR, 3. Akranes, 4. Þór, 5. Breiðablik, 6. Keflavík, 7. Valur, 8. Fram, 9. Vestmannaeyj- ar og 10. FH. Reykjavíkurslagur Spennandi í bikarnum Þrir leikir eru á dagskrá bikar- keppninnar í körfuknattleik í kvöld. Þetta eru síðari leikir liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. ÍR-ingar halda til Keflavíkur með 12 stiga forskot og verða þeir að halda vel á spöðunum ef það á að nægja. IS leikur gegn Haukum og verður það eflaust léttur leikur hjá Hafnfirðing- unum. Fróðlegt verður síðan að sjá hvort Frömurum tekst að standa í Valsmönnum er liðin leika í íþrótta- húsi Seljaskóla. Sem kunnugt er vann Valur fyrri leik liðanna með aðeins tveggja stiga mun. Það verður Reykjavíkurslagur í fyrstu umferð 2. deildar keppn- innar. Fallliðin í 1. deild í fyrra, Þróttur og Víkingur, eigast við. Aðrir leikir í deildinni eru: KS - Völsungur, KA - Einherji, ísa- fjörður - Njarðvík og Selfoss - Skallagrímur. Töfluröðin í 2. deild, er þessi: 1. Siglufjörður, 2. KA, 3. Þróttur, 4. Isafjörður, 5. Selfoss, 6. Skalla- grímur, 7. Njarðvík, 8. Víkingur, 9. Einherji og 10. Völsungur. -sos Hans Guðmundsson hefur átt mjög g 49 mörk í sjö leikjum. Raunhæft að stef 10. sæti ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.