Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. 27 Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn- stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningam- ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum. Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn- vextir eru 29% og ársávöxtun 29%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 33,5% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36% nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt- ingu. Tvisvar á ári má taka út án þessa frá- dráttar. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og 42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5% vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3 mánuði 27%, 4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði 37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn- ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán- aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt- um sé hún betri. Samanburður er gerður mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari- sjóðsvextir, 22%, þann mánuð. öndvegisreikningur er bundinn til 18 mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt- um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársíjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársQórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með 34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp- vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn- an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir 7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið- um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð- stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð- bætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta- auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum reikningum bankanna og með 50% álagi. Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis- tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9% vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn- lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu SDR. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð- tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er al- mennt 12-18% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings, annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl- skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund. Lánstími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns- rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig 22%. Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22% nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6 mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur. Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6 mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím- ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45% á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því 0,125%. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs fslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur. Vísitölur Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364 stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986 er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1983 en 3699 stig á grunni 100 frá 1975. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.01. 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM 5 £ É B sjAserlista fl z S II ifii IIIS ll II II Ú innlán óverdtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0 6 mán.uppsögn 31.0 33.4 30.0 28,0 26.5 30.0 29.0 31.0 28.0 12 mán.uppsögn 32.0 34.6 32.0 31.0 33.3 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað 3 5 mán. 25.0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0 INNLÁNSSKiRTEINI 29,0 26.0 23,0 29.0 28.0 Til 6 mánaða 28.0 30.0 28.0 28.0 TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0 INNLÁN VERDTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0 6 mán. uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0 Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11.0 11.5 11.5 Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5 Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0 UTLAN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIR ViXLAR (forvextir) 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30.0 VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34.02) kge 34.0 kge 32,5 kge kge kge 34,0 ALMENN SKULDABRÉF 32,03) 32.0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.0 2) kge 35.0 kgc 33.5 kge kge kge 35.0 HLAUPAREIKNINGAR vriRDRAnuR 31,5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJÁNEDANMALSI) 1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,75%, í Bandaríkjadoflurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%. 2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í Hafiiarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur og Sparisj. vélstj. 3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán, nema í Albvðubankanum og Verslimarbankanum. Sandkom Sandkorn Nýttandlit á skerminum Nú mun ekki vera langt í það að nýtt andlit birtist á skerminum í fréttatíma sjónvarpsins. Þar er á ferð- inni Hallur Hallsson sem verið hefur blaðamaður á Morgunblaðinu. Sérsvið hans hefur verið að afla frétta úr heimi afbrotanna og af því sem lögreglan er að snúast í dag og nótt. Því má búast við að meira verði fjallað um svokallaðar lög- reglufréttir i sjónvarps- fréttum framvegis. En fram til þessa hefur verið talið að þessum þætti væri lítið sinnt. Líta ráöu- neytisstjóra- starfið hýru auga Eins og kunnugt er hefur Höskuldur Jónsson, ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðu- neytinu, sagt starfi sínu lausu. Hann hefur verið ráðinn forstjóri ÁTVR. Þegar svona tilfæringar eiga sér stað er eðlilegt að aðrir embættismenn hugsi sér gott til glóðarinnar. Þegar hefur verið nefnt að Sigurður Þórðarson, deild- arstjóri í ráðuneytinu, geti vel húgsað sér að setjast í stól Höskuldar. Reyndar hefur hann verið hálfgerð- ur ráðuneytisstjóri um nokkurt skeið í þessu ráðu- neyti. Þá hefur Geir Ha- arde, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, einnig verið nefndur sem einn hugsan- legur umsækjandi um þetta starf. Sandkorn getur upplýst að Magnús Pétursson hag- sýslustjóri mun einnig vel geta hugsað sér að verða ráðuneytisstjóri eftir Hö- skuld. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að nú liggur fyrir að gerðar verði miklar breytingar í stjórnarráð- inu. Þær fela m.a. það i sér að gerðar verða breytingar á Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun, sem Magnús veitir forstöðu. Má segja að hún verði nánast lögð niður. Framvegis munu starfs- menn innan hvers ráðu- neytis vinna að fjárlaga- gerð síns ráðuneytis. Þess- ar breytingar gerast þó ekki á næstu dögum. Enn á frumvarp um þetta efni eftir að fara í gegnum þing- ið. Magnús er hins vegar að hugsa um framtiðina og telur að gott sé að vera kominn í tryggan stól áður en þessi holskefla skellur yfir Stjórnarráð tslands. Dagvistun í Hafnarfirði Margir brandarar hafa verið sagðir um Hafnfirð- inga undanfarin ár. Fæst- um dettur i hug að þeir eigi stoð í raunveruleikanum. Hins vegar er ekki laust við að halda að þessir brandar- ar eigi uppruna sinni í gjörðum þeirra í firðinum þegar litið er á fundargerðir bæjarstjórnar. Þar var nýlega samþykkt að reisa dagvistarstofnun í Setbergshverfi að lokinni athugun á staðarvali. Þetta er ekki í frásögur færandi ef ekki hefði fylgt með bókun frá Herði Zóphanías- syni. Hann telur þessa stað- setningu vera óskynsam- lega með tilliti til þess að 1. október á siðasta ári voru alls 269 börn á biðlista en aðeins þrjú í Setbergs- hverfi. Til dæmis eru 89 börn á biðlista í Norðurbæ og83íMiðbæ. Vitringar Og fyrst við erum farin að tala um Hafnfirðinga er í lagi að skjóta inn einum brandara. „Veistu hvers vegna Jesú var ekki frá Hafnafirði?" „Nei.“ „Það var víst vegna þess að það fundust engir vitringar í bænum.“ Umsjón: Arnar Póll Hauksson. Menning Menning Menning Á heimavelli Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar íslands í Háskólabfói 9. janúar. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. Einleikari: Joseph Ognibene. Efnisskrá: John Speight: Slnfónia, Ric- hard Strauss: Hornkonsert; Ottorino Respighi: Furur Rómaborgar. Ef notað væri íþróttamál í tónlist hefðu þeir heitið á heimavelli og á bændamáli heimafengnir baggar tónleikamir, þeir fyrstu á nýbyrj- uðu ári, hjá Sinfóníuhljómsveit- inni. Fastastjórnandinn stóð á stjómpalli, einleikarinn úr röðum hljómsveitarmanna og íslenskt verk frumflutt. Með Klarínettukonsertinum fengu menn að heyra að John Speight hafði náð allgóðum tökum á yrkingum fyrir heila hljómsveit, en fram að því höfðu helst heyrst frá honum kammerverk, mörg bráðsnotur. f Sinfóníunni er John Speight hið þrískipta form afar hugleikið og segist hafa „tryptik- ur“, þríflata altaristöflur í ýmsum kirkjum landsins að fyrirmynd eða tilefni. Það er því kannski öllu meiri ró yfir verkinu en ýmsir höfðu vænst. En vel getur músík látið í eyrum þótt fyrirganginn vanti. Miðkaflinn, largo, fannst mér mjög fallegur og þar kemur hvað gleggst í ljós hve mikið traust John Speight ber til hljóðfæra- leikaranna. í ofurblíðu upphafi largosins gerist hann svo djarfur að setja inn hljóma þar sem ekkert má út af bera fyrir þrjár piccolo- flautur til að leiða inn blíða fiðlu- sóló. Einhverntíma hefði slíkt heitið að stinga hendinni í gin úlfsins. Að öðru leyti bar ekki mikið á dirfsku í „instrumentat- ion“ heldur ágætri þekkingu höf- undarins á blæ og eðli hljóðfær- anna og smekk hans á því sviði. Verkið er geysivel unnið og gerði hljómsveitin því hin bestu skil. Ljómi án belgings Oft hafa menn efast um að Ric- John Speight - „geysivel unnið verk“. Tónlist EYJÓLFUR MELSTED hard Strauss hafi kært sig um að æskuverk hans, hornkonsertinn, varðveittist. Ljúfmennið, sem þeir sem undir hans stjórn léku bera svo vel söguna, svaraði aðspurður um þetta atriði - „Ef enginn kærir sig um að spila hann fellur hann í gleymsku af sjálfu sér“. Það er einmitt það sem hefúr haldið lífinu í þessu annars furðu rislitla verki, að góðir hornleikarar hafa fundið jþörf til að glíma við vandleikna Ihornröddina. Snemma beygist Ikrókurinn og þama hafa menn strax dæmi um það hvemig það sem Strauss ritar beinlínis ögrar mönnum til glímu við það sem stundum var talið óspilandi. Seinna töldust svo engir menn með mönnum nema þeir gætu haft hindrunarhlaup Richards Strauss fyrir morgunupphitun og strófurn- ar löngu orðnar fastaefni í öllum hljómsveitaræfingabókum. Joseph Ognibene blés horneinleikinn hér af sinni alkunnu snilld. Vera kann að sumum hafi þótt hann full- hógvær í leik sínum, en e'inmitt fyrir það met ég hann meir - að geta gefið verkinu ljóma án þess að blása með þeim óþarfa belgingi sem margur frægur hornleikarinn hefur því miður fundið sig knúinn til leggja verkinu til. Fengum við hér enn eina staðfestingu þess hver afburðahomleikari Joseph Ogni- bene „Suonabene“ er. Aðstæðnanna vegna Lokaverkið, Furur Rómaborgar, kynnti Bodan Wodicko fyrir ís- lenskum tónleikagestum. Þá lék hljómsveitin í Þjóðleikhúsinu og mótleikandi lúðraflokkurinn var látinn spila í efri stúku, í Há- skólabíói varð að troða þessum „stereoeffekt“ baksviðs svo að hann missti marks. Höfundurinn mun sjálfur hafa ætlast til að lúðrahljómurinn bærist áheyrend- um frá hlið, helst þó í bakið ef við yrði komið. Aðrir „aukaeffektar" eins og trompetsólóin baksviðs og fuglasöngurinn komu hárrétt og skýrt fram. Það sem misfórst var aðstæðn- anna vegna en eftir stendur það sem vel er gert, leikur hljómsveit- arinnar á sviðinu. Yfir flutningn- um var einstök reisn enda Fumm- ar kjörið stykki handa frábærum slagtekniker eins og Páli Pampichler og svo maður leyfi sér að gerast rómantískur þá hefði ég gjarnan viljað eiga góða mynd og hljóðskráningu af þessum flutningi úr einhverjum af betri tónleikasöl- um landsins, til dæmis Hljóðaklett- um eða Ásbyrgi. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.