Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 32
FR ÉTTASKOTIÐ (S) ■ (78) • (58) Ritstjóm, auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022 Hafir þú ábendingu efia vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-56. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greifi- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir b'-Tta fréttaskotið i h\ rri viku, Funrar nafnleyndar er gætt. Vifi tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR 1986. Nýjarreglur: Aurhlífar " affólks- bifreiðum „Við erum að taka upp nýjar reglur um aurhlífar yfir hjólum. Venjulegur fólksbíll þarf ekki að hafa drullusokka frá og með næstu mánaðamótum. Á öðrum bílura má stytta þá, þeir þurfa að hlífa ákveðnum hluta af hjól- inu. Við erum að samræma regl- ur um drullusokka regium sera næstum eru orðnar aiþjóðlegar." sagði Guðni Karlsson, forstöðu- maður hjá Bifreiðaeftirliti Reykjavíkur, við DV í morgun. '»■ Deila hefur staðið yfir á undan- förnum árum um mikilvægi drullusokka. Komið hefur fram hjá Sveini Torfa Sveinssyni verk- fræðingi að síðastliðin 20 ár hafi aurhlífar miðað við núverandi reglur kostað þjóðfélagið and- virði 340 einbýlishúsa á flötunum í Garðabæ. Ríkisstjórain heldur almennum sparisjóðsvöxtum í 22% í 40% verðbólgu: Bankamir græða á grandalausu fólki Ríkisstjórnin situr klossföst á 22% vöxtum á almenn spariinnlán í bönkum og sparisjóðum. Verð- bólgan er á nærri 40% hraða og vextir á sérinnlánum í takt við það. Almennu spariinnlánin eru um 8,5 milljarðar króna. 18% lægri vextir á þau en á önnur innlán þýða að 1,5 milljarðar eru hirtir á árinu af andvaralausu fólki og ógætnum forráðamönnum sjóða. Það eru bankarnir sem hirða féð. Innlán í bönkum og sparisjóðum eru um 31 milljarður. Almennu spariinnlánin eru sem fyrr segir 8,5 milljarðar eða rúmlega 27% af öll- um innlánunum. Það eru fyrst og fremst grandalaus gamalmenni, aðrir andvaralausir einstaklingar og svo sjóðir, sem menn virðast ekki hirða um að ávaxta vel, sem geyma peninga á þessum almennu sparisjóðsbókum. Á þessum aðilum er hreinlega niðst. Fyrir nokkrum vikum lagði Seðlabankinn til að vextir á þess- um innlánum yrðu hækkaðir um nokkur prósent. Þó hvergi nærri upp á verðbólgustigið. Ríkisstjórn- in dróst á 2% hækkun en settist síðan á málið og situr á því enn. Samkvæmt heimildum DV innan Seðlabankans eru rökin þau að hækkun þessara vaxta gæti litið út sem eftirgjöf eða uppgjöf í verð- bólguslagnum. En ekki minnkar verðbólgan. Heimildir blaðsins herma að í viðskiptabönkmn og sparisjóðum sé ekki staðið á móti hækkun umræddra vaxta þótt stefna ríkis- stjórnarinnar færi þeim stórgróða á hverjum einasta degi sem líður. Sagt er að þvert á móti hafi menn af þessu áhyggjur, sem þýðir nán- ast að þetta sé hið versta feimnis- mál. Sparifjáreigendur geta auðvit- að sjálfir gripið í taumana og fært allt sitt fé af almennum bókum á sérreikninga. HERB Dregur að prófkjöri hjá Alþýðubandalaginu: KRISTÍN FELLD ÚT? Mikill skjálfti er hlaupinn í al- þýðubandalagsmenn vegna próf- kjörs þar sem frambjóðendur í borgarstjórnarkosningum verða valdir. „Ég held að flokkseigendaklíkan ætli sér að slátra Kristínu Á. ólafs- dóttur," sagði alþýðubandalags- maður, er þekkir vel til innviða flokksins, í samtali við DV. Eins og kunnugt er stefnir Kristín að öruggu sæti á framboðslista flokks- ins vegna borgarstjómarkosning- anna en hún er nýkjörin varafor- maður Alþýðubandalagsins. „Það er samsæri í gangi gegn Kristínu,“ sagði annar alþýðu- bandalagsmaður aðspurður. „Flokkseigendurnir ætla sér að halda Sigurjóni Péturssyni og Guðrúnu Ágústsdóttur inni og hvetja fólk til að kjósa Össur Skarphéðinsson í þriðja sætið. Verkalýðsmaður verður svo settur í fjórða sætið; að öllum líkindum Guðmundur Þ. Jónsson. Með þessu móti verður Kristínu ýtt út í ystu myrkur.“ Borgarstjórnarhópur Alþýðu- bandalagsins telur nú fjóra: „Við ættum að geta haldið því ef ég og Kristín lendum í einhverjum af fjórum efstu sætunum í prófkjör- inu,“ sagði össur Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðviljans, í samtali við nv LOKI Á virkilega aö gera landiö drullusokkalaust? Ef hvert hús kostar 4 milljónir þýðir það tæpan 1,4 milljarð króna. „Ég hef ekki mikla trú á þess- um tölura. Það verður þó einhver sparnaður af þessu. Sumir telja að aurhlífaleysið skapi óþæg- indi,“ sagði Guðni Karlsson. -KB Reykjavikurdagatalið með af- mælisatburðum og öðrum mark- verðum atburðum er nýkomið úr prentvélunum. DV heimsótti Davíð Oddsson borgarstjóra og sýndi honum dagatalið. „Dagatalið er dauft á litinn en það vinnur örugg- lega á. Sterkir litir skera í augun og þreyta mann til lengdar. Þetta er gagnlegt fyrir Reykjavíkurbúa að sjá hvað er að gerast og merkja sjálfir inn atburði. Þetta dagatal kostar borgarbúa ekki neitt. Aug- lýsingarnar á dagatalinu borga all- an kostnað,11 sagði Davíð. -KB DV-mynd KAE. HEIMSKERFI TIL HEIMANOTA 200 AM 'W zsoso m': Lánasjódurinn: Ætlaaömætaá þráttfyrír neitunráðherra „Ég talaði við ráðherra í gær- kvöldi og hann neitaði að taka fulltrúaskipti til greina,“ sagði Björk Vilhelmsdóttir, formaður stúdentaráðs Háskóla íslands, i samtali við DV í morgun. „Við ætlum að kanna málið betur og taka síðan afstöðu. En það væri langbest að stjórn Lánasjóðsins frestaði fundi þar til ráðherra kemur í bæinn.“ Ný stjórn var kosin í SHÍ í fyrradag. Um leið kaus stúd- entaráð nýjan fulltrúa í stjórn lánasjóðsins. Menntamálaráð- herra hefur beðið núverandi full- trúa SHl í stjóm LÍN að sitja áfram. Formaður SHÍ sagði að fulltrúar nýkjörinnar stjómar SHl hyggðust mæta á stjórnar- fúndi LÍN í dag. Sverrir Her- mannsson er staddur á Aust- fjörðum. Simleiðis hafa náms- menn haft samband við hann en hann neitar að skipta um fulltrúa í stjóminni. „Þau hafa ekki séð ástæðu til að koma fram ósk um frestun á stjómarfundinum,“ sagði for- maður stjómar lánasjóðsins, Árdís Þórðardóttir, er haft var samband við hana vegna um- mæla formanns SHÍ. -ÞG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.