Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Suður-Jemen: Uppreisnarmenn virðast hafa yfirhöndina Harðlínu-marxistar í andstöðu við Ali Nasser Mohammed, forseta Suð- ur-Jemen, virðast nú hafa öll tögl og hagldir í höfuðborginni, Aden, eftir viku bardaga eftir því sem fréttir hafa borist af. Útvarpsstöð, sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu, sendi út á bylgju- lengd útvarpsins í Aden. Var fullyrt í útsendingum þess að uppreisnar- menn hefðu styrk tök á öllu. Meðal annars var því lofað að hinum sigr- uðu skyldi þyrmt ef þeir legðu niður vopnin og útlendingum var heitið fullum griðum. Níu íslendingar eru í Suður-Jemen en eftir því sem frést hefur af þeim hafa vopnaviðskiptin ekkert snert þá ennþá. útvarpsstöðin sagði að borgarlíflð í Aden væri að komast aftur í eðlilegt horf og að miðstjórn sósíalistaflokks- ins hefði skipað stjórnarher og skrið- drekasveitum hans aftur heim í her- skálahverfin. Um 4000 útlendingar hafa flúið frá Suður-Jemen og aðallega til Djibouti í Eþíópíu sem er hinum megin við Adenflóa. í gær komu frá Aden til Djibouti 745 Rússar með tveim gáma- flutningaskipum. Ekkert er vitað hvar Nasser Mo- hammed forseti muni niðurkominn en útvarpsstöð uppreisnarmanna sagði að uppreisnin hefði komið í veg fyrir sviksamlegar tilraunir hans til þess að losa sig við helstu keppi- nauta um völdin og gerast einvaldur. Haft var eftir einum ritara forsetans að á fundi 13. janúar hefðu lífverðir forsetans hafið skothrið á miðstjóm- arfulltrúa og fellt tvo þeirra. Adenútvarpið hafði sagt í síðustu viku að áhrifamiklir stjórnmála- menn hefðu reynt að ráða forsetann af dögum og að fjórir samsærismann- anna hefðu verið teknir af lífi eftir réttarhöld í skyndingu. - Nú segja diplómatar þama eystra að einn Ali Nasser Mohammed, forseti Suður-Jemen. Enginn veit nú hvar hann er niðurkominn. hinna nafngreindu fjórmenninga, sem sagðir voru líflátnir, Ahmed Nasser Antar, væri fremstur í hópi uppreisnarmanna, en annar úr fjög- urra manna hópnum, Abdul-Fattah Ismail, fyrrum forseti, væri hans hægri hönd. Braustumhá■ nótttilOno Þingliðar Thatcher gerðu uppreisn Um fjórðungur þingmeirihluta Margaretar Thatcher forsætisráð- herra sneri baki við henni og ríkis- stjórninni í afgreiðslu firumvarps um fjárveitingar til sveitarstjórna. 32 Heilbrigðisyfirvöld í Texas hafa afturkallað áætlanir sem gert hefðu yfirvöldum kleift að einangra sjúkl- inga er vitað er að ganga með eyðnis- sjúkdóminn illræmda. Einangrun sjúklinganna hefði aðeins orðið framkvæmanleg ef þeir hefðu ekki tekið tillit til þeirra óska yfirvalda að menn drægju úr fjölda rekkjunauta til að draga úr út- breiðslueyðni. Heilbrigðisráð Texas samþykkti íhaldsþingmenn greiddu atkvæði gegn stjórninni og tíu sátu hjá en frumvarpið var samt samþykkt með 301 atkvæði gegn 230. Þarna var um að ræða hvernig áætlanirnar í síðasta mánuði en þær hafa undanfarnar vikur mætt harðri gagnrýni ýmissa samtaka er telja að hér sé um stjórnarskrárbrot að ræða er hefti frelsi einstaklingsins. Hugmyndin um einangrun eyðni- sjúklinga kom fyrst upp á yfirborðið í Texas í haust er karlmaður er vitað var að gekk með eyðnisveiruna og vann fyrir sér með vændi neitaði að hætta starfsemi sinni og ganga undir læknisrannsókn. skipta skyldi 12 milljarða fjárveit- ingu til borgar- og sveitarstjóma, en margir voru óánægðir með hve miklu minna var áætlað til dreifbýlis en meira til þéttbýlis. Kölluðu sumir íhaldsmenn það svik við dreifbýlið. Gagnrýnendur Thatcherstjómar- innar segja að fyrir henni vaki að kaupa sér vinsældir þar sem flest séu atkvæðin fyrir bæjar- og sveitar- stjórnarkosningarnar í maí. Aðrir segja að brýn þörf hafi kallað vegna félagslegra vandamála i borgum þar sem komið hafi til alvarlegra óeirða á síðasta ári. Þetta er mesta liðhlaup úr þing- flokki íhaldsmanna síðan í júlí í fyrra þegar 48 íhaldsmenn greiddu at- kvæði gegn launahækkun háttlaun- aðra embættismanna. - Undanfamar tvær vikur hefur verið töluverð spenna i íhaldsflokknum eftir afsögn Heseltine varnarmálaráðherra út af Westland-málinu. Yfir sig ástfanginn aðdáandi Yoko Ono, ekkju John heitins Lennons, braust í gær inn í íbúð ekkjunnar i New York og skildi eftir undirskrif- aða ástarjátningu á staðnum. Yoko Ono og sonurinn, Sean, fengu óvænta heimsókn í dögun á mánudagsmorgun. Innbrotsmaðurinn, Omer nokkur Travers, 29 ára gamall, komst inn í íbúðina á sjöundu hæð í Dakota fjölbýlishúsinu við Central Park með því að láta sig síga í reipi frá þak- skeggi að hálfopnum glugga og síðan gat hann klöngrast þar inn. Yoko Ono og tíu ára gamall sonur hennar, Sean, vom sofandi í íbúðinni þegar hinn óboðna gest bar að garði. Að sögn lögreglunnar reyndi Tra- vers að komast inn um svefnher- bergisglugga ekkjunnar en hann var lokaður. Tókst honum þá að komast inn um glugga á borðstofunni. Eftir að Travers komst inn hripaði hann tvær stuttar orðsendingar til Yoko, þar sem hann lýsti yfir ást sinni á henni og tónlist eiginmann hennar fyrrverandi, auk þess sem hann lýstu yfir vilja sínum til að hitta hana einhvern tíma við tæki- færi. Auðvitað skildi hann eftir nafn sitt, heimilisfang og mynd af sér. Yoko Ono vaknaði upp við allt bramboltið í Travers, fór fram á gang inn í borðstofuna þar sem Travers hafði komið inn, en ástsjúki inn- brotsmaðurinn var þá á bak og burt. Lögreglan átti síðan ekki í erfið- leikum með að finna Travers, með nafh, heimilisfang og mynd í hönd- unum. Hætta við einangrun eyðnisjúklinga Milton Obote, fyrrum forseti Uganda, er talinn eiga sér vísan stuðning þeirra skæruliða er nú herja á stjórnarher Uganda í nágrenni Kampala. Áhlaup skæru- liða á Kampala Vopnahlé ríkisstjómar Uganda og skæruliða í landinu heyrir nú endan- lega sögunni til eftir heiftarlega bardaga í nágrenni höfuðborgarinn- ar Kampala í gær og í nótt. Stríðsaðilar kenna hvor öðrum um brot á vopnahléssamningum er und- irritaðir voru með mikilli viðhöfn í síðasta mánuði. Þúsundir íbúa á svæðum sunnan höfuðborgarinnar hafa leitað skjóls undan bardögunum í kirkjum og moskum. Vitni segja stjórnarandstæðinga hafa skotið úr fallbyssum á borgina frá Namusera héraði, 15 kílómetra fyrir suðvestan borgina. Fulltrúi skæmliða, er aðsetur hef- ur í Nairobí, fullyrti í gær að hundr- uð hermanna frá nágrannaríkinu Zaire og stuðningsmenn fyrrverandi einræðisherra Uganda, Idi Amins, hefðu farið yfir landamærin inn í Vestur-Uganda og sameinast her- flokkum stjómarinnar á svæðinu er hefur átt í vök að verjast að undan- fömu. Engar fregnir hafa borist af mann- tjóni í bardögunum undanfama daga en ljóst er að það er töluvert. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.