Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. Frá Bridgehátíð 1986. Hér eigast við i tvimenningskeppninni Svíarn- ir Sundelin (lengst til vinstri) og Flodquist og Bandaríkjamennirnir Rodwell (fyrir miðri mynd) og Bergen. Meðal áhorfenda má sjá kunna bridgespilara og bridgeáhugamenn, Davíð Oddsson borgar- stjóra, makker hans, Jón St. Gunnlaugsson, og Hjalta Elíasson. DELTA sigraði USA Opna Flugleiðamótið í sveita- keppni hófst á sunnudaginn og voru 36 sveitir mættar til leiks, þar af 5 skipaðar erlendum bridge- meisturum. Spilaðir voru 14 spila leikir og var fjórum umferðum lokið þegar þetta er skrifað. íslensku sveitun- um hefur gengið mjög vel og var staða efstu sveitanna þessi: Stig 1. Sveit Úrvals 84 2. Sveit Steen Schou, Danmörku, 80 3. Sveit Samvinnuferða/Landsýnar 79 4. Sveit Delta 78 5. Sveit ísals 78 6. Sveit Michael Massimilla, USA, 74 7. Sveit Siguijóns Tryggvas. 73 8. Sveit Jóns Hjaltasonar 72 9. Sveit Zia Mahmood, Engl./Svíþ., 72 10. Sveit Steinbergs Ríkharðss. 69 í gærkveldi voru þrjár síðustu umferðirnar spilaðar og eru úrslit- in á öðrum stað í blaðinu. Margir hafa eflaust saknað sveit- ar fyrrverandi heimseistara, Eric Rodwells, í upptalningu að ofan, en hún tapaði stórt fyrir sveit Delta í fjórðu umferð og hrapaði því niður úr efri sætunum. Hér er gott spil frá þeirri viður- eign. Austur gefur/a-v á hættu. KG8 D753 G8 K965 106 K964 Á53 ÁG104 Á753 ÁG1082 1074 2 D942 KD962 D873 I lokaða salnum sátu n-s Björn Eysteinsson og Guðmundur Sv. Hermannsson en a-v Graves og Mittelman. Þar gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestui Norður pass pass 1 L pass 1 H pass 2 H pass 4 H pass pass pass Suður spilaði út tígulkóng sem var gefinn. Þá kom spaði, lítið úr blindum, kóngurinn og enn gaf Graves. Norður spilaði þá tígul- gosa sem Graves drap með ás. Hann spilaði nú trompkóng og fékk vondu fréttimar. Síðan spilaði hann spaða á ásinn, trompaði spaða, svínaði trompi og reyndi að trompa fjórða spaðann. Norður yfirtrompaði og sagnhafi varð síðar að gefa slag á tígul. Einn niður og 100 til Delta. í opna salnum, þar sem leikurinn var sýndur á sýningartjaldi, sátu n-s Rodwell og Bergen en a-v Þor- lákur Jónsson og Þórarinn Sig- þórsson. Nú gengu sagnir þannig: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1 T pass 1 H dobl 2 H 2 S 4 H pass pass pass Suður spilaði út spaðatvisti og áhorfendur fylgdust spenntir með Þorláki. Allir gátu séð að hægt var að vinna spilið með því að trompa fjórða spaðann hátt með tromp- kóng. Þorlákur drap kóng norðurs með ásnum og spilaði meiri spaða. Suður drap með drottningu og spil- aði tígulkóng. Þorlákur drap á ásinn, spilaði laufás og trompaði lauf. Síðan kom spaði, trompaður í blindum og enn var lauf trompað heim. Þá kom fjórði spaðinn og Þorlákur varð fyrir vonbrigðum þegar í ljós kom að norður hafði aðeins átt þrílit. Eftir nokkra umhugsun trompaði hann með kóngnum, spilaði síðan laufi og trompaði. Síðan spilaði hann sig út á tígli og beið eftir tveimur síðustu slögunum á tromp. Laglega spilað og Delta græddi 12 impa. Nánar verður skýrt frá úrslitum mótsins í þættinum á morgun. Togaramir hjá ÚA: Veiddu mun meira og á færri dögum Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Allir togarar Útgerðarfélags Akur- eyringa veiddu meira á síðasta ári en árinu áður. Jafnframt urðu veiði- dagamir færri. Nánast allur aflinn fór í frystingu. Það var togarinn Svalbakur sem varð aflahæstur. Hann veiddi rúm- lega 5000 tonn, að verðmæti 70 millj- ónir króna. Togarar fyrirtækisins eru fimm. Sá fimmti þeirra, Hrímbak- ur, bættist í flotann í september sl. Samdráttur í álinu Framleiðsla og sala á kísiljárni jókst á þriðja ársfjórðungi síðasta árs miðað við sama tíma 1984. Sam- dráttur varð hins vegar í framleiðslu og sölu á áli. Þetta kemur fram í ársfjórðungs- legri könnun Félags íslenskra iðn- rekenda og Landssambands iðnaðar- manna á ástandi og horfum í íslensk- um iðnaði á þriðja ársfjórðungi 1985. Þar kemur fram að iðnaðarvöru- framleiðsla í heild jókst hjá 39 pró- sent fyrirtækja í könnuninni á þess- um tíma miðað við sama tíma 1984. Hjá um 43 prósent fyrirtækjanna var samdráttur í framleiðslu. Á sama tíma jókst sala hjá 34 prósent fyrir- tækja en 49 prósent töldu sölu hafa minnkað. Sala iðnaðarvöru stóð nokkum veginn í stað á þriðja ársfjórðungi miðað við næstu þrjá mánuði þar á undan og birgðir í almennum iðnaði svipaðar á þessum sama tíma. -KÞ Skel jasýning í Sædýrasafninu Nú stendur yfir sýning á sérkenni- legum kuðungum í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Er þar meðal annars til sýnis risaskel, ein stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þá eru einnig sýndir svokallaðir drottningarkuðungar og köngulóar- kuðungar. Er í gangi getraun í safn- inu, þar sem gestir geta giskað á þyngd risaskeljarinnar og sá er næst kemst hinni raunverulegu þyngd hennar hlýtur í verðlaun ferðaút- varps- og kassettutæki. Sædýrasafnið er opið daglega frá tiu á morgnana til sjö á kvöldin. -KÞ I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari Kanakjötið hefur enn einu sinni valdið úlfaþyt. Eins og flestum er í fersku minni stoppaði Albert af allan kjötinnflutning til varnarliðs- ins á þeirri forsendu að innflutning- urinn væri ólöglegur. Var þessu banni fagnað mjög af bændasam- tökunum sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með því að neyða ís- lenska lambakjötið ofan í Kanann i staðinn.Bannið hjá Albert þótti sem sagtþjóðráð. Göfugir landvarnarmenn vöruðu hins vegar mjög við þessari afstöðu Alberts Guðmundssonar og bænda- stéttarinnar. Löggiltir sérfræðing- ar þjóðarinnar í utanríkismálum töldu það háskalegt efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar ef bænda- stéttin og landbúnaðurinn kæmu lambakjötinu ofan í Kanann. At- hyglisvert er að þessu hefur aldrei verið haldið fram þótt allur fiskur, sem þjóðin framleiðir, fari beinustu leið ofan í Ameríkana. Sjálfsagt litur sjálfstæðið öðru vísi út eftir þvi hvaða fæðutegund á í hlut. Og rétt er það að lambið lifir á ættjörð- ina en fiskurinn ekki. Út af þessu máli varð hinn mesti ágreiningur í rikisstjórninni og svo fór að stjórnin auglýsti eftir ein- Landráðamennimir hveijum sem vildi kæra sig. Er það i fyrsta skipti sem ráðherrar leysa sjálfstæðið og fullveldið með máls- höfðun. Slík hitamál verða auðvit- að ekki leyst annars staðar en með dómi í bæjarþinginu. Því miður gaf sig enginn fram og þrautalendingin varð sú að skjóta málinu til þriggja svokallaðra val- inkunnra lögfræðinga. Nú hafa þeir kveðið upp úrskurð sinn. Varnarliðið þarf ekki að éta íslenska lambakjötið. Það má flytja inn sitt eigið kjöt að vestan. Albert unir þessarí niðurstöðu illa og lýsir henni umsvifalaust sem hverju öðru rugli. Keflavíkurstöðin er ekki fríriki, varnarliðið verður að hlíta íslenskum lögum, segir Albert. Þetta hefur Geir utanríkisráð- herra tekið óstinnt upp. Hann kann því illa að vera sakaður um landráð og segir að yfirlýsingar Alberts séu kommúnistaáróður.Þorsteinn Pálsson tekur undir þessa skoðun Geirs. Niðurstaðan er sem sagt sú, að Geir telur sig sakaðan um landráð fyrir að leyfa Kanananum að flytja inn kjöt að vestan. Albert telur að vísu að Geir sé ekki í jafnvægi, en það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að þjóðráðið hans Al- berts um bann á Kanakjötið er orðið að landráði. Eða öllu heldur að það er orðið landráð að éta Kanakjöt en ekki lambakjöt. Þetta kann að flækjast fyrir ein- hverjum. Fólk spyr: er Geir land- ráðamaður fyrir að koma í veg fyrir að Kanarnir drepist úr hungri? Er Albert landráðamaður fyrir að vilja stuðla að auknu lambakjötsáti? Eða eru kannski Kanarnir land- ráðamenn fyrir að vilja éta sitt eigið kjöt? Því hefur verið haldið fram að Geir Hallgrímsson sé um það bil að hætta sem utanríkisráðherra. En þá vaknar sú spurning hvort Sjálf- stæðisflokkurinn geti verið þekkt- ur fyrír að láta manninn hætta á þvi augnabliki sem hann er sakaður um landráð? Hér er mikið í húfi. Göfugir land- varnarmenn halda því fram að efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinn- ar sé stefnt í voða ef Kaninn étur of mikið af lambakjöti. Bænda- samtökin og Albert fullyrða á hinn bóginn að það sé mikilvægt efna- hagslegu sjálfstæði að Kaninn éti lambakjöt. Þjóðráðið hans Alberts um að banna innflutninginn striðir gegn landslögum að mati lögfræð- inga. Þjóðráðið hans Geirs um að leyfa innflutninginn er landráð að mati Alberts. Viðbrögð Alberts við landráðum Geirs eru landráð að mati Geirs. Rikisstjórnin verður að finna út hvort þjóðráðin eru landráð eða landráðin þjóðráð - því nú eru góð ráðdýr. Dagfari IFTalI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.