Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1986, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. JANÚAR1986. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sljórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og OSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÖLFUR P.STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Úti að aka Þegar kostnaður við tíu ráðherrabíla er rúmlega tvö- falt hærri en allur rekstur Hæstaréttar og tvöfalt hærri en allur rekstur Fiskvinnsluskólans, er nauðsynlegt, að ríkisstjórnin taki mark á gagnrýni og lækki þennan kostnað. Hofmóður verður henni ekki til framdráttar. Einna óþægilegasti þáttur málsins er sinnuleysi margra ráðherra fyrir kostnaði. Til dæmis hlýtur Sverr- ir Hermannsson að hafa sinn bílstjóra á vakt lungann úr tímanum, sem ráðherrann er vakandi. Öðruvísi kæmist bílstjórinn ekki í 78 þúsund króna mánaðarlaun. Sumir þeir, sem eiga erindi við Alþingi, hafa furðað sig á, að þar bíða ráðherrabílstjórar klukkustundum saman eins og illa gerðir hlutir. Slíkt er leiðinlegt, bæði fyrir þá sjálfa og hina, sem á horfa. Auk þess truflar bílaflotinn umferð um Kirkjustræti. Þar að auki nota sumir ráðherrar bílana til að bíða eftir sér meðan þeim dvelst á fundum og í heimsóknum á kvöldin. í flestum tilvikum væri ódýrara fyrir ríkið að nota leigubíla við slíkar aðstæður fremur en að láta bílstjóra sína hanga á yfirvinnukaupi. Ráðherrar, sem ekki nenna að hindra, að bílakostnað- ur þeirra verði tvöfaldur heildarkostnaður við rekstur Hæstaréttar eða Fiskvinnsluskólans, geta ekki haldið uppi fjárhagslegum aga í þjóðfélaginu. Gagnrýni Sverris á Lánasjóð námsmanna verður þá bara að fíflaskap. Ráðherra, sem lætur gera ofsadýrar úttektir á rekstri margvíslegra stofnana og er nú að láta hefja úttekt á Lánasjóði námsmanna, aðeins ári eftir að annar ráð- herra var búinn að gera það, á að líta í eigin barm, ef hann vill láta almenning taka mark á mannalátum sínum. Þessi átakanlegi skortur á tilfinningu fyrir aðhaldi í rekstri er alvarlegasti þáttur málsins. Ráðherrar eru uppvísir að því að kunna ekki með peninga að fara. Fólk úti í bæ telur ólíklegt, að slíkir menn geti rekið pylsuvagn með hagnaði, hvað þá ríkissjóð eða þjóðfélag. Hitt er svo rétt, að hversu lélegir, sem ráðherrar eru, er sanngjarnt, að þeir séu fluttir milli staða. Það mætti hins vegar gera á mun ódýrari hátt, til dæmis með því að nota leigubíla, að minnsta kosti utan venjulegs vinnutíma ráðherrabílstjóra. Einnig má hugsa sér, að ráðherrarnir hafi eins konar ráðherrabílstöð, ef venjulegir leigubílar eru ekki nógu fínir. Þeir geti þá kallað til bíla eftir þörfum, en hafi ekki hver sinn bíl. Sameiginlegur bílafloti væri mun ódýrari en bíll og bílstjóri á mann eins og nú er. Fordæmi ráðherranna spillir. Bankastjórar, sem eru orðnir töluvert fjölmennari en áður var, hafa áratugum saman talið sér heimil svonefnd ráðherrakjör á bílum. Fyrir löngu er kominn tími til að rjúfa þau tengsli og skipa bankastjórum svo sem tröppu neðar. Um þessar mundir eru örðugar aðstæður í þjóðfélag- inu. Ýmis dæmi ganga illa upp. Fyrirtæki tapa pening- um og draga saman seglin á sama tíma og starfsmenn þeirra sæta því, að léleg kjöri versni enn. Óhóf og aðgæzluleysi ráðherra er olía á þann eld. Ríkisstjórnin hefði meiri sóma af að taka bílamál sín enn harðari tökum en hún hefur tekið kostnað stofnana á borð við lánasjóðinn, rafinagnsveiturnar og vitamálin, svo að kunn dæmi séu nefnd. Hún á að byrja á sjálfri sér, svo að tekið sé mark á henni. Nú er réttilega haft að háði, að ríkisstjórnin sé úti að aka, einnig bókstaflega. Því þarf að breyta. Jónas Kristjánsson Versnandi afkoma þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði Við afgreiðslu fjárlaga komu fram veigamiklar skýringar á þeim breytingum sem hafa orðið á hlut- falli erlendrar lántöku af þjóðar- framleiðslu á undanförnum árum. Þær er æskilegt að rekja í blaða- grein til þess að fólk geti betur áttað sig á því hvað gerst hefur í þeim efnum á undanförnum árum. Þetta er ekki síst brýnt í framhaldi af endurteknum yfírlýsingum fjár- málaráðherra um að erlendar lán- tökur hafi farið sérstaklega vax- andi í tíð fyrri ríkisstjórnar og að núverandi ríkisstjórn sé eins og hvítskúraður engill í þessum efn- um. Þannig hefur fjármálaráðherra haldið því fram að árið 1980 hafí hin „erlenda lántökustefna" kom- ist til framkvæmda. Hvað er hæft í þessu? Fyrst er réit að víkja að áætlunargerð núverandi ríkis- stjórnar varðandi erlendar lántök- ur. 10,4 miljarðar í stað 6,8 milj- arða króna Lánsfjárlög fyrir árið 1985 voru afgreidd seint í júnímánuði það sama ár. Þar var gert ráð fyrir því að erlendar lántökur yrðu alls á árinu 6,8 miljarðar króna. Margir töldu hugsanlegt að þessar tölur stæðust þar sem helmingur áætlun- artímabilsins var liðinn. Niður- staðan varð hins vegar sú í árslok að erlendar lántökur urðu á árinu ekki 6,8 miljarðar króna heldur 10,4 miljarðar króna. Þegar málið kom til meðferðar á alþingi óskaði ég eftir upplýsingum frá Seðla- bankanum um það hve stór hluti lánanna væri þegar orðinn stað- reynd þegar lánsfjárlögin voru afgreidd. Þá kom í ljós til dæmis að lán til sveitarfélaganna - erlend lán - voru þá þegar komin í 403 miljónir króna, en áætlun árs- ins alls gerði ráð fyrir 326 milj- ónum króna! Þessi tala sýnir glöggt að áætlanir ríkisstjórnar- innar um erlendar lántökur eru rugl - að þær áætlanir eru þegar komnar fram úr sjálfum sér þegar þær voru afgreiddar á miðju sl. ári. Kjallarinn SVAVAR GESTSSON FORMAÐUR ALÞÝDUBANDALAGSINS —...... /...... En hafa erlendar skuldir minnkað? Ein aðalstefna ríkisstjómarinnar í upphafi var að sögn sú að draga úr erlendum lántökum. Hver er niðurstaðan? Samkvæmt t'ölum Þjóðhagsstofnunar varð niður- staðan þessi: „Erlendar skuldir til lengri tíma en eins árs virðast munu aukast úr 52,2% af lands- framleiðslu árið 1984 í 54,8% á þessu ári (1985).“ Aukningin er 2,6% eða talsvert á þriðja miljarð króna. Vextirnir ráða úrslitum Þar sem fjármálaráðherra lands- ins virðist ekki læs á hagskýrslur um erlendar lántökur er vert að taka fram að þær eru aðallega mældar á tvo mælikvarða. I fyrsta lagi eru heildarskuldirnar mældar sem hlutfall af landsframleiðslu og í öðru lagi eru afborganir mældar sem hlutfall af útflutningstekjum. Af hverju fóru þessi hlutföll hækk- andi eftir 1980? Var það vegna þess að illa væri farið með fé eða var þar um að ræða aðrar ástæður? Aðalástæðurnar voru þessar: 1. I fyrsta lagi dróst þjóðarfram- leiðslan saman og þess vegna hækkaði hlutfall erlendra heild- arskulda af heildarþjóðarfram- leiðslunni. 2. I öðru lagi hækkuðu vextir erlendis verulega. Þar með urðu íslendingar eins og aðrar þjóðir að taka á sig kostnaðinn af ríkisfjármálastefnu Reagans sem hefur hækkað alþjóðlega vexti verulega.Hér var með öðr- um orðum um að ræða tvær ástæð- ur sem útilokað var að ráða við. í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þjóðarframleiðsla hins vegar farið vaxandi og erlendir vextir hafa lækkað, eða með orðum Þjóðhagsstofnunar: „Greiðslu- byrði vegna langra erlendra lána er talin verða tæplega 21% af út- flutningstekjum sem er lægra hlut- fall en 1984, en þá var greiðslubyrð- in 21%.“ Ástæðan fyrir þessu lækk- andi hlutfalli af þjóðartekjum er fólgin í lækkandi alþjóðlegum vöxtum: 1980 greiddum við aðeins um 0,6% raunvexti af erlendum lánum. 1982 v_ar þetta hlutfall komið yfir 5%. Á síðasta ári lækk- uðu raunvextir af erlendum lánum. Hvert eitt prósent í vöxtum af erlendum lánum jafngildir um 250 miljónum króna á verðlagi ársins 1985. Það þýðir að á verð- lagi þess árs urðu landsmenn að taka á sig á annan miljarð vegna hærri alþjóðlegra vaxta á ári í nokkur ár. Núverandi ríkisstjórn hefur hins vegar fengið happdrættisvinninga: Annars vegar aukna þjóðarfram- leiðslu, hins vegar lægri erlenda vexti. Þess vegna er ljóst að skuldahækkunin erlendis á síðasta ári er í raun meiri en hlutfallstöl- urnar - 2,6% af landsframleiðslu gefa til kynna. 15 miijarðar í viðskiptahaila Eitt af markmiðum rikisstjórnar- innar var að sögn jafnvægi í við- skiptunum við útlönd. Einnig þetta markmið hefur stöðugt fjarlægst. Útkoman er viðskiptahalli á þrem- ur árum stjórnarinnar svo nemur 15 miljörðum króna. Viðskiptahalli er líka ávísun á erlendar skuldir. Þegar erlendir vextir fara lækk- andi og þjóðarframleiðsla eykst á að vera unnt að ná niður erlendu skuldahlutfalli. Það hefur ekki gerst. Það er vissulega erfitt að hálda þessu hlutfalli niðri þegar þjóðarframleiðsla hrapar og þegar erlendir vextir fara hækkandi en við hagstæð ytri skilyrði á það að vera unnt. Það er því stjórnleysi í efnahagsmálum sem ræður úrslit- um - innri ástæður skapa vanda- mál á sama tíma og ytri skilyrði eruhagstæð. Svavar Gestsson. „Þetta er ekki síst brýnt í framhaldi af endurteknum yfirlýsingum fjármálaráðherra um að erlendar lántökur hafi farið sérstaklega vaxandi í tíð fyrri ríkisstjórnar...“ a ,,Þegar erlendir vextir fara lækkandi ^ og þjóðarframleiðsla eykst á að vera unnt að ná niður erlendu skuldahlutfalli. Það hefur ekki gerst.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.