Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 8
DV. FÖSTUDÁGUR 21. FEBRÚAR1986
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
alfarið að flugher Iraks hefði skotið
niður vopnalausa farþegaflugvél.
írakar héldu áfram gagnsókn sinni
gegn innilokuðum sveitum írana á
hinum hemaðarlega mikilvæga Faw
skaga í gær.
íraskur herforingi segir í viðtali
við írösku fréttastofuna að hermenn
sínir hafi fellt og sært yfir 50 þúsund
óvinahermenn frá því gagnsókn
hersins hófst þann 9. febrúar síðast-
liðinn.
íranska fréttastofan, IRNA, segir
að á meðal hinna látnu í farþegavél-
inni er írakar skutu niður hafi verið
Fazlollah Mahallati, háttsettur full-
trúi Komeinis úr prestastétt og náinn
ráðgjafi.
IRNA segir ennfremur að átta
þingmenn hafi verið í vélinni, þar á
meðal einn, Hassan Cheraghi,
stjórnarformaður þekktrar íranskrar
fjölmiðlakeðju.
íranska fréttastofan segir að hátt-
settur ráðgjafi Komeinis og nokk-
urra íranskra embættismanna hafi
„dáið píslarvættisdauða" í gær er
íraskar herþotur skutu niður Fokk-
er farþegavél íranska flugfélagsins
með 40 farþegum.
Yfirstjórn íraska flughersins sagði
í gærkvöldi að flugmenn sínir hefðu
í gær farið í 715 árasar- og könnunar-
ferðir og að víða hefði slegið í brýnu
við íranskn herinn'en neitaði því
rakar segjast hafa verið sigursælir að undanförnu í stríði sínu við íran.
Yfirforingi í her þeirra segir menn sína hafa fellt og sært yfir 50 þúsund óvina-
hermenn á skömmum tíma.
Starfaði í Aþenu síðan 1983
Háttsettur foringi úr sovésku
leyniþjónustunni hefur hlaupist
vestur á bóginn með syni sínum og
vinkonu en skilið eftir eiginkonu
Rajiv Gandhi, forsætisráðherra
Indlands, setti í gær þingið í Nýju
Delhí, sem mögulega verður það
stormasamasta síðan hann kom til
embættis fyrir einu og hálfu ári. Yfir
vofa fjöldamótmæli vegna verð-
hækkana á nauðsynjum, átök milli
múslíma og hindúa og ofbeldi of-
stækisfullra sikka.
Fram til þessa hefur Gandhi baðað
sína og annað barn, eftir því sem
bandaríska leyniþjónustan lætur
uppi.
Maðurinn er Viktor Gudarev, sem
sig í vinsældum, síðan hann tók við
af móður sinni, sem ráðin var af
dögum síðla árs 1984. Þessa vikuna
hefur þó blossað upp almenn óán-
ægja með verðhækkanir á brauði og
matarolíu. - Lögreglan handtók í
gær 10 þúsund manns, þar á meðal
þingmenn, sem reyndu að efna til
mótmælagöngu við og inni í þing-
húsinu í Nýju Delhí.
hafði verið í Aþenu síðan 1983, en
sonur hans, Maxim, er aðeins átta
ára. Með þeim er sovésk kennslu-
kona sem er í ástarsambandi við
Viktor. Sagt er að þau séu komin
til Bandaríkjanna.
Viktor er sagður hafa skilið eigin-
konu sína eftir í Aþenu og annað
bam þeirra hjóna. Hann hafði starf-
að við flotamál í sendiráði Rússa í
Aþenu en var ekki á skrá yfir dipló-
matana. Áður hafði hann starfað í
Nýju Dehlí á Indlandi.
Viktor Gudarev þykir einn mesti
rekinn, sem komið hefur á fjömr
vestrænnar leyniþjónustu lengi, og
jafnvel meiri fengur að honum en
Sergei Bokhan, aðstoðarstöðvar-
stjóra GRU, leyniþjónustu Rauða
hersins, frá Grikklandi í maí í fyrra.
- Brotthlaup hans ber að á meðan
bandaríska leyniþjónustan er ekki
enn búin að jafna sig af sinnaskiptum
Jurtjenkos, sem í fyrra strauk til
Bandaríkjamanna, en strauk síðan
frá þeim aftur .og sakaði þá um að
hafa rænt sér.
Vitaly Júrtjenko virðist samt hafa
látið bandarí^cu leyniþjónustunni í
té ýmsar upplysingar sem síðan hafa
leitt til handtöku nokkurra Banda-
ríkjamanna er njósnuðu í þágu Sov-
étmanna.
Síðasta ár hefur komist upp um þó
nokkra Bandaríkjamenn sem njósn-
að hafa fyrir Rússa.
S-Kórea bjóst
við loftárás
Ríkisútvarp Suður-Kóreu hélt
því fram að óvinaflugvélar
mundu ráðast á höfuðborgina
Seoul og nágrenni í dag. Öllum
deiidum landvarna Kóreumanna
var sagt að vera til taks og
landsmenn varaðir við. Loftvar-
namerki voru gefin og í höfuð-
borginni var fólki sagt að ryðja
strætin.
Nýr ham-
borgara-
staður á
18 stunda
fresti
McDonalds-hamborgarakeðj an
segist opna í dag afgreiðslustað
númer 9000 og er sá staðsettur í
Sydney í Ástralíu. Það verður þó
ekki lengi nýjasta hamborgara-
afgreiðsla McDonalds í heimin-
um því að keðjan opnar nýjan
stað á átján stunda fresti.
Miklar óeirðir hafa verið á Indland að undanförnu vegna verðhækkana á
nauðsynjavörum.
Mótmælaaögerðir
á Indlandi vegna
verðhækkana
Æ fleiri ríki virðast nú að ætla að sniðganga úrslit forsetakosninganna á
Filippseyjum og einangrun Marcosar forseta eykst stöðugt.
Á myndinni sjást nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar ganga úr þingsal
eftir að meirihluti þingsins hafði lýst Marcos réttkjörinn forseta landsins um
siðustu helgi.
MARCOS QNANGR-
ASTÆ
Eftir því sem fleiri ríkisstjórnir
fordæma framkvæmd kosninganna á
Filippseyjum einangrast ríkisstjórn
Marcosar forseta meira. Til þessa
hefur þó ekki borið á öðru en dipló-
matískri ókyrrð.
En ýmislegt bendir til að stjórnir
fleiri landa, þar á meðal Bandaríkj-
anna, muni ganga lengra vegna
hneykslunar á framkvæmd kosning-
anna, þar sem Corazon Aquino segist
hafa verið rænd sigrínum.
Bandaríska öldungadeildin hefur
fordæmt framkvæmd kosninganna
og ýmsir þingskörungar hafa nú
byrjað baráttu fyrir því að tekin
verði fyrir efnahagsaðstoð við stjóm-
ina í Manila og ein af undirnefndum
þingsins hefur raunar þegar greitt
því atkvæði að féð verði heldur látið
ganga til frjálsra félagasamtaka eða
kaþólsku kirkjunnar á Filippseyjum
til dreifingar fremur en stjómar
Marcosar sem ekki geti talist njóta
stuðnings þjóðarinnar.
Japan, sem jafnan er tregt til þess
að blanda sér í málefni Filippseyja,
hefur afráðið að fresta afhendingu
275 milljóna dollara efnahagsaðstoð-
ar. - Efnahagsbandalagið segist hafa
þungar áhyggjur af fréttum um kosn-
ingasvik og ofbeldisverk. - Flest
vestræn ríki láta í veðri vaka að þau
hafi vanþóknun á vinnubrögðunum
á Filippseyjum. - Ástralía hefur iátið
svipað í ljós en þó ekki tekið fyrir
efnahagsaðstoð.
Fyrstu opinberu viðbrögð um-
heimsins við kosningu Marcosar
munu birtast i næstu' viku, þegar
Marcos á að sverja embættiseiðinn,
en þá er sendiherrum og öðrum full-
trúum erlendra ríkja boðið að vera
viðstaddir. Horfur eru á slæmum
heimtum boðsgesta.
V-Þýskaland og Spánn hafa kallað
sendiherra sína heim frá Manila til
skrafs og ráðagerða. Sendiherra
Sovétmanna í Manila hefur afhent
Marcosi hamingjuóskir Gorbatsjóvs,
leiðtoga Sovétríkjanna, með kosn-
ingasigurinn. Er það eini sendiherr-
ann í Manila sem hefur samfagnað
Marcosi og vekur það stórfurðu því
að meðal skæruliða, sem með vopn-
um berjast gegn Marcosstjórninni á
Filippseyjum, eru kommúnistar mjög
framarlega.
Sovésk geim-
stöð komin
á sporbraut
Nýja sovéska MIR geimstöðin er
skotið var á sporbaug um jörðu i gær
verður ekki notuð til langdvalar af
sovéskum geimförum fyrst um sinn
að sögn Konstantin Feoktistov, hátt-
setts talsmanns geimferðamála í
Sovétríkjunum í gærkvöldi.
Feoktistov sagði í viðtali við sov-
éska sjónvarpið að MIR, er þýðir
friður á rússnesku, yrði brátt heim-
sótt af geimförum en þeirra verkefni
væri aðeins að kanna hvort stöðin
starfaði eðlilega og myndu þeir ekki
dvelja þar lengur en nauðsyn krefði.
Talsmaðurinn sagði að geimstöðin
yrði síðar notuð til lengri dvalar
geimfara þar sem ein áhöfn tæki við
afannarri.
Feoktistov, sjálfur hönnuður geim-
fara og fyrrum geimfari, sagði enn-
fremur að eftir að búið væri að tengja
geimstöðina við rannsóknarstofur og
vistarverur geimfara er síðar yrðu
sendar á braut, yrði Mir sex sinnum
stærri að umfangi en aðalhluti henn-
ar er sendur var á loft í gær frá
geimrannsóknarstöð Sovétmanna í
Baikonur í Mið-Asíu.
KGB-njósnari
flúði til USA
Segja 50 þúsund írani fallna