Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
BÓKIN UFIR
GÓDULÍFI
—farið á bókaútsölu
Bókaútsala er nú hafm i rúmlega
40 verslunum um land allt. Til stóð
að sex bókaforlög stæðu að útsölunni
en Fjölvi datt út vegna óviðráðan-
legra aðstæðna. Afslátturinn er á
bilinum 20-50% og sums staðar jafn-
vel meiri.
Það má með sanni segja að nú sé
óskatíð fyrir bókaunnendur þvi
mikið er um ýmiss konar bókatilboð
og verðlækkun sem þessi á yfir 70
titlum hleypir nýju blóði í bóksöluna
á annars dauðum tíma. Það virðist
sem tiltölulega þröngur hópur fólks
kaupi bækur án þess að eitthvað
sérstakt tilefni komi til, en nú er
tækifæri til að kaupa sér athyglis-
verða bók á góðu verði.
Útsölubækurnar eru á öllum aldri
en meirihlutinn 1-2 ára gamlar, sem
ekki hafa selst sem skyldi, en þurfa
þó ekki að vera verri fyrir það. DV
fór í bókaleiðangur i nokkrar bóka-
verslanir hér i bæ og kynnti sér hvað
væri á boðstólum.
Til að gefa dæmi um verðlækkun-
ina voru í Bókabúð Máls og menn-
ingar seldar íslenskar skáldsögur
með 300,- til 400,- króna afslætti og
var hann svipaður á erlendum þýdd-
um skáldsögum. I erlendu deildinni
var útsala á öllum bókum og þær
seldar með 25% afslætti. Ákveðnar
bækur, mest svokallaðir reyfarar.
voru seldar með allt að 80% afslætti
og hægt var að fá stórar mynd-
skreyttar bækur um allt milli himins
og jarðar niður í 400,- til 500,- krónur.
í Eymundsson er stórt borð lagt
undir útsölubækurnar og kennir þar
margra grasa. Eldri bækur eru seldar
á 50,- til 100,- krónur og voru innan-
um mjög góðar bækur á þessu gjaf-
verði. Nýlegar bækur voru með 100,-
til 300,- króná'afslætti.
í Bókaverslun Snæbjarnar ér einn-
ig útsala á erlendum bókum, 50%
afsláttur af bókum um ýmis efni, s.s.
blómabókum, málverkabókum,
tölvubókum o.fl. 30% afsláttur er af
vasabrotsbókum. Þegar DV heim-
sótti bókaverslanirnar var útsalan
rétt nýlega byrjuð og afgreiðslufólk
sagði að fólk væri ekki farið að taka
verulega við sér ennþá. Þó merkti
það mun á því hvað mun fleiri stöldr-
uðu við og skoðuðu hvað i boði væri,
aðrir keyptu allt að 5 bækur í einu.
„Ég er búinn að kaupa 6 bækur í
dag, nokkrar sem mig var lengi búið
að langa í en aðrar sem ég rakst á
og fannst forvitnilegar," sagði maður
í bókaleiðangri. „Ég veit ekki hvað
er langt síðan ég hef keypt bók handa
sjálfri mér, þetta er skemmtileg til-
breyting,“ sagði kona á útsölunni.
Útsalan er í bókabúðum um allt
land og því ætti enginn að láta þetta
haþp úr hendi sleppa. -S.Konn.
í Bókabúð Máls og menningar er útsala á erlendum bókum og afslátturinn
allt að80%.
Heildarkostnaður hátt í 100 þús. kr.
„Ég sendi hér heimilisbókhaldið
fyrir janúar. Það var lítið bruðlað í
mat og er sú tala sæmileg," segir
m.a. í bréfí frá Ingu Þ. Hún er búsett
í kaupstað úti á landi og er með
fjögurra manna fjölskyldu. Meðal-
talskostnaður í mat og hreinlætis-
vörum i janúarmánuði reyndist 3
þús. kr.
„Liðurinn „annað“ er hár og með
alls konar aukaútgjöldum. Stærstu tölurnar eru:
Lánað út 8000
Skuldir 6200
Rafm. og hiti 4611
Lagfæring á húsgögnum 7736
Simareikningur 4280
Rakettur 1400
Tannlæknir 1162
Bílavarahlutir 24695
Bensín 5114
Afborgun húsnlán 6340
Málningarvörur 1063
Samtals 70602
Himinháar tölur. Bless, bless, Inga.“ -A.Bj.
V Þú hringir — við birtum og auglýsingin verður
\ færð á kortið.
) Nú er hægt að hringja inn smáauglýsingar
/ og ganga frá öllu í sama símtali.
/ Hámark kortaúttektar í síma er kr. 2.050,-
Hafið tilbúið:
'Nafn - heimilisfang - síma - nafnnúmer -kortnúmer'
og gildistíma og að sjálfsögðu texta auglýsingarinnar.
Söluhæstu bækur
í janúar
Könnun á sölu bóka I janúar-
mánuði, sem framkvæmd var í 18
verslunum, hefur nú verið birt. Það
er Kaupþing hf. sem framkvæmdi
könnunina og segir I tilkynningu
frá fyrirtækinu að sala einstakra
bókatitla sé mjög misdreifð eftir
verslunum og tekinn er vari fyrir
því að draga of ákveðnar ályktanir
af niðurstöðunum þrátt fýrir að
úrtakið nái yfir um 35-40% af
heildarmarkaðnum.
Tíu söluhæstu bækurnar tímabil-
ið 1. 31. janúar voru:
1) Þú átt gott, Einar Áskell, höf:
Gunilla Bergström
2) Samheitaorðabókin, útg: Há-
skóli Islands
3) Sextón ára í sambúð, höf:
Eðvarð Ingólfsson
4) Gunnhildur og Glói, höf:
Guðrún Helgadóttir
5) Pönnukökutertan, höf: Sven
Nordquist
6) Sóla, Sóla, höf: Guðlaugur
Arason
7) íslenska lyfjabókin, höf: Helgi
Kristbjamarson, Magnús Jó-
hannsson og Bessi Gíslason
8) Lífssaga baráttukonu, höf:
Inga Huld Hákonardóttir
9) Skilningstréð, höf: Sigurður
A. Magnússon
10) Klukkubókin, höf: Vilbergur
Júlíusson
Af erlendum skáldsögum var
Stúlkan á bláa hjólinu, eftir Régine
Deforges, söluhæst og næst á eftir
kom Vegur ástarinnar eftir Dani-
elleSteel.
-S.Konn.
— seld ítveim verslunum
„Já, ég kannast við að við seldum með Cape vínbcrjum frá Suður-
nokkra kassa af vínberjum frá Afríku.
Suður-Afríku í síðustu viku,“ sagði „Það er stefna hjá okkur að selja
Sigurður Tryggvason, versiunar- ekki vörur frá Suður-Afríku og við
stjóri Vörumarkaðarins við Eiði- tökum ekki þá áhættu að selja
storg. þær. í Danmörku eru lög gegn slík-
um innflutningi og svipað á hinum
DV bámst spurnir af því að verið Norðurlöndunum. Mér vitanlega
væri að selja suður-afríska ávexti er ekkert slíkt bann í gildi í Rott-
í Vörumarkaðnum og reyndust það erdam en við vorum búnir að taka
vera nokkrir kassar af vínberjum fram hver okkar stefna væri í þess-
sem virðast hafa komið með send- um málum. Hér hafa orðið mannleg
ingu af brasilískum vínberjum. mistök, enda fara svona pantanir
um margar hendur.“
Heildsala Eggerts Kristjánssonar,
Sundagörðum, sér Vörumarkaðin- Full ástæða er til að hvetja fólk
um fyrir vínberjum og sagði Óli til aö yera ó varðbergi gegn suður-
Örn Tryggvason skrifstofustjóri að afrískum vörum ef standa á við
þeir fiyttu að mestu inn brasilísk þá yfirlýsingu sem gefin hefur verið
vínber scm koma í gegnum Rott- til stuðnings mannréttindabaráttu
erdam, en svo virtist í þessu tilfelli svartra Suður-Afríkumanna.
að pöntunin hefði verið fyllt upp -S.Konn.