Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Page 15
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986
15
Batnandi borgarstjóra
er best að lifa
Kjallarinn
Ég vakti þann 16. desember sl.
athygli á því hér á þessum vett-
vangi að það væri einkennilegt hjá
Davíð borgarstjóra að yrkja ástar-
ævintýri inn í hús sem hann væri
í óðaönn að láta rífa. Nú hefur það
hins vegar gerst að borgarstjórinn
hefur boðist til þess að færa Al-
þýðusambandi íslands húsið að
Bergþórugötu 20 að gjöf. Ástæða
er til að fagna þessum sinnaskipt-
um Davíðs Oddssonar. Með þessari
ákvörðun hans hefur fyrsta húsi
fyrsta húsnæðissamvinnufélags á
íslandi verið bjargað frá niðurrifi.
Það sérkennilega í þessu máli er
það að það voru fyrst og fremst
ljóðasmíðar Davíðs Oddssonar sem
komu umræðum um sögulegt gildi
hússins af stað. Borgarstjóri er
þannig óviljandi orðinn bjargvætt-
ur bárujárnshússins að Bergþóru-
götu 20.
Mat borgarminjavarðar
Eftir að Búseti í Reykjavík ritaði
bréf til umhverfismáiaráðs borgar-
innar í síðasta mánuði með beiðni
um frestun á niðurrifi leitaði ráðið
álits borgarminjavarðar um Berg-
þórugötu nr. 20.
Ragnheiður H. Þórarinsdóttir
borgarminjavörður skilaði þann
21. janúar sl. umsögn um málið, þar
semm.a. segir svo:
„Byggingarfélag Reykja-
víkur var stofnað árið 1919
sem samvinnuhlutafélag „í
þeim tilgangi að útvega
efnalitlu fólki holl, hentug
og ódýr íbúðarhús til leigu
eða til kaups“. (Leiðarvísir
um Reykjavík 1929, bls. 347.)
Strax sama ár fékk félagið
byggingarleyfi fyrir húsum
á lóðunum 16, 18 og 20 við
Bergþórugötu. í gögnum frá
byggingarfulltrúa segir:
„Uppdráttur þessi gildir
fyrir þrjú af timburhúsum
þeim er Byggingarfélag
Reykjavíkur ætlar að
byggja í vetur við Berg-
þórugötu vestan Vitastígs."
(Mál 229, 1919.) Húsin þrjú
voru því öll eins. Þetta
voru fyrstu verkamanna-
bústaðirnir eða félags-
legu íbúðirnar í borginni
og hefur Bergþórugata 20
því ótvírætt minja- og
sögugildi. (Leturbr. JRS.)
Bergþórugata 16 brann árið
1937 en Bergþórugata 18 var
rifin fyrir tveim árum. Hús-
ið nr. 20 stendur því eitt
eftir. Það er að þvi leyti
sérstakt að því hefur
ekkert verið breytt frá
upphafi og hefur þess
vegna meira gildi en ella“
(leturbr. JRS).
Svo segir borgarminjavörður.
Umsögnin staðfestir sögulegt gildi
hins umtalaða húss og rennir stoð-
um undir tillögur um varðveislu
þess.
Að hér komnu máli tók borgar-
stjóri þá heillaríku ákvörðun að
gefa verkalýðshreyfingunni húsið
til eignar.
Afmælisgjöf handa ASÍ?
Samvinnuhúsin við Bergþóru-
götuna marka upphaf félagslegra
íbúðabygginga á Islandi 10 árum
áður en lögin um verkamannabú-
staði voru sett 1929. Ýmsir merk-
ustu upphafsmenn og frumkvöðlar
verkalýðshreyfingarinnar stóðu að
stofnun Byggingarfélags Reykja-
víkur árið 1919.
Það var eitt meginatriðið við
stofnun þessa félags, eins og segir
í bæklingi þeim er gefinn var út í
tengslum við félagsstofnunina, að
„íbúðimar væru ævarandi eign
félagsins“ í stað þess að „vera í
a „Ástæða er til að fagna þessum sinna-
™ skiptum Davíðs Oddssonar. Með þess-
ari ákvörðun hans hefur fyrsta húsi fyrsta
húsnæðissamvinnufélags á íslandi verið
bjargað frá niðurrifi.“
JON RUNAR
SVEINSSON
FORMAÐUR BÚSETA,
REYKJAVÍK
„Samvinnuhúsin við Bergþórugötuna marka upphaf félagslegra íbúðabygginga á íslandi...“
einstakra manna eign og lenda í
braski". Áherslan á félagseignina
er einmitt það atriði sem Búseta-
hreyfingin hefur nú að nýju hafið
á loft eftir að eignarbinding hefur
- illu heilli - frá upphafi vega verið
allsráðandi innan verkamannabú-
staðakerfisins.
í næsta mánuði, nánar tiltekið
þann 12. mars, verður Alþýðu-
samband íslands 70 ára. Er það
ekki einmitt rétti dagurinn til þess
að Ásmundur Stefánsson, núver-
andi forseti ASl, taki við lyklunum
að Bergþórugötu 20 úr höndum
Davíðs Öddssonar, þannig að séð
verði til þess að það hús, sem
markar upphaf verkamannabú-
staða og allra annarra félagslegra
íbúðabygginga í landinu, verði
hafið til þeirrar virðingar sem því
svo sannarlega ber?
Jón Rúnar Sveinsson
Brunamálastjóra svarað
í DV þann 15.2. sl. kemur bruna-
málastjóri fram og kveðst ætla að
gera hreint fyrir sínum dyrum.
Vegna greinar þessarar, grófra
aðdróttana, sem í henni felast, svo
og algerra rangfærslna um Lands-
samband slökkviliðsmanna og
stjórnarmenn þar neyðist stjórn
LSS til þess að skýra frá ýmsum
staðreyndum um samskipti LSS við
Þóri Hilmarsson brunamálastjóra,
þrátt fyrir þá stefnu LSS að skipta
sér ekki af þeim væringum sem um
þetta ombætti eru nú, því skoðun
okkar er sú að ágreining eigi ekki
að leysa á síðum dagblaða heldur
með viðræðum.
Persónulegar deilur
í grein sinni segir brunamála-
stjóri: „Allt byrjaði þetta er stjórn-
arskipti urðu í Landssambandi
slökkviliðsmanna, þá kom upp
ágreiningur um leiðir að sama
marki.“
Rétt er að stjórn LSS hefur aldrei,
livorki í ræðu né riti, rægt persónu
brunamálastjóra heldur þvert á
móti hefur stjórnin hælt honum og
stofnuninni fyrir góð störf varð-
andi frumhönnun bygginga og
annað í þeim dúr þótt við séum
ekki sáttir við hversu vægilega er
tekið á öðrum, þ.e. þeim sem býggt
hafa sín hús upp án nægilegra
brunavarna.
, Stjórn LSS tók brunamálastjóra
mjög vel er hann var settur í emb-
ætti af þáverandi félagsmálaráð-
herra og tókst hið ágætasta sam-
starf með LSS og Brunamálastofn-
un, það gott að stjórn LSS lagði
hart að ráðherra um að hann skip-
aði Þóri í embættið í stað þess að
framlengja setninguna sífellt í 1/
2-1 ár í senn.
Er síðan Þórir var loks skipaður
i stöðu sína virtist hann ekki leng-
ur þurfa á LSS að halda, allavega
varð allt „samstarf* öllu erfiðara.
Jú, sjálfsagt var að hafa samband
við stjórn LSS en síðan skal fram-
í raun eru milli 70 og 75% slökkvi-
liðsmanna innan vébanda LSS og
telst það örugglega nokkuð gott
þar sem margir af okkar félögum
hafa slökkvistarfið sem hliðarstarf
og greiða aðildargjöld af mjög lág-
um launum er þeir fá fyrir að sinna
útköllum og æfingum.
Einnig má geta þess að margoft
hefur brunamálastjóri komið á
Kjallarinn
a ,,Það er því alrangt að einhver ágrein-
™ ingur hafi hafist við stj órnarskipti hj á
LSS, nema þá helst stuðningurinn við
hann er nú lemur okkur í bakið að ástæðu-
lausu.“
kvæmt eins og aldrei hafi verið við
nokkurn rætt.
Það er því alrangt að einhver
ágreiningur hafi hafist við stjóm-
arskipti hjá LSS nema þá helst
stuðningurinn við hann er nú
lemur okkur í bakið að ástæðu-
lausu.
Undir sömu undirfyrirsögn segir
einnig:
„En Þórir tekur ekki mikið mark
á þessum samtökum slökkviliðs-
manna þar sem aðeins 4 af hveijum
10 slökkviliðsmönnum eru félag-
ar.“ Hvar skyldi brunamálastjóri
hafa fengið þessar tölur, ekki á
skrifstofu LSS, svo er víst, enda eru
þetta sennilega tölur sem óvandað-
ir menn hafa lagt honum í munn.
þing LSS og lýst þar yfir að hann
sé þar kominn til að hlusta á vilja
og skoðanir okkar slökkviliðs-
manna þótt nú í seinni tíð hafi
hann heyrst segja að hann taki
ekkert mark á stjóm LSS, hún tali
allt annað mál en slökkviliðsmenn
landsins.
Þessi orð eru svo einkennileg
þegar þau em skoðuð í ljósi þess
að allir þeir stjómarmenn, sem
gáfu kost á sér til endurkjörs á
síðasta þingi sambandsins, vom
allir endurkjömir einróma.
Einnig er það undarlegt að
bmnamálastjóri lagði á það ofur-
kapp að formaður LSS íylgdi sér á
ferð þeirri er hann fór um Norður-
HÖSKULDUR
EINARSSON
FORMAÐURLANDSSAMBANDS
SLÖKKVILIÐSMANNA
lönd til að skoða slökkviliðsskóla
og óskaði síðan eftir samstarfi við
LSS um úttekt á menntunarmálum
íslenskra slökkviliðsmanna, ef
hann síðan tók ekkert mark á
samtökum slökkviliðsmanna í
landinu.
Því miður er hið rétta að bmna-
málastjóri á bágt með að þola að
nokkur geti haft aðra skoðun á
málefnum en hann.
Ferskast er okkur nú í minni er
formaður LSS kom fram í útvarpi
og viðraði þar skoðanir samband-
sins á hvemig bmnavömum hér-
lendis væri komið, ræddi hann þar
m.a. um að loka þyrfti nokkrum
fyrirtækjum og stofnunum, sem sek
væru um vítavert kæmleysi á
bmnavarnasviðinu, öðrum til við-
vömnar, þ.e. beita þyrfti lögunum
um brunavamir og bmnamál og fá
hlutina í lag.
En, nei, daginn eftir kemur
bmnamálastjóri fram fyrir alþjóð í
útvarpi og segir að allt sé í lagi og
að formaður LSS LITI nú málin
alltof sterkum litum.
Síðan kemur upp hinn hörmulegi
bruni í Kópavogshælinu, sem ekki
er enn séð fyrir endann á, og í ljós
er komið að fjöldi annarra stofnana
og fyrirtækja er ekkert betur sett-
ur, þá sér bmnamálastjóri sig
knúinn til að skrifa grein í dag-
blaðið Tímann um hversu hörmu-
legar eld-gildrur væm til hérlendis
og væri líkast því að beðið væri
eftir að fjöldi manns léti lífið.
Hér tók hann þó öllu dýpra í
árinni en formaður LSS en gæti það
verið að ekki sé sama hver segir
hlutina eða vissi ekki brunamála-
stjóri hversu alvarlegir hlutir hafa
gerst hér hin síðari ár?
Þrátt fyrir ágreining hefur stjóm
LSS ávallt rétt fram sáttahönd og
krafta sína til hagsbóta fyrir ís-
lensk bmnamál og svo mun vera
áfram, hver sem tekur við þessu
erfiða starfi, og vonast stjóm LSS
til að hægt verði að luysa deilur,
sem upp kunna að koma, á öðrum
vettvangi en síðum dagblaðanna.
Stjóm LSS óskar Þóri Hilmars-
syni alls hins besta í hinu nýja
starfi er hann hyggst snúa sér að
og vonar að það verði honum
heilladrýgra en það sem hann nú
yfirgefur.
Höskuldur Einarsson.