Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 17 „Deilan stendur um það að sendiferðabílar frá Sendibílum hf. á Steindórsplani standa í ólöglegum farþegaflutn- ingum og það á bílum sem hægt er að kalla dauðagildrur fyrir farþegana.“ Skilningsleysi gagnvart Steindóri Lesendur Lesendur Lesendur Brunamálastofnun ríkisins auglýsir starf eftirlitsmanns eldvarna hjá stofnuninni. Nauðsynlegterað umsækjandi hafi reynslu og þekk- ingu í byggingarfræði og eldvörnum. Umsóknir skulu berast brunamálastjóra rikisins, Laugavegi 59,101 Reykjavík, eigi síðar en 5. mars nk. BRUNAMÁLASTJÓRI Nauðungaruppboð ( sem auglýst var í 53., 60. og 62. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Hverfisgötu 70A, þingl. eign Ingibjargar Ingvarsdóttur, Guðrúnar, Guðmundar, Guðbjarg- ar, Stanleys, Ivars, Eddu og Hörpu Pálsbarna, fer fram eftir kröfu Skúla Th. Fjeldsted hdl., Helga V. Jónssonar hrl.’ Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Róberts Árna Hreiðarssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Laugavegi 116, þingl. eign Egils Egilssonar, fer fram eftir kröfu Framkvæmdasjóðs íslands á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúarl 986 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Grettisgötu 60, þingl. eign Árna Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Helga V. Jónssonar hrl., Björns Baldurssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Eggerts B. Ólafssonar hdl. og Sigurmars K. Albertssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Kristinn Snæland skrifar: Nýlega var einhver með rugl um deilu sendibílstjóra hjá Sendibílum hf. hér í lesendadálki DV. Þessu rugli er haldið áfram í DV þann 10. febrúar sl. en þá er ruglið skrifað af ein- hverjum sem kallar sig „skilnings- laus“. Sameiginlegt einkenni blaða- manna á DV, Morgunblaðinu og Tímanum, svo og þess sem ég minnt- ist á fyrst, er einmitt skilningsleysið. Allir skrifa eða ræða deilu þessa ávallt sem deilu milli leigubílstjóra hjá Steindóri og annarra leigubíl- stjóra í borginni. Vanþekking blaða- manna í máli þessu er illskiljanleg en auðvitað má fyrirgefa þeim sem skrifuðu í lesendadálkinn þá fáfræði og heimsku sem fram kemur í skrif- um þeirra. Slíkir ruglarar eru alltaf til og óþarfi að amast meira við þeim. Blaðamenn og lesendur ættu nú að taka vel eftir eftirfarandi: Hjá bifreiðastöð Steindórs er nú aðeins ein leigubifreið en sú er reyndar af gerðinni „bitabox" eða sams konar og margar bifreiða þeirra sem aka frá Sendibílum hf. sem gera út frá Steindórsplani. Um akstur þessa eina leigubíls frá Steindóri sténdur engin deila. Um vöruflutn- inga Sendibíla hf., jafnvel þó eigandi fylgi vörunum, stendur heldur engin deila. Deilan stendur um það að sendiferðabílar frá Sendibílum hf. á Steindórsplani standa í ólöglegum farþegaflutningum og það á bílum sem hægt er að kalla dauðagildrur fyrir farþegana. Farþegaflutningar í sendibílum eru ólöglegir en lögregl- an hefur til þessa brugðist í því að koma í veg fyrir þá. Bifreiðaeftirlit ríkisins, sem gerir mjög strangar kröfur til aðbúnaðar, svo sem þeirra sæta sem farþegum eru ætluð í þeim bifreiðum sem flytja fólk gegn gjaldi, hefur einnig brugðist því þó lögregl- an hafi brugðist þá var þó það hálm- strá eftir að bifreiðaeftirlitið stöð- vaði flutning farþega í ólöglegum sætum. Deilan stendur um það að sendibílar standa í ólöglegum fólks- flutningum og búa farþegum ólögleg- an aðbúnað i bílum sem ekkert er hægt að kalla annað en dauðagildr- ur. Þetta ættu allir að sjá sem kynna sér mál þetta vandlega og hlutlaust. FÖSTUDAGSKVÖLD IJIIHUSINU11 Jl! HUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 20 í KVÖLD Matvörumarkaður 1. hæð- Rafdeild 2. hæð- Húsgagnadeild 2. og 3. hæð- Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð- Ritfangadeild 2. hæð-Munið JL-grillið Sérverslanir í JL-portinu. Barnagæsla kl. 2-20 föstudaga og laugardaga kl. 10-16. Opið laugardag kl. 9-16. Verslið þar sem úrvalið er mest og kjörin best Enginn kortakostnaður. Jóo Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 Nauðungaruppboð annað og síðasta á Síðumúla 30, þingl. eign Emils Hjartarsonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Iðnþróunarsjóðs á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteign við Hæðargarð, þingl. eign Knattspyrnufél. Vikings, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Einars S. Ingólfs- sonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Espigerði 4, þingl. eign Bjarna Einarssonar og Sigríðar Stefánsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Klapparstig 42, þingl. eign Þráins Bertelssonar og Sólveigar Eggertsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Miðstræti 10, þingl. eign Tómasar Jónssonar og Þórunnar E. Sveinsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudaginn 24. febrúar 1986 kl. 15.00. ___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Fréttaskot D V Síminn sem aldrei S Síminn er Fréttaskot DV stnaldreiS Síminn er Simmn Hafir þú ábendirigu eöa vitneskju um frétt hnngdu þa í sima 68—78—58. Fyrir hvert fréttaskot. sem birtist iDV, gieiðast 1.000 kr og 3.000 krónur fyr.ir besta frettaskotið 1 hvern viku. Fullrar nafnleyndar er gætt Við tokum við frettaskotum allan sólarhrmgmn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.