Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Blaðsíða 19
í VÍTATEIGNUM -1VITATEIGNUM -1VITATEIGNUM -1VITATEIGNUM - DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 DV. FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir 42 stig á fvrstu tíu mínútunum — hjá Haukum í sigrí þeirra á KR, 95-89. Pálmi skoraði 48 stig, þar af átta þriggja stiga körf ur Það hefur líklega aldrei áður verið jafnmikil stigaskorun hjá einu liði í körfuknattleik eins og á fyrstu tíu minútunum í leik Hauka og KR er fram fór í íþróttahúsinu í Hafnarfirði í gærkvöldi. Flest benti til þess í byijun að Haukar mundu kafsigla KR-inga því eftir frrgreindan tíu mínútna kafia hafði liðið skorað 42 stig gegn 25 stigum KR. Þriggja stiga metið fékk einnig að íjúka í Hafnar- firðinum i gærkvöldi því að Pálmar Sigurðsson, sem var potturinn og pannan í öllum sóknaraðgerðum liðs síns, skoraði hvorki fleiri né færri en átta þriggja stiga körfur, þar af sex þeirra í fyrri hálfleik. Það var líka öðru fremur frammistaða Pálmars sem skóp sigur Hauka, 95-89. Pálmar skoraði 48 sem er mesta skorun hjá leikmanni á keppnistímabilinu auk þess sem hann dreifði boltanum vel. KR átti möguleika á að komast í fjögurra liða úrslit í úrvalsdeildinni með sigri en vonir þeirra urðu að engu strax í byrjunarkaflanum. Pálmar og félagar voru í essinu sínu. Náou 12-3 forystu og héldu sigling- unni áfram út fyrri hálfleikinn. Mest munaði 22 stigum, 58-36, en hálf- leikstölur voru 62-44. Meiri ró færðist yfir leikinn í seinni hálfleik. KR-ingar þéttu vörn sína til mikilla muna og tókst nærri þvi það ótrúlega, að vinna upp forskot Hauka. Tvivegis munaði einu stigi á rafmögnuðum lokamínútum, 83-82 og 85-84, en skynsamlegur leikur Hauka i lokin kom í veg fyrir óvænt úrslit. Pálmar var sem áður sagði allt í öllu í liði Hauka. Ekki er beint hægt að gera sér ljóst hvað mundi ske ef hans nyti ekki við í liðinu en fallið yrði hátt. ívar Webster komst einnig vel frá sínu þrátt fyrir að kappinn hafi oft í leiknum verið fullsvifa- seinn. Birgir Mikaclson stóð upp úr í liði KR, iiitti mjög vel. Guðni Guðnason, Páll Kolbeinsson og Ástþór Ingason áttu einnig góðan Ieik í síðari hálf- leik þrátt fvrir að sá síðastnefndi hefði verið hvíldur lokakaflann. Stig Hauka: Pálmar 48, ívar Web- ster 20, Kristinn Kristinsson og Henn- ing Henningsson 8, Ólafur Rafnsson 5, Ivar Ásgrímsson 4. Stig KR: Birgir Mikaelson 32, Guðni Guðnason 19, Páll Kolbeinsson og Garöar Jóhannsson 10, Ástþór Inga- son 8, Þorsteinn Gunnarsson 4, Guð- mundur Jóhannsson 3, Guðmundur Björnsson 2. Bergur Steingrímsson og Sigurður Valur dæmdu leikinn og komust þokkalega frá honum. -fros „Hef áhuga á að þjálfa á íslandi” — segir Willie Henderson, leikmaðurínn kunni hjá Rangers á árum áður „Ég er nýkominn frá Glasgow á Skotlandi og þar hitti ég Willie Hend- erson, leikmanninn kunna hjá Rangers hér á árum áður. Hann spurði mig um ísland að venju og sagðist hafa mikinn áhuga á að koma hingað til lands sem þjálfari,“ sagði séra Robert Jack, prófastur, frétta- ritari DV í Vestur-Húnavatnssýslu, þegar hann leit inn á ritstjórn DV í gær. Willie Henderson var einn kunn- asti og besti leikmaður Skotlands á árunum 1960-1975. Lék alltaf með Rangers og komst í aðallið þessa fræga félags aðeins 16 ára. Lék 19 ára sinn fyrsta landsleik fyrir Skot- land - árið 1963. Alls urðu landsleikir hans 29, hinn síðasti 1971. Auk þess lék hann íjölmarga úrvalsleiki. Henderson er nú 41 árs, hefur unnið mikið að þjálfun. Algjör reglumaður. Séra Robert bað DV að geta þess að ef einhver félög hefðu áhuga á að fá þennan kunna kappa til sín væri hægt að fá upplýsingar hjá ís- landsvininum David Moyse, sem margoft hefur komið hingað til lands með knattspyrnulið. Sími hans í Glasgow er 9429200. Svæðismúmerið íGlasgow41. hsím Verður handknattleiks- deild Þróttar lögð niður? „ Verði ekki breyting á rekstrí deildarinnar er það mín skoðun að leggja eigi hana niður,” segirTryggvi Geirsson, f ormaður Þróttar — AriHaan villsjá hvort hann getur leikið heilan leik Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: „Ég er mjög bjartsýnn á að þetta gangi vel. Ég hef að visu ekkert skotið ennþá með fætinum en hef æft á fullu með aðalliðinu. Ég hef verið slæmur daginn eftir að ég hef æft en maður verður að vona það besta,“ sagði Arnór Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður hjá Anderlecht í Belg- iu, i samtali við DV í gær. Arnór er senn að ná sér af meiðsl- unum og um næstu helgi á Arnór, að beiðni Ari Haan, þjálfara And- erlecht, að reyna að leika heilan leik með Anderlecht gegn varaliði Loker- en. Það er bæði mikilvægt fyrir Anderlecht og ekki síst fyrir Amór sjálfan að fá þetta tækifæri. Samn- ingur hans rennur út í vor og vissu- lega gæti Anderlecht fengið mun meira fyrir Arnór ef hann væri kominn í leikform ef forráðamenn liðsins hefðu á annað borð áhuga á að selja hann. Ef Arnór stenst prófið hefur hann meiri möguleika á að semja á ný við félagið. Leikurinn um helgina verður mikil prufa fyrir Arnór og eflaust mjög erfið. Vellirnir í Belgíu eru mjög harðir og hálir um þessar mundir en vonandi tekst Arnóri að komast vel frá leiknum. -SK. „Ég get ekki tjáð mig mikið um þetta mál að svo stöddu en það er mín skoðun að ef reka á deildina með svipuðu sniði og verið hefur í framtíð- inni eigi að leggja hana niður,“ sagði Tryggvi Geirsson, formaður Þróttar, í samtali við DV í gærkvöldi en heyrst hefur að Þróttarar hyggist leggja handknattleiksdeild félagsins niður. Handknattleiksdeild Þróttar hefur Aberdeen í annað sæti —Jim Bett rekinn af velli Skotlandsmeistarar Aberdeen skutust upp í annað sætið í skosku úrvalsdeildinni þegar þeir sigruðu Rangers, 1-0, á miðvikudag. Ian Angus skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik. Rétt fyrir leikhléið voru þeir Jim Bett, Aberdeen, og Dougie Bell, Rangers, reknir af velli Dasayev var íbanastuði — þegar Mexíkó vann Sovétríkin, 1-0 Rinat Dasayev, markvörður sov- éska landsliðsins í knattspyrnu, sýndi í gærkvöldi og sannaði að hann er með allra bestu markvörðum heims er Mexíkó sigraði Sovétríkin, 1-0, í vináttuleik þjóðanna í Mexikó. Dasayev sýndi snilldarmarkvörslu og bjargaði Sovétmönnum frá ennþá stærra tapi. Mexíkanar sýndu í þess- um leik að þeir geta náð mjög langt í heimsmeistarakeppninni sem fram- undan er í júní. Það var Javier Aguirre sem skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn með skalla. -SK. eftir innbyrðisátök. Bett lék áður fyrr með Rangers -Bell með Aberde- en. Hearts er í efsta sæti í úrvals- deildinni með 36 stig eftir 27 leiki. Aberdeen í öðru sæti eftir 26 leiki með betri markamun en Dundee Utd, sem leikið hefur 24 leiki. Bæði lið með 32 stig. Síðan kemur Celtic með 31 stig eftir 25 leiki. Tveir leikir voru í skosku bikar- keppninni. Dundee sigraði Airdrie, 2-0, og Dundee Utd vann Kilm- arnock, 1-0, á útivelli. í ð.umferð, átta liða úrslitum, leikur Dundee á heimavelli gegn Aberdeen en Dundee Utd á útivelli gegn annað hvort Alloa eða Motherwell. hsím Kynningarfundur Svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Suðurlandi og stjórn íþróttasam- bands fatlaðra efna til kynningar á íþróttum fatlaðra á Selfossi nk. laug- ardag. Haldnir verða fyrirlestrar, sýnd kvikmynd og fyrirspurnum svarað í Gagnfræðaskólanum kl.10-12. Síðan verður stofnfundur nýs íþróttafélags fatlaðra á Selfossi. Kl. 14 verður svo kynningarfundin- um haldið áfram. ræður í þessu máli og það kemur í ljós hver hann verður í næsta mán- uði,“ sagði Tryggvi Geirsson. -SK. átt erfitt uppdráttar undanfarin ár og sérstök óstjórn hefur verið á deildinni í vetur. Aðalstjórn Þróttar hefur orðið að taka á sig miklar skuldbindingar vegna óreiðunnar hjá handknattleiksdeildinni og hefur fjárhagsstaða deildarinnar verið mjög slæm á síðustu árum. Tryggvi Geirsson sagði ennfremur í gær: „Það hefur ekki verið stjórn á handknattleiksdeildinni síðustu árin og slíkt gengur auðvitað ekki. Við munum halda aðalfund í næsta mánuði og þá verður vilji fél'ags- manna dreginn fram í dagsljósið. Ef félags/fjárhagslegur grundvöllur fyr- ir rekstri deildarinnar er ekki fyrir hendi er það mín skoðun að leggja eigi handknattleiksdeildina niður. En það er vilji félagsmanna sem • Guðbjörn Tryggvason á ný í Akra- nesliðið. Guðbjörn ánýíÍA Knattspyrnumaðurinn Guðbjörn Tryggvason frá Akranesi hefur til- kynnt félagaskipti yfir í Akranes á ný eftir nokkra dvöl i Noregi þar sem hann hefur leikið með liði í 3. deild. Á því leikur lítill vafi að Guðbjörn mun styrkja lið Akurnesinga mikið en hann hefur löngum verið einn besti leikmaður liðsins. Heyrst höfðu raddir þess efnis að Guðbjörn ætlaði í Fram en nú hefur hann sem sagt tilkynnt félagaskipti yfir í ÍA til KSl. -SK. Allir fengu ACT-skó Allir íslensku landsliðsmennirnir og fararstjórn íslenska landsliðsins í handknattleik fengu í gær afhent tvenn pör af ACT-skóm frá Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga og lætur nærri að þessi höfðinglega gjöf sé í krónum talið um 140 þúsund. Eins og sést á myndinni hér að ofan voru lands- liðsmennirnir ánægðir með nýju skóna sína í Laugardalshöllinni í gærkvöldi en þar voru þeir afhentir fyrir æfingu. Á myndinni eru þeir Þorgils Óttar Mathiesen og Kristján Arason hoppandi kátir með skóþvenginn. Hver leikmaður fékk spariskó og kuldaskó þannig að ekki ætti lands- liðsmönnum okkar að verða kalt á tánum í frost- hörkunum í Sviss og svo má örugglega nota spariskóna til einhvers að heimsmeistarakeppn- inni lokinni. Skógerð Sambandsins á Akureyri er50áraáþessuári. -SK DV-myndBjarnleifur. • • Pálmar Sigurðsson skoraði 48 stig fyrir Hauka gegn KR. Kraftajötnar til USA Mestu kraftajötnar íslands héldu í gær til Bandaríkjanna þar sem þeir munu taka þátt í kraftlyftingakeppni, Kalifornía-Is- land, sem verður með landskeppnisfyrir- komuiagi. Á myndinni eru kapparnir sem þar keppna fyrir íslands hönd í Fresco. Efri röð frá vinstri. Víkingur Traustason, Hjalti Árnason, Jón Páll Sigmarsson, Torfi Ólafsson, Matthias Einarsson, Jóhann Möller og Hörður Magnússon. Fremri röð. Halldór Sigurbjörnsson, Kári Elíson, Bald- ur Bergþórsson, Halldór Eyþórsson og Ólafur Sigurgeirsson, sem jafnframt er aðalfararstjóri. HV-my nd S/hsím. einum — erPhiladelphia 76'ersunnu Portland Trailblazers Það bar til tiðinda í leik Phila- Idelphia 76’ers og Portland Trail- I blazers í bandariska körfuboltan- i Ium á miðvikudaginn að skoruð | voru hvorki fleiri né færri en 286 . I stig. Það voru 76urnar er höfðu | 5 betur, skoruðu 153 stig gegn „að- - I eins“133stigumPortlands. ■ Af öðrum úrslitum í Banda- I I rísku körfunni á miðvikudaginn ■ má nefna að Boston Celtics vann Golden State Warriors, 115-100, og Los Angeles Lakers vann Indiana Pacers, 90-81. I I I Fyrsti sigurá HMíbadminton íslenska karlalandsliðið í badmin- ton vann Zambíu í gær á heimsmeist- aramótinu í badminton með 5 vinn- ingum gegn engum. Liðið tapaði síð- an gegn Svíum, 0-5. Kvennaliðið lék gegn Hollandi og tapaði, 0-5. -SK I HM-GETRAUN 1 DVOGJAPIS! IEins og flestir (allír) eiga að vita, er Panasonic stærsti og mesti myndsegulbandsframleiðandi heims. Ekkert fyrirtæki kemst í hálfkvist við þá í þeim efnum, Ieins og svo mörgu öðru. Þetta cr í sjálfu sér ekkert skrítið þegar höfð eru í huga gæði Panasonic tækjanna og hafa rannsóknir neytendasam- Itaka víða um heim leitt i ljós að Panasonic myndsegulbönd eru öruggustu og ábyggilegustu tækin á markaðnum. | SPURNINGAR: II. Á síðasta ári náðu Panasonic merkan áfanga í sölu sjónvarpstækja er þeir framleiddu. ID 10.000.000 sjónvarpstækið □ 1.000.000 sjónvarpstækið □ 100.000.000 sjónvarpstækið I 2. Hvaða fyrirtæki hefur framleitt og selt fleiri myndsegulbönd en nokkur annar? | Svar: --------- • Verðlaunin i HM-getraun DV og Japis eru þetta glæsilega sjónvarpstæki frá Panasonic, 26 tommu tæki með 42-liða fjarstýringu. 3. í hvaða sæti lendir íslenska landsliðið á HM? Svar:-----------------sæti------------------ Lausnirskal senda til DV, Þverholti 11 Skilafresturertil miðnættis 24. febrúar Islandsmót J) 2. og3. flokks stúlkna innanhúss verður haldið á Akranesi dagana 8. og 9. mars. Þátttökutilkynningar skulu berast skrifstofu KSÍ, pósthólf 8511,128 Reykjavík, fyrir 28. febr. ásamt þátttökugjaldi, kr. 1500 pr. f lokk. Knattspyrnusamband íslands. Umdeild úthlutun Eins og komið hefur fram i frétt- um ákvað Afreksmannasjóður íþróttasambands íslands í haust að styrkja þá landsliðsmenn í hand- knattleik sem iðka íþrótt sína hér heima og yrðu valdir í liðið sem keppir á heimsmeistarakeppninni í Sviss. í fyrradag var þeim átta landsliðsmönnum sem uppfylltu skilyrði Afreksmannasjóðsins síð- an aflientar 35 þúsund krónur hverjum en þeir leikmenn sem leika hér heima en komust ekki í lokahópinn og þeir leikmenn sem leika erlendis fengu ekki fjárstuðn- ing frá sjóðnum. Þess skal getið að úthlutun þessi var ákveðin í haust og þá fékk spjótkastarinn Einar Vilhjálmsson 200 þúsund krónur frá sjóðnum. Margir óánægðir Nú þegar hefur sú aðferð sem Af- reksmannasjóðyurinn ákvað að beita við þessa styrkveitingu valdið mikl- um úlfaþyt manna á meöal og þá ekki sist á meðal landsliðsmannanna sjálfra. Þeir leikmenn sem leika er- lendis eru mjög óánægðir með að þeir skuli ckki hafa verið með í þcssu dæmi en samgleðjast hins vegar fé lögum sínum sem styrkinn fcngu. Einnig gætir óánægju á meðal þeirra leikmanna sem duttu út úr landsliðs- hópnum á síðustu stundu og fengu ekki krónu frá Afreksmannasjóðn- um. Þeir telja sig hafa átt rétt á styrkveitingu frá sjóðnum enda liafa þeir æft vel og reglulega með lands- liðinu frá þvi æfingar hófust fyrir HM-keppnina. Hverjir og hverjir ekki? Það er skoðun þess er þetta ritar að ekki hafi verið rétt að þessari styrkveitingu staðið þrátt fyrir að virða beri viljann fyrir verkið. í fyrsta lagi er þessi styrkveiting alltof seint á ferðinni og það er ekki rétt að vera að gefa sumum landsliðsmönnum pening rétt fyrir svo stóra keppni sem framundan er en sumum ekki. Auð- vitað eru skiptar skoðanir manna á meðal hverjir áttu að fá styrk og hverjir ekki. Aö mínu mati hefðu allir landsliðsmennirnir, þeir sem kcppa í Sviss og eins þeir sem duttu út á síðustu stundu, átt að fá styrk frá Afreksmannasjóðnum. Þá hefðu allir setið við sama borð og engin óánægja gert vart við sig. Hins vegar hefðu þeir leikmenn sem leika hér heima átt að fá hærri upphæð en þeir sem leika með erlendum liðum. „Útlend- íngarmr" fá jú greitt fyrir að vinna leiki og einnig fyrir að iðka hand- knattleik. Bjóða slik vinnubrögð sem þessi hættunni heim og hún hefur svo sannarlega þegið heimboðið. Þegar svona er staðið að verki er alltaf hætta á að óþörf óánægja í landsliðs- hópnum geri vart við sig og sú hefur orðið raunin á. Slíkt er afar slæmt svo skömmu fyrir heimsmeistara- keppni. Þess vegna fyrst og fremst hefði styrkveitingin átt að vera mánuðum fyrr á ferðinni. Allir við sama borð Á meðan á undirbúningi lands liðsins fyrir keppni stendur er afar mikilvægt að gera landsliðsmönnum jafnt undir höfði. Það hefur þvi miður ekki verið gert. HSÍ á hér einnig hlut að máli. Þeir leikmenn sem leika erlendis hafa haft afnot af bílaleigubíl á meðan þeir hafa stundað æfingar hérlendis með landsliðinu. Nokkrir leikmenn scm leika hér heima eiga ekki bil. Af hverju fengu þeir leik- menn ekki lika bilaleigubil til afnota? Þess eru dæmi að einn af þessum leikmömium sem á bíl hefur þurft að sækja hina sem ekki eiga bíl fyrir æfingu og útkoman orðið sú að þcir hafa mætt of seint á æfingu. Fyrir I I I slikt er þeim refsað með sérstökum _ þrekæfingum. Það eru svona smáat-| riði sem fara í taugarnar á mönnum ■ ogþarfaðlaga. ■ Margtvelgert ■ Hér að framan hefur verið rætt um" ýmis atriði sem betur mega fara enl lika verður að geta þess sem vel er" gert. Stjórn HSl, með Jón Hjaltalín J Magnússon formann í broddi fylking- _ ar, hefur gert marga góða hluti og| reynt að reynast landsliðsmönnum m okkar sem hin besta móðir. MjögB margir menn sem standa fyrir utanB leikinn sjálfan hafa fórnað tíma og“ fé vegna starfa fyrir HSÍ. HverjuB sérsambandi, sem stcndur í slíkum™ Istórræðum sem HSÍ nú, er ómetan-| legt að hafa sUka menn á sínumfc iSnærum. Þeirra starf gleymist oft en® má ekki gleymast. | Gerum betur næst | Einhvers staðar stendur að mistök- g in séu til að læra af þeim. Það er| vonandi að þeir scm að mínu matiB hafa misstigið sig á allra síðustuB dögum sníði agnúana af gjörðumB sínum og þá mun án efa birta yfir™ framtíðinni. I Stefán Kristjánsson® i h ■■ 8H 9bm m m m J| • i \m. • Arnór Guðjohnsen leikur með Anderlecht um helgina. Arnór prófar gegn Lokeren

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.