Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.1986, Side 36
Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um firétt - hringdu þá í sima 687858. Fyrir hvert firéttaskot, sem birtist eða er notað í DT, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta firéttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafiileyndar er gætt. Tið tökum við firéttaskotum allan sólarhringinn. JONL SIGRAÐI SEIRAWAN sjá skákf réttir á bls. 2 Jón L. Árnason vann Seirawan í biðskák sem tefid var á Reykjavíkur- skákmótinu seint i gærkvöldi og Jóhann vann sína biðskák við Indó- nesann Utut. Skák Guðmundar Sigurjónssonar og Dehmelt fór aftur í bið. Kudrin vann Margeir Péturs- Níunda umferð verður tefld í dag. Tal teflir við Hansen, Georghiu við Larsen, Miles við Nikolic, Jóhann við Helga, Jón L. við Larry Christ- iansen og Byrne við Geller. Og Al- burt lendir á Reshevsky. -KB Vinningar CurtHansen 6/2. Larsen, Nikolic, Georghiu 6. 5.-12. sæti Miles, Tal, Helgi, Jóhann, Salov, Byrne, Geller, Kudrin b/i. Staðari 1. sæti 2. -4. sæti Prettir viö íbúða- kaup Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald að kröfu rannsóknarlögreglu ríkisins. Þeir eru grunaðir um að hafa svikið fé út úr fólki við íbúðakaup. Er talið að umrædd svik geti numið milljón- um króna. Þá hefur gæsluvarðhalds verið krafist yfir þriðja manninum sem talinn er hafa aðstoðað við svikin. Hann hefur enn ekki verið hnepptur í varðhald. Að sögn rannsóknarlög- reglunnar er rannsókn málsins enn á frumstigi og því enn ekki vitað hversu umfangsmikið það er. - GK 7 RAUSTIR MENN 25050 senDiBimsTöBin LOKI Nú er gott að skulda. Ríkið ekki samstiga Aiþýðusambandinu og Vinnuveitendasambandinu: Frjalst, oháö dagblað FOSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1 986 Semur ríkið miðað við 9% verðbólgu? Samninganefndir BSRB og ríkis- ins og samninganefndir hins al- menna vinnumarkaðar ræða nú samninga með mismunandi verð- bólguforsendur í huga. Samninga- fundir hafa staðið yfir hjá báðum þessum hópum í alla nótt. Ríkis- starfsmenn gerðu hlé klukkan 7 í morgun og setjast aftur við samn- ingaborðið eftir hádegi. Fundi ASl og VSí var frestað laust fyrir klukkan 9 í morgun. I tilboði ríkisins, sem lagt var fram óformlega í nótt, er miðað við 9% verðbólgu og þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur þegar boðað. Ástæðan fyrir þessu er talin sú að fjármálaráðherra óar mjög við þeim reikningi sem er á leiðinni frá ASÍ og VSÍ, um auknar niðurfærsf- ur. Þessu „tilboði“ var algjörfega hafnað af BSRB. Samkvæmt því vantar 1,25% upp á að meðaltals- kaupmætti síðasta árs verði náð á þessu ári. Tilboðið gerði einnig ráð fyrir nýju fyrirkomulagi á kaup- máttartryggingu sem er að mati BSRB-manna aðgengilegra en fyrri tilboð. Á vígstöðvum ASÍ og VSÍ er hins vegar verið að ræða um 7% verð- bólgu og unnið hörðum höndum við að semja reikninginn sem fjár- málaráðherra óttast. Ekki hefur verið gengið frá honum né flestum öðrum atriðum í samningagerð- inni. Það eina sem nú virðist vera samkomulag um eru húsnæðismál- in og þáttur lífeyrissjóðanna í þeim. Samkvæmt því er gert ráð fyrir að sjóðirnir greiði minns 20% af ráðstöfunarfé sínu til byggingar- sjóðanna og mest 55%. Lántakend- ur fá síðan lánað úr byggingarsjóð- unum í hlutfalli við greiðslur sinna h'feyrissjóða. -APH Þeir voru enn vakandi i morgun, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, og Björn Þórhallsson varafor- seti. í samningum þurfa menn að ganga í öll verk og þessir tveir forsetar létu sig ekki muna um að grípa í Ijósritunarvélina. DV-mynd GVA. Salthús- bruniá Hellissandi Óbreytt veðurum helgina Litlar breytingar verða á veðrinu um helgina. Hæg, breytilega átt verður um allt land og léttskýjað, jafnvef heiðskírt. Hitastigið verður einnig svipað frá því sem hefur verið. Gert er ráð fyrir 8-15 stiga frosti inn til land- sins, en 3-7 stiga frosti við sjóinn, væntanlega verður þó eitthvað kaldara á Norðurlandi en fyrir sunnan og Austfirðingar fá eitt- hvað rninni skerf af sólskini en aðrir landsmenn. Samkvæmt upplýsingum veður- stofunnar er ekki gert ráð fyrir miklum veðurbreytingum á næst- unni, sennilega dregur þó nokkuð úr frosti eftir helgina og vindátt. snýst í hæga norðanátt með éljum fyrir norðan. Þorrinn virðist því ætla að kveðja með blíðviðri og góan að heilsa landsmönnum með glamp- andi sól og stillum. -S.Konn. Saltgeymsla Hraðfrystihúss Hell- issands brann til kaldra kola í nótt. I brunanum eyðilögðust auk hússins töluverðar birgðir af skreið, saltfiski og umbúðum. Engu tókst að bjarga utan einum lyftara. Eldsins varð vart skömmu fyrir klukkan 4 í nótt og tókst ekki að ráða niðurlögum eldsins fyrr en langt var liðið á morgun. Engin slys urðu á mönnum. Geymslan stóð við hliðina á beina- mjölsverksmiðju Hraðfystihússins. Á hina hliðina var frystihúsið sem brann fyrir tveim árum. Saltgeymsl- an slapp óskemmd að mestu úr þeim bruna. Beinamjölsverksmiðjan skemmdist ekki af eldi en nokkuð afvatni ogreyk. Allt tiltækt lið á Hellissandi og Rifi vann að slökkvistörfum auk manna úr nágrannabyggðunum. -GK 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.