Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS1986.
Stjórnmál____________Stjórnmál___________Stjórnmál___________Stjórnmál
Að samningum loknum:
„Fréttaskrif
Þjóðviljans voru
algjörtsiðleysi“
- segir Guðmundur J. Guðmundsson sem sagði upp blaðinu
og hótaði að hætta að auglýsa fundi Dagsbrúnar í því
Guðmundur J. Guðmundsson er æfur yfir skrifum Þjóðviljans af samningun-
um. DV-MYND GVA
„Stjóm Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar fordæmir fréttaflutning
og upplýsingaþjónustu Þjóðviljans
vegna nýgerðra kjarasamninga
verkalýðshreyfingarinnar.
Frá því að samningaviðræður
hófust fyrir alvöru hefur umfjöllun
blaðsins um efrii og niðurstöður
samninganna verið bæði röng og
villandi. Stjóm félagsins harmar að
blað sem kennir sig við verkalýðs-
hreyfingu og sósíalisma sýni ís-
lenskri verkalýðshreyfingu í reynd
slikt viðingarleysi með hlutdrægum
og röngum fréttaflutningi." Þannig
hljóðar samþykkt sem gerð var á
stjómarfundi Dagsbrúnar í gær.
Skrif Þjóðviljans, og ekki síst
ákveðnar skoðanir Össurar Skarp-
héðinssonar ritstjóra, hafa farið
mjög fyrir brjóstið á mörgum samn-
ingamönnum ASÍ sem em flokks-
menn í Alþýðubandalaginu. Sérstak-
lega hefur reiðin verið mikil hjá
Ásmundi Stefánssyni, forseta ASI,
Guðmundi J. Guðmundssyni, for-
manni Dagsbrúnar, og Þresti Ólafs-
syni, framkvæmdastjóra sama félags.
Össur á annarri skoðun
Það hefur vakið athygli að Össur,
ristjóri Þjóðviljans, hefúr skrifað
hverja greinina á fætur annarri og
varað við þeim samningum sem
gerðir vom. I laugardagsblaðinu
skrifaði hann grein um sinningana
og gerir upp hug sinn gagnvart þeim.
„Hin beiska niðurstaða er sú, að
þeir sem ekki gátu lifað mannsæm-
andi lífi af laununum sínum í fyrra,
þeir geta það heldur ekki í ár,“ segir
ritsjórinn og gagnrýnir sérstaklega
þá staðreynd að kaupmátturinn
hækkar lítið sem ekki neitt. Hann
segir að eðlilegt hefði verið að kaup-
mátturinn hefði hækkað í hlutfalli
við spár um auknar þjóðartekjur.
Því er spáð að þjóðartekjumar
aukist á þessu ári um 4% í stað 2%
áður. Ef miðað er við þessa aukningu
hefði kaupmátturinn orðið að
hækka um hartnær 4% að meðaltali
milli ára til þess að launafólk héldi
óbreyttri hlutdeild í þjóðartekjun-
um. „En samkvæmt útreikningum
Alþýðusambandsins sjálfs mun
kaupmátturinn i besta falli aukast
um hálft prósent að meðaltali," segir
Össur í grein sinni. Hann færir einn-
ig rök að því að sú kjarabót sem
felist í lækkun verðbólgunnar sé
fyrst og fremst greidd af launafólk-
inu sjálfu. „... og í miðju góðærinu
er meira en sárt að sjá atvinnurek-
endur sleppa. Það er auðvitað fráleit
niðurstaða."
„Skoðanir hans ganga þvert á þá
samninga sem við vorum að gera.
Mér finnst þessi skrif hans hafa verið
mjög rætin en ég held að þau eigi
ekki hljómgrunn meðal hins al-
menna launafólks," segir einn samn-
ingamaður í hópi ASÍ-manna og
flokksbundinn í Alþýðubandalag-
inu.
„Algjört siðleysi"
„Skrif Þjóðviljans hafa verið mjög
hlutdræg. Þeir hafa leynt lesendur
upplýsingum af gangi samningamál-
anna. Þeir minntust til dæmis ekki
á húsnæðismálin fyrr en eftir að um
þau hafði verið fjallað í öllum öðrum
íjölmiðlum. Það er líka algjör firra
að fullyrða að verkalýðsfélögin hafi
verið að ræna lífeyrissjóðina. Það
eru algjörar rangfærslur því það er
einmitt verið að auka tekjur lífeyris-
sjóðanna," segir Guðmundur J.
Guðmundsson um skrif Þjóðviljans
af samningamálunum og kallar þau
einu orði siðleysi. Honum er nokkuð
sama um skoðanir ritsjórans á samn-
ingunum. „Hann getur haft sínar
skoðanir fyrir mér en ég gef reyndar
lítið fyrir þær,“ segir Guðmundur.
Samkvæmt upplýsingum DV
reiddust Guðmundur J. og Þröstur
Ólafsson svo mikið yfir fréttaskrifum
Þjóðviljans á lokadögum samning-
anna að þeir sögðu báðir upp blað-
inu. Á framkvæmdastjómarfundi
Þjóðviljans reiddist Guðmundur
mjög og hafði i frammi hótanir.
Hann hótaði meðal annars því að
hætta að auglýsa í blaðinu fundi
Dagsbrúnar.
„Höfum sinntfréttaskrifum
mjög vel“
„Við höfum sinnt fréttaskrifúm af
Fréttaljós
ARNARPÁLL
HAUKSSON
samningunum mjög vel,“ segir Össur
Skarphéðinsson, ritstjóri Þjóðvilj-
ans, og telur þessa ályktun Dags-
brúnar ekki á rökum reista. „Það
er ekki hægt að saka Þjóðviljann
fyrir að hafa sniðgengið fréttir af
samningunum. Við skýrðum til
dæmis fyrstir frá því að verkalýðs-
hreyfingin vildi leggja á eignarskatt
og bankaskatt til að mæta halla
ríkissjóðs vegna niðurfærslu verð-
bólgunnar. Einnig bentum við einna
fyrstir á að hsjli ríkissjóðs væri ekki
1250 milljónir heldur hartnær 2000
milljónir því ekki hafði verið reiknað
með tekjutap vegna bensinslækkun-
arinnar og útgjalda vegna verðlagn-
ingarbúvara.
Þá hefur Þjóðviljinn ekki tekið
þátt í húrrahrópum yfir þessum
samningum, heldur hafa skrif hans
verið gagnrýnin að því leyti að við
höfúm litið á kosti og lesti hans,“
segirritsjórinn.
Lífskjarasamningur
Ef horft er fram hjá þessu karpi
Þjóðviljans og samningamanna er.
ljóst að þeir samningar, sem gerðir
voru, bera keim af þeim lífskjara-
samningi sem Þröstur Ólafsson tal-
aði um á síðasta ári og Verkamanna-
sambandið samþykkti á síðasta þingi
sínu.
Karl Steinar Guðnason, varafor-
maður Verkamannasambandsins, og
Guðmundur J. voru mjög hlynntir
því að gerður yrði samningur með
þessu sniði. Samningur af þessu tagi
var reyndar kominn á rekspöl í
samningunum haustið 1984 þegar
rætt var um hina svokölluðu skatta-
lækkunarleið. En hún fór í vaskinn
þegar samið var við BSRB um beinar
prósentuhækkanir. Þær hækkanir
voru síðan étnar upp skömmu seinna
í verðbólgubálinu.
„Menn sáu fljótlega að krafan um
8% kaupmáttaraukningu myndi
þýða 30% hækkun á launum, sem
hefði í för með sér gengisfellingu og
bullandi verðbólgu.
Viðræður hófúst fyrir áramót og
báru lítinn árangur. Þegar efna-
hagsaðstæður breyttust um áramót-
in með hækkun fiskverðs og olíu-
verðslækkunarinnar komst skriður
á niðurfærsluleiðina," segir Karl
Steinar.
Nokkurrar tortryggni gætti í garð
niðurfærsluleiðarinnar í fyrstu,
samkvæmt upplýsingum DV. Þar
voru fremstir í hópi þeir Guðmundur
Þ. Jónsson hjá Iðju og Benedikt
Davíðsson hjá Landssambandi
Byggingarmanna. En þeirra tor-
tryggni var drepin í fæðingu. Þá
hafði Bjöm Bjömsson, hagfræðing-
ur ASI, lykilhlutverki að gegna í
þessum samningum. Hann studdi
ötullega niðurfairsluleiðina allan
tímann. Einnig vom atvinnurekend-
ur mjög hlynntir henni með Magnús
Gunnarsson, framkvæmdastjóra
VSÍ, í broddi fylkingar. Ásmundur
Stefánsson, forseti ASÍ, var styggur
gagnvart niðurfærsluleiðinni til að
byrja með, segir einn heimildarmað-
ur, en gerðist síðan dyggur stuðn-
ingsmaður hennar.
„Ég tel að þetta hafi verið besta
leiðin af mörgum slæmum. Við höf-
um reynt gömlu og slitnu leiðina í
áraraðir með þeim árangri sem allir
þekkja. Hún hefur kennt okkur að
hún er algjörlega ónýt,“ segir Karl
Steinar Guðnason.
Heimildarmenn DV segja að það
hafi ekki munað miklu á að gamla
kollsteypuleiðin hefði verið valin ef
ekki hefði komið til stuðningur
ákveðinna manna.
Skítasamningar
En það eru ekki allir eins hrifnir
af þessum samningum.
„Þetta eru i raun skítasamningar.
Það hefði þurft að koma til mun
meiri kaupmáttaraukning," segir
einn áhrifamaður innan Alþýðu-
bandalagsins.
Þessi maður benti á þá staðreynd
að meðaltalskaupmáttur þeirra sem
ekki fengu láglaunabætur verður
0,5% lægri en í fyrra og að hann
hækki aðeins um 0,2% hjá þeim sem
fengu láglaunabætur. Þetta er með-
altal miðað við að allt gangi upp.
Og hvort þetta á eftir að ganga upp
efast margir um.
„En það er þess virði að taka þessa
áhættu. Ef þessi leið mislukkast er
ljóst að hún verður ekki valin við
næstu samninga," segir einn af
samningamönnunum. -APH
I dag mælir Dagfari_______I dag mælir Dagfari________I dag mælir Dagfari
Kommamir í sámm
Kommamir eru sárir þessa dag-
ana. Sem ekki er nema von. Al-
þýðusambandið hefur gjörsamlega
brugðist vonum þeirra. Bandalag
opinberra starfsmanna einnig. Bæði
hafa þessi samtök launþeganna í
landinu skrifað undir kjarasamn-
inga sem koma sér vel fyrir ríkis-
stjórnina, vinnuveitendur og það
sem verst er: fyrir launþega lika.
Hvemig í ósköpunum má þetta
ske? Svavar var búinn að sættast við
Ásmund. Alþýðubandalagið var búið
að kjósa fullt af herskáum félögum
í miðstjóm og velja sér jafnvel nýjan
varaformann til að herða sóknina
gegn afturhaldinu. Flokksfundir
vom búnir að skera upp herör gegn
hvers konar samningum og Svavar
var búinn að lýsa yfir því í sjón-
varpinu að menn skyldu bara biða
og sjá - Alþýðubandalagið mundi
koma í veg fyrir þau mistök í sam-
ingaviðræðunum að þau enduðu
með skynsömu samkomulagi.
Þetta átti sem sagt allt að fara í
steik, lýðurinn að tryllast og íhaldið
að missa allt úr böndum. Og þegar
vatnið var orðið nógu gmggut átti
að taka sveitarsfjómarkosningamar
með trompi og hrekja ríkisstjómina
frá völdum einhvem tímann í sum-
ar. Þetta gat bara ekki klikkað.
En hvað gerist svo? Arabarnir taka
upp á því að lækka olíuna niður úr
öllu valdi án þess að spyija kom-
mana leyfis. Kaninn lætur hækkað
fiskverð yfir sig ganga án þess að
gera sér neina grein fyrir því áfalli
sem það reynist fyrir stjómarand-
stöðuna á Íslandi. Ásmundur lætur
vinnuveitendur loka sig inn í Garða-
strætinu, þiggur þar vínarbrauð
bæði kvölds og morgna og lætur
Magnús Gunnarsson teyma sig á
asnaeymnum í þeim tilgangi að
koma verðbólgunni niður. Alþýðu-
bandalagið reyndi að vísu að hafa
áhrif á sína menn i samninganefnd-
unum með því að setja alls kyns
skilyrði og fyrirvara i samnings-
drögin, en ríkisstjórnin gleypti því
miður við þeim öllum. Vamirnar
hmndu þegar verkalýðshreyfingin
stóð frammi fyrir þeim vanda að
þurfa að samþykkja sinar eigin til-
lögur. Niðurstaðan verður sú að
samningamir reynast ömggasti
björgunarhringur sem kastað hefur
verið til íhaldsins. Jafnvel Verslun-
arráðið eða miðstjórn Sjálfstæðis-
flokksins hefði ekki getað hannað
betri og hagstæðari samninga fyrir
vinnuveitendur, þótt sjálfir frjáls-
hyggjupostulamir hefðu lagt á ráðin.
Og þetta gerist án þess að vinnu-
veitendur þurfi nánast að borga
krónu. Ymist er það verkalýðshreyf-
ingin sjálf sem þarf að borga brúsann
með sínum eigin lífeyrissjóðum ell-
egar að rikisstjómin ætlar að ná í
peningana, sem upp á vantar, úr
vösum skattborgaranna, og þar með
launþeganna, án þess að hafa nokk-
urn skapaðan hlut fyrir því.
Hver hefði getað ímyndað sé fyrir
nokkmm vikum að Alþýðusam-
bandið og Ásmundur gætu komið
kommunum í sbka klípu að þeir
þyrftu að siija undir því jarðarmeni
á Alþingi að greiða atkvæði með
áframhaldandi lífi ríkisstjórnarinn-
ar? En það varð yfir þá að ganga í
síðustu viku og er áreiðanlega saga
til næsta bæjar þegar nánast öll
stjórnarandstaðan neyðist til að
greiða atkvæði með sínum eigin
samningum og votta þar með íhald-
inu og hinni verkalýðsfjandsamlegu
ríkisstjóm traust sitt og blessun.
Og á sama tíma vita allir að Al-
þýðusambandið og Ásmundur létu
gabba sig. BSRB lét gabba sig. Al-
þingi lét gabba sig. Auðvitað dettur
engum manni í hug að verðbólgan
fari niður í tíu prósent, hvað þá sjö
prósent. Auðvitað dettur engum
manni í hug að þessi sparðatiningur,
sem launþegar fá í kauphækkun,
komi að nokkm gagni. Og það sem
verst er, launþegar i lægstu flokkun-
um em auðmýktir með ölmusufé,
svona rétt eins og þegar stungið er
súkkulaði upp í bömin sem grenja
hvað hæst. Þeir létu jafnvel hafa sig
út i það að lækka tolla á bílum, undir
því yfirskini að það væri kjarabót,
þegar hvert mannsbarn veit að eng-
inn venjulegur Iaunþegi hefur hin
minnstu ráð til að kaupa sér nýjan
bíl fyrir þau iúsarlaun sem þeim er
skammtað úr hnefa.
Já, það er von að kommarnir séu
sárir.
Dagfari