Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS1986.
Fréttir Fréttir Fréttir
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1.7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun. eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvöxtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3.5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrvgging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 39,2% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtryggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7.25%
og breytast ekki á meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur Stighækkandi vexti á hvert innlegg.
íyrst 22%, eftir 2 mánuöi 25%. 3 mánuði 21%,
4 mánuði 29%. 5 mánnði 31 %, og eftir 6
mánuði 37*X»- Frá 11.02.1986 verða vextir eftir
12 mánuði 38% og eftir 18 mánuði 39'%,. Sé
ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtrvggð-
um reikningum gildir hún um hávaxtareikn-
inginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum. nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
inánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir. 22'’ó. þann mánuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. I>á ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sjiariíjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verötrvggðum
6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir. 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburöur á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum. 32%. með
34,3% ársávöxtun. Miðaö er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromj>
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða. annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs Islands eru seld í
Seðlahankanum, viðskiptabönkum. sparísjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5. 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
I>au eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur.
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni. þýsku
marki og frönskum franka). Vextir enj 8.5%.
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn verðbréf
Fasteignatrvggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt trvggð með
veði undir 60‘zo af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtrvggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18*%, umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbvggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins. F-lán. nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna. 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum. 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum. 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum. G-lán. nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings.
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fvrstu kaupa.
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skvlda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa. annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtrvggð með láns-
kjaravísitölu og með 3.5*%, nafnvöxtum.
Fvrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól.
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífevrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt. lánsuj)j>
hæðir. vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum. starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
trv’ggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög brevtilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fvrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi vfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22*%, nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímáns 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22'%,.
Liggi 1(XX) krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22'%,
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. í>á er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuöi. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23.2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3.75'%, á mánuðí eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0.125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í febrúar 1986 er 1396
stig en var 1364 stig í janúar. Miðað er við
grunninn lOOíjúní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársíjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3699
stig á grunni IfX) frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 21 -28.02. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJÁ SÉRLISTA i! X 2 ll 1! Búnaðar- bankirm 11 Lands- bankinn Samvimu- bankkm 11 ii ú
INNLAN ÚVERÐTRYGG0
SPARISJÓOSBÆKUR Úbundin innstæöa 22.0 22,0 22,0 22.0 22,0 22.0 22,0 22.0 22,0 22,0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 25.0 26.6 25.0 25.0 23.0 23.0 25.0 23,0 25,0 25.0
6 mán.uppsogn 31.0 33.4 30.0 28.0 26.5 30,0 29,0 31,0 28.0
12 mán.uppsogn 32.0 34.6 32.C 31.0 33.3
SPARNAÐUR - LANSRETTUR Sparaö 3-5 mán. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25,0 25.0
29.0 26.0 28.0 29.0 28,0
innlAnsskírteini Til6mánaða 28.0 30.0 28.0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 17.0 17.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10,0 10,0
Hlaupareikningar 10.0 10.0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1,5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6mán. uppsögn 3.5 3,5 3.5 3.0 3.5 3,5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ
GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7,5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 12,0 11.0 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4.5 4.0 4,0 4.5 4.5 4,5 5.0 4.5
Danskar krónur 10.0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 8.0
ÚTLAN úverðtryggð
ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 30,0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30.0 30,0 30,0
VIDSKIPTAVlXUR (forvextir) 34.0 2) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
ALMENN SKULDABRÉF 32.03) 32,0 32,0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 35.02) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31,5 31,5 31.5
útlAnverðtryggð
SKULOABRÉF Aö 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri ert 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTlAN til franileiðslu
SJÁNEÐANMÁLS1)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 10%,
í Bandaríkjadollurum 9,75%, í sterlingspundum 14,25%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðunum í
Hafriarfirði, Kópavogi, Keflavík, Sparisjóði Reykjavíkur ogSparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtiyggð lán. nema < a Ihvðubankanum og Verslunarbankanum
Ragnari Halldórssyni finnst tími til kominn að einhver annar taki við formennsku hjá Verslunarráði íslands.
„Ég er búinn að vera svo lengi“
- segir Ragnar Halldórsson sem nú hættir hjá Verslunarráði íslands
„Ég er búinn að vera 8 ár í fram-
kvæmdastjóm Verslunarráðsins og 4
ár formaður þess. Því er kominn tími
til að einhver annar taki við,“ s£tgði
Ragnar Halldórsson hjá íslenska Álfé-
laginu sem heíur ákveðið að gefa ekki
kost á sér til endurkjörs á aðalfundi
Verslunarráðsins sem haldinn verður
6. mars.
Aðspurður sagði Ragnar að það
hefði ekki verið erfitt að vera formað-
ur Verslunarráðsins, aðallega
skemmtilegt. „Það ánægjulegasta á
þessum ferli var þegar við stofnuðum
landsnefnd Alþjóðaverslunarráðsins
og urðum þar með fullgildir meðlimir
í Alþjóðaverslunarráðinu sem hefur
aðsetur í París. Það hefur komið
okkur vel. Nú, ég var að koma frá
New York um helgina. Við stofnuðum
þar íslenskt-bandarískt verslunarráð
sem hefur staðið til að stofha lengi.
Það mætti fjöldi manns á stofhfundinn
og var mikill áhugi sýndur. Þetta félag
mun örugglega greiða fyrir viðskiptum
landanna,11 sagði Ragnar.
Á aðalfundi Verslunarráðsins verð-
ur kosinn eftirmaður Ragnars. Ekki
er öruggt hver það verður, en líklegt
þykir að Jóhann J. Ólafsson, sem átt
hefur sæti í framkvæmdastjóm ráðs-
ins, verði næsti formaður.
Á fundinum, sem haldinn verður á
Hótel Sögu, verður stefna ráðsins
rædd og mikilvægustu verkefhi næstu
ára í efnahags- og atvinnumálum.
Jacques G. Maisonrouge, fyrrverandi
forstjóri IBM í Evrópu, kemur og flyt-
ur erindi um alþjóðaviðskipti og fjár-
festingar. Einnig verða rakin störf,
stefria og skipulag ráðsins frá árinu
1984. -KB
Kynningarfundir um utflutnings- og lánamál iðnaðarins
„Mikil þórf á
útflutningsátaki“
„Það er mikil þörf á útflutningsátaki
í iðnaði. Það em miklir möguleikar
sem bíða okkar en þessir möguleikar
verða ekki nýttir nema til komi al-
mennur áhugi og skilningur á útflutn-
ings- og markaðsmálum á þessu sviði.
Þess vegna erum við að reyna að fara
út fyrir veggi þessara stofhana til þess
að fá fólk til að hugsa málin,“ sagði
Þráinn Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar-
ins, en sú stofriun, ásamt Iðnlánasjóði,
stendur fyrir kynningarfundum utan
Reykjavíkur um útflutnings- og lána-
mál.
í kvöld verður einn slíkur fundur á
Akranesi og síðar er ætlunin að halda
sams konar fundi viða um land. Sam-
hliða þessum fundarhöldum verða
framhaldsskólar á viðkomandi stöðum
heimsóttir og útflutnings- og markaðs-
mál kynnt.
Markmið þessara funda er að kynna
hvað felst í störfum sem lúta að út-
flutnings- og markaðsmálum, hvers er
krafist af útflytjendum vara og þjón-
ustu og hvaða framtíðarmöguleikar
eru í útflutningi. Einnig er fjallað um
hvaða styrkja- og fjármögnunarmögu-
leikar eru fyrir hendi á sviði iðnaðar.
Starfsemi Útfiutningsmiðstöðvar
iðnaðarins var endurskipulögð eftir
að framlag til reksturs hennar var
aukið verulega í upphafi ársins 1985.
Starfsemin felst nú m.a. í stefhumörk-
un en þar hefur verið lögð áhersla á
að marka braut þar sem talið er að
við eigum mikla möguleika á að ná
árangri í útflutningi. Útflutningsmið-
stöðin vill leggja áherslu á útflutning
fullunninna matvæla, einkum á sviði
framleiðslu úr fiskafurðum, og einnig
á vélar, tæki, veiðarfæri og tækni
tpn<r+' ' : '
Kynningarfundir verða víða um land um útflutnings- og lánamál iðnaðarins.
í kvöld er fundur, öllum opinn, á Akranesi. Útflutningsmiðstöðin og Iðnlána-
sjóður standa fyrir þessum fundum. Útflutningsmiðstöðin vill leggja áherslu
á útfiutning fullunninna matvæla, einkum á sviði framleiðslu úr fiskafurðum.
Útflutningsmiðstöðin veitir einstök-
um fyrirtækjum aðstoð og ýmiss konar
fyrirgreiðslu tengda útflutningi.
Áhersla .Jmfrir vnrið löeð á stofmm
samstarfshópa meðal útflutningsfyrir-
tækja og hafa tveir hópar þegar verið
stofhaðir með fjárhagslegum stuðningi
D ' -KB
Viðskipti Viðskipti