Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 13
DV. DRIÐJUDAGUR 4. MARS1986. 13 Fólksflóttinn frá landsbyggðinni „Landssamtök um jafnrétti milli landshluta" eru þegar orðin með fjölmennustu áhugamannasamtök- um í sögu lýðveldis okkar. Þau berjast m.a. fyrir breyttum og bætt- um stjórnarháttum, vilja aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald og gera valdhafana ábyrga. Þau vilja viðhalda og efla byggð í sveit- um landsins og sjávarplássum og skapa sem jafnastan rétt fólksins hvar á landinu sem það býr. - Verkefnin blasa alls staðar við og forystumenn samtakanna - karlar og konur - vinna ötullega að málefnum þeirra og láta það sitja fyrir öðrum störfum. Slíkur eráhuginn. Grisjun eða eyðing byggðar Eitt brýnasta verkefnið fyrir samtökin er að koma í veg fyrir verulega grisjun eða eyðingu byggðar í sveitunum. Sú byggða- röskun virðist vera framundan og er reyndar þegar hafin með þeim afleiðingum m.a. að fólk verður að hverfa frá eignum sínum, óseljan- legum nema þá fyrir litið brot af eðlilegu verði. Hverfa frá lífs- starfi sínu og fjárfestingum og byrja á nýjum fjarlægum stað með tvær hendur tómar. Ástæður þess að þannig er komið fyrir blómlegum byggðum ís- lenskra sveita ætla ég að séu fyrst og fremst sú sjúka efnahagsstefna sem nú tröllríður landi og þjóð og gjaman er kennd við frelsi til að fela rétta andlitið - og í öðru lagi sá óþverra áróður gegn íslenskum landbúnaði og reyndar sjávarút- vegi líka sem sumir fjölmiðlarnir í Reykjavík hafa látið sér sæma að dæla yfir þjóðina með miklum árangri. Ohagstæð lánastefna Tilraunir, sem í gangi eru, til að koma á fót nýjum búgreinum í sveitunum - og raunar eru miklar vonir bundnar við - þær hvíla nú á of veikum grunni, einkum vegna hins gífurlega fjármagnskostnaðar. Fjármagnið, sem sogið er frá lands- byggðinni þar sem tekna þjóðfé- lagsins er að mestu aflað, - að viðbættu erlendu lánsfé, er eftir meðhöndlun milliliðanna einfald- lega allt of dýrt fyrir framleiðslu- greinar og þjónustugreinar úti um landsbyggðina - ekki sfst fyrir þær sem eiga við byrjunarörðugleika að etja. Lántakendur þola a.m.k. engin áföll. Þetta á við um mest af því fjármagni sem fáanlegt er. Ibúðabyggjendur og íbúðakaup- endur stynja undan fargi fjár- magnskostnaðar og eru sumir komnir á hausinn. Fjármála- og vaxtastefna þjóðarinnar þarf að gjörbreytast. Eins og áður er að vikið í þessum þáttum um Landssamtök um jafn- rétti milli landshluta er a.m.k. 60% útflutningsverðmæta okkar aflað úti á landsbyggðinni þar sem að- eins 40% (tæp) þjóðarinnar búa. En þá er eftir að taka með í reikn- inginn þann hluta þjóðarteknanna sem fer til innanlandsneyslu, þar á meðal mestan hluta landbúnaðar- framleiðslunnar. Hygg ég að af allri verðmætasköpun þjóðfélags- ins leggi landsbyggðin til miklu meira en 60%. íbúar suðvestur- hornsins, sem á flestallan hátt er betur að búið, hljóta þvi að veru- legu leyti að lifa á því sem lands- byggðin leggur til þjóðarbúsins. Fara suður með tvær hendur tómar Nýlega kom fram í ríkisútvarpinu í viðtali við nokkra Flateyringa að það eru ekki aðeins bændur sem neyðast til að ganga frá óseljanleg- um fasteignum sínum og flytja „suður“, heldur er það vel þekkt fyrirbæri í sumum sjávarplássum úti um land. Einnig kom fram að fólksstraumurinn til suðvestur- hornsins væri langtum meiri ef fólk á landsbyggðinni gæti selt íbúðir sína og aðrar fasteignir fyrir eitt- hvert verð. Eins og allir hljóta að sjá er hér komið í alger vandræði. Fólk hikar eðlilega við að fara þrátt fyrir sí- versnandi afkomu. Það getur raun- verulega hvorki verið kyrrt eða farið. Það kýs því þann kostinn að lifa eitthvað áfram við of litlar tekjur og á ýmsan hátt lakari þjón- ustu en gerist á höfuðborgarsvæð- inu, fremur en ganga tómhent frá eigum sínum, - frá æskustöðvum og vinafólki. Sumir slíta sig lausa og fara. Þrengt að á flestum sviðum Ástæður þess að svona er komið fyrir mörgum á landsbyggðinni er ekki sú að þeir hafi staðið sig illa. Ástæðurnar eru fyrst og fremst stjórnmálalegs eðlis. Landshlut- arnir fá ekki að njóta nægilega mikils af þeim þjóðartekjum sem þar er aflað og fjármagninu er dælt til suðvesturhornsins og þar verður atvinnuuppbyggingin mest. Stjórnvöld hafa neyðst til að takmarka fiskveiðar og vegna þess hefur atvinna í sjávarplássunum minnkað. Þessar takmarkanir á veiði sumra fisktegunda voru og eru nauðsynlegar. vegna rányrkju (ofveiði) bæði íslenskra og erlendra skipa undanfarna áratugi. Jafn- framt hafa stjórnvöld gefist upp á að selja landbúnaðarvörur úr landi og af því stafa vandræðin í sveitun- um. Auk þess hafa bændur löngum verið langt á eftir öðrum hvað tekjur snertir og máttu því margir hverjir illa við samdrætti. Nú er þrengt að þeim á flestum sviðum og hefur frést að ætlunin sé að fækka þeim úr 3.750 í 2.000 á næstu 2-5 árum. Ákveðið hefur verið að draga mjög mikið úr framleiðslu sauðfjár- og mjólkurafurða og ný lög hafa verið sett til að stjórna samdrættinum og fækkuninni á búfénu. Ömurleg sjón Straumurinn úr dreifbýlinu og til suðvesturhornsins og jafnvel til útlanda hefur varað um langan aldur með litlum hléum. Stundum er þetta mikill fjöldi fólks og stund- um minna. Sem dæmi um þróunina fjölgaði fólki á suðvesturhorninu árið 1984 um 2.400 manns eða 1,68%, en fækkaði á landsbyggð- inni um 176 eða 0,18%. Eflaust er þetta enn meira 1985. Slíkir flutn- ingar eru ákaflega dýrir fyrir þjóð- arbúið og einnig fyrir einstakling- ana sem flytja, sérstaklega þó ef þeir neyðast til að skilja eignir sínar eftir. Fátt er ömurlegra að sjá en eyðibýli þar sem húsin eru að grotna niður, túnin komin í órækt og girðingar i hönk. Á síðasta áratug - svonefndum Framsóknaráratug - var ríkjandi nokkuð öflug byggðastefna og þá stöðvaðist fólksflóttinn til suðvest- urhornsins. Þá fengu atvinnuveg- irnir. einkum í sjávarplássum. fjár- magn til að byggja sig upp. Efna- hagur fólksins batnaði og bjartsýni óx. Eignirnar hækkuðu í verði svo að stutt virtist í að þær jöfnuðust á við eignir í Reykjavík. Velmegun þjóðarinnar fór einnig vaxandi. RÓSMUNDUR G. INGVARSSON BÓNDI, HÓLI, TUNGUSVEIT, SKAG AFJ ARDARSÝSLU. Hornablástur frá horni En þá fór líka að koma hljóð úr horni á suðvesturhorninu. Þar voru nefnilega menn sem ekki þoldu að uppbyggingunni miðaði eins vel eða jafnvel betur úti á landi. Það þótti þeim óþolandi misrétti og Framsóknarflokknum var um það kennt. Þess vegna missti hann mikið fylgi og tvo af þrem þingmönnum sínum þar á horninu í þingkosningunum vorið 1983. En þetta var ekkert misrétti. Uppbygging var einnig á horninu og líklega ekki minni. Aðstaða kaupstaða jafnaðist nokkuð en sveitirnar urðu mikið útundan. Röðin var varla komin að þeim þegar valdahlutföll breyttust og byggðastefnan varð lítið nema orðin tóm. Uppbygging á landsbyggðinni er alls ekki óhagstæð fyrir Reykjavík- ursvæðið þar sem menn lifa mikið á þjónustu við landsbyggðina og hverjir við aðra. Uppbygging at- vinnulífs á landsbyggðinni stvrkir stöðu bvggðarinnar á suðvestur- horninu - en áframhaldandi fólks- flótti „suður" stefnir sjálfstæði þjóðarinnar í voða. Rósmundur G. Ingvarsson. Þjóð í þrengingum Hvers konar þjóðflokk'ur er það eiginlega sem byggir þetta blessaða land okkar? Er svo komið að sögu- þjóðin eigi sér það eitt sem æðsta markmið að setja endanlegan punkt aftan við sinn sögulega feril? Er svo komið að við séum haldin ólæknandi sjálfseyðingarhvöt? I allstóru og auðlindaríku landi búa um 240 þús. einstaklingar, líkt og í einni miðlungsgötu í stórborg. Þeir búa yfir tækniþróun á heims- mælikvarða til að nýta auðlindir sínar. Þeir þurfa engri krónu að eyða í hernaðarbrölt en hagnast fremur á þeirri iðju annarra í sínu eigin landi. Þó heyrast þær raddir öðrum ofar meðal sjálfumglaðra og maskara- legra forustumanna þessa dverg- vaxna þjóðfélags að fólk undir nauðþurftum í launum verði að sætta sig við sinn lífsmáta og herða sultarólina ef allt eigi ekki að fara í vaskinn. Þegar ekki verður lengur kennt um aflaleysi eða markaðsrýrð fyrir afurðir er sá svarti málaður á vegginn í blóra erlendrar skulda- súpu og viðskiptahalla. Lýðræðið En má ekki segja að það skjóti skökku við að vera að agnúast út í stjórnvöld um það sem miður fer í samfélaginu? Eru þau ekki skipuð fulltrúum sem fengið hafa umboð sitthjáþjóðinni? í lýðræðislegu stjórnvali er þess tæpast að vænta að til hinna út- völdu veljist mikið rismeiri mann- dómsbógar en þeir eru sem að val- inu standa. Fólk, sem sífellt lætur blekkjast af marklitlum loforðum og fagurgala, getur varla gert miklar kröfur til þingfulltrúa sinna. Þess vegna er ástandið eins og það er. Raunar er tómt mál að tala um velferðarríki þar sem ástandið er eins og hjá okkur. Nær sanni væri að kalla það volæðisblandna vel- ferð. Okkar þjóðmálaumræða er orðin svo mikið rugl að furðu sætir. Hún einkennist meira eða minna af óraunhæfu mati á málefnum, hæpnum forsendum og fölskum fyrirheitum. Þess vegna verður óvissan mikil og enginn veit hvert stefnir í raun. Og í kjölfarið siglir sívaxandi fjármálaspilling og óheft dekur við allsráðandi eigingirni. Fjármálaleg trúnaðarbrot, koll- steypur í fyrirgreiðsluþjónustunni og óráðsía í margs konar ráðslagi ríður húsum og skattleggur þjóð- ina miskunnarlaust. Lagst er gegn því að nefna hlutina réttum nöfn- um. Merkingarrík orð, eins og fjárglæfrar og spilling, eru að verða tabú en í staðinn rætt um óhöpp og yfirsjónir. Það er að vísu gott að menn séu orðprúðir en samt sem áður nauðsynlegt að sterk orð og ótvíræð séu notuð þar sem þeirra erþörf. Ekki vil ég fullyrða að sú stjórn sem nú situr hafi valdið verstu árferði af landsstjórnum síðari tíma en þó mun líklega jaðra við það. Andstæðingar hennar biða í óþreyju eftir kosningum. Þeir segj- ast æt.la að gera betur ef sigur vinnist enda ekki við mikið að jafnast. En eru slík fyrirheit mark- tæk? Hafa þau ekki hevrst áður? Og allir helstu flokkar stjórnmál- anna hafa fengið sín tækifæri í gegnum tíðina. Þeir hæfustu ekki með Víst verður kjósendum vandi á höndum þegar velja skal þingfull- trúa að nýju. En vandinn mesti er sá, eins og jafnan áður, að hinir bestu og heiðvirðustu einstakling- ar sem náð hafa nægum þroska til að uppræta með sér þá ofuralgengu ástríðu að meta gengi sitt og vel- farnað út frá árangri í valdastreði og eiginhagsmunapoti og eru því best fallnir til samfélagslegrar for- ustu, ljá ekki máls á þátttöku í hinum pólitíska hanaslag. Af slíku fólki eigum við sem betur fer nokk- uð ennþá. En því fer trúlega fækkandi. Því stjórnarfar sem elur af sér óreiðu, óréttlæti og uppsprettu vandamála í kerfi taumlausra hagsmunastríða virkar lamandi á manndóm þegn- anna. Okkar þjóðarvandi er ekki ónóg framleiðsla né skortur á verðmæt- um. Þjóðarkakan er nógu stór til að allir íbúar þessa lands gætu lifað við nægan kost og áhyggjulausir. Það eru skiptareglurnar sem sköp- um ráða. Það eru áherslur og for- gangur. Og það er líka samstöðu- leysi þegnanna og dvínandi aðhald þeirra gagnvart valdstjórninni. Áróðursmáttur hinna opinberu íjölmiðla er nýttur til að rugla fremur en upplýsa með haldbærum hætti þegar þessi mál ber á góma. Það sést greinilega þegar hægt er að telja ómældum fjölda'fólks trú um að undirstöðuatvinnugreinarn- ar séu orsakavaldur illrar afkomu. Þegar jafnvel sú greinin, sem stendur undir meiru en 70% gjald- eyrisöflunar. er talin halda niðri afkomu landsmanna. Ætla mætti að slíkir sleggjudómar gætu orðið til að ýta við fólki og fá það til þess að fara að hugsa i stað þess að meðtaka sífellt mötunarmoð i þvílíkum dúr. Mismununin og óréttlætið er þó líklega okkar mesta þjóðarmein. Furðulegur er þáttur launþega- samtakanna í þeim darraðardansi. Það er engu líkara en þau séu mótuð og skipulögð af andstæðing- um þeirra enda eru þau orðin harla máttlítil. Óraunhæf bjartsýni Því miður er fátt sem réttlætir raunhæfa bjartsýni hjá okkur, íbúum þessa lands. Henni er þó óspart hampað sem stássveifu í opinberum viðtölum frammá- JAKOB G. PÉTURSSON KENNARI í STYKKISHÓLMI manna án mikillar merkingar, eins og flest annað. Almennur félags- þroski virðist á undanhaldi á líð- andi stundu en sálarlaus sérhyggja og gervimennska sækir fram. Og það sýnist fátt til varnar. Þetta á víðar við en hérlendis og þess vegna er heimurinn eins og hann er. Tæknin bjargar þar engu nema síður sé. Hún eykur beinlínis hætt- ur og harmleiki enda þótt ekki sé reiknað með gereyðingu. Hún er að meira eða minna leyti varasamt afl í höndum andlausra og eigin- gjarnra meðhöndlara. Þess vegna ber okkur fyrst og fremst að ástunda öfluga baráttu gegn hinni sefjandi áróðursiðju sérhyggjunnar og græðginnar sem í síauknum mæli nær að formyrkva mannlífið. Að öðru leyti getum við ekki annað en beðið og vonað. Jakob G. Pétursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.