Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 17
DV. DRIÐJUDAGUR 4. MARS1986. 17 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir í, Bogdan landsliðsþjálfari og Þórður slandi æti af íslenskaliðinu gegn Ungverjalandi. Þessi spá Scho- bels sýnir þó að íslenska liðið á mjög góða möguleika á að gera stóra hluti í þessari keppni. Línurnar skýrast mikið eftir leikina í kvöld en eins og staðan er núna þá standa Ung- verjar og Júgóslavar best að vígi. -SK iliðsþjálfarinn i handknattleik, hefur Þriðji sigurinn í röð gegn Dönum eriendis? - ísland og Danmörk leika í HM í Luzem í dag HOPNUM IAYERN eli sjúkraþjálfara rtecht almenn í herbúðum liðsins upp á siðkastið og það er aðalástæðan fyrir því að Arie Haan, stjóri Anderlecht, þurfti að kalla Arnór til sín. Ekki er búist við því að Arnór muni leika á morgun en nokkuð víst verður að teljast að hann verður á bekknum. Þess má að lokum geta að sjúkra- þjálfari Anderlecht, sá er varaði fé lagið við því að nota Arnór, er ný- kominn til liðsins. Hann er hollensk- ur og hefur starfar sem aðalsjúkra- þjálfari danska landsliðsins. -fros rfa í lokin Lí2.deildíkörfu var staðan 69-67. Þá skoraði HSK þriggja stiga körfu og hafði því bæði stigin með sér. Atkvæðamestur í liði HSK var Einar Haraldsson með fimmtán stig en í liði UÍA, Unnar Vilhjálmsson, betur þekktur sem hástökkvari með 20 stig. Bæði liðin hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. -fros ,,Við erum hæfilega bjartsýnir á góð úrslit gegn Dönum. Það er þó ljóst að við verðum að vinna þennan leik ef okkur á að takast að ná i mjög gott sæti í þessari keppni,” sagði Guðjón GuðmundsSon, liðsstjóri ís- lenska landsliðsins, i samtali við DV í gærkvöldi. Um hádegisbilið í dag hélt íslenska landsliðið héðan frá Bern áleiðis til Luzern, heimabæjar þeirra Sigurðar Grétarssonar og Ómars Torfasonar, atvinnumanna í knattspyrnu, en þar leika íslendingar gegn Dönum í kvöld klukkan sjö. Gífurleg spenna ríkir hér á meðal þeirra Islendinga sem hér dvelja og ekki er talað um annað Þorgils byrjar Þorgils Óttar Mathiesen verður í byrjunarliði íslands gegn Dönum i Luzern í kvöld, það er ef Island byrjar með knöttinn. Annars í fyrstu sókn. Þá kemur Páll Ólafsson í liðið í stað Alfreðs Gíslasonar. -SK en leikinn í kvöld. Alltaf hefur verið hart barist þegar íslendingar mæta Dönum enda Danir okkar erkifjend- ur á handknattleiksvellinum ekki síður en i öðrum íþróttagreinum. Síðast unnum við, hvað skeður í kvöld? Síðast, þegar íslendingar og Danir léku landsleik í handknattleik á Baltic Cup keppninni í Danmörku, unnu íslendingar með þriggja marka mun þrátt fyrir að marga snjalla leikmenn vantaði í íslenska liðið. Bæði lið tefla í kvöld fram sinum bestu leikmönnum og vonandi fær STEFAN KRISTJÁNSSON BLAÐAMAÐUR DV SKRIFAR FRÁHM í SVISS Þorgils Óttar að reyna sig á linunni. Þónokkuð hefur verið skrifað um landsleiki Islendinga gegn Dönum bg Svíum og blöðin segja að þetta verði „derbyviðureignir” eins og þær gerist bestar. ' -SK. Matthías með besta tímann - í Reykjavíkurmeistara- mótinu í skíðagöngu A-sveit Skiðafélags Reykjavíkur vann sigur á Reykjavíkurmeistara- mótinu í boðgöngu á skiðum er fram fór um helgina við Borgarskálann í Bláfjöllum. Sveitin sem var skipuð þeim Matthíasi Sveinssyni, Ingólfi Jónssyni og Einari Kristjánssyni kom i mark á 2:04,17 en í öðru sæti varð b-sveit sama félags á tímanum 2:15,27. Gengnir voru tíu kilómetrar. Besta brautartímanum náði Matt- hías Sveinsson. ' -fros Magnús Bergs æfirmeðVal - og möguleiki á að hann leiki með Valsliðinuísumar Landsliðsmaðurinn kunni, Magnús Bergs, sem leikið hefur um langt árabil erlendis, síðast með Braunsch- weig í Vestur-Þýskalandi, er byrjað- ur að æfa á ný með sínum gömlu félögum í Val. Hann var einn af burð- Þórður til Víðis Þórður Þorkelsson. miðherji Reyn- is í knattspyrnunni. hefur gengið til liðs við 1. deildar lið Víðis í Garði - ekki Keflvíkinga eins og mishermt var í blaðinu í gær. -emm. arásum Valsliðsins áður en hann hélt í atvinnumennskuna. Gerðist fyrst atvinnumaður hjá Borussia Dortmund skömmu eftir að Atli Eðvaldsson hafði gert samning við þýska félagið. Magnús Bergs hefur oft leikið landsleiki fyrir Island, meðal annars fyrstu landsleikina í fyrrasumar. Samningur hans við Braunschweig . rann út sl. vor og Magnús sagðist þá ætla að leggja skóna á hilluna. Hann er verkfræðingur að mennt. En nú er hann sem sagt kominn á fulit á ný og miklar likur á að hann leiki meðValsliðinuísumar. hsim • Magnús Bergs. Úrslitin í Sevilla og Lyon Knattspyrnusamband Evrópu ák- vað á fundi sínum fyrir helgi leikstaði fyrir úrslitaleikina í Evrópumótun- um. Leikurinn í Evrópukeppni meist- araliða mun fara fram í Sevilla og leikurinn í keppni bikarhafa mun fara fram í Lyon í Frakklandi. Það var tólf manna nefnd sam- bandsins sem komst að þeirri niður- stöðu að láta leikinn í keppni meist- araliða fara fram á Ramon Pizjuan leikvellinum í Sevilla en ekki á velli Barcelona til að hindra þá hugsan- legu stöðu ef Barcelona myndi kom- ast í úrslitin. íslenska landsliðið ætti reyndar að þekkja vel til vallarins í Sevilla því að liðið æfði nokkrum sinnum á vellinum fyrir leik sinn við Spán í haust. Lcikurinn mun fara fram sjöunda maí en leikurinn í keppni bikarhafa fer fram annan maí. ' -fros FRAM FEKK RUMLEGA1100 ÞÚS. KR. STYRK FRÁ UEFA - vegna taps í Evrópukeppninni. Valurfékk 672 þúsund og Akranes 528 þúsund krónur Knattspyrnufélagið Fram fékk 51.493 franka, svissneska, eða eina milljón 133 þúsund kr.íslenskar, í styrk frá UEFA, knattspyrnusam- bandi Evrópu, vegna þátttöku í Evr- ópukeppni bikarhafa í haust. Á fundi framkvæmdanefndar UEFA í Róma- borg rétt fyrir helgi var samþykkt að greiða félögum í Evrópumótunum þremur 50% af tapi þeirra vegna þátttökunnar. Fram komst sem kunnugt er i aðra umferð. Tapaði samtals 102.986 svissneskum frönk- um á þátttökunni, þar af 60.621 franka vegna leikjanna við Rapid, Vínarborg, í 2.umferð. Akranes tók þátt í Evrópubikarn- um, keppni meistaraliða, og fékk 23.993 franka styrk frá UEFA eða um 528 þúsund krónur. Tap Akraness vegna leikjanna við Aberdeen í fyrstu umferð nam 47.987 frönkum. Þá keppti Valur í UEFA keppninm og fékk 30.547 franka styrk frá UEFA - um 672 þúsund íslenskar - vegna leikjanna við franska liðið Nantes. Valur tapaði 61.095 frönkum vegna þátttökunnar. Það var fimmta mesta tapið hjá einstöku félagi vegna leikja í 1. umferðinni. Rabat Ajax, Möltu, tapaði mest eða 76.387 frönkum. Þá Slavia, Prag, með 73.751 franka og Galway Utd, írlandi, var með þriðja mesta tapið, 65.626 franka. hsím • Kristján Arason skorar gegn Rúmgníu á HM i Sviss. DV-mynd Bjarnleifur. KristjánAraó þriðja sæti -yfir markahæstu menn á HM í Sviss Kristján Arason, sem hefur leikið mjög vel með íslenska landsliðinu hér í Sviss, er þriðji markahæsti leikmað- ur keppninnar fvrir leikina í k völd. Krikján átti stórleik með íslenska landsliðinu gegn Ungverjum í síð- asta leik íslenska liðsins en samtals hefur hann skorað 30 mörk í fjórum leikjum og níu þeirra úr vítaköstum. Annars lítur listinn vfir markahæstu leikmenn þannig út eftir síðustu leiki: 1. Kang, Suður-Kóreu...39/5 2. Duránona, Kúbu......37/9 3. Kristján Arason, íslandi..30/9 4. Voinea, Rúmeníu.....30/13 5. Waszkiewicz, Póllandi....28/10 6. PeterKovac,Ungv.landi...27/5 7. Ingolf Wiegert, A-Þýskal..27/0 8. M. Fenger, Danmörku.26/0 9. Björn Jilsén, Sviþjóð..25/12 10. E. Wundrelich, V-Þýskal.. 24/10 11. Cvetkovic, Júgóslavíu.23/4 12. Peter Weber, Sviss.23/9 13. Keld Nielsen, Danmörku...23/9 Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu á Kristján þokkalega mögu- leika á að verða rneðal markahæstu manna og ef til vill tekst honum að verða markakóngur keppninnar. Það yrði svo sannarlega frábær ár- angur í keppni þeirra bestu i heimin- um. -SK 3000 sáu leik íslandsvið Ungverjaland -semernæst- mesta aðsóknin á leikáHM Af öllum þeim leikjum sem fram fóru í fyrrakvöld hérá HM-keppninni í Sviss komu næstflestir áhorfendur til að sjá ísland leika gegn Ungverja- landi í Basel. Áhorfendur á leik Sviss og Austur- Þjóðverja voru rúmlcga 4000 en 3000 áhorfendur fylgdust mcð leik íslands og Ungverjalands. 2412 áhorfendur sáu Sovétmenn sigra Vestur-Þjóð- verja og 2379 áhorfendur voru á leik Júgóslavíu og Spánar. Á leik Svía og Rúmena voru 20(X) áhorfendur og jafninargir voru þeir á leik Dana og Suður-Kóreumanna. Aðsóknin á leikina hér hcfur verið mjög góð og þegar nær drcgur úrslitum keppn- innar er uppselt á al (a leiki. -SK. Svíarsækja Svíþjóð mun verða eitt þeirra landa er sækja mun um að fá að lialda heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik árið 1994 en á því ári munu verða sextiu ár frá því að Sviar léku sinn fyrsta landsleik í handknattleik. Næsta heimsmeistarakeppni, er fer fram árið 1990, verður í Tékkósló- vakíu. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.