Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 25
DV. J>RIÐJUDAGUR 4. MARS1986.
25
Sandkorn Sandkorn
Vel gerð
skattskýrsla
Af því að almennilegt fólk
er nú búið að skila skatt-
skýrslunum sínum og
skussarnir að leggja sið-
ustu hönd á verkið er vel
við hæfi að birta eftirfar-
andi glens:
Bílstjóri einn fyrir austan
þótti duglegur að bjarga sér
og sinum, og vel það. Þrátt
fyrir þetta voru tekjur á
skattframtali hans nánast
engar, og vel fyrir neðan
þau mörk sem hann og ijöl-
skylda hans þurfti til lífs-
viðurværis.
Skattstjóri sá er þjónaði i
heimabyggð bílstjóra gat
verið beinskeyttur ef því
var að skipta. Eitt sinn er
bílstjórinn kom að skila
skattframtali sínu rýndi
skattstjóri lengi í plaggið
en laumaði svo út úr sér:
„Heyrðu, Jón minn, þú
og öll þin fjölskylda létust i
apríl.“
Á lambhús-
hettu einni
fata
Þeir Hvergerðingar sem
áttu leið um götur þorpsins
dag einn i fyrri viku urðu
ákaflega felmtraðir við sjón
þá er þeim mætti. Þeir sáu
nefnilega mann einn á
harðahlaupum. Var hann
allsnakinn en með myndar-
lega lambhúshettu á höfð-
inu.
Erfiðlega hefur gengið að
fá upplýsingar um þetta
sérkennilega mál því auð-
vitað flokkast það undir
málaflokkinn „feimnis-
mál“. En eftir því sem næst
verður komist mun maður-
inn hafa runnið skeiðið á
adamsklæðunum einum
eftir aðalgötu þorpsins.
Þegar hann kom að verslun
einni við enda götunnar
hugðist hann höndla þar en
hætti við þegar rúta full af
fólki stoppaði fyrir utan
verslunina. Hann skokkaði
þvi til baka eftir aðalgöt-
unni þannig að vegfarend-
ur voru nú loks neyddir til
að trúa eigin augum.
Eftir því sem næst verður
komist var þarna um ein-
hvers konar veðmál að
ræða milli vinnufélaga. Átti
sá djarfi að dónast um þorp-
ið og kaupa kók á leiðinni.
Því erindi lauk hann í Olis--
sjoppunni á staðnum. Segir
sagan að hann hafi orðið
heilum 40 þúsund krónum
ríkari á striplinu.
Löng leið til
Keflavíkur
Hún getur reynst löng
leiðin til Keflavíkur ef
marka má ferðasögu bréf-
korns sem barst okkur í
hendur fyrir skömmu. Það
var póstlagt í Reykjavik
þann 24. janúar siðastlið-
inn. Var greinilega skrifað
utan á það heimilisfang í
Keflavík. En þrátt fyrir það
var bréfið borið út á sam-
svarandi heimilisfang í
Reykjavík.
Heimilisfólkið þar end-
ursendi bréfið að sjálf-
sögðu. En ekki hafði langur
timi liðið þegar bréfið var
enn borið út á sama heimil-
isfang í Reykjavík. Tók
fólkið það nú til bragðs að
skrifa eftirfarandi orðsend-
ingu utan á umslagið:
„Kæri póstur! Þetta er í
annað skipti sem þetta
sama bréf kemur hingað.
Seinast fór ég með það í
pósthúsið og benti á að á
því stendur KEFLAVÍK.
Nú er að vita hvort þetta
dugirbetur."
Og þetta mun hafa dugað
þvi næst var bréfið borið út
á rétt heimilisfang í Kefla-
vík. En þar hafnaði það
ekki fyrr en 10. febrúar eða
rúmum hálfum mánuði
eftir að það var póstlagt í
Reykjavík. Það væri synd
að segja að þeir væru
hraðlæsir á pósthúsinu í
Reykjavík.
Þingeyskt
Dallas
Þingeyingar eru óvenju
góðir með sig þessa dagana.
Þykjast þeir standa sig
manna best í afþreyging-
ariðnaði. Þeir komu nefni-
lega við sögu í ærsla-
krimmanum „Á fálkaslóð-
um.“ Einnig í kvikmynd-
inni „Rauðu skykkjunni" ,
svo og „ Ut í óvissuna" eftir
Desmond Bagley. Og Þing-
eyingar hugsa hærra, ef
marka má pistil í Víkur-
blaðinu:
,, Fransmenn sem óttuð-
ust neikvæð áhrif hinnar
ruddalegu Dallassyrpu á
fíngerða franska menn-
| ingu, hófu sjálfir fram-
JR: mývctnskur kísilbóndi
eöa...?
leiðslu á seríu eftir sömu
kokkabókum.
Að fenginni reynslu ís-
lendinga af hinum ill-
ræmdu Dallasfigúrum ann-
ars vegar og frábærri
frammistöðu Þingeyinga í
sjónvarpsmyndum hins
vegar, liggur það í hlutarins
eðli að þegar RUV sér sóma
sinn í að hefja framleiðslu
á heimatilbúinni græn-
sápuóperu a la Dallas, þá
þarf ekki að leita lengi að
umhverfi eða leikurum.
Hinn íslenski JR hlýtur að
verða annað hvort mý-
vetnskur kisilbóndi ellegar
húsvískur stórútgerðar-
maður...“
Pamilla: Þingeysk kennslu-
kona...?
Umsjón: Jón G. Hauksson.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Melabraut 63, efri haeð, Seltjarnarnesi, þingl.
eign Svanhildar Sigurðardóttur, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 7.
mars 1986 kl. 16.45.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Hrólfskálamelum, skreiðarskemmu á horni
Nesvegar og Suðurstrandar, austurenda, Seltjarnarnesi, þingl. eign Péturs
Snælands hf„ fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 7. mars 1986 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 1., 7. og 10. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á eigninni
lóð á Langeyrarmölum, ásamt mannvirkjum, Hafnarfirði, þingl. eign Langeyr-
ar hf„ fer fram eftir kröfu Sambands almennra lífeyrissjóða og Gjaldheimtunn-
ar i Hafnarfirði á eigninni sjálfri föstudaginn 7. mars 1986 kl. 15.30.
_____Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 131 „ 137. og 140. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1983 á
eigninni Fjóluhvammi 3, Hafnarfirði, þingl. eign Þorsteins Sveinssonar, fer
fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Hafnarfirði, innheimtu ríkissjóðs, Guðjóns
Steingrimssonar hrl„ Sambands almennra lifeyrissjóða, Þorvarðar Sæmunds-
sonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn
7. mars 1986 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 9., 19. og 30. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Garðavegi 6B, Hafnarfirði, þingl. eign Péturs Sigurgunnarssonar, fer fram
eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 7.
mars 1986 kl. 13.45.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á hluta í Álfheimum 74, þingl. eign Heilsuræktarinnar
Glæsibæ, fer fram eftir kröfu Ólafs Gústafssonar hdl„ Ásgeirs Thorpddsen
hdl„ Baldurs Guðlaugssonar hrl„ Tryggingast. ríkisins, Landsbanka íslands,
Gústafs Þ. Tryggvasonar hrl„ Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Guðjóns Á.
Jónssonar hdl„ Ingólfs Friðjónssonar hdl. og Kristins Sigurjónssonar hrl. á
eigninni sjálfri fimmtudaginn 6. mars 1986 kl. 11.15.
Borgarfógetaembættið i Reykjavik.
REYKJAVÍK
1786-1986
Á 200. afnuelisávi Reykjavíkur verd-
ur nýtt útihú Borgarhókasafns
Reykjavíkur opnaó í Gerðubergi 3-5
þriðjudaginn 4. mars. Boryarstjórinn
í Reykjavík, Davíð Oddsson, opnar
það með viðhöfn kl. 16.30.
Borgarbókasafn í Gerðubergi
hefur almenna starfsemi sína kl. 19 í dag, þriðjudaginn 4. mars. í safninu er útlánsdeild fyrir fyrir börn og fullorðna, upplýsinga-
þjónusta, tímaritadeild og tónlistardeild með góðri aðstöðu til að hlýða á hljómplötur úr tónlistardeild safnsins.
Safnið verður opið mánudaga - föstudaga kl. 9-21 og laugardaga kl. 13-16. Einnig verður opið þar næstu þrjá sunnudaga i
mars kl. 13-17. Um opnunartíma í sumar verður nánar ákveðið síðar.
Boðið er til sérstakrar kynningardagskrár fyrstu starfsdaga bókasafnsins og er hún öllum opin og aðgangseyrir enginn. Dagskrá-
in er sem hér fer á eftir:
ÞRIÐJUDAGUR 4. mars.
Kl. 21: Tónlistardagskrá (í samvinnu við
Menningarmiðstöðina, Gerðubergi, sem á
þriggja ára starfsafmæli þennan dag).
Atli Heimir Sveinsson: „Guðsbarnaljóð“, tónlist
við samnefnt ljóð Jóhannesar úr Kötlum urn
Guðmund Thorsteinsson, Mugg.
Flytjendur: Bernharður Wilkinson, flauta,
Einar Jóhannesson, klarinett,
Hafsteinn Guðmundsson, fagott,
Monika Abendroth, harpa,
Szymon Kuran, fiðla,
Carmel Russill, selló,
Friðrik Guðni Þórleifsson,
Vilborg Dagbjartsdóttir.
Einsöngur: Kristinn Sigmundsson.
Undirleikari: Jónas Ingimundarson.
MIÐVIKUDAGUR 5. mars.
Kl. 14: Litla brúðuleikhúsið flytur Rauðhettu.
Kl. 20: Tónlistardeild safnsihs kynnt í umsjá
Friðriks Þórs Þórleifssonar.
FIMMTUDAGUR 6. mars.
Kl. 10.30: Rauðhettaendurlekin.
Kl. 21: Unglingadagskrá í umsjá Fellahellis.
Efni: Ástin í unglingabókum.
Skemmtiatriði og kvikmynd.
Spurningakeppni diskóráðs.
LAUGARDAGUR 8. mars.
Kl. 16: Bókmenntadagskrá. „Mannlíf í Reykja-
vík í 200 ár. Frá Jóni Espólín til vorra daga.
Samfelld dagskrá í ljóðum og lausu máli í
umsjá Eiríks Hreins Finnbogasonar.
Flytjendur: Helga Bachmann, Erlingur Gísla-
son o.fl.
— Geymið auglýsinguna. —
SUNNUDAGUR 9. mars.
Kl. 14: Skotturnar úr Breiðholtsskóla koma í
heimsókn, kíkja í bækur safnsins og kynna sig.
Höfundur: Brynja Benediktsdóttir.
Skottur: Fína Skotla: Saga Jónsdóttir. -
Litla Skotta: Guðrún Alfreðsdóttir.
Stóra Skotta: Guðrún Þórðardótl'r.
Kl. 16: Endurtekin tónlistardagskrá frá þriðju-
deginum 4. mars.
Lýkur þar með kynningardagskrá bókasafns-
ins.
Myndlistarsýning. Jón Reykdal sýnir verk sín í
bókasafninu.
Bveiðhyltingai’ og aðvir bovgavhúav!
Bovgavstjóvn Reykjavíkuv
býðuvyðuv velkonma í
Bovgavbókasafn í Gevðubevgi!