Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 11
DV. DRIÐJUDAGUR 4. MARS1986. 11 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Janúarappgjörið: Mun ódýrari en desembermánuður KRONUR 7000 MEÐALTALSKOSTNAÐUR í JANÚAR1986 6139 3 4 5 FJÖLSKYLDUSTÆRÐ Meðaltalstölur í heimilisbókhaldinu hjá okkur voru mun lægri í janúar heldur en í desember, eða 3.821 kr. á mann, án tillits til ijölskyldustærðar. Sami kostnaður var í desember 5.099 kr. Þetta er mjög eðlilegt. Oft er ríflega keypt inn í desember og eiga menn þá oft birgðir sem lifað er á í janúar- mánuði. Oft hefur það verið á þann veg að meðaltalstölumar hafa ekki komist upp í jólamánuðinn fyrr en í maí. Við reiknuðum einnig út meðaltals- kostnað hjá hinum ýmsu fjölskyldu- stærðum. Eins og jafnan áður var hæst útkoman hjá einstaklingunum sem senda okkur inn upplýsingaseðla. Þeir voru með 6.139 kr. að meðaltali ámánuði. Næstdýrust var útgerðin hjá þriggja manna flölskyldunum sem voru með 4.474 kr. á mann að meðaltali. Lægst var útkoman hjá tveggja manna fjöl- skyldunum sem voru með 3.309 kr. á mann að meðaltali. Hjá fjögurra manna fjölskyldunum, sem er jafnan fjölmennasti hópur þeirra sem senda okkur upplýsinga- seðla, var meðaltalið 3.955 kr. á mann, hjá fimm manna fjölskyldunum var það 3.508 kr. á mann, hjá 6 manna fjölskyldunum var það 3.670 kr. á mann og 3.514 kr. hjá fjölmennustu fjölskyldunum sem sendu okkur upp- lýsingaseðla, þeim sjö manna. Nú er kominn nýr mánuður til þess að gera upp og biðjum við fólk að fylla upplýsingaseðilinn út og senda okkur hann án tafar. -A.Bj. Athugasemd fraSolhf DV hefúr borist athugasemd frá Davíð Scheving Thorsteins- syni vegna greinar sem birtist hér á Neytendasíðunni 26. febrú- ar. Þessi athugasemd er í tilefni ummæla Margi-étar Guðmunds- dóttur frá Vatnsskarðshólum í Mýrdal þar sem haft er eftir henni að svaladrykkir séu „fullir af rotvamarefnum og ýmsum aukaefnum sem eru langt frá því að vera holl eða góð“. Davíð Scheving Thorsteinsson \nldi í þessu sambandi koma þeirn upplýsingum á framfæri að í Svala væru engin rotvamarefhi og það aukaefni sem er í drykkn- um er unnið úr gulrótum og því þrungið af vítamínum. Varð- andi þá könnun, sem vísað er til að DV hafi staðið fyrir á ávaxta- dtykkjum, vildi hann einnig upplýsa að innihald Svala reynd- ist vera það sama og gefið er upp á femunum. Þessari athugasemd er því hér með komið á framfæri. -S.Konn. Vísitölufjölskyldan með fjór föld laun „okkar“ fjölskyldu „Um leið og ég sendi upplýsingaseðil janúarmánaðar langar mig að senda ársuppgjör fyrir árið 1985. Konan mín hefúr haldið heimilisbókhald síðan 1983 og skrifað niður hvem smáhlut í stílabók, heiti, vigt og verð. Ég tók mig til og skoðaði þetta bókhald til þess að sjá hvað þarna mætti betur fara,“ segir m.a. í bréfi frá heimilis- föður sem búsettur er úti á landi. Uppgjörið þeirra hjóna er ákaflega nákvæmt og merkilegt í alla staði. Launin em lág eða 273.514 kr. yfir árið sem gerir 22.792 kr. á mánuði að meðaltali. Þótt þessi hjón okkar greiði engan skatt og séu í frírri húsaleigu að því er virðist vantar þau upp á að endar nái saman yfir árið. Eins og segir í bréfinu þurftu þau að fá fyrir- framgreiðslu á janúarkaupi til þess að standa skil á desemberreikningum. Vísitölufjölskyldan Fyrir skömmu vom birtar tölur yfir það hvað vísitölufjölskyldan svokall- aða þarf til þess að lifa sæmilegu lífi á þessu ári en það reyndist vera ein milljón og tvö hundmð þúsund kr. Munar þar allmiklu og á okkar fjöl- skyldu eða rúmlega fjórfalt. Nákvæm skilgreining var á útgjöldum vísitölu- fjölskyldunnar og gerðum við að gamni okkar að reikna út hve margir hundraðshlutar hver útgjaldaliður var aftekjunum. Vísitölufjölskyldan þarf að eyða 23% í matvöm en okkar fjölskylda þarf að borða fyrir 36% af laununum. Það bendir til þess að okkar fjölskylda hafi alltof lágt kaup, sem er líka auð- sætt af kauptölunum. Okkar fjölskylda eyddi 17% af laun- um sínum í tóbak og drykki (visitölu- fjölskyldan 5%). í bréfinu segir enda að „konan er hætt að reykja og ég er búinn að draga úr reykingum, er raunar hættur í bili“, segir í bréfinu. I bréfinu er einnig bent á að þau hjón hafi ekki farið í bíó eða á ball í tvö ár, né aðra skemmtun og þau eigi ekki bíl. Okkar hjón notuðu 9% af laununum til fata- og skókaupa. Er það svipað og vísitölufjölskyldan gerir en hún notaði 8% af launum sínum í þann lið. Okkar fólk notaði h'tið í húsgögn og annan heimilisbúnað eða aðeins 2% á meðan vísitölufjölskyldan notaði heil 8% í þann lið. Okkar fólk er hins vegar heilsuhraust eins og vísitölufjöl- skyldan. Báðar fjölskyldurnar notuðu aðeins 2% af Iaununum í heilsuvemd. Vísitöluflölskyldan notaði 9% í „aðrar vömr og þjónustu" á meðan okkar fólk notaði 8% í hreinlætisvör- ur o.fl. til heimilisins. Okkar fólk þurfti að nota 23% af launum sínum í „ferðir, póstgjöld, happdrætti, áskrift- ir o.fl.“ á meðan vísitöluflölskyldan notaði 14% til reksturs bifreiðar, 2% í ferðir og flutning, 10% í tómstundir og menntun og 0,7% í önnur útgjöld en þessir liðir gera samanlagt 26.7%. Mjólk og kjötdýrast I bréfinu er nákvæm sundurliðun á matvörukostnaðinum. Hann var upþ á kr. 99.571 yfir allt árið. (rúml. 8 þús. kr. á mán. sem er 2.700 kr. á mann að meðaltali). Kostnaðinum er skipt á eftirfarandi hátt: Mjöl, grjón, brauð, kökur og bökunarvörur kr. Prósent 14.210 14% Kjöt- og kjötvörur 24.248 24% Fiskur og fiskvörur 4.736 5% Mjólk(673 1) rjómi ostur egg 29.420 30% Smjörlíki olíur 5.864 6% Grænmeti og ávextir 14.774 15% Kartöflur og kartöfluvörur 2.142 2% Sykur 1.015 1% Te kafii kakó súkkulaði 3.157 3% Takið eftir hve fiskur er lítið notaður en víða úti á landi er erfitt um vik að ná í nýjan fisk, sem er mun ódýrari en kjötmeti. Fiskútgjöldin em ekki nema 5% af allri upphæðinni á meðan kjöt og kjötvömr em 24%. Mjólkurút- gjöldin eru gn'ðarlega hátt hlutfall af heildampphæðinni, 30%. Þetta er svo nákvæmt bókhald að það er m.a.s. tekið fram hve marga 1 af mjólk þarna er um að ræða eða samtals 673 1. Það er að meðaltali 1,7 I á dag alla daga ársins. Það er ekki mikið af unninni og dýrri mjólkurvöru inni í upphæð- inni þannig að það er erfitt að sjá hvernig fara á að spara á þessum lið. Ekki völ á aukavinnu „Við getum ekki skapað okkur aukavinnu og tekjur okkar em svona lágar. Við treystum okkur ekki til að flvtja suður á mölina. Að leigja hús- næði og annað sem kæmi til myndi skapa okkur enn meiri vandræði. Konan þyrfti þá að fara að vinna utan heimilisins einnig. Þá yrði barnið að fara á barnaheimili, eða börnin því annað bam er á leiðinni. Við viljum gjaman ala bömin okkar upp sjálf. þess vegna fluttum við í sveit. Svo vil ég þakka fyrir allt það sem birst hefur á Neytendasíðunni," segir í þessu bráðskemmtilega bréfi frá heimilisföður. Við þökkum bréfið og vonum inni- lega að nýir kjarasamningar eigi eftir að færa þessu unga fólki auknar tekjur þannig að matarkostnaðurinn verði lægra hlutfall af heildartekjunum. -A.Bj. BETRIUMFERÐARMENNING 8 í UMSJÁ BINDINDISFÉLAGS ÖKUMANNA „Bíll með ökuljós kveikt sést í ÖLLUM tilfellum betur í umferðinni“ - segja sérfræðingar í umferðaröiyggismálum Nú em jólin afstaðin og öll sú ljósadýrð sem þeim fylgdi. Fyrir jólin keppast allir við að setja upp jóla- ljósaseríur sem víðast til að prýða umhverfið. Einn er sá vettvangur sem jóla- stemmningin nær ekki til, það eru bílarnir á götunum. Flestir bílstjórar gera sér nefnilega grein fyrir að betra er að hafa kveikt á bílljósunum allan ársins hring. Reyndar eru sumir ökumenn í sparnaðarhugleið- ingum og spara ökuljósin við og við. en á undanfömum ámm fer þeim í hópi ökumanna fjölgandi sem gera sér grein fyrir mikilvægi ökuljós- anna allan sólarhringinn. Við viljum aðeins benda þeim fámenna hópi, sem ekki hefur enn látið sannfærast um mikilvægi ökuljósanna allan sólarhringinn, á að í nýjum umferð- arlögum, sem nú liggja fyrir hinu háa Alþingi, er gert ráð fyrir því að lögleidd verði notkun ökuljósa all- an sólarhringinn yfir vetramiánuð- ina. Svo það er eins gott að byrja að fara að venja sig við notkun þeirra. Það er alls ekki að ástæðu- lausu áð notkun ljósanna verði lög- leidd allan sólarhringinn. Hver kannast ekki við það, sem mætir bíl þegar sólin er lágt á lofti og skín beint í augun, hve mun auðveldara er að sjá bílinn, sem á móti kemur, ef hann notar ökuljósin. Að'mati þeirra, sem að umferðar- öryggismálum starfá, sjást bílar í öllimi tilfellum fyrr og mun betur hafi þeir ökuljósin kveikt. Því vilja þeir ganga enn lengra og láta lög- leiða ökuljós allan sólarhringinn allt árið, enda telja þeir að mönnum hætti síður við að gleyma ökuljósun- um á þegar þeir drepa á bílnum, séu þeir í þjálfun allt árið og taki sér ekki frí frá ökuljósunum yfir sum- artímann. En á meðan ekki er búið að lögleiða notkun ökuliósa allan sólarhringinn yfir vetrarmánuðina verðum við, góðir ökunienn, að láta skynsemina ráða og hafa þau sífellt tendruð á akstri. Við sem viljum sýna okkur og sjá aðra í umferðinni verðum að vona að ljóslausi hópur- inn opni augun fyrir mikilvægi ljóss- ins í umferðinni. E.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.