Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1986, Blaðsíða 29
29 < DV. DRIÐJUDAGUR 4. MARS1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Kokkurinn Ragnar á bakkanum sér um að bleytuflokkurinn fái eitthvað í svanginn. Þetta eru Fjóla, Guðrún, Arndís, Eyjólfur, Þóra, Halldór, Benedikt, Sigurður, Grímur, Ágúst, Ölöf, Guðrún, Guðmundur og Maja. DV-myndir: SÞ ÞORRI BLOTAÐUR IBLEYTI Heiti lækurinn í Nauthólsvíkinni hefur löngum laðað að sér gesti og sumir hafa komið þarna á sama tíma árum saman. Hitann frá vatn- inu og gegnumstreymið telja marg- ir allra meina bót, lækningu við vöðvabólgu og öðrum streitusjúk- dómum sem þjá þéttbýlisbúa nútí- mans. Nokkrir fastagestanna blótuðu þorra í læknum sjálfum einn góð- viðrisdaginn og höfðu sér til að- stoðar kokklærðan lækjarmann. Setið var þétt í hlýjum læknum og snarlaðar þjóðlegar afurðir bless- aðrar sauðkindarinnar. Fornar hefðir eru í heiðri hafðar í þessu olnbogabarni yfirvaldanna - heita læknum í Nauthólsvíkinni. Snætt af handhægu flotborði, Þóra, Halldór, Sigurður, Grímur, Agústa og Ólöf. sannar, eg er manns kona.“ Þriðji ektamakinn vaj'ð Ron Kass sem sagði Joan ekki síðri í hlutverki tæf- uimar á heimavelb' en í Dynasty. Þau skildu eftir ellefu ára hjónaband og áttu saman eina dóttur, cn hún býr ennþá hjá móður sinni. ingurinn á einhveijum stað og ein- hveni stundu áð sá sem ekki lærir af mistökunum sé dæmdur til þess að endurtaka þau. Líklega ekki svo fjarri lagi svona stundum. Annar í röðinni var Anthony New- ley. Þau áttu saman tvo börn og á mcðan Joan sat heima og gætti bús og barna flandraði Anthony um allar jarðir með aðra kvenmanns- búka í sigtinu. bjartsýnina á þetta fjóiða og hún segir að í jietta sinn sé þetta alit annað og betra - hljómar kunnuglega í eyrum staðarbúa líka. Einlivem tima sagði einhver spek- Ólyginn sagði... Dollý Parton gerir það gott í nýja garðinum sinum, Dollywood í Tennessee. Hann er 400 ekrur lands, geym- ir leikhús, safn, veitingahús og veðhlaupabrautir - að ógleymdri íbúð stjörnunnar sjálfrar. Og enginn vandi er að sjá hvort Dollý er heima... „þegar brjóstahaldarinn minn hangir utan á húsinu má treysta því að ég er í bænum,“ segir Ijóskan flissandi. Jerry Hall segir það ekki koma til nokk- urra mála að skemma krílin sem hún á með popparanum Mick Jagger. Fjölda leikfanga er haldið niðri með harðri hendi og fatnaðurinn er ekki keyptur daglega. Flest erfa þau af börn- um systra hennar sem fara vel með fötin sín og leika sér með réttum formerkjum. Hún er ákveðin i að vera fyrirmyndar- móðir og sumir segja Jagger karlinn pikkfastan undir járn- hælnum iíka. John Lennon brá sér undir sæng með Yoko Ono sem frægt varð og nú eftir andlát hans skal samlíf þeirra allt myndað - í bak og fyrir. Filmunin varð afdrifarik fyrir leikenduna í hlutverkum þeirra - Kim Mayori og Mike McCann - þau féllu saman eins og flis við rass. Þannig eru þau vist ennþá og makar beggja hafa sitthvað við málið að athuga - heimta skilnað og láta ófrið- lega. Liz Taylor hefur fundið sér nýjan tilgang með lífinu. Eftir að vinur og starfsfélagi, Rock Hudson, lést úr AIDS snýst flestallt hjá kven- sunni um aðstoð við slíka sjúkl- inga og möguleika á nýjum rannsóknum. Liz hefur löngum verið þekkt fyrir annað en daufiega tilburði og mokar inn aurum til starfseminnar af ógnvænlegum krafti. Síðasta vika útsölunnar Errnþá er hægt að gera góð kaup. Lokum 8. mars. Raftækjaverslun Kópavogs, HAMRABORG 11 - SÍMI43480 AUGLÝSING um styrki til leiklistarstarfsemi. (fjárlögum fyrir árið 1986 er 1.750.000.- kr. fjárveiting, sem ætluð er til styrktar leiklistarstarfsemi atvinnuleik- hópa, er ekki hafa sérgreinda fjárveitingu í fjárlögum. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki af fjár- veitingu þessari. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneyt- inu. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu fyrir 15. apríl næstkomandi. 28. febrúar 1986, Menntamálaráðuneytið. LAUSSTAÐA Staða sérfræðings innan læknadeildar Háskóla íslands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að stöðunni verði ráðstafað til tveggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og er læknismenntun ekki skilyrði. Umsókn fylgi starfsáætl- un á sviði rannsókna í læknisfræði. Jafnframt fylgi umsögn þess kennara innan læknadeildar sem um- sækjandi hyggst starfa með, þar sem fram komi stað- festing þess að starfsaðstaða sé fyrir hendi og að annar kostnaður en laun sérfræðings verði greiddur af viðkomandi stofnun eða deild. Nánari upplýsingar veitir forseti læknadeildar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. apríl nk. 28. febrúar 1986, Menntamálaráðuneytið. Raf Kóp Byggung Reykjavík AÐALFUNDUR Byggung Reykjavík heldur aðalfund að Hótel Sögu, Átthagasal, í kvöld kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.