Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Qupperneq 4
4 DV. FÖSÍUDÁGUR21. MARS 1986. Frétlir Fréttir Fréttir Rangar ákvarðanir, léleg stjómun og hrein afglöp - er skýring; stjórnarformanns Flugleiða ástöðuArnarflugs „Að svo hefur farið sem raun ber vitni er um að kenna röngum ákvörðunum meirihluta stjómar Arnarflugs, lélegri stjómun og hreinum afglöpum," sagði Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flug- leiða, í skýrslu sinni til hluthafa Flugleiða ó aðalfundi í gær. „Rekstur Arnarflugs hefur verið með miklum halla allt frá því að Flugleiðir afsöluðu sér meirihluta i félaginu samkvæmt ákvörðun Al- þingis á árinu 1981, sem tengdi slíka sölu heimild til ríkisábyrgðar ó sínum tíma þegar miklir erfiðleikar voru hjá félagi okkar. Þær glæstu vonir sem meirihluti Arnarflugs gerði sér um rekstur félagsins og þær áætlanir sem gerð- ar hafa verið allar götur síðan hafa því miður ekki staðist. Uppsafnað tap félagsins á þessu tímabili nemur á núvirði 239 milljónum króna,“ sagði Sigurður. Blaðamaður DV bað stjórnarfor- manninn um að skýra nánar hvað hann ætti við með „afglöpum“. Nefndi hann þá sem dæmi samning sem Arnarflug gerði um flug með farþega til Kúbu án þess að ganga tryggilega frá greiðslum. „Eg tel þetta afglöp," sagði hann. Fram kom á hluthafafundi Amar- flugs þann 25. febrúar að 25 milljóna króna krafa Arnarflugs vegna Kúbuflugsins síðastliðið sumar hefði verið falin lögfræðingi til innheimtu. -KMU Stærsta upplag allratímarita hérlendis Frá Jóni G. Haukssyni, blaðamanni DV á Akureyri: Samtökin nefnist nýtt tímarit sem gefið er út í stærsta upplagi tímarita hérlendis, eða 30 þúsund eintökum. Fyrirhugað er að gefa út 3 tölublöð á árinu. Söluverð hvers eintaks er 200 krónur. Það eru Samtökin um jafn- rétti milli landshluta sem standa að útgáfunni. Meðal efnis í fyrsta tölublaðinu, sem kom út á miðvikudaginn, mó finna greinar um þjóðmál, atvinnu- mál, byggðamól og fréttir frá félags- starfi samtakanna, en í þeim eru nú skráðir yfir 10 þúsund félagar. í stefnu samtakanna er meðal ann- ars krafa um að hver landshluti hafi meiri ráðstöfunarrétt aflafjár síns en nú er. Einnig að framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald verði betur aðgreint. Þess má geta að samtökin hafa unnið drög að nýrri stjórnarskrá. Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði þau ný- lega fram á Alþingi sem þingmanna- frumvarp. Fyrsta tölublað Samtakanna kom út síðastliðinn miðvikudag. Við sjáum hér Arna Steinar Jóhannsson, einn úr ritnefnd blaðsins, halda á einu af fyrstu eintökum blaðsins. Hækkanir á vátvyggingum: Hækkaítaktvið vísitölu síðasta árs - áhríf verðbólgu þessa árs um næstu áramöt Vátryggingarupphæðir fasteigna hækkuðu í hlutfalli við hækkun vísi- tölu liðins árs. Þær hækka ekki í samræmi við nýja verðbólguspá þessa árs. Það er því ekki fyrr en um næstu áramót sem verðbólga þessa árs mun hafa áhrif á vátryggingar og iðgjöld. „Undanfarin ár hafa aðeins verið gerðar breytingar ó töxtum bruna- tiygginga en þeir lækkuðu um 35% að meðaltali 15. október á síðasta ári,“ sagði Þórður Þórðarson, deild- arstjóri hjá Brunabótafélaginu, í við- tali við DV. Hjá Húsatryggingum Reykjavíkur og Samvinnutrygging- um varð sams konar lækkun um síð- ustu áramót. Þessar tiyggingar eru lögbundnar. Ástæðan fyrir lækkun iðgjaldanna var mikil samkeppni og einnig fækkun tjóna. Lækkun ið- gjaldanna er mismunandi mikil eftir bæjarfélögum. Sama iðgjald er nú á timburhúsum og steinhúsum sem ekki var áður. „Þegar ný trygging er tekin er gengið út frá ákveðinni tryggingar- upphæð sem tryggingartaki ákveður í mörgum tilvikum sjálfúr. Síðan hækkar þessi upphæð jafnmikið og sú vísitala sem tryggingarupphæðin ermiðuð við,“ sagði Þórður. Um síðustu áramót hækkuðu vá- tryggingarupphæðir heimilistrygg- inga og lausafjártrygginga úm 39,3% sem er hækkun á vísitölu vöru og þjónustu á síðasta ári. Húseigenda- tryggingar hækkuðu um 35,3% í samræmi við hækkun byggingarvísi- tölunnar. Almennar slysatryggingar hækkuðu um 39% í samræmi við framfærsluvísitöluna á síðasta óri og brunatryggingar um 36,3% sem er hækkun byggingarvísitölu síðasta órs. Iðgjöldin eru síðan ákveðið hlut- fall af sjálfri vátryggingarupphæð- inni. Hlutfallið hefur aðeins breyst hvað snertir brunatryggingamar á síðustu árum. Iðgjöldin hækka þvi í krónutölu þegar vísitalan hefúr hækkað. Þessar hækkanir hafa orðið hjá Brunabótafélaginu. Hækkanir hjá öðrum tryggingafélögum eru í megindráttum þær sömu. „Það er því ekki raunhæft að tala um hækkanir á tryggingagjöldum vegna þess að hér er einungis verið að hækka vátryggingarupphæðir til þess að þær haldi upphaflegu verð- gildi sínu. Tryggingartakar geta svo í flestum tilvikum lækkað þær ef þeir, óska þess,“ sagði Þórður Þórðarson, deildarstjóri hjá Bmnabót. -APH Stjórnmál Stjórnmál Rafeindavirkjar: „Engarvið- ræður í ólöglegu verkfalli“ segir fjármálaráðherra „Á meðan ólögmætt verkfall raf- eindavirkja stendur yfir er ekki við- ræðugrundvöllur. Þeir verða fyrst að hega störf svo viðræður aðila geti hafist," sagði Þorsteinn Pálsson fjár- málaráðherra á Alþingi í gær þegar deila rafeindavirkja og ríkisins var á dagskrá. Það var Eiður Guðnason, Alþýðu- flokki, sem hóf umræðuna. Hann spurði ijármálaráðherra hvað hann hygðist gera til að leysa þessa deilu. Mjög alvarlegt ástand væri nú að skapast. Símkerfið væri í þann veg að fara úr skorðum. Þessi deila snerist ekki um að brjóta upp nýgerða kjara- samninga. Hún snerist aðeins um það að rafeindavirkjar Pósts og síma og hjá Ríkisútvarpinu fengju að vera í Sveinafélagi rafeindavirkja og samið yrði við RafeindasEunbandið fyrir þeirra hönd. Þegar væru 150 ríkis- starfsmenn í því sambandi. Fjármálaráðherra vitnaði í niður- stöðu Félagsdóms þar sem segir að rafeindavirkjar hafi ekki sagt upp störfum með lögmætum hætti. Og hann hélt fast við sitt. „Það er ekki unnt að eiga kjarasamningaviðræður við aðila sem eru í ólöglegu verkfalli." Þingmennimir Helgi Seljan og Karvel Pálmason lögðu hart að ráð- herranum að eiga frumkvæðið að lausn þessarar deilu. Ólafur Þ. Þórð- arson, Framsóknarflokki, sagði að með þessum aðgerðum rafeindavirkj- anna væri verið að brjóta niður þá heildarsamninga sem gerðir hefðu verið. En það kvað við nokkuð annan tón hjá Guðmundi J. Guðmundssyni, þingmanni Alþýðubandalagsins og formanni Verkamannasambandsins. „Þetta er sérstæð deila og það er ákaflega hættulegt að krefja fiár- málaráðherra um yfirlýsingar. Þing- heimur verður að treysta því að aðilar ræðist við. Málið er nú á viðkvæmu stigi og verður ekki bætt með stóryrð- um, fyrirspumum eða negldum yfir- lýsingum,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson. -APH „Hrafnkell ekki lengur fulKrúi sjálfstæðismanna“ - segir formaður Sjálfstæðis- félags Esklfjarðar Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði: Listi sjálfstæðismanna til bæjar- stjórnarkosninga 31. maí var sam- þykktur á fundi í Sjálfstæðisfélagi Eskifiarðar í gær. Sjö efstu sætin skipa: 1. Skúli Sigurðsson verkstjóri, 2. Ingólfur Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri, 3. Ragnhildur Krist- jánsdóttir skrifstofumaður, 4. Anna Ragna Benjamínsdóttir fiskmatsmað- ur, 5. Andrés Elísson rafiðnfræðingur. 6. Svanur Pálsson kranamaður 7. Jónína Ingvarsdóttir húsmóðir. Áthygli vekur að enginn þeirra þriggja fulltrúa sjálfstæðismanna, sem nú sitja í bæjarstjórn, gefa kost á sér til endurkjörs. Þannig mun Guðmundur Á. Auðbjörnsson mál- arameistari, sem starfað hefur lengst allra núverandi bæjarstjórnarmanna eða í 35 ár, hætta og Þorsteinn Kristj- ánsson skipstjóri, sem skipaði þriðja sæti listans við síðustu kosningar, gefur ekki kost á sér aftur til setu í bæjarstjóm. Eins og kunnugt er hefur Hrafnkell A. Jónsson, sem skipaði annað sætið á listanum fyrir fiórum árum, fengið nóg af félagsskapnum með þeim sjálf- stæðismönnum í bili að minnsta kosti því hann skipar nú íyrsta sæti á lista óháðra. Hrafnkell hyggst þó ekki segja sig úr Sjálfstæðisfélagi Eskifiarðar og ætlar að vera í því áfram nema hann verði rekinn, eins og hann tjáði fréttaritara DV. Skúli Sigurðsson, formaður Sjálf- stæðisfélagsins, segir hins vegar að það líti ekki lengur á Hrafnkel sem fúlltrúa sjálfstæðismanna i bæjar- stjórn en þrátt fyrir það muni hann sitja út kjörtímabilið, þar sem hann var kosinn í bæjarstjómina á sínum tíma. „Við getum ekki lengur talið hann okkar fulltrúa þar sem hann er nú kominn í sérframboð. Mér finnst eðlilegt að hann og þeir sjálfstæðis- menn sem eiga sæti á óháða listanum, sjái sóma sinn í því að segja sig úr félaginu, þar sem þeir eru famir að vinna gegn hagsmunum Sjálfstæðis- félags Eskifiarðar." Þess má geta að fyrir utan Hrafn- kel, sem skipar fyrsta sæti óháða list- ans, er Sigríður Rósa Kristinsdóttir númer fiögur á sama lista en hún var formaður Sjálfstæðisfélagsins á und- an Skúla. Hins vegar er annað sætið á óháða listanum skipað alþýðu- bandalagsmanninum Þórhalli Þor- valdssyni en hann skipaði fiórða sæti G-listans við síðustu kosningar. Eskifjörður: Hrafnkell með sérframboð Frá Emil Thorarensen, fréttaritara DV á Eskifirði: Hrafnkell A. Jónsson, núverandi bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna á Eskifirði, mun bjóða fram lista í næstu bæjarstjómarkosningum í nafrii óháðra. Hrafnkell skipar efsta sæti listans en aðrir í efstu sætum era: Þórhallur Þorvaldsson kennari i öðru sæti, Sólveig Eiríksdóttir læknafulltrúi í þriðja, Sigríður Rósa Kristinsdóttir verslunarmaður í fiórða, Magnús Guðnason verkamaður í fimmta og Bjami Björgvinsson trésmiður í sjötta. Hrafnkell A. Jónsson er formaður Verkalýðsfélagsins á Eskifirði, hann er nú bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins en sat áður í bæjarstjóm fyrir Alþýðubandalagið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.