Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Qupperneq 27
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
39
Menning
Menning
Menning
EddyHanis
hjá Jazzvakningu
Tónleikar Eddy Harris á vegum
Jazzvakningar á Broadway 17. mars.
Eftir glæsilega afmælishátíð í
haust hefur verið heldur hljótt um
Jazzvakningu. Er það svo sem ekki
að furða, því að svo mikilfengleg
tónlistarhátíð sem afmælishaldið var
hlýtur að taka allan kraft manna
sem verða að sinna því verki í tóm-
stundum sínum. En nú vaknaði
Jazzvakning upp af blundinum eftir
hátiðahöldin og gesturinn að þessu
sinni Eddy nokkur Harris. Þótt
Eddy Harris hafi orðið fyrstur jazz-
leikara til að selja milljón breiðskíf-
ur held ég að hann sé býsna mörgum
ókunnugur hér á landi. En aðsóknin
að tónleikum hans var þó harla góð.
Mér er sagt að Akureyringar, með
sinn harða jasskjama, hafi fyllt hús
og líkað vel, sem ekki var að undra.
Þá nýlundu ber við í sambandi við
komu Eddy Harris að tónleikunum
var einnig dreift til Vestmannaeyja
og Hornafjarðar. Mættu aðrir taka
Jazzvakningu sér til fyrirmyndar að
dreifa list um landið.
Fágæt blanda af músíktrúð
og alvarlegum listamanni
Með Eddy Harris léku að þessu
sinni Sherman Ferguson á trommur
og Ralph Armstrong á bassa, báðir
úrvalslistamenn. Ferguson er
trommari með sterkan púls en
sveigjanlegur og lipur í samleik,
sjálfetæður en fyllir vel upp í. Arm-
strong er einn af örfáum rafbassa-
leikurum sem leika á hann sem
slíkan en ekki bastarð gítars og
bassa. Hann er drífandi meðleikari
og hugmyndaríkur sólisti. Svo er
höfuðpaurinn Eddy Harris sjálfur.
Hann er fágæt blanda af músíktrúð
og alvarlegum tónlistarmanni.
Kannski sannast það hvað best á
honum að list trúðsins er innst inni,
að kátínuvekjandi brögðunum
slepptum, grafalvarleg. Á píanóið er
hann liðtækur vel og syngur með,
bæði þekkta slagara og svo romsar
hann upp úr sér textarunum, kátleg-
EddyHarris
um oft á tíðum, og innihaldið veður-
farið og viðburðir líðandi stundar.
Galdrakúnstir
En Eddy Harris er fyrst og fremst
blásari, saxófónleikari, og sem slíkur
Tónlist
EYJÓLFUR MELSTED
býsna góður, sérstaklega í ballöðu-
blæstri. Þó er ekki rétt að greina
hann endilega í neinn sérstakan
undirflokk því maðurinn er ekki við
eina fjölina felldur. Hann blæs til
dæmis iðulega á saxófóninn með
básúnumunnstykki og á trompet
setur hann munnstykki af saxófóni,
líklega sópransax. Hið ótrúlega er
að hann hefur býsna vítt tónsvið
með þessum hætti og þætti mér
gaman að kynnast leyndardómnum
nánar, því ég verð að játa að eitt
sinn reyndi ég þetta, með stærra
munnstykki að vísu, og fann aldrei
leið til annars en heldur þröngs
tónsviðs. Þegar saman fara ráð yfir
slíkum galdrakúnstum, góð jassinn-
lifun, kímnigáfa og góðir samverka-
menn, þá fer ekki hjá því að útkoman
verði góð. Reyndar nær leikur Eddy
Harris miklu sterkari tökum á
manni í lifandi flutningi en af plöt-
um. Og Jazzvakning vaknaði bráð-
hress (já, og rúmlega það) af blund-
inum eftir afinælishátíðina miklu.
EM
Allt í páskamatinn
Gosá
tilboðsverði
ÍJL-
portinu.
iitlnvv
Laugaveg 34a-Simi 14165
Veitum fyrirtækjum, stofnunum og verktökum alla þjónustu í
heitum sem köldurn mat.
Úr veislueldhúsi okkar bjóðum við köld borð, heit borð, blönduð
borð, snittur, brauðtertur, rjómatertur, kransatertur eða eitt-
hvað annað sem þér dettur i hug.
Fagleg og persónuleg þjónusta.
Komdu eða hringdu og sjáðu hvort við eigum samleið.
Kjötbær, Laugavegi 32, sími 14165.
Opið laugardaga til kl. 2.
Hjúkrunarfræðingar
-Ijósmæður
EftirtaIdar stöður við heilsugæslustöðvar eru lausar til
umsóknar nú þegar:
Reykjavík, Miðbær, staða hjúkrunarfræðings.
Keflavík, staða hjúkrunarfræðings.
Selfoss, staða hjúkrunarfræðings og
staða Ijósmóður.
Dalvík, hálf staða hjúkrunarfræðings.
Ólafsvík, staða Ijósmóðureða hjúkrunarfræðings.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf við hjúkrun, sendist heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu.
1 8. mars 1 986.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið.
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir-
farandi:
RARIK-86003: Háspennuskápar 12 kV í dreifistöðvar.
Opnunardagur: Fimmtudagur 17. apríl 1986, kl. 14.00.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
fimmtudegi 20. mars 1986 og kosta kr. 200,- hvert
eintak.
Reykjavík 17. mars 1986.
I3RARIK
RkT RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
■ r
ÚTB0Ð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar-
andi:
RARIK-86004: Götuijósker.
Opnunardagur: Þriðjudagur 22. apríl 1986, kl. 14.00.
Tilboðum skal skilað á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis-
ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma
og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með
föstudegi 21. mars 1986 og kosta kr. 200,- hvert
eintak.
Reykjavík, 19. febrúar 1986.
Rafmagnsveitur ríkisins. 'ý