Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Side 15
)V. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986. 15 Kjallarinn Fjölskyldukreppan Er íjölskyldan úrélt? Er hið hefð- bundna fjölskylduform að riðlast innan frá? Nær daglega berast fregnir af tvístrun íjölskvldna vegna sam- búðarslita og sundurlyndis. Aðrar eru tengdar saman með óhefð- bundnum hætti. í Stundarfriði Guðmundar Steinssonar er góð lýsing á þess- ari umturnun fjölskyldulífs og heimilishalds, einni mestu sem mannkynið hefur upplifað. Kreppan Fáir gera sér grein fyrir þeirri samfélagsbyltingu sem á sér stað fyrir augum okkar og mun hafa áhrif á þjóðfélagsþróun um kom- andi ár. Kynslóðum er stíað sundur. Fækkað hefur í heimili. Híbýli hafa stækkað og vélvæðst. Einstæðum foreldrum fjölgar frá ári til árs. í stað fjölbreytts heimilishalds kemur sjónvarpsgláp, doði og deyfð þar sem hver lifir einangruðu lífi eftir eigin tímatöflu og geðþótta. Börnin eru skilin eftir hjá ætt- ingjum, kunningjum, dagmæðrum eða dagheimilum. Önnur eiga að- eins í auða íbúð eða tóman kofa að venda. Smávandamál breytast í óleysan- lega hnúta þar sem börn lenda milli steins og sleggju, bera vanda sinn á torg eða skóla landsins. I skólunum er barist við að fmna samnefnara aga- og áhugaieysis sífellt kröfuharðari hóps. Bar- nauppeldi bætist við hefðbundið fræðsluhlutverk. Að éta úr ísskáp I sveitum tíðkast enn að heimilis- fólk safnist við matarborðið á máltíðum. Eru þetta sameiningar- stundir þar sem fjölskyldan hittist og ræðir sín mál. í bæjum er komið til sögunnar annað mynstur, ef mynstur skyldi kalla, en er í raun óreiða á ýmsum stigum og rís hæst á ísskápsheimil- um. Á ísskápsheimilum er máltiða- hald í því fólgið að allir, fullorðnir sem börn, fá sér bita eftir hendinni þegar sulturinn sverfur að. Þannig geta þeir sem kjósa haldið áfram að lifa í eigin heimi og dregið enn frekar úr takmörkuðum sam- skiptum við umheiminn. Apartheid í framkvæmd Eftir að þorri fólks hætti að bjóða upp á morgunmat í heimahúsum hafa sjoppumar eignast nýjan og áhugasaman aðdáendahóp. Af þessu leiðir að mörg börn lifa nú aðallega á sjoppumat. En þau eru ekki ein um hituna. Margt aldrað fólk er síst betur sett. Á meðan þessu vindur fram hírast fyrirvinnurnar á einhverjum skyndibitastað eða ríkismötuneyti- í biðröð eftir hamborgara og kóka- kóla. Hvað er á seyði? Svarið er ofur- einfalt. Þetta er apartheidstefnan í framkvæmd, sú félagsmálastefna sem hefur riðið hér húsum síðustu áratugi. Svo rækilega er þessi aðskilnað- arstefna komin til framkvæmda í þjóðlífmu að það verður enginn hægðarleikur að snúa til baka. Hvað skal til ráða? Taka þarf tillit til síaukinnar fjölbreytni í fjölskylduformi þar sem „þín“ börn og „mín“ deila heimili með „ykkar“ bömum og „okkar“. í stað þess að auka firringu og breikka bil milli k> aslóða með nýjum stofnunum þarf nýja hug- myndafræði sem stuðlar að sameiningu, ekki sundrun. Jafnframt er orðið óhjákvæmi- legt að börn fái kennslu í næring- ar- og heilbrigðisfræði þegar í fyrstu bekkjum grunnskólans. Þá þurfa skólabörn að læra mat- reiðslu (ekki síst piltamir) sem miðast við að elda holla fæðu á skömmum tíma, ekki íburðarmik- inn veislukost. Síðast en ekki síst þarf matvæla- iðnaðurinn að koma til móts við neytendur og leggja áherslu á holl- ar vörur sem matreiða má með lít- illi fyrirhöfn. Skólamáltíðir En þetta er ekki nóg. Óhjá- kvæmilegt er að taka nú þegar upp skólamáltíðir fyrir öll skólabörn , a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu ef ekki víðar. Þessar máltíðir þurfa að vera vísindalega saman settar þannig að börnin fái þann skammt af næringarefnum sem þeim er ekki boðið upp á heima hjá sér. Þetta kann einhverjum að þykja dýrt spaug, en í raun er þetta ekkert annað en óumflýjanlegur fylgifiskur þeirrar stefnu sem þegar hefur verið mörkuð. a „Skólamáltíðir eru fyrsta skilyrði ^ þess að unnt sé að stuðla að heil- brigðari lífsháttum í íslensku þjóðfélagi við núverandi aðstæður.“ JÓN ÓTTAR RAGNARSSON DÓSENT FRJÁLSLYNDI ÍFRAMKVÆMD Lokaorö Skólamáltíðir eru fyrsta skilyrði þess að unnt sé að stuðla að heil- brigðum lífsháttum í íslensku þjóð- félagi við núverandi aðstæður. Einnig þarf að auka fræðslu í næringar- og heilbrigðisfræði svo börnin geti sjálf dæmt um hvort þau fá rétta næringu eða ekki. En umfram allt þurfum við að vakna upp og átta okkur á því að fjölskyldan verður aldrei söm aftur. Áðeins ef við bregðumst skjótt við á hún enn lífsvon ... í nýrri mynd. Jón Óttar Ragnarsson Þjóðarsátt umfátækt Kjallarinn I Garðastrætissamningunum skrifuðu ASl, Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag undir ríkisstjórn- arstefnu VSÍ, Sjálfstæðisflokks, SlS og Framsóknar. Verkalýðs- hreyfingin og gömlu flokkarnir í stjórnarandstöðu sporðrenndu í einum bita öllu því góðmeti sem ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur borið á borð. Þeim flökraði ekki við 25% kaupmáttar- skerðingunni frá 1983. Ekki stóð í þeim virðingarleysið, sem þingræð- inu var sýnt, þótt þetta sama þing- ræði verði þeim heilagt þegar til- lögur BJ um breytingar á stjórnar- skrá ber á góma. Nei. Öll stjórnarstefnan rann Ijúflega niður enda sykruð með tollalækkun á dekkjum og bifreið- um. Ekki dugði minna af hálfu for- manns Alþýðuflokksins en að lýsa því yfir að hér væri gerð þjóðarsátt um lífskjarasáttmála. Vitnisburður En sama daginn og fjórflokkur- inn samþykkti „sáttina" birtist í Morgunblaðinu grein eftir Stefán Ólafsson, lektor við Háskólann, sem lýsti því sem menn voru að sættast á. Hann lýsti því að hér er mesta láglaunastefna á Vesturlöndum, þrátt fyrir að þjóðartekjur séu meðal þeirra hæstu. Hann lýsti áhrifum þessarar stefnu á fólkið í landinu. Hann lýsti vinnuþrælkun- inni og upplausn fjölskyldunnar. Af lýsingum hans virtist raunar lítil ástæða til sátta. Miklu meiri ástæða virtist til andspyrnu og uppreisnar. Annar vitnisburður Tveim vikum eftir sáttagjörðina barst annar vitnisburður um lífs- kjör á íslandi. Sigurður Snævarr, hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun, birti niðurstöður sínar á rannsókn- um á afkomu landsbúa. I annað sinn á hálfum mánuði var blautri Ægj „Sjónvarpið sendi mann til Filipps- ^ eyja þar sem tekist var á um lýðræði, réttlæti og lífskjör. En sjónvarpið hafði engan mann á íslandi þar sem tekist var á um þessi sömu mannréttindi á sama tíma.“ tusku kastað í andlit þeirra sem sungu dýrðaróðinn um lifskjara- sátt Garðastrætisins. I annað sinn á hálfum mánuði var truflaður lofsöngur fjórflokkakvartettsins um samningana. Sigurður Snævarr sagði frá þeim niðurstöðum sínum að fjórða hver fjölskylda á Islandi byggi við fá- tæktarmörk. Það þýðir að tuttugu þúsund fjölskyldur búa við fátækt hjá einni ríkustu þjóð Vesturlanda. GUÐMUNDUR EINARSSON ALÞINGISMADUR Í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA „Sífellt fleiri gera sér grein fyrir því að samningarnir eru eins og nýju fötin keisarans. Forsöngvararn- ir eru hættir að syngja dýrðaróðinn opinberlega.“ Þögnin Vitnisburðir Stefáns og Sigurðar komu á sérkennilegum tíma. Vik- um saman hafa ríkisfjölmiðlar og dagblöð étið upp eins og páfagauk- ar alla blekkinguna um hinar nýju leiðir samninganna. Engin tilraun hefur verið gerð til að skýra og skiljaþessi mál. Sjónvarpið sendi mann til Filippseyja þar sem tekist var á um lýðræði, réttlæti og lífskjör. En sjónvarpið hafði engan mann á íslandi þar sem tekist var á um þessi sömu mannréttindi á sama tíma. Þjóðviljinn var eini fjölmiðillinn i landinu sem virtist hafa sjálf- stæða hugsun, enda ásökuðu þjóð- arsáttarmenn blaðið um siðleysi. Að kyssa á vöndinn Sífellt fleiri gera sér grein fyrír því að samningarnir eru eins og nýju fötin keisarans. Forsöngvar- amir eru hættir að syngja dýrðar- óðinn opinberlega. En tilbeiðsla verkalýðsforkólf- anna heldur áfram. Við hátíðlega bænarstund í Alþingishúsinu krupu þeir að fótstalli eins ráð- herrans og færðu stjómarstefhunni blómvönd. Ætli kransar hafi verið afþakkað- ir? Guðmundur Einarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.