Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Side 32
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
Sviðsljós
Sviðsljós
Davíð Ingi Guðmundsson, 12 ára, Sigurður Karl Jóhannsson, 10 ára, og Herbert Sveinbjömsson, 12 ára, með blaðið sitt,
Stiömur. „Við erum að ná okkur í smápening, ætlum í ferðalag í vor.“ DV-mynd JGH.
,Ah, þið eruð hörkukarlar‘
Ungir blaðaútgefendur á Akureyri
„Okkur langaði bara að gefa út blað
og drifúm í því,“ sögðu þrír ungir
piltar á Akureyri sem gáfú út sitt
fyrsta blað í lok febrúar. Blað piltanna
heitir Stjömur. í því era myndir af
leikurum, söngvurum og hljómsveit
um. Þá era þeir með brandara, grín
og myndasögur. Stórsniðugt framtak.
Piltamir heita Davíð In^i Guð-
mundsson, 12 ára, Sigurður Karl
Jóhannsson, 10 ára, og Herbert Svein-
bjöfnsson, 12 ára. Enginn þeirra hefur
komið neitt náfægt blaðaútgálú áður.
„Við erum ekki svo lengi að vinna
blaðið, við klippum út úr erlendum
blöðum og nokkrum íslenskum, lím-
um það upp og ljósritum svo á eftir.
Þetta er nú allur galdurinn."
Fyrsta tölublaðið af Stjömum var
gefið út í 30 eintökum, annað í 40.
„Næsta blað okkar verður í 50 eintök-
um.“
Piltamir selja eintakið á 50 krónur.
„Það hefur bara gengið vel að selja
blaðið. Við fórum í verslanir, verk-
smiðjur og skrifstofúr og bjóðum fólki
blaðið.“
- Og hvað segir það þegar þið birtist?
„Það hlær og segin Ah, ah, þið erað
hörkukarlar, eða eitthvað svoleiðis.“
Ólyginn
sagði...
Omar Sharif
leikur á móti Ava Gardner i sjón-
varpsmyndinni Harem og þar eru
þessar gömlu stjörnur í hlutverki
hjóna. „I myndinni Mayerling var
Ava móðir min,“ segir Omar
sposkur „og líklega verður hún
dóttir mín í þeirri næstu!“
Hans „Dolph“
Lundgren
bjargaði sinni heittelskuðu Grace
Jones frá drukknun rétt undan
ströndum Jamaica. Diskódrottn-
ingin var á vatnaskíðum þegar
vélbátur hreinlega ók yfir hana,
Dolph var nærstaddur, kastaði
sér þegar til sunds og tókst að
ná Grace upp á yfirborðið aftur.
Hún var þá orðin meðvitundar-
laus og mjög af henni dregið en
komst fljótlega til heiisu á nær-
liggjandi sjúkrahúsi.
Mary Stavin
er búin að fá meira en nóg af
fótbolta. Hefur afgreitt allt sem
honum viðkemur í eitt skipti fyrir
öll - ekki síst fyrrum fótboitahetj-
una George Best. Þessi fyrrum
ungfrú heimur átti í vægast sagt
stormasömu sambandi við Best
i tvö ár og hefur nú snúið sér
alfarið að öðru - og öðrum.
Kúrsinn er tekinn á Hollívúdd þar
sem reyna á fyrir sér sem film-
stjarna en nafnið á hinni einu
sönnu og nýbökuðu ást fæst ekki
uppgefið að sinni.
Julian Lennon
er yndisleg blanda af karlmanni
og smástrák segir heill hópur
kerlinga i USA sem kaus hann
kynþokkafylista karlmanninn i
álfunni. Lambakjötið er sumsé
komið í tísku aftur - eða þannig...
„Um Simone tala ég í nútíð og ímynda
mér að hún dvelji bara í sumarbústaðnum
okkar um þessar mundir.“
Júlibam
hjáMeryl
Streep
Hún er greinilega með
slæman hlaupasting þótt
sitjandi sé - Meryl Streep
er konan og með á myndinni
er eiginmaðurinn, Don
Gummer. Hann er mynd-
höggvari, þykir með afbrigð-
um natinn eiginmaður og
duglegur að fylgja henni á
ferðalögum hvert sem er um
jarðkringluna. Þau hjónin
eiga von á þriðja barninu í
júlímánuði og af þeim sök-
um hefur Meryl afþakkað
öll atvinnutilboð næsta árið.
ffAstin erdá
samleg,“
- segir Yves Montand
Franski leikarinn og kyntáknið Yves
Montand á yfirleitt auðvelt með að tjá sig
um gömul og margfræg ástarsambönd sín
við heimsins frægustu konur. Að hans sögn
er ástin dásamlegasta fyrirbrigðið í þessari
jarðargöngu og eitt stærsta atriðið í slíkum
samböndum er að menn geti hlegið saman.
„Ef það er ekki hægt er eitthvað mikið að,
það sem Simone gat hlegið...“ segir Yves.
Sú grimma Piaf
„Og Edith, hún var skemmtilegasta kona sem ég hef
á ævinni kýnnst. Við bjuggum saman i tvö ár og svo
sleit hún sambandinu ó grimmdarlegan máta. Það var
alltaf hún sem losaði sig við elskhugana og lengi á eftir
gátum við alls ekki rætt málin. En svo urðum við vinir
aftur og gátum haldið áfram að hlæja saman eins og
áður."
„Reyndar hef ég verið ótrúlega heppinn,“ heldur leikar-
imi áfram. „Tvisvar upplifað stóra ástina með einstökum
konum, Edith Piaf og Simone Signoret vora báðar stór-
kostlegir persónuleikar og miklar konur. Með Marilyn
Monroe hefði það sama eflaust orðið uppi á teningnum
en ég elskaði konuna mina.“
Simone og sumarhúsið
„Núna sakna ég Simone alveg hræðilega og reyni að
trúa því að hún hafi bara farið um hríð í sumarhúsið
okkar. Það gerði hún oft síðari árin og dvaldi þar tímun-
um saman. En þegar ég svo fer þangað verður sannleikur-
inn alltof ljós og erfiðara að gleyma. Þetta er miskunnar-
leysi tilverannar - blákaldur veruleikinn er stundum
óbærilegur."
„Simone konan mín hefur verið minn bestí vinur og átt ást mina
í gegnum árin.“
„Milli okkar Marilyn hefði getað orðið stórkostlegt ástarsamband
en ég elskaði konuna mína.“