Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986. 13 Neytendur Neytendur 10% afsláttur í Vörumarkaðinum -sparnaður í páskainnkaupum I Vörumarkaðinum Ármúla hefst í dag tilboð sem stendur fram að pásk- um. Þetta felur í sér að allar vörur í matvörudeild verða seldar með 10% afslætti og væntanlega munar marga um minna. Tilefnið er það að Vöru- markaðurinn er að flytja sig um set og verður verslunin ekki opnuð aftur í Ármúlanum eftir páska. Hér er því um að ræða kjörið tæki- færi íyrir þá sem vilja spara sér skild- ing í páskainnkaupunum, því safnast þegar saman kemur. Tilboðið stendur sem áður segir frá föstudeginum 21. mars til miðvikudagsins 26. mars. -S.Konn. verslunin Ný verslun á gömlum grunni býðuröllum landsmönnum í kaffí og meðlæti á föstudag og laugardag Dráttarvextir á eindaga - ef greitt er í pósthúsi Margir þeir sem nota greiðslukort hafa lent í óþægindum ef þeir greiða gíróreikning sem kominn er á eindaga í pósthúsi. Pósthúsið skilar öllum kvittunum inn til Póstgíróstofunnar samdægurs, en Póstgíróstofan færir ekki greiðslurnar fyrr en daginn eftir og þetta kemur því út eins og reikn- ingurinn hafi ekki verið greiddur fyrr en degi eftir eindaga og falla því á skuldina dráttarvextir. Þær upplýsingar fengust hjá Visa- ísland að mjög margir hefðu lent í óþægindum vegna þessa og því hefði margoft verið brýnt fyrir korthöfum að greiða ekki á síðasta degi í póst- húsi. Til að komast hjá því að greiða dráttarvexti á viðkomandi að fara með greiðslukvittun í næsta banka og fá leiðréttingu á málum sínum. Að öðrum kosti verður að greiða dráttarvéxti sem endurgreiðast ekki fyrr en í lok næsta kortatímabils. Raunar gildir það sama um alla reikninga sem greiddir eru í póst- húsum á síðasta degi, að þeir bók- færast ekki fyrr en daginn eftir og geta því skapað greiðanda mikil óþægindi og aukakostnað. Pósthúsin eru lengur opin en bankarnir og því fi*eistast margir til að draga greiðsl- umar fram á síðustu stund. En eins og sjá má margborgar sig .að vera tímanlega á ferðinni og sleppa þannig við tímafrekar og kostnaðarsamar leiðréttingar. -S.Konn. Raddir neytenda Raddir neytenda Gjafareikniregla veislugesta Lifandi páskaungar til sýnis fyrirbörnin. Páskaegg í miklu úrvali, hvergi ódýrari. Svali á 69 kr., 6 í pákka. Eggákr. 89 kg. Heildósir af mðursoðnuxn ávöxtum, 75 kr. Allir fá að smakka. verslunin Starmýri 2, s. 30420-30425. Opið frá 9-18 mánud.-fimtud. 9-19föstud., 10-16 iaugard. Opið í hádeginu aila daga. Húsmóðir í Breiðholti skrifar: Neytendasíðunni hefur borist bréf frá „húsmóður í Breiðholti" þar sem hún vill koma á framfæri athugasemd við grein þá er birtist hér á síðunni um kostnaðinn við fermingamar. Hún segir: „Ég las í blaðinu ykkar fyrir síðustu helgi að matarverð fyrir manninn í fermingarveislu væri um 400,-. Sjálfri mér finnst það nóg verð, en var sjálf búin að kynna mér að matur fyrir einn kostar 700,- krónur, ef maturinn er pantaður og öllum ber saman um að það færi meiri kostnað- ur í, ef húsmóðirin keypti allt sjálf og sæi um veisluna sjálf, vegna efnis- kaupa o.fl. — Og þið segið að í pening- um talið séu 1000,- krónur meðalgjöf. Þá varð ég hissa, því í minni fjöl- skyldu og líka mannsins míns, hefur þetta alltaf verið reikningsdæmi. Ef boðið er i mat og matur fyrir einn kostar 700,- og hjón fara í veisluna þáerþað700,- + 700,-=1.400,-krónur og alltaf hefur verið reiknað með að gefa helmingi meiri fjárhæð en sem nemur matarkostnaði og það er því fyrir hjónin 2.800,- lámark sem bami er gefið. Ef hjón fara með 2 börn í veisluna þá er dæmið 700x4 = 2.800 + 2.800 eða 5.600,- krónur. Svona hefur þetta verið síðan ég var smátelpa en ég man að hér áður fyrr hringdi mamma á góðan matsölu- stað og spurði hvað matur kostaði fyrir manninn og eftir því var síðan reiknað út hvað rétt væri að gefa, annað hvort í peningum eða gjöf fyrir sama verð.“ Það verður að segjast alveg eins og er að Neytendasíðan hefur aldrei heyrt af þessari gjafareiknireglu, nema þá ef skyldi vera frekar í gamni en alvöru. Eflaust höfum við verið of hógværar þegar við áætluðum að 1.000,- krónur myndu duga sem full- sæmandi fermingargjöf, en mat- reiðsludeild Neytendasíðunnar treystir sér til að útbúa fermingarmat fyrir 450,- krónur á manninn og jafn- vel minna. „Húsmóðir í Breiðholtinu" segir í lok bréfsins að sér finnist vanta ýmis- legt í umfjöllun á Neytendasíðunni og þætti okkur vænt um að heyra nánar frá henni um það hvaða hug- myndir hún hefur helst um það mál. Að öðru leyti þökkum við fyrir inn- leggið. -S.Konn. Athyglin beinist að Cjandi/ Candy P-945 er 5 kg. þvottavél með stiglausum hitastilli, en það þýðir að þú getur ráðið hitastigi á öllum kerfun- um. 400 og 800 snúninga þeytivinda. Tromla og pottur úr ryðfríu stáli. Þrjár vinsælar gerðir af Candy þvottavéluin, sem nú hafa lækkað veruiega. Candy Aquamatic er minnsta þvottavélin, en tekur samt 3 kg. af þvotti. Hentar vel fyrir einstaklinga og sem aukavél í fjölbýlishúsum. Alsjálfvirk vél meö 550 snúninga< vinduhraða. Candy P—509 er ódýrasta 5 kg þvottavélin. TTomla og pottur úr ryðfríu stáli. Sérstaklega einföld í notkun. Verslunin PFAFF Borgartúni 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.