Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1986, Síða 9
DV. FÖSTUDAGUR 21. MARS1986.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Utlönd
Fleiri lög-
reglumenn
í Palme-
málið
Gunnlaugur Jónsson, fréttaritari
DV íSviþjóð:
Tvö hundruð lögreglumenn hafa
verið settir i rannsókn morðsins á
Olof Palme, til viðbótar þeim þrjú
hundruð sem nú þegar vinna ein-
göngu við rannsókn morðmálsins.
Lögreglan í Stokkhólmi vinnur
nú að því að fínkemba hverfið þar
sem morðið var framið, í þeirri von
að einhverjar vísbendingar sé þar
enn að finna. Meðal annars er
bankað upp hjá ölium íbúum hverf-
isins og þeir spurðir út úr um morð-
nóttina.
Hefur lögreglan verið gagnrýnd
fyrir að vera að þessu núna fyrst,
þremur vikum eftir morðið.
Dreifðu
níði um
Palme
Gunnlaugur Jónsson, fréttaritari
DV í Svíþjóð:
„Við erum fórnarlömb sovésks
níðs og áróðurs," segja talsmenn
Evrópska verkamannaflokksins,
eða EAP öfgasamtakanna, sem
mjög hafa verið í fféttum að undan-
förnu í sambandi við rannsóknina
á morðinu á Olof Palme.
Flokkur þessi komst fyrst veru-
legá í sviðsljósið þegar á daginn
kom að maðurinn, sem handtekinn
var, grunaður um morðið á Palme,
reyndist hafa verið félagi í flokkn-
um. Nú hefúr maðurinn hins vegar
verið látinn laus en lögreglan held-
ur áfram að rannsaka félagaskrá
EAP. „Við athugum öll nöfhin til
að sjá hvort eitthvert þeirra geti
tengst morðinu á Palme,“ sagði
ónafngreindur heimildarmaður inn-
an lögreglunnar í samtali við Ex-
pressení gær.
EAP bauð ffam í síðustu þing-
kosningum í Svíþjóð og fékk þá
tæplega fjögur hundruð atkvæði.
Flokkurinn var nær óþekktur þar
til nú, við rannsókn Palme-morðs-
ins. Hins vegar hefur komið á dag-
inn að liðsmenn EAP hafa marg-
sinnis reynt að leysa upp kosninga-
fundi hjá Olof Palme, auk þess sem
EAP hefur dreift níði um Palme,
bæði í formi prentaðs máls og
mynda.
Mikael Ericson, talsmaður
flokksins, sagði í gær að EAP krefð-
ist þess nú að allir fjölmiðlar tækju
til baka ásakanir sínar í garð
flokksins. Sagði hann ennfremur að
flokkurinn myndi á næstunni birta
„upplýsingar" um þá aðila sem
hefðu tekið þátt í að útbreiða „sov-
éskan áróður" um flokkinn.
Réðstá
biskup
Ókunnur rnaðrn-, með amerískan
framburð, réðst í gær á erkibiskup
í kirkju hans af því að erkibiskup-
inn neitaði að gifta hann, að því er
lögreglan í Sidney í Ástralíu hefur
skýrtfrá.
Maðurinn hafði farið inn í litla
kirkju í úthverfi Sidney og beðið
biskupinn að gifta sig og nýfundna
ástralska vinkonu sína. Sagði hann
að mjög lægi á hjónaþgndinu því
að hann þyrfti fljótlega að yfirgefa
Ástralíu. Biskupinn neitaði að
framkvæma athöfnina vegna þess
að hann vissi engin deili á mannin-
um. Þá gerði hann sér lítið fyrir og
sló biskupinn í andlitið. Að því búnu
stökk hinn vonsvikni bníðgumi að
skrifborði biskups, reif þar síma úr
sambandi og flúði siðan. Hann hefur
ennekki náðst.
Reagan:
frelsið
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings
felldi tillögúr Ronalds Reagans um
eitt hundrað milljón dollara aðstoð
við Contra skæruliða sem berjast
gegn sandinistastjórninni í Nig-
aragua.
Daníel Ortega, forseti Nigaragua,
sagði af því tilefni að þetta þýddi
ekki að endi hefði verið bundinn á
það sem hann kallaði „Kryðju-
verkastefnu" Bandaríkjanna gegn
Nigaragua. Sagði Ortega að svo
lengi sem Reagan legði alla áherslu
á hernaðarlega lausn á þessum
átökum í Mið-Ameríku væri bein
íhlutun Bandaríkjamanna yfirvof-
andi.
Reagan, sem ásakað hefur sandin-
ista um að breiða út marxiska bylt-
ingu, hefur lagt mikið undir í þessu
máli og hann sagði afgreiðslu þings-
ins áfall fyrir frelsið.
Kveikjuhlutir
w E Intermotor
Eitt mesta úrval kveikjuhluta i allar helstu bil-
tegundir, m.a. kveikjulok, kerti, platinur, hamr-
ar, þéttar, háspennukefli o.fl.
Verðfrá
174 þús. I
með ryðvöm
SÖLUDEILDIN ER OPIN KL,
10-16 LAUGARDAG
Fólksbílar og Sport
Afar hagstæð greiðslukjör
VERÐSKRA:
LADA1200 ...............Uppseldur
LADA1500skutbíll, 4ragíra ..Var 249.694,- Nú 178.440,- Ný sending áætluð 182.955,-
LADA1500 skutbíll, 5 gíra.Uppseldur
LADASAFÍR................Var 229.794,- Uppseldur Ný sending áætluð 166.526,-
LADA LUX.................Var 259.888,- Nú 189.869,- Ný sending áætluð 189.869,-
LADA SPORT LS, 5 gíra...Var 426.915,- Nú 315.874,- Nýsending áætluð 317.283,-
Ryðvörn innifalin í verði.
Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax.
Mikið úrval af notuðum bílum til sýnis og sölu
Varahlutaverslunin opin kl. 9-12.
Munið 10% afsláttinn.
< BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR HF.
M iílj SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEELD: 31236