Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Page 2
2 DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986. Telja Gleði- bankann eitt Svíar spá íslendingum velgengni í sönglagakeppni Evrópu: albesta lagið Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- son, stærsti plötuútgefandi Svía, við Sydsvenska dagblaðið í gær. ritara DV í Svíþjóð: telja íslenska lagið Gleðibankann Þeir eru sammála um að lögin frá Lasse Holm, fúlltrúi Svía í söng- eittafalbestulögunumíkeppninni. íslandi, írlandi, Danmörku og Sví- lagakeppni Evrópu, og Bert Karls- Þetta kemur fram í viðtali þeirra þjóð muni bítast um sigurinn. Grieghöllin i Björgvin þar sem sönglagakeppnin fer fram laugardaginn 3. maí, eftir hálfan mánuð. Annars segjast þeir félagar telja lögin í keppninni i ár vera með al- slakasta móti. Bert Karlsson segist raunar veðja á írska lagið „You can count on me“ sem sigurvegara í keppninni. En athyglisvert er að Karlsson, sem er þekktur fyrir að fara nærri um rétt úrslit í sönglagakeppni Evr- ópu, skuli telja íslenska lagið eiga svo góða möguleika. -KMU Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Reynslufíug gekk vel íkomi Landhelgisgæslunnar, Ecureuil-þyrlan TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta flug hérlendis á þriðjudag. Gekk þetta reynslu- flug vonum framar, að sögn yfirflugvirkja Gæslunnar. Ný sjúkraþyrla hefur þar með bæst í þjónustu landsmanna. KMU/DV-mynd PK. Eldhúsdagsumræður: Steingrímur boðar enn meira góðæri 1 útvarpsumræðunum i gærkvöld notuðu margir þingmenn tækifærið til að minna kjósendur á komandi bæjar- og sveitarstjómarkosningar og upp- lýstu þá um leið um ágæti sinna flokka. Einnig skiptust þeir á að dá- sama eða skammast út í nýgerða kjarasamninga. Og margt fleira bar á góma. Karl Steinar Guðnason, Alþýðu- flokki, hóf umræðuna. Hann sagði að Alþýðuflokkur og verkalýðsforystan hefðu gegnt mikilvægu hlutverki í kjarasamningunum. Hér væri um ný viðhorf að ræða og breytt vinnubrögð. Þetta verður að takast en stóra hættan er ríkisstjómin og að henni þarf að gæta, sagði Karl Steinar. Flokksfélagi hans, Eiður Guðnason, tók fyrir upp- lýsingar um fátækt og skattsvik. Hann sagði að þessi stjóm hefði fjölgað fá- tækum og gert þá fatækari. Salóme Þorkelsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, sagði það vera rangt að flokkur hennar bæri ekki hag bama og kvenna fyrir brjósti og nefhdi fjölmörg dæmi því til stuðnings. Birgir ísleifúr Gunn- arsson sagði að auðveldara væri að hleypa skriðu af stað en að stoppa hana og átti þá við að ríkisstjómin hefði tekið við af seinustu ríkisstjóm, sem hefði verið búin að koma öllu í óefrii. Kristófer Már Kristinsson mælti fyr- ir Bandalag jafnaðarmanna. Hann gagnrýndi harkalega kjarasamning- ana og kallaði þá stærstu blekkingu sögunnar. Hann sagði að ráðherramir væm á sex mánaða verðhjöðnunar-, fylliríi og þeir hirtu ekki um að undirbúa sig undir timburmenn aldar- innar í nóvember. Kolbrún Jónsdóttir í sama flokki gagmýndi stjómkerfíð. Nú væri svo komið að til alls þyrft leyfi. Svavar Gestsson, Alþýðubandalagi, sagði að Sjálfstæðisflokkurinn væri með Framsóknarflokkinn í tjóður- bandi. Þúsundir heimila væm á vonarvöf og eini valkosturinn væri að koma Alþýðubandalaginu til valda. Steingrímur Hermannsson, Fram- sóknarflokki, boðaði enn meira góðæri og taldi að verðbólga yrði komin niður í 6% í lok ársins. Hann vitnaði í nýja spá Þjóðhagsstofnunar og sagði að þar kæmi fram að þjóðartekjur yrðu að líkindum mun meiri en ráð hafði verið fyrir gert. Viðskiptahalli yrði minni og nú væri talið að að einn milljarður yrði umfram á viðskiptareikningi. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, gerði vígbúnaðarkapphlaupið að um- talsefni. Hún sagði það vera óhugnan- legt að nú í byijun friðarárs væri heimsfriðnum stefnt í hættu. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir gagnrýndi kjarasamningana og taldi að konur kæmu verst út úr þeim. Kristín S. Kvaran, sem er utan flokka, sagði að það hefði gleymst að gera ráð fyrir því í kjarasamningunum að laun nægðu fyrir brýnustu nauð- synjum. -APH Ef Hemtann Bjötgvinsson snýr ekki aftur: Framsal vonlaust - segir dr. Gunnlaugur Þórðarson „Það verður vonlaust að fá Her- mann Björgvinsson framseldan. Samkvæmt lögum verður lág- marksrefsing að vera árs fangelsi til að framsal komi til greina,“ sagði dr. Gunnlaugur Þórðarson sem hef- ur allnokkra reynslu af framsalsmál- um. Eins og fram hefúr komið í fréttum ætla íslensk yfirvöld að fara þess á leit við bandarísk stjómvöld að Her- mann Björgvinsson verði framseldur snúi hann ekki aflur heim. Ekki er enn ljóst hvort Hermann dvelur í frí'i í Bandaríkjunum eða ætlar að setjast þar að til frambúðar. Skyld- menni hans segjast sannfærð um að Hermann komi aftur á meðan að ýmsir félagar hans og vinir þykjast þess fullvissir að brottför Hermanns af landinu hafí verið skipulögð og hann komi ekki aftur í bráð. -EIR Dr. Gunnlaugur Þórðarson. Okurmálið: 65 bíða eft- ir ákæru í Reykjavík Dómarar og fúlltrúar sakadómara- embættLsins í Reykjavík munu innan tíðar birta 65 einstaklingum ákærur í okurmálinu svonefnda. Samtals eru ákærumar 55. Þegar hefúr ein ákæra verið birt átta starfemönnum Flugleiða og þeim gefið að sök að hafa veitt Henpanni Björgvinssyni 22 sinnum lán með 75,7 prósent árs- vöxtum þegar lögleyfðir vextir voru 18,5 prósent. Höðfu þeir 663 þúsund krónur upp úr krafeinu. Gunnlaugur Briem yfirsakadómari hefúr deilt okurmálunum 55 niðui4 á níu dómara og fúlltrúa við embætti sitt. Er ráðgert að birta ákærumar nú eina af amiarri. „Mér liggur ekkert á. Ég læt þessi mál ekki hafa neinn forgang. Þau eru ekkert merkilegri en mörg önnur mál sem bíða afgreiðslu á borði mínu,“ sagði Sverrir Einarsson sakadómari í samtali við DV. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.