Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 5
E[V. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986. 5 Stiómmál Stjórnmál Stjórnmál Stjórnmál SjáKstæðismenn á Sigluflrðí: Listinn birtur Skipað hefur verið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Siglufirði fyrir komandi bæjarstjómarkosningar. Þessir eiga sæti á listaniun: Bjöm Jónasson sparisjóðsstjóri í 1. sæti, Axel Axélsson aðalbókari í 2. sæti, Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri í 3. sæti, Sigurður Ómar Hauksson útgerðarmaður í 4. sæti, Ingibjörg Halldói-sdóttir læknaritari í 5. sæti, Birgir Stein- dórsson kaupmaður í 6. sæti, Krist- rún Halldórsdóttir húsmóðir í 7. sæti, Haukur Jónasson skipstjóri í 8. sæti, Rósa H. Hrafnsdóttir hús- móðir í 9. sæti, Georg Rögnvaldsson í 10. sæti, Ingvar Hreinsson trésmið- ur í 11. sæti, Bylgja Hauksdóttir verkstjóri í 12. sæti, Rafii Sveinsson flugvallarstjóri í 13. sæti, Anna L. Hertervig kaupmaður í 14. sæti, Matthías Jóhannsson kaupmaður í 15. sæti, Konráð Baldursson bygg- ingameistari í 16. sæti, Óli J. Blöndal bókavörður í 17. sæti og Knútur Jónsson skri£stofustjón í 18. sæti. -JSS lagið í Kópavogi: Heimir Páls- son í efsta sæti Framboðslisti Alþýðubandalags- ins í Kópavogi heíúr verið ákveðinn fyrir bæjarstjórnarkosningamar í vor. Fimm efstu sætin skipa: Heimir Pálsson menntaskólakennai-i, Heið- nín Sverrisdóttir fóstra, Valþór Hlöðversson blaðamaðui-, Kristján Sveinbjömsson rafvirki og Elsa S. Þorkelsdóttir lögfræðingur. Alþýðubandalagið hefur núna tvo fulltrúa í bæjarstjóm Kópavogs; Bjöm Ólafsson og Heiðrúnu Sverris- dóttur. Bjöm skipar nú neðsta og svokallað heiðurssæti listans.-APH Framsókn á Fáskrúðsfirði: Lars efstur Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði: Framboðslisti Framsóknarfólags Fáskníðsgarðar vegna sveitai- stjómarkosninganna í vor hefúr verið ákveðinn. Hann skipa eftir- taldir: 1. sæti: Lars Gunnarsson múrara- meístari, 2. sæti: Guðmundur Þor- steinsson yfirkennari, 3. sæti: Amfríður Guðjónsdóttir kennari, 4. sæti: Steinn Jónasson bifvélavirki, 5. sæti: ELsa Guðjónsdóttir verslun- arkona, 6. sæti: Kjartan Reynisson skrifstofumaðiu', 7. sæti: Sigríður Jónsdóttir húsmóðir, 8. sæti: Guðni Elísson bifvélavirki, 9. sæti: Hulda Stefánsdóttir verkakona, 10 sæli: Sigurður Óskarsson nemi, 11. sæti: Haukur Jónsson vélvirki, 12. sæti: Jóhannes Sigurðsson verkamaður, 13. sæti: Ólafur Gunnai-sson stýri- maður og 14 sæti: Sölvi, Ólason trésmiður. alla vikuna Verður nýja lána- kerfið hagstæðara en það gamla? Hvaða áhrif eiga hinar nýju út- lánareglur Húsnæðisstofnunar eftir að hafa á fasteignamarkaðinn? Þess- ari spumingu velta margir fyrir sér þessa stundina. I fljótu bragði mætti ætla að verð á eldri íbúðum eigi eft- ir að snarhækka, sem em góðar fréttir fyrir seljendur en hins vegar slæmar fyrir kaupendur. Snarhækkar Fasteignasalar hallast margir að því að verð eigi eftir að hækka mik- ið eftir að reglumar taka gildi 1. september. „Það em hreinar línur, fasteigna- verð á eftir að snarhækka. Það er í sjálfu sér í lagi því munurinn á not- uðum íbúðum og byggingarverði hefur verið allt of mikill. Verð á notuðum íbúðum hefúr undanfarið verið allt of lágt. Þama á milli verð- ur að vera jafnvægi. Og ég tel einnig að byggingarkostnaður eigi eftir að lækka núna á næstunni," segir Frið- rik Stefánsson fasteignasali. Annar viðmælandi dregur þennan spádóm í efa. „Fasteignasalar. hafa ekki getað spáð fyrir um neitt und- anfarin tvö ár,“ segir hann. Það er heldur engin fúrða því mjög storma- samt hefúr verið í húsnæðismálum síðustu árin. Mikil óvissa hefúr ríkt og ósjaldan hafa verið boðaðar breytingar sem ekkert hefur orðið úr. Að meðaltali hefur fasteignaverð lækkað um 9% á síðasta ári. Hins vegar ber að hafa í huga að eftir- spum hefur verið mjög mismunandi eftir því hvað íbúðir eru stórar. Mest hefur eftisspumin verið eftir litlum íbúðum og þær því haldist í háu verði. Minnst hefúr eftirspurnin verið eftir stóm íbúðunum. Þessi eftirspum er að sjálfsögðu í beinu sambandi við fjárráð húsnæðiskaup- enda. Friðrik Stfánsson segir að reyndar hafi eftirspumin færst frá 2ja her- bergja íbúðum yfir í 3ja herbergja. Ástæðan sé m.a. sú að lítill verðmun- ur var orðinn á þessum tveimur stærðum íbúða. Þetta hafi svo aftur haft það í för með sér að verð 3ja herbergja íbúðanna hafi hækkað nokkuð á siðustu misserum. Þá er einnig athyglisvert að í byrj- un þessa árs hækkaði ekki fast- eignaverð miðað við síðasta ársfjórðung 1985. Hækkun á milli þessara árshluta hefur verið nokkuð árviss atburður frá 1975. Reyndar hefur verið lækkun tvö síðustu árin. Hins vegar var búist við einhverri hækkun núna. Kannanir sýna hins vegar fram á að verðið hafi lækkað um 3 til 3,5%. Ástæðan er enn sú að ekki er til nægilega mikið fjár- magn til að kaupa íbúðir. Eykst fjármagnið? Ýmsir draga í efa að fjármagnið eigi eftir að aukast þrátt fyrir aukin lán frá Húsnæðisstofnun. Þar koma til ýmsar skýringar. Það er í fyrsta lagi ekki víst hvort lífeyrissjóðimir fjárfesta eins mikið í skuldabréfúm Húsnæðisstofnunar og gert er ráð fyrir í hinum nýju lögum. Einnig er álitamál hvort ekki sé möguleiki að fá jafnmikið lánsfé í núverandi kerfi og mögulegt verður í því nýja. Þriðji þátturinn er svo veðhæfni eigna. Þó svo að einhver geti átt kost á háum lánum er engin trygging fyrir því að hann hafi veð fyrir þeim. Fréttaljós Arnar Páll Hauksson Lífeyrissjóðirnir Hrafú Magnússon, framkvæmda- stjóri Sambands almennra lífeyris- sjóða, segist búast við því að flestir lífeyrissjóðimir muni kaupa skulda- bréf fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Hann gerir einnig ráð fyrir því að þeir haldi áfram að lána úr hinum 45% sem eftir eru. Hann bendir á að eftirspum eftir lífeyrissjóðslánum hafi' minnkað mikið á síðasta ári. Reyndar hafi komið smágusa í kjöl- far kjarasaminganna en hún sé nú búin. Ekkert bendi til þess að eftir- spumin eigi eftir að aukast. Og ef hún muni gera það munu sjóðirnir grípa til þess sem þeir hafa alltaf gert undir slíkum kringumstæðum; lánin hækka ekki og lánsskilyrði eru þrengd. óvist sé hver nettóaukningin verður. Líklegast er að hún verði ekki meiri en 500 milljónir króna. í núverandi húsnæðislánakerfi er ákaflega erfitt að hafa heildaryfirlit yfir hvaðan peningamir koma. Nýja kerfið mun hins vegar einfalda þetta og betri möguleikar verða til að hafa heildarsýn. Algengt er að auk lífeyrissjóðslána úr eigin sjóðum taki fólk lán úr sjóðum gegnum rétt- indi annarra. Afborganir af þessum lánum vega ekki mjög þungt í greiðslubyrði húskaupenda. Erfiðust em skammtímalánin sem oft em tek- in til að geta innt af hendi greiðslur af hinum hefðbundnu skuldabréfum til fjögurra ára með 20% vöxtum. Stefán Ingólfsson bendir á að nauðsynlegt sé að breyta þessum greiðslukjörum. Lækka verði út- þorgun og lána eftirstöðvar til lengri tíma. En hvað þetta snertir er margt óljóst. Þrátt fyrir að fasteignasalar hafi lýst því yfir að lækka beri út- eldrum, þegar um lífeyrislán er að ræða. Þessu er hins vegar ekki til að dreifa þegar um Húsnæðisstjóm- arlán er að ræða. Og nú þegar öll lánin hafa verið færð yfir á hendur Húsnæðisstofnunar er hætt við þvi að litlir möguleikar séu að koma veðunum fyrir á fasteigninni. Viðmælendur DV em á einu máli um að þessu kerfi verði að breyta, það verði að hækka veðin upp í allt að 90% og miða þau við söluverð eða sem næst því. Þetta liðki einnig fyrir því að lækka útborgun og lána stærri hluta verðsins til margar ára, eða eins og einn viðmælandi sagði: „Veðhæfnismál hér em eins vitlaus og hægt er að húgsa sér.“ Verið ekki of bjartsýn Eftir þennan lestur ætti að vera ljóst að margt er óljóst í þessum efn- um. Sigurður Dagbjartsson fast- eignasali telur ástæðu til að vara við of mikilli bjartsýni hjá fólki. Enn er óljóst hvaða áhrif nýja húsnæðislánakerfið hefur á fasteignamarkaðinn. Annar viðmælandi bendir á að ekki sé víst að allir lífeyrissjóðir muni fara að óskum Húsnæðisstofn- unar. Það séu sjóðir sem höfðu bolmagn til að lána sjóðfélögum sín- um mjög há lán áður, eins og t.d. Lífeyrissjóður verkfræðinga. Þá er einnig rétt að benda á að ráðstöfnunarfé lífeyrissjóða mun aukast mikið á næstu árum. Það er vegna þess að i síðustu kjarasamn- ingum var samið um að taka iðgjöld af heildarlaunum en ekki bara af dagvinnulaunum. Þetta á reyndar að gerast í áföngum og þýðir að skuldabréfakaupin muni hækka hlutfallslega á næstu árum. Hækka lánin? Það er einnig ekki ljóst hvort ráð- stöfúnarfé til húsakaupa á eftir að aukast þrátt fyrir þessar breytingar. Stefán Ingólfsson hjá Fasteigna- mati ríkisins upplýsir að samkvæmt könnun hafi komið í ljós að að fólk fái jafnmikið lánað úr lífeyrissjóðum og það fær sem G-lán úr Byggingar- sjóði ríkisins. (G-lán eru veitt til kaupa á notuðum íbúðum). Reyndar er talað um að G-lán geti nær þre- faldast í þeim tilfellum sem fullt lán er veitt og viðkomandi er að koma yfir sig þaki í fyrsta sinn. Stefán seg- ir að líklega muni kaupgeta þessa hóps aukast við nýju reglurnar. En borgun hefur sáralítið gerst í þeim efnum ennþá. Veðhæfni i molum Það virðast vera ótal atriði sem eru óljós þessa stundina í húsnæðis- málum. Viðmælendur DV eru á einu máli um að veðhæfniskerfi það sem nú er notast við í fasteignakaupum sé í molum. Veð er miðað við brunabótamat, sem í flestum tilvikum sé ekki í nein- um tengslum við sjálft verð fasteign- arinnar. Annaðhvort er það langt fyrir ofan eða neðan brunabótamat- ið. Dæmi um þetta er að nýlega var seld stór íbúð í Reykjavík fyrir 6,5 milljónir en brunabótamatið var 12 milljónir. Oftast er samt reglan sú að söluverð úti á landi er langt fyrir neðan brunabótamatið en hér í Reykjavík hærra en brunabótamat. Þessar veðreglur gera það að verk- um að í mörgum tilfellum getur verið erfitt að koma lánum á viðkomandi fasteignir. Svo bætist við að þær íbúðir, sem ungt fólk er að kaupa, hafa áhvílandi lán og nær enginn möguleiki er að koma fleiri lánum á þær. Lífeyrissjóðir hafa yfirleitt veitt lán fyrir 50% veð í fasteignum og Húsnæðisstofriun 60%. Reyndar hafa íbúðakaupendur átt þess kost að fá lánað veð hjá öðrum, s.s. for- „Það verður að leggja áherslu á að enn hafa ekki átt sér stað neinar breytingar. Það er samt ljóst að ýmislegt á eftir að gerast á fasteigna- markaði eftir þessar breytingar. Eftirspurn á eftir að aukast bæði á hinum almenna markaði og einnig í sölu nýbygginga. Hvað snertir sölu á nýjum íbúðum hefur verið mikil tregða undanfarið sem hefur meðal annars stafað af offramboði á notuð- um íbúðum. Ég tel það mikilvægt að Húsnæðis- stofúun reyni að upplýsa fólk vel um í hveiju þessar breytingar felast. Og mér sýnist þrátt fyrir þetta að heild- arfjármagn eigi ekki eftir að aukast eins mikið og ætla mætti,“ sagði Sig- urður. Hann benti einnig á að óljóst væri hversu mikið fjármagn yrði til ráð- stöfunar. Þeir sem væru að hefja búskap ættu forgang og svo gæti farið að aðrir yrðu að bíða í langan tíma þar til röðin kæmi að þeim. Það er líklega rétt að íhuga orð Sigurðar um of mikla bjartsýni og að menn fari ekki of geyst af stað Hins vegar ber að hafa í huga að lánveitingar frá Húsnæðisstofhun eru húðar því að fyrir liggi greiðslu- áætlun umsækjandans og að ljóst sé að hann geti staðið undir lántök- unni. -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.