Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986. 11 Menning Menning Menning Menning Leitin að Lofti Leikfélag Hafnarfjaröar: GALDRA-LOFTUR Höfundur: Jóhann Sigurjónsson Leikstjóri og leikmynd: Arnar Jónsson Ljós: Lárus Björnsson Tónlist Jóhann Morávek Búningar: Alda Sigurðardóttir „Loftur hét skólapiltur einn á Hólum; hann lagði alla stund á gald- ur og kom öðrum til þess með sér, þó ekki yrði meira úr því fyrir þeim en kuklið eitt.“ Þannig hefst þjóð- sagan um Galdra-Ix)ft, sem er kveikjan að hinu þekkta leikriti Jó- hanns Sigurjónssonar, sem Leikfélag Hafnaríjarðar frumsýndi sl. laugar- dag. En sagan er aðeins grunnur að því sjálfstæða verki sem höfundur skapaði, er hann skrifaði leikritið um Loft, leitandann, sem haldinn er þeirri ástriðu að ná valdi á óþekkt- um öflum. Hann hefur sett sér það mark að „standa með alla visku mannanna á þröskuldi lejmdardóm- anna“. Einhvers staðar á leið hans hefur þekkingarleitin breyst úr löng- un til að vita í hreina ástríðu til að ná valdi á galdrinum, sem hann gæti síðan notað hvort sem væri til góðs eða ills. Þáttaskil urðu í túlkun á hlutverki Lofts í uppfærslu Leiksmiðjunnar 1968. Þá leikstýrði Eyvindur Er- lendsson eftirminnilegri sýningu á leikritinu, og Amar Jónsson fór með hlutverk Lofts. I grein í Skími 1980 rekur Jón Viðar Jónsson það, hvem- ig fram til þess tíma hafði oftast verið lögð megináhersla á ofurmennisí- myndina í túlkun Lofts, en þó með mismunandi áherslum samkvæmt tilhneigingu samtímans hverju sinni. I sýningu Leiksmiðjunnar birtist áhorfendum ungur Loftur, að ýmsu leyti óráðinn, og var þar farið nær þeim hugmyndum, sem höfundur virðist hafa haft í upphafi. Og enn heldur leitin að hinum sanna Lofti áfram. I sýningu LH er haldið áfram á sömu braut. Leik- stjórinn, Amar Jónsson, vinnur hér Leiklist AUÐUR EYDAL með hópi áhugafólks, og kann ýms- um að finnast mikið í ráðist hjá óvönum leikurum að takast á við þann gamla Galdra-Loft. Að mínu mati byggist útkoman mikið á því hvemig til tekst með túlkun á hlut- verki Lofts sjálfs, en hann er sú persóna, sem er þungamiðja verks- ins. Hvaða leið, sem valin er til túlkunar, gerir vissar kröfur iim „stórleik" í þessu hlutverki. Davíð Þór Jónsson er vissulega ungur, og hefur ágætt útlit í hlutverkið, en vantar dramatískan kraft og þunga, sem von er hjá svo óreyndum leik- ara. Mér fannst leikur hans að ýmsu leyti betri í fyrri hlutanum, þar sem hann sýnir hinn unga Loft, sem til- litslaus traðkar á tilfinningum annarra, og framkoma hans er ein- kennilegt sambland af leiða og ástríðu. Samt má Davíð varast að verða ekki eins og keipóttur krakki á stundum. Framsögn hans var ekki nógu góð og þyrfti skólunar við. Bestan leik þeirra LH-inga sýndi að mínu mati Guðný Dóra Gests- dóttir í hlutverki Steinunnar. í nútíma túlkun á verki Jóhanns Sig- urjónssonar er leitast við að sýna persónur sem venjulegar manneskj- ur af holdi og blóði. Steinunn er ekki lengur fulltrúi hins illa og Dísa þaðan af sfður einhver engill. Guðný Dóra lék hlutverkið af hófstillingu, og hún hefur góða framsögn. Vigdís Gunnarsdóttir lék Dísu á þokkfullan hátt og kom ágætlega til skila fjöri og gáska hennar í upphafi, en átti erfiðara með að túlka átökin undir, lokin. Atli Geir Grétarsson var dálít- ið stirðlegur Ólafur, og Jón Páll Þorbergsson lék föður Lofts. Önnur hlutverk eru smærri. Heildarsvipur sýningarinnar er ágætur, sviðsmyndin, verk leikstjór- ans, gerð af tjöldum og aukahlutir fáir. Lýsing Lárusar Bjömssonar vakti athygli og jók á möguleika sviðsmyndarinnar. Búningar Öldu Sigurðardóttir voru einfaldir og vel við hæfi, utan það að mér fannst rauði gallinn á Lofti eins og einhver misheppnuð nærflík. Þetta verk gerir miklar kröfur og varla er von til þess að áhugahópur geri mikið betur en hér. Leistjóm Amars Jónssonar einkennist af því að hann ofgerir í engu sínu fólki, og mörg atriðin em ágætlega unnin. í lokin er vert að óska Leikfélagi Hafn;nfjarðar til hamingju með af- mælið, en það er 50 ára um þessar mundir og sýningin á Galdra-Lofti því almælissýning. AE Davið ÞórJónsson í hlutverki Lofts í afmælissýningu Leikfélags Hafnarflarðar. Blásarakvintett Reykjavíkur á tvennum tónleikum Tónleikar Biásarakvintetts Reykjavikur ásamt pianóleikurunum Martin Berkofsky og Gisla Magnússyni á Kjarvalsstöðum 13. april og f Kirkjulundi i Garðabæ 15. aprii. Efnisskrá: 11.4. Þorkell Sigurbjömsson: Hræra; Jean Francaix: Quintette; Francis Poulenc: Sextuor. - 15.4. György Ligeti: Sex Bagatellur; Wolfgang Amadeus Moz- art Kvintett í Es-dúr fyrir pianó og blásara KV 452; Jean Francaix: Quintette. Blásarakvintett Reykjavíkur hélt tvenna tónleika sína með hvorum píanóleikaranum með dags millibili í Reykjavík og Garðabæ. Reyndar hélt ég, eins og svo margir aðrir, að um sömu efnisskrá væri að ræða á tónleikunum, en svo reyndist þó alls ekki. Aðeins kvintett Francaix var sameiginlegur á þeim báðum. Það er á hinn bóginn síður en svo leið- indaverk að fara á tvenna tónleika hjá blásarakvintett Reykjavíkur þótt stutt sé á milli. Handa spilurum sem geta treyst hver öðrum Fyrri tónleikamir, sem haldnir voru á Kjarvalsstöðum, á ganginum framan við Kjarvalssal, hófust með frumflutningi á endurskoðaðri út- gáfu Þorkels Sigurbjömssonar á íslenskum þjóðlögum, sem hann nefhir Hræm. Það sem einkum vek- ur athygli í Hræm er djörf og kröfuhörð beiting hljóðfæranna. Þessi músík er aðeins handa spilur- um sem geta treyst hver öðrum til hins ýtrasta. Svo vakti það reyndar furðu manns að uppgötva á tónleik- unum í Garðabæ að þetta áttu Bagatellur Ligetis sammerkt með Hræm Þorkels, þótt annars væm stykkin að sjálfsögðu sitt með hvom svipmótinu. Visst fyrir hverja nótu Eins og fyrr var getið var kvintett Francaix á efnisskrám beggja tónlei- kanna. Þar má nú segja að menn fái að vinna fyrir kaupinu sínu og væri líklega hagkvæmast að taka að sér að spila upp á visst fyrir hverja nótu. Tónlist EYJÓLFUR MELSTED Það er hreint makalaust hvað Francaix getur eldað þykkan graut úr til þess að gera litlu efni, sem ein- att virðist hreint dægurlagaefiii. Ég þykist þess reyndar fullviss að hefði spilamennskan ekki verið jafhfrá- bær og hjá Blásarakvintett Reykja- víkur hefði manni víst þótt heldur lítið púður í. Vel léku þeir á sunnu- dag á Kjarvalsstöðum og enn betm- í Garðabæ. Þar hljómaði líka betur. Eldur og fínustu blæbrigðin Á Kjarvalsstöðum lék Martin Ber- kofsky með þeim Sextuor eftir Francis Poulenc. í byrjun fannst mér píanóið vera einum of yfirgangssamt en það lagaðist von bráðar. Menn fundu sig í samleiknum. Martin Ber- kofsky tendrar eld hvarvetna sem hann leikur og þessi Poulenc sextett var því af hressara taginu. Þeir gefa ekkert eftir, piltamir í Blásarakvint- ettinum, og kunna svo sem líka að kynda bál. Á tónleikunum í Garðabæ var svo gjörólíkt stykki leikið. Þar sat Gísli Magnússon við píanóið í kvintett Mozarts. Þá tók líka smástund að fella leikinn í ljúfa löð, eða sem svar- aði nokkum veginn Largo inngangi fyrsta kaflans. Dískantrödd píanós- ins kemur mikið til í stað flautunnar í kvintettinum, en bassinn er cont- inuo. Þó virðist manni sem píanó- röddin gæti staðið að mestu leyti sjálfstæð eins og svo oft hjá Mozart. í þessum kvintett fengu áheyrendur virkilega að heyra gælt við fínu blæ- brigðin og að njóta óendanlegs litríkisins í músík Mozarts. Blásarakvintett Reykjavíkm minnti með þessum tvennu tónleik- um á að hann er í fremstu röð kammerhópa okkar. Hann er heil- steyptur hópur og hljómar jafhan eins og eitt hljóðfæri án þess að hver einstakur blásari gefi neitt eftir af sjálfstæði sínu. Á slíkum hópi er ekki hægt annað en hafa mikið dá- læti, enda viðurkennist hér, sem fyrr, að hann er uppáhaldshljómsveit undirritaðs. EM Gísli Magnússon. Martin Berkofsky.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.