Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur hildur. Hjá Eggert var um tvo stærðar- flokka að ræða, 28-33 mm og 33-45 mm. Sá fyrmefndi kostar 49 kr. kg en sá síðari 55 kr. kg. Hjá Ágæti voru einnig tveir stærðar- flokkar. 28-33 mm kostuðu í heildsölu 916 kr. (25 kg sekkir), einnig pakkað 4 kg í kassa á 216 kr. Stærri gerðin, 35-45 mm, kostar 1133,50 kr. í heiídsölu, 25 kg sekkur- inn, og 4 kg í kassa 260 kr. Hægt er að láta kartöflumar spíra í kössunum og em kartöflumar fljótar að taka við sér. Ágæti sér um útleigu á kartöflu- geymslum í Ártúnshöfðanum þar sem 300 hólf em í gangi. Hólfin verða leigð út aftur í ár. I fyrra var leigan 300 kr. og verður um einhverja óvemlega hækkun að ræða að sögn Ólafs Stef- áns Sveinssonar. -A.Bj. Nú er kominn sá tími að fólk fer að huga að útsæðinu, en samkvæmt upp- lýsingum Ólafs em horfur á að skortur geti orðið á útsæði þegar fram í sækir. Auk Ágætis selur Eggert Kristjáns- son hf. einnig útsæði. Er það í fyrsta sinn sem aðrir en „opinberir" aðilar selja útsæði. Þeirra útsæði er frá Homafirði. „I Eyjafirði er ákveðin stofhrækt útsæðis sem keyrt er beint til annarra bænda en fyrirsjáanlegur er mikill skortur á útsæði," sagði Ólafur. Sem stendur em til rauðar íslenskar og gullauga, helga og bintje og einnig innfluttar premier kartöflur. Þær em snemmsprottnar og frekar stórar en em fyrst eftir uppskem vatnsmiklar. „í hittifyrra komu þessar kartöflur á markaðinn snemma en vom vatns- miklar og féllu þær neytendum ekki alltof vel í geð. En ef þær fá að vera í friði og bíða svolítið eftir upptöku jafna þær sig og verða að úrvalskart- öflumsagði Ólafur. Homafjarðarkartoflumar hjá Egg- ert Kristjánssyni em með heilbrigðis- vottorð „upp á vasann". „Kartöflumar em fluttar í sótthreinsuðum umbúð- um, koma aldrei í hús, em geyrr.dar í gámum hér fyrir utan hjá okkur,“ sagði Svanhildur Ámadóttir hjá Eg- Þarna er verið að afgreiða útsæði til viðskiptavinar úr kæligáminum fyrir utan fyrirtækið Eggert Kristjánsson hf. DV-mynd KAE ...að pota útsæðinu niður. Utsæðið frá Eyjafirði, Hornafirði og nokkr- um bæjum í Hreppum „Það útsæði sem við erum með er að langmestu leyti úr Eyjafirði og einnig smávegis úr Hreppunum, frá nokkrum bæjum sem hafa leyfi frá Rannsóknastofhun landbúnaðarins," sagði Ólafur Stefán Sveinsson hjá Ágæti í samtali við DV. gert Kristjánss)mi í samtali við DV. Þar vom til þrjár tegundir, helga, gullauga og premier, seldar í 10 og 25 kg sekkjum. „Þetta er í fyrsta sinn sem við erum með útsæðiskartöflur. Það hefur verið mjög góð sala hjá okkur og við emm ánægð með móttökumar," sagði Svan- Aðeins fyrir horgrindur Ef ykkur er alveg sama um „línum- ar“, eða emð hugsanlega einhverjar horgrindur, höfðar eftirfarandi upp- skrift sannarlega til ykkar. Þetta er uppskrift að ostahring en hver skammtur inniheldur hvorki meira né minna en 1375 hitaeiningar (51 gr eggjahvítuefhi). Réttur þessi heitir Gougére á útlendu máli. Hér er upp- skriftin: 50 g smjör 75 g hveiti 1,5 dl vatn 3 egg 75 g ostur skorinn í bita Byrj ið á því að hita ofninn í 150 gráð- ur C. Látið smjörið í pott með 1,5 dl vatni og hitið rétt að suðumarki. Tak- ið þá pottinn af plötunni og látið allt hveitið út í. Hrærið mjög vel með tré- sleif þar til deigið sleppir pottinum. Kælið smástund en hrærið þá eggjun- um út í, einu í senn. Deigið á að vera Þessi réttur er af ítölsku bergi brotinn eins og nafnið ber með sér og er mjög hitaeiningaríkur eins og títt er um ítalskan mat. það stíft að það haldi lagi, þannig að hugsanlega má ekki láta allt þriðja eggið út i; það fer eftir stærð eggj- anna. Bætið þá tveim þriðju hlutum af ostinum út í, en hann var áður skor- inn í litla bita. Látið nú deigið í hring á vel smurða bökunarplötu. Látið afganginn af ostabitunum ofan á hér og þar. Styðjið við deigkransinn með því að láta ræmu af smjörpappír utan með, svo deigið renni ekki út heldur lyfti sér. Látið plötuna í miðjan ofninn og hækkið hitann í 200 gráður. Bakið hringinn í ca 40 mín. Slökkvið þá á ofninum, skiljið dymar eftir opnar og látið hringinn kólna í 5-10 mín. Setjið hann þá á volgt fat og berið fram með tómatsósu. Tómatsósan 15 ml jurtaofía 1 meðalstór laukur 1 msk hveiti eða heilhveiti 1,5 dl soð eða vatn 450 gr tómatar 1 lárviðarlauf 1 hólf hvítlaukur salt, pipar og nýmalaður svartur pipar ögn af sykri Hitið olíuna í pönnu og steikið lauk- inn þar til hann er glær. Hrærið hveitinu saman við og vatninu eða soðinu smám saman saman við. Hrær- ið í þar til sósan er orðin þykk. Bætið þá tómötunum, lárviðarlaufinu og hvítlauknum (pressuðum) út í. Krydd- ið og látið sjóða í um það bil 30 mín. Ef notaðir eru ferskir tómatar verður að flysja þá og skera í báta. Einnig má nota niðursoðna tómata. Hver skammtur af þessari sósu inni- heldur um 230 hitaeiningar og aðeins 7 gr af eggjahvítu. -A.Bj. Lög- fræði- handbók fyrir heimilin Bókin Lög og réttur eftir Ólaf Jóhannesson er nýkomin út. Er þetta Qórða útgáfa sem Hið ís- lenska bókmenntafélag sér um en Sigurður Líndal bjó bókina til prentunar. Einstakir þættir bókarinnar hafa verið endur- skoðaðir af Amljóti Bjömssyni, Guðrúnu Erlendsdóttur, Jónat- an Þórmundssyni, Lúðvik Ingvarssyni, Páli Sigurðssyni, Pétri Hafstein og Stefáni Má Stefánssyni, auk Sigurðar Línd- al. Lög og réttur skiptist í sjö þætti: I. Stjómskipun og stjóm- sýsla, II. Réttaraðild og lögfræði, III. Sifjaréttur, IV. Erfðaréttindi og óskipt bú; V. Fjármunarétt- indi; VI. Refsivarsla; VII. Dómgæsla og réttarfar. Bókin er rúmar 4000 bls. að stærð og er ætluð almenningi sem uppsláttarrit. Bókin kostar 2.500 kr. út úr búð. -A.Bj. Heilla- ráð ... þegar þú œtlar að saxa harðsoðin egg smátt, eins og t.d. í eggja- eða kartöfl- usalat, er tilvalið að gera það með eggjaskeranum. Skerið eggið fyrst í sneiðar á hefðbundinn hátt, takið eggið svo í einu lagi úr eggjaskeranum og snúið því á hinn veginn og skerið aft- ur... ... til þess að koma í veg fyrir að tárin renni þegar verið er að skera lauk er gott að skera hann ofan í köldu vatni... ... kókosmjöl er gott í ýms- an mat, bœði bakstur og daglegan mat. Nota má kókosmjöl í vanilluhringi J staðinn fyrir möndlur. Ur því koma góðar og ódýrar smákökur... ... ef þú finnur smákökur sem farnar eru að linast á búrhillunni má bjarga kök- unum með því að bregða þeim inn í ekki alltofheitan bakarofn. Þá verðaþœr qft- ur stökkar og ems og nýbakaðar...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.