Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 15
DV; FÖSTUDAGUR; 18.»APRlL, ip§6.< ,
15
Kaupleiguíbúðir
Kaupleiguíbúðir gefa fólki val um
hvort heldur sem er að leigja slíkar
íbúðir eða kaupa þær. - Ef fólk kýs
leigu þá yrði leigugjald 4.670 krónur
á mánuði fyrir láglaunafólk eða aðra
sem af félagslegum ástæðum þarfri-
ast aðstoðar við húsnæðisöflun, en
leiga á almennum markaði yrði 7.
180. Þessi leiga fer til að greiða nið-
ur afborganir og vexti af lánum úr
byggingarsjóðunum. - Kjósi fólk að
eignast kaupleiguíbúðir þá greiðir
það viðbótargjald við leiguna. Við-
bótargjaldið yrði frá 2.084 krónum á
mánuði upp í 4.909, allt eftir því
hvað viðkomandi kýs að eignast
íbúðina á löngum tíma, en greiðslu-
tími getur staðið í allt að 30 ár.
Viðbótargjaldið fer til að greiða
niður hluta sveitarfélagsins eða
framkvæmdaaðilans sem er 20% af
byggingarkostnaði. - Þegar að fullu
er uppgert við framkvæmdaaðilann
fær viðkomandi afsal af íbúðinni og
yfirtekur eftirstöðvar af áhvílandi
lánum við byggingarsjóðina.
Sem dæmi má nefna að greiðsla
leigu og viðbótargjalds fyrir lág-
launafólk yrði samtals 6.754 krónur
á mánuði ef viðkomandi kýs að eign-
ast hluta sveitarfélagsins á 30 árum
og 9.578 krónur á mánuði ef hlutur
framkvæmdaaðilans yrði greiddur
niður á 10 árum.
Heildargreiðslur (leiga og viðbót-
argjald) vegna kaupleiguíbúða á
almennum markaði yrðu samtals 9.
264 krónur ef hlutur framkvæmda-
aðilans er greiddur niður á 30 árum
og 12.089 ef viðkomandi kýs að eign-
ast íbúðina á 10 árum.
Fjármögnun kaupleiguíbúða
Framlög sveitarfélaganna m.v. þá
framkvæmdaáætlun að byggðar
yrðu 600 kaupleiguíbúðir á hverju
ári næstu 10 árin yrðu 276 milljónir
króna á ári. Ætla verður að hlutur
sveitarfélaga á hveiju ári yrði ekki
svo mikill því hér er um svo hag-
stæðan kost að ræða fyrir launafólk
að nokkuð víst má telja að laun-
þegasamtök, lífeyrissjóðir eða önnur
félagasamtök hefðu áhuga á að ger-
ast framkvæmdaaðilar, sem þá
minnkaði hlut sveitarfélagsins. Að
auki má benda á að útgjöld sveitar-
félaga minnka árlega í hlutfalli við
endurgreiðslu viðbótargjalds en
endurgreiðslan gæti þá runnið til
áframhaldandi framkvæmda við
byggingu eða kaup á kaupleiguíbúð-
um á næstu árum, eins og fram-
kvæmdaáætlunin gerir ráð fyrir.
Erfiðleikar sveitarfélaganna við
Ijármögnun yrðu þvi mestir í byijun
meðan verið væri að hrinda áætlun-
inni af stað. Til að auðvelda sveitar-
félögum framkvæmdir gerir tillaga
Alþýðuflokksins því ráð fyrir að
eignaskattsauki verði lagður á félög
og fyrirtæki, svo og á stærri eignir
eða nettó skuldlausar eignir yfir 7
milljónir króna næstu 2 árin. Fjár-
magn, sem þannig fengist, yrði 600
milljónir hvort árið um sig - og verð-
ur að telja eðlilegt að 2-300 milljónir
á ári eða allt að 600 milljónir af því
fjármagni renni til sveitarfélaganna
til að tryggja að framkvæmdaáætlun
um byggingu eða kaup 600 leigu-
íbúða verði að veruleika.
Að því er byggingarsjóðina varðar
þá er áætlað aq verulega aukið fé
komi til sjóðanna í tengslum við
nýgerða kjarasamninga gegnum
skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna.
Ætla verður að samstaða geti náðst
um það að 5-600 milljónir af þessu
fé renni árlega til kaupleiguíbúða
JÓHANNA
SIGURÐARDÓTTIR
ÞIIMGMAÐUR FYRIR
ALÞÝDUFLOKKINN
sem fyrst og fremst kæmu láglauna-
fólki til góða, en það er það fjármagn
sem til þarf að koma frá Húsnæðis-
stofnun til að tryggja að við þessa
iframkvæmdaáætlun verði hægt að
standa.
Af því sem hér hefur verið lýst er
ljóst að kostir kaupleiguíbúða eru
ótvíræðir. Nýir möguleikar skapast
í greiðslukjörum og menn fá jafii-
fiamt að velja sér eignar- eða leigu-
fyrirkomulag í húsnæðismálum, allt
eftir efnum og ástæðum, sem kemur
í veg fyrir það ástand sem nú er, að
mörg heimili í landinu eru að kikna
undir oki gífurlegra fjárskuldbmd-
inga. - Að auki á að vera auðvelt
að gera fólki kleift að flytja með sér
áunnin réttindi. Með því móti er
fólki auðveldað bæði að stækka og
minnka við sig íbúðir, sem og að
flytjast innan og milli sveitarfélaga
ef það svo kýs.
Víst er að sú nýja lausn, sem hér
hefur verið lýst og Alþýðuflokkurinn
boðar, mun gjörbreyta því ástandi
sem nú ríkir í húsnæðismálum. Að
því mun Alþýðuflokkurinn vinna að
pólitísk samstaða náist um þessa
nýju lausn - þennan valkost i hús-
næðismálum, sem tryggir fólki
húsnæðisöryggi án skuldabasls og
vinnuþrældóms.
Jóhanna Sigurðardóttir
Breytingar á sjóðakerfi sjávarútvegsins:
Tekjur sjómanna af seldum afla
Eðlilega velta sjómenn því fyrir sér
hvaða áhrif endurskoðun sjóðakerf-
isins hefiir á tekjur þeirra. Sú
breyting á sjóðakerfinu, sem hér er
lögð til, mun hafa litlar breytingar
í för með sér á tekjum sjómanna
þegar á heildina er litið. Hins vegar
verður um verulega einföldun á
sjóðakerfinu að ræða.. Skv. frum-
varpinu er ekki gerður munur á
skiptaverði á bátum 240 brl. og minni
annars vegar og stærri en 240 brl.
hins vegar. Til að halda tekjum sjó-
manna óbreyttum eftir að skipta-
verðið er orðið það sama á minni
og stærri bátunum verður gerður
viðbótarsamningur við útvegsmenn
um að skiptaprósentan á minni bát-
unum hækki nálægt 1%-stigi, en
samhliða lækkar skiptaverðið á
þeim í það sama og á stærri bátun-
um. Með þessu móti verða aflahlutir
sjómanna óbreyttir eftir sem áður.
Sem dæmi um þetta má taka tvo
báta sem stunda togveiðar. Annar
er 220 brl. en hinn 270 brl. Skiptapró-
sentan er 28,5% m.v. 14 menn. Það
sem skiptist á mennina m.v. 10 tonn
af slægðum 1. flokks þorski er sýnt
í töflu 1.
Eins og hér kemur fram verður
hlutur sjómanna eftir einföldun
sjóðakerfisins um 1,3% hærri en
áður úr hveiju kg af þorski.
Hér á eftir í töflu 2 eru tekin dæmi
af nokkrum fisktegundum og sýnt
hvert brúttóverðið og skiptaverðið
er nú og hvert það verður eftir ein-
földun sjóðakerfisins.
Sú aðferð, sem notuð er til að
reikna upp nýtt fiskverð, er að taka
lágmarksverð Verðlagsráðs, að við-
bættum hálfum verðbótunum og
hækka það síðan um 58%. Með því
móti eru þær fjárhæðir, sem nú
renna gegnum sjóðakerfi sjávarút-
vegsins, teknar inn í fiskverðið. Eins
og glöggt sést í töflunni hækkar
skiptaverð þeirra fisktegunda, sem
hafa 6% verðbætur, um 1,3%. Hins
vegar lækkar skiptaverð á ufsa um
3,8% og karfa um 2,5%. Skiptaverð
þeirra fisktegunda, sem engar verð-
bætur hafa nú, hækkar um 3,8% við
breytinguna. Ástæða þessa er að
með þeirri aðferð, sem notuð er til
að reikna upp nýtt fiskverð, jafiiast
þær verðbætur, sem nú eru greiddar,
yfir allar fisktegundimar. Vegna
mismunandi verðbóta á fisktegund-
unum er ekki mögulegt að gera þetta
á annan hátt með einföldum hætti.
Þetta þýðir að tekið er af verðbótum
þeirra tegunda, sem nú hafa háar
verðbætur, eins og ufsi og karfi, og
fært yfir á þær tegundir sem engar
verðbætur hafa, eins og t.d. rækja.
Það skal þó tekið fram að sú lækk-
un, sem verður á ufsa og karfa, gildir
aðeins í hálfan mánuð eða frá því
að lögin taka gildi hinn 15. maí og
fram að næstu fiskverðsákvörðun
sem tekur gildi 1. júní. Einnig má
benda á að sú hækkun, sem verður
á öðrum tegundum en ufsa og karfa,
vegur mun þyngra en sú lækkun sem
verður á ufsa og karfa. Aflasamsetn-
ingin ræður því mestu um það hvort
aflahlutur hækkar eða ekki. Sam-'
hliða breytingunni verður þó ekki
um neinar verulegar tilfærslur að
ræða milli sjómanna og útvegs-
manna. Til að halda hlut sjómanna
svo til óbreyttum frá því sem nú er
verður skiptaverðið 70% af brúttó-
verðinu. Hægt verður því með
þessari einföldun á sjóðakerfinu að
taka fram í tilkynningu Verðlags-
HÓLMGEIR JÓNSSON
FRAMKVÆMDASTJÓRI
SJÓMANNA-
SAMBANDS ÍSLANDS
ráðs hvert brúttóverðið er annars
vegar og hvert skiptaverðið er hins
vegar. Þessi einföldun hlýtur því að
vera mjög til hagsmóta fyrir sjó-
menn. Rétt er þó að taka skýrt fram
að með þeirri einföldun, sem hér á
sér stað, er ekki verið að fallast á
af hálfu sjómannasamtakanna að
það sem nú er utan skipta verði það
til frambúðar. Eins og menn muna
voru á árinu 1983 sett lög um 29%
kostnaðarhlut útgerðar vegna
hækkandi olíuverðs og mikils íjár-
magnskostnaðar. í dag koma 10,5%
af 29% kostnaðarhlut til skipta á
bátum 240 brl. og minni en 18,5%
ekki. Á bátum stærri en 240 brl.
koma 6,5% af kostnaðarhlut til
skipta en 22,5% ekki. Það er alveg
ljóst að þá kostnaðarhlutdeild, sem
nú er utan skipta, eiga sjómenn eftir
að sækja. Samfara lækkandi olíu-
verði og minni fjármagnskostnaði
hjá útgerð hlýtur krafa sjómanna í
næstu samningum að vera sú að sú
kostnaðarhlutdeild, sem enn er utan
skipta, komi til skipta. Kostnaðar-
hlutdeildin, sem enn er utan skipta,
samsvarar um 12-14% af því fisk-
verði sem gildir eftir að einföldun
sjóðakerfisins hefur átt sér stað.
Afla landað erlendis
Þogar siglt er með afla á erlendan
markað er frádráttur vegna sölu-
kostnaðar, tolla og útflutningsgjalda
nú 13% skv. bátakjarasamningi,
nema þegar bræðslufiski er landað
erlendis, þá er þessi frádráttur 6,5%.
Skv. samningunum á stóru togurun-
um er þessi frádráttur 18% þegar
afla er landað erlendis. Heildar frá-
dráttarprósentan, þegar lögbundn-
um frádrætti hefur verið bætt við,
er því 35% á bátum og minni togur-
um en 40% á stóru togurunum.
Þegar bræðslufiski er landað erlend-
is er þessi frádráttur 28,5%. Sam-
hliða einföldun sjóðakerfisins er gert
ráð fyrir að við sölu erlendis komi
64% af brúttósöluverðmæti til hluta-
skipta, aflaverðlauna og aukaafla-
verðlauna. Þegar bræðslufiski er
landað erlendis er gert ráð fyrir að
skiptaverðið verði 70% af brúttó-
söluverðmæti. Eins og þama kemur
fram er ætlunin að eftir einföldun
sjóðakerfisins verði sami frádráttur
á öllum skipum þegar botnfiskafli
er seldur erlendis. M.v. að þetta verði
gert skerðist skiptaverð um 1%-stig
af brúttóverði á bátum og minni tog-
urum. Einnig eykst frádrátturinn á
skipum, sem selja bræðslufisk er-
lendis, um 1,5% stig. Rétt er þó að
benda á að þrátt fyrir lækkun á
skiptaverði, þegar afli er seldur er-
lendis, vegur hækkun skiptaverðs-
ins, þegar afli er seldur innanlands,
það fyllilega upp. Við sölu á afla
erlendis lækka aflahlutir um 1,5% á
skipum 240 brl. og stærri en hækka
um 2% á bátum undir 240 brl. vegna
hækkaðrar skiptaprósentu.
Þegar fiskiskip selur afla, sem
unninn er og frystur um borð, er
skiptaverðmætið 70% af fob-verð-
mæti skv. frumvarpinu. Þetta hlut-
fall er nú 72,25% á frystiskipum,
öðrum en þeim sem vinna rækju um
borð en þar er þetta hlutfall 68,25%.
Hér er því um hækkun að ræða þeg-
ar rækja er unnin um borð en
lækkun þegar annar afli er unninn
um borð.
Lokaorð
Þegar á heildina er litið er það
mitt mat að sú einföldun á sjóðakerf-
inu, sem frumvarpið gerir ráð fyrir,
eigi eftir að verða til mikilla hags-
bóta fyrir sjómenn þegar til lengri
tíma er litið. Við þær breytingar, sem
væntanlega verða á sjóðakerfinu,
reynir meira á einstök fyrirtæki þar
sem ekki verður upp á sjóðakerfið
að hlaupa ef illa gengur. Með þessu
munu því best reknu fyrirtækin
njóta sín, meðan þau lakar reknu
heltast úr lestinni. Gangi þetta eftir
mun það tvímælalaust auðvelda sjó-
mönnum baráttuna fyrir bættum
kjörum í framtíðinni.
Hólmgeir Jónsson.
a „Þegar á heildina er litið er það mitt
™ mat að einföldunin á sjóðakerfinu, sem
fi’umvarpið gerir ráð fyrir, eigi eftir að verða
til mikilla hagsbóta fyrir sjómenn þegar til
lengri tíma er litið.“
TAFLA 1.
Hásctahlutur úr 10 tonnum af slægðum þorski fyrir og eftir sjóðakerfisbreytingu. minni báturinn stærri báturinn
B B af b27.
Vcrðlagsráðsverð m.v. 10 tn. 166.200 kr. 166.200 kr.
Verðbætur6% 9.972 " 9.972 "
Kostnaðarhl. til skipta 17.451 " 10.803 "
Skiptaverð 193.623 kr. 186.975 kr.
Skiptahlutfall 28,5% 28,5% 3.806 kr.
Hásetahlutur m.v. 14 menn 3.942 kr.
Nýtt fiskverð eftir breytingu
a) brúttóverð 270.500 kr. 270.500 kr.
b) skiptaverð 70,0% af brúttó 189.400 " 189.400
Nýtt skiptahlutfall 29,5% 28,5%
Hásctahlutur cftir breytingu 3.991 kr. 3.856 kr.
Hækkun % 1.3% 1.3%
TAFLA 2.
Dæmi um breytingu verð. á fiskverði nokkurra fisktegunda. Miðað er við slægðan 1 . flokks fisk. hæsta
Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Loðna Rækja
Lágmarksvcrð 16.62 17.91 8.08 7.94 830 31.80
Verðbætur* 1.00 1.02 1.62 1.27 50 0.00
Kostnhl.(6,5%) 1,08 1.11 0.53 0.52 54 2.07
Skiptavcrö 18.70 19.17 10.23 9.73 934 33.87
StofnQársj. 1.66 1.70 0.81 0.79 83 3.18
Kostnhl. (22,5%) 3.74 3.83 1.82 1.79 186 7.16
Bætur Aflatrsj. 1.33 1.36 0.65 0.64 66 2.54
Samtals 25.43 26.06 13.51 12.95 1269 46.75
Nvtt fiskverð 27.05 27.73 14.95 13.55 1351 50.24
Nýtt skiptaverð 70,0% af brúttó 18.94 19.41 9.84 9.49 946 35,17
Bre>-ting skiptav. 1.3% 1.3% -3.8% -2.5% 1.3% 3.8%
* Veröbætur á ufsa eru 20#,» i febrúar og mai. en engar i mars og april. Vei-dbietur á karfa eru 16°o.
en 6#/o á öðrum botnfisktegundum og loönu og sild. Á ödrum tegundum eru engar verðba‘tur.