Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Blaðsíða 28
Andlát Utvarp_____________Sjónvarp Það var nú mest lítið sem ég heyrði af útvarpsdagskránni i gær, ég hlusta mjög lítið á útvarp, já, nánast ekki neitt. Það er aðeins þáttur Sig- urðar Sverrissonar, Bárujám, á rás tvö á laugardögum. Hann er eigin- lega eini þátturinn sem ég hlusta virkilega á, ég er meira fyrir sjón- varpið. En í gær fór ekkert fyrir því, svo ég fór að glápa á vídeó og sá einhverja spennumynd, það var ágætis mynd sem ég man ekki hvað heitir. Ég horfði á dagskrána á miðviku- daginn - úr því Ólafur Þórarinsson hafði ekki séð neitt af henni ætla ég að segja að Nýjasta tækni og vís- indi finnst mér voðalega þreyttur Ymislegt Leikrit Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdanarsonar 4. bindi komið út Ekki er vafi á því að þýðingar Helga Hálfdanarsonar á öllum leik- ritum Williams Shakespeare, 37 að tölu, eru eitthvert glæsilegasta þýð- ingarafrek sem unnið hefur verið á íslensku fyrr og síðar. Þessar framúr- skarandi þýðingar eru nú að koma út í 8 bindum hjá Almenna bókafé- laginu og er 4. bindið nýkomið út. Þau 4 bindi, sem eftir eru í flokknum, koma út á næstu 2-3 árum. Þær Shakespeares-þýðingar Helga, sem áður hafa verið prentaðar, eru endurskoðaðar í þessari nýju útgáfu og allmikið breyttar. Þessi eina gerð þýðinga Helga er leyfileg til notkun- ar í leikhúsum og á prenti. Leikritin í þessu 4. bindi eru harm- leikirnir sem Shakespeare samdi á tímabilinu 1604-8 og byggjast þeir fyrstu á ævisögu Plutarks, þ.e. Kor- íólanus, Júlíus Sesar og Anton og Kleopatra, og gerast allir í Róm og grennd, og svo er hér Óþelló sem gerist í Feneyjum og fjallar um Óþelló, hinn göfuga Mára í þjónustu Feneyjaríkis, Desdemónu, konu hans, og illmennið Jago. Með þessu bindi eru komin út 16 af þeim 37 leikritum sem Shakespe- are samdi, þ.e. konungaleikritin öll (í 1. og 2. bindi) og Rómeó og Júlía, Hamlet, Lér konungur og Makbeð í 3. bindi. Þýðingar hinna leikritanna Afmæli DV. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986. Indriði sextugur Sextugur er í dag Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur. Hann fæddist 18. apríl 1926 að Gilhaga í Lýtings- staðahreppi í Skagafirði, sonur hjónanna Þorsteins Magnússonar og Önnu Jósepsdóttur. Á unglingsárum dvaldist Indriði á Akureyri og gerðist þar verslunar- maður og bifreiðastjóri. Blaðamaður í Reykjavík varð hann 1951, fyrst á Tímanum, síðan á Alþýðublaðinu og loks aftur á Tímanum og þá sem rit- stjóri. Árið 1974 varð hann fram- kvæmdastjóri þjóðhátíðarinnar, sem haldin var það ár. Kunnastur er Indriði þó sem rit- höfundur. Fyrsta rit hans, Sæluvika, smásagnasafn, kom út 1951. Sjötíu og níu af stöðinni, sem síðar var kvikmynduð, kom út 1955. Síðan hefur hver bókin rekið aðra, svo sem Land og synir, sem einnig var kvik- mynduð. Síðustu árin hefur Indriði sinnt mjög kvikmyndum og fjölmiðl- um og er einn helstu eigenda Isfilm. Kona Indriða er Þórunn Friðriks- dóttir, skólastjóra Sjómannaskólans, Ólafssonar. Þau eiga uppkomin börn. Guðmundur Hannes Hannesson, nemi MH: Bávujám eini þátturinn þáttur. Svo horfði ég á Á hðandi stundu, sem er ágætis þáttur, það er að segja: Ég held að hann gæti verið það - miklu betri - ef...Ag- nes Bragadóttir væri ekki. Hún er svo voðalega frek og leiðinleg finnst mér. Hótel er bandarísk þvæla í Dall- asstíl sem er allt í lagi að horfa á einstöku sinnum. Að lokum vil ég taka fram að ég horfi yfirleitt á ungl- ingaþætti nú orðið. Þeir eru ágætir, þó þeir séu allir mjög svipaðir. En það er nú reyndar svo að ég hef bæði ákaflega lítinn tíma og sömu- leiðis áhuga á að dvelja yfir þessum fjölmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. -JSÞ Þórunn Jóhannesdóttir lést 9. april sl. Hún fæddist 22. september 1899 í Lambhaga í Mosfellssveit. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Steinunn Þórðardóttir og Jóhannes Þorláksson. Þórunn var tvígift. Fyrri maður hennar var Bjarni Jóhann Bogason, en hann lést árið 1938. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Seinni maður Þórunnar var Jón Bjarnason, lést hann árið 1978. Utför Þórunnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jóhannes Hleiðar Snorrason, Klapp- arstíg 1, Njarðvík, andaðist í Borg- arspítalanum miðvikudaginn 16. apríl. Sigríður Ólafsdóttir, Narfakoti, Njarðvík, verður jarðsungin frá Inn- ri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 19. apríl kl. 13.30. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE Seinni námskeið vorannar hefjast mánudag 21. apríl. - 8 vikna námskeið - Kennt verður á öllum stigum - Bókmenntaklúbbur (10 vikur) Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise alla virka daga frá kl: 3-7 og hófst fimmtudag 10. apríl. Nánari upplýsingar í síma 23870. Veittur er 10% staðgreiösluafsláttur og 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir námsmenn. £□£□□□□ □[!!□□□ □ □ r) x’ i m uwi,I\\ \ «•—- □ □ □ 0 □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ iiamx §232 I iw Biaðbera vantar Ránargata Bárugata STRAX Vortónleikar Karlakórsins | Stefnis .Karlakórinn Stefnir í Mosfellssveit heldur sína árlegu tónleika í Fólk- vangi, Kjalarnesi, þriðjudaginn 22. apríl kl. 20.30 í Hlégarði, Mosfells- sveit, fimmtudaginn 24. apríl og sunnudaginn 27. apríl, báða dagana kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda. Söngmenn úr röðum kórfé- laga syngja einsöng. Stjórnandi Karlakórsins Stefnis er Helgi R. Ein- arsson en undirleikari er Guðni Þ. Guðmundsson. Bræðraborgarstígur g Holtsgata □ KÓPAVOGUR: Sæbólsbraut Marbakkabraut Hraunbraut Kársnesbraut 1—39 Frjálst.oháÖ dagblaö AFGREIÐSLA n Þverholti 11 - Sími 27022 Ll Gjöf til Slysavarnaskóla sjómanna Stjóm Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands ákvað nýverið á fundi sínum að afhenda Slysavarna- félagi Islands kr. 250 þúsund tii Slysavarnaskóla sjómanna sem verið er að koma á fót um borð í v/s Þór. Þar um borð er unnið að ýmsum breytingum til að skapa sem besta aðstöðu, bæði til bóklegrar kennslu og verklegrar þjálfunar er lýtur að öryggismálum sjómanna. í byrjun maí nk. er ráð fyrir gert að nauðsyn- legum breytingum verði lokið um borð í skipinu þannig að námskeið um öryggismál sjómanna geti farið þar fram. liggja allar fyrir og munu koma út á næstu 2-3 árum. 4. bindið er alls 472 bls. Safnið er gefið út í sérstökum bókaflokki Almenna bókafélagsins sem nefnist Úrvalsrit heimsbók- menntanna. Annað sem komið hefur út í þeim flokki er Don Kíkóti i þýð- ingu Guðbergs Bergssonar. Utliti Shakespeareleikritanna hef- ur Hafsteinn Guðmundsson ráðið en bækurnar eru unnar í Prentsmiðj- unni Odda. 18 apríl er alþjóðadagur radíó- amaöra Þann dag voru alþjóðasamtök þeirra, IARU, stofnuð í París árið 1925. Rad- íóamatörar hafa tekið próf í morsi og radíótækni og mega stunda rad- íósambönd sín á milli á sérstökum bylgjum. Margir þeirra stunda ýmiss konar tilraunir í radíótækni og sjálf- mennta sig á því sviði. Radíóamatör- ar geta dags daglega rætt á heimilum sínum við félaga sína víðs vegar um heiminn. Þannig geta þeir brúað bil stjórnmálaskoðana, trúarbragða, kynþátta, kynslóða, stétta og fjar- lægða á sérstæðan hátt, sem vart á sér hliðstæðu á öðrum vettvangi. Félagið „íslenskir raíóamatörar“ (Í.R.Á.), sem er hið íslenska aðildar- félag í IARU, var stofnað árið 1946 og er því 40 ára á þessu ári. Félag einstæðra foreldra Munið að tilkynna þátttöku á árs- hátíðina fyrir mánudaginn 21. apríl nk. Námsmeyjar - Löngumýri veturinn ’65-’66. Hafið samband í tilefni 20 ára af- mælis við eftirtaldar: Viddý s. 74800, Elfa s. 622269, Dóra s. 82896, Ellen s. 671028 eftir kl. 20 sem allra fyrst. Aðalfundur Múrarameistara- félags Reykjavikur var haldinn að Skipholti 70 föstudag- inn 11. apríl. Fram kom að afkoma félagsins er góð. Fráfarandi formað- ur, Þórður Þórðarson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru honum þökkuð góð störf í þágu félagsins. Þá fór fram stjórnarkjör og er stjórn- in þannig skipuð: Friðrik Andrésson formaður, Björn Kristjánsson vara- formaður, Páll Þorsteinsson ritari, Viðar Guðmundsson gjaldkeri og Einar Einarsson meðstjórnandi. Varastiórn Þórarinn Hrólfsson, Gylfi Ó. Héðinsson og Guðjón Þor- valdsson. Fundir Bræðrafélag Bústaðasóknar heldur fund mánudaginn 21. apríl í safnaðarheimili Bústaðakirkju og hefst hann kl. 20.30. Kvenfélag Neskirkju heldur fund nk. mánudagskvöld kl. 20.30 i safnaðarheimilinu. Soffia G. Vagnsdóttir frá Hesteyri, Sléttuhreppi, lést á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund 15. apríl sl. María Guðmundsdóttir frá Mýrar- koti, Grímsnesi, Ártúni 13, Selfossi, lést sunnudaginn 13. apríl sl. Útförin fer fram frá Selfosskirkju laugardag- inn 19. apríl kl. 11. Útför Ásu Emmu Magnúsdóttur, 111- ugagötu 71, Vestmannaeyjum, sem lést 13. apríl, verður frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 19. apríl kl. 16. Auður Erla Albertsdóttir og Erla Björk Pálmarsdóttir, sem létust aí slysförum laugardaginn 5. apríl sl., verða jarðsungnar frá Isafjarðar- kirkju laugardaginn 19. apríl kl. 14. Elín Skaftadóttir, Sörlaskjóli 56, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 21. apríl kl. 10.30. Tapað-Fundið Páfagaukur fannst Ljósblár páfagaukur fannst við Kópavogsskóla á miðvikudagskvöld- ið sl. Eigandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 45806.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.