Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1986, Side 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 18. APRll. 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Olyginn sagði... Madonna var beðin um að koma fram á tónleikunum Live Aid II sem verða haldnir með baráttu gegn vimu- efnaneyslu á oddinum. Sú góða kona hafði engan áhuga á mál- efninu og er nú leitað að annarri slikri súperstjörnu - kvenkyns - sem hugsanlega vildi berjast gegn eiturvágestinum meðal ung- menna. Patti Davis seldi fyrstu bókina sina í níutíu þúsund eintökum á fyrstu þremur dögunum og núna er þriðja prent- un á leiðinni. Vinsældirnar eru aðallega þvi að þakka að í bók- inni fjallar hún um einkamál foreldra sinna - sem eru Nancy og Ronald Reagan. Hún vill ólm skrifa aðra bók og það er vonandi að kúrekinn hangi lengur í emb- ætti svo dóttirin geti setið skáld- fákinn um sinn. Paula Ciccione Madonnusystir vill ólm verða stjarna. Hún syngur af krafti í New York og stundar þar fyrirsætustörf meðal beðið er að fylgihnöttur frægðarinnar nema staðar yfir kollinum á henni. . Fyrstu suiukv ©nusskt 6tin Yngsta kynslóðin skemmti sér hið besta á grímudansleik Dansskóla Auðar Haralds sem haldinn var í Hollywood fyrir skömmu. Þarna stigu margir smávaxnir sín fyrstu skref í samkvæmislífinu og höfðu nánustu vinina þétt við hlið. Enda vissara að hætta sér ekki á hálan ís svona í upphafi ferilsins. Fyrstu skrefin eru oft erfið og betra að hafa einhvern annan sér til halds og trausts. Eins og tveir vatnsdropar. Tom Petty þurfti að leggja i hljómleikaferð en þjáðist af heimþra á sama tima. Samherji hans sagði það ekkert vandamál að leysa úr bráðum vanda, halda bara hljómleikana á heima- slóðum. Því erTom alsæll að pakka niður í töskurnar, kúrsinn tekinn á Nýja-Sjáland og partnerinn, sem er goðið Bob Dyl- an, lætur sér vel líka. Þannig að þeir sem vilja sjá Dylan i aksjón verða að heimsækja andfætlinga okkar hinum megin hnattarins. Mam Mafían - Frank Sinatra er í öngum sínum vegna bókar sem skrif- uð hefur verið um fartíð hans þar sem móðirin er mikið í sviðsljósimt. Málaferli sem höfðuð voru til þess að stöðva útkomuna urðu árangurslaus og nú er þess beóið með eftirvæntingu að hryilingurinn um imæsku söngvarans og uppeldi líti dagsins ljós. Sitthvað hefur þegar kvisast og þá aðallega tengt hinni aðsópsmiklu Dolly móður hans sem var af gömlu ítölsku gerðinni. Stjómaði eiginmanni og syni með harðri hendi og kunnugir segja hana hafa ráðið bókstaf- lega öllu um framgang söngvarans. „Frankie þurfti aldrei á Maftunni að halda,“ segir einn vinur hans bit- ur. „Hann hafði mömmu gömlu og það var meira en nóg.“ Sá góði maður neitaði eitt sinn Dolly um greiða og hún notaði pólit- ísk sambönd tii þess að boia öllum plötum hans af spila- listum útvarpst vöðv- anna. Sömu samböndin útveguðu föðurnum Anthony vinnu og komu Frank áfram- Frank Sinatra - þegar orðinn frægur- með foreldrum sinum, Dolly og Anthony, á gullbrúðkaupsdaginn 1964. Doliy mamma með gítar í efri röð og sonurinn Frank sitjandi yst til hægri. færi sem skeramti- krafti. „Hún var hræðilega frek og drykkfelld, orðbragðið ítalska, sem notað var við sum tækifæri, er nokkuð sem ekki er hægt að hafa eftir,“ segir annar gamall vinur. „En samt var þetta ágætiskerling." Sögur herma að hún hafi ekki haft miklar áhyggjur af syninum þegar hann var yngri, kom- ið honum í fóstur svo mánuðum skipti og eftir að hann stækkaði var allt á sömu bókina lært. „Frankie var alltaf einn,“ er haft eftir Nancy, systur hans, og fleiri taka í sama streng. En söngvarinn þolir ekki umta- lið um móðurina og reynir ennþá að stoðva útkomu bókarinnar þrátt fyrir litla von um árangur. Kate Burton gjst hafa elskað föður sinn í gegnum tíðina þrátt fyrir lislegt rangt sem hann gerði að hennar mati. Þessi dóttir :hards og Sybil Burton lætur hafa eftir sér aö líf hins fræga )ur hafi verið ein kennslustund í þvi hvernig ekki á að rja lífinu. „Hann var eins og gullfiskur i keri sem aldrei mst upp úr til þess að taka eigin sjálfstæðar ákvarðanir. ð mun ekkí henda mig, ég lærði af mistökum hans.“ ite er sagnfræðingur að mennt en sneri síðar við blaðinu, rði líka leiklist og starfar við listina síðan. m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.