Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Page 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Svalbarðseyrarmálið: Fer saksóknari af stað eftir skattrannsóknina? - rætt við Aðalstein Jónsson bónda sem fór einn fram og óskaði opinbeirar rannsóknar á Kaupfélagi Svalbarðseyrar Frá Jóni G. Haukssyni, blm. DV á Akureyri: Beiðni Aðalsteins Jónssonar, bónda á Víðivöllum í Fnjóskadal, um opinbera rannsókn á fjármálum Kaupfélags Svalbarðseyrar síðustu árin var hafnað af ríkissaksóknara. í bréfi sínu til ríkissaksóknara nefhdi Aðalsteinn þau rök að hjá kaupfélaginu hefðu átt sér stað meint skattsvik, bókhaldssvik, fjár- dráttur og innbrot í kjötgeymsluna. Málið er nú í ákveðinni biðstöðu. Rannsókn stendur yfir af hálfii skattrannsóknastjóra á bókhaldi fé- lagsins. En hefur Aðalsteinn, sem er félagsmaður í Kaupfélagi Sval- barðsejTar, orðið fyrir aðkasti fyrir að fara einn fram og óska eftir opin- berri rannsókn? Það og fleira varðandi Svalbarðseyrarmálið ræddi DV við hann nýlega. Ekki vonsvikinn „Nei, ég get ekki sagt að ég sé vonsvikinn miðað við þau efhisatriði sem ég hef fengið í svari frá ríkissak- sóknara. Þar kemur fram að það sé eðlilegra að krafa um opinbera rann- sókn komi frá félagsfundi, eða stjóm kaupfélagsins, þar sem hún á jú að gæta hagsmuna félagsins. En þau brot sem ég rakti í bréfi mínu, önnur en skattalagabrot, vörðuðu fyrst og fremst hag félagsins," sagði Aðal- steinn Jónsson. „En því miður hefur stjóm félags- ins tekið ákaflega undarlega á þessu máli að mínu mati, mjög linkulega miðað við þau gögn og vitneskju sem hún hefiir frá endurskoðendum fé- lagsins.“ - Áttu von á að ríkissaksóknari láti rannsaka fjármál kaupfélagsins síðar? „Ég trúi því, já. Sjálfur veit ég að skattrannsóknin á eftir að leiða það mikið í ljós að ég trúi því að sú rann- sókn eigi aftur efiir að leiða til opinberrar rannsóknar ríkissak- sóknara." „Rannsókn þegar á síðasta ári“ - Nú lét ríkissaksóknari stjóm fé- lagsins gefa skýrslu um efnisatriði bréfs þíns og meta hvort rannsóknar væri þörf. Stjómin taldi svo ekki vera. Fimdust þér þessi vinnubrögð saksóknara eðlileg? „Ég vil ekki dæma um það sjálfur. En ég neita því ekki að mörgum hefur þótt það. En vissulega á ríkis- saksóknari að geta treyst stjóminni til að gæta hagsmuna félagsins og snúa sér því til hennar. En mín skoð- un er sú að stjómin hefði átt þegar á síðasta ári að fara fram á rannsókn en það er eitthvað sem stendur í henni. Nú, hugsanlega getur það eitt að stjómin telji ekki ástæðu til rannsóknar leitt til rannsóknar eftir að niðurstaða kemur út úr rannsókn skattrannsóknastj óra.“ Orðið fyrir aðkasti? - Hefur þú orðið fyrir aðkasti fyrir að fara einn fram og biðja um opin- bera rannsókn? „Nei, að einum manni undanskild- um, en hann situr í stjóminni, annars em viðbrögðin mjög jákvæð. Ég hef fengið stuðning bænda og annarra sem hafa hringt í mig. Þetta hefur allt verið á einn veg.“ - En hvers vegna fórstu þá einn fram, hefði ekki verið betra að fá fleiri i lið með sér? „Það em margar ástæður fyrir því að ég gerði þetta. Ég sá ekki fram á að stjórnin myndi kæra fyrst hún gerði það ekki strax eftir þær upplýs- ingar sem endurskoðendur félagsins höfðu lagt fyrir hana. Hagsmunir kaupfélagsins em í húfi. Margir við- skiptamenn, sem eiga inni hjá kaupfélaginu, tapa líklega innstæð- um sínum í gjaldþrotinu, og það segir sig sjálft að það veikir aftur trú manna á eðli og rekstri kaupfélaga almennt komi til þess. Eins taldi ég síður hættu á að bók- hald félagsins gæti spillst ef opinber rannsókn kæmi strax og fyrirvara- laust. Þá má ekki gleyma að sum brot, sem þama hafa verið ffarnin, em að fymast og ég veit um brot sem þegar er fymt. Innan stjórnarinnar ríkir ákveðinn ótti En þó maður finni stuðning manna þá vfrðist mér að bæði innan stjóm- ar og fulltrúafundar ríki ákveðinn ótti, hræðsla við að hreyfa málinu fyrir ákæmvaldinu. Þetta er eins konar hræðsla um að ef menn verði sakfelldir þá verði þeim sem hreyfðu málinu kennt um hvemig farið hafi fyrir mönnunum, frekar en það sé vegna þeirra eigin gerða.“ - Nú felldi síðasti fúlltrúafundur að láta fjalla um skýrslur endurskoð- enda, þær sömu og stjómin hafði fengið á fundi sinum með endur- skoðendunum. Hvernig stóð á þessu? Hjálp bærist ef ekki rannsókn „Fundartími var orðinn mjög knappur. Reyndar kom fleira til. Ég hef vissu fyrir því að tveir stjómar- manna, þeir sem hvað undarlegast hafa staðið að málum, héldu því beinlínis að mönnum fyrir fulltrúa- fimdinn að möguleiki væri á að fá fjármagn til að gera upp við þá við- skiptamenn sem eiga inni hjá kaupfélaginu en þá yrði það að koma á móti að alls ekki mætti fara fram rannsókn. Þetta er með ólíkindum. Hveijir em það eiginlega sem em tilbúnir að leggja ffarn peninga verði ekki rannsókn? Ég hef einnig heyrt þau viðhorf að menn séu vantrúaðir á rannsókn vegna þess að rannsóknaraðilar hefóu takmarkaðan mannafla og getu og rannsóknin yrði því yfir- borðskennd. En kannski er það alvarlegra að til era menn sem em vantrúaðir því þeir telja að ákæm- valdið standi ekki í stykkinu ef mál tengjast áhrifamönnum í þjóðfélag- inu og að slík mál séu því ffekar svæfö. Þessu vil ég ekki trúa, heldur að hlutimir gangi eðlilega fyrir sig og að ákæmvaldinu sé treystandi til að standa að slikri rannsókn eins og því ber.“ Innbrotið í kjötgeymsluna - Þú minntist á innbrotið í kjöt- geymsluna í bréfi þinu til saksókn- ara. Nú er erfitt að sjá annað en innbrotið hafi verið skýlaust lögbrot? „Sambandið átti veð í kjötinu sem var stolið. Það féll frá því að kæra ef gert yrði upp innan ákveðins tíma. En að mínu mati er innbrotið ský- laust lögbrot. í gerðarbók stjómar stendur hveijir stóðu að því og eins hversu miklu var stolið. Og því má bæta hér við að stjómin lét sér að- eins nægja á þessu stigi að bóka vítur vegna þessa og skrifuðu þó ekki allir stjómarmenn undir það.“ - En hvað tekur nú við að þínu mati í Svalbarðseyrarmálinu? „Það er verið að vinna að upp- gjöri síðasta árs. Það átti reyndar að vera komið fyrir nokkm en hefur reynst tafsamara en menn héldu. Auk þess hefur gagnaöflun vegna rannsóknar skattrannsóknastjóra eitthvað tafið það líka. En sú rann- sókn er nauðsynleg og menn bíða núspenntir eftir niðurstöðum henn- ar,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Víðivöllum í Fnjóskadal. -JGH Ræsið hefur gefið sig víða og meðal annars myndast saurflekkur rétt við vinnuhælið. DV-mynd Kristján Einarsson Klóakræsið frá UUa- Hrauni er að gefa sig - ræsið er opið niðri við sjó og saurflekkir komnir á tún Klóakræsið frá Litla-Hrauni, sem var lagt um 1970, er farið að gfefa sig og er nú talið nær ónýtt. Stíflur hafa myndast í ræsinu sl. sex ár. Þegar ræsið stíflaðist niðri við sjó var ákveð- ið að opna það rtieð því að bijóta á það gat. Ekki fór þá fram varanleg viðgerð og saur hefúr síast upp í sandinn í fjömnni. Það hefúr komið fram að ræsið hefur opnast á ýmsum stöðum og sjást merki þess á túninu við Litla-Hraun. Þar em komnir stórir saurflekkir þar sem böm og skepnur ganga um. „Viðgerð á klóakræsinu er alfarið mál Litla-Hrauns sem á þetta ræsi. Það hefúr verið ólag á ræsinu og við höfúm óskað eftir því að vinnuhælið láti gera við ræsið. Við höfúm lagt til menn til að aðstoða við lagfæringar," sagði Magnús Karel Hannesson, sveit- arstjóri á Eyrarbakka. „Það er ljóst að ástæðan fyrir stíflum í ræsinu er sú að ekki hefur verið stað- ið nægilega vel að viðhaldi og ef ástandið versnar þá munum við þrýsta á að lagferingar fari fram fljótlega," sagði Magnús Karel. -SOS Starfsmenn á Litla-Hrauni óhressir með kjaraskerðingu: Fangavörðum er skylt að kaupa fæði - þráttfyrir að matstofa þeirra sé með öllu ófullnægjandi að mati Vinnueftirlits nkisins Starfsmenn Vinnuhælisins á Litla-Hrauni em ekki yfir sig án- ægðir þessa dagana. Þeir hafa fengið þann „glaðning“ frá Dómsmálaráðu- neytinu að eftir 1. maí greiði þeir kr. 1.772 í feði á mánuði. Starfsmenn Litla-Hrauns hafa frá upphafi neytt matar frá mötuneyti án endurgjalds. „Það er ljóst að þessi „glaðningur" er óbein launaskerðing, sem sam- svarar þremur launaflokkum," sagði Bjami Siguijónsson, trúnaðarmaður starfsmanna Vinnuhælisins. Launadeild fjármálaráðuneytisins á að sjá um að innheimta feðisgjald- ið. Starfsmenn hafa mótmælt þeirri breytingu sem ákveðin er. Þeir telja með öllu óeðlilegt að hægt sé að skylda menn til.að kaupa fæði og þar með að draga grciðslur úr lau- naumslögum manna án þeirra samþykkis. Þeir hafa bent á að mat- stofa þeirra á staðnum sé með öllu óviðunandi og hafa þeir bent á grei- nagerð ffá Vinnueftirliti ríkisins, þar sem segir að æskilegt sé að matstofa fangavarða sé aðskilin frá matstofú vistmanna. „Við erum að sjálfssögðu óhressir með þessa kjaraskeðingu. Þá erum við ekki ánægðir með að starfsmenn séu skyldaðir til að kaupa fæði. Við eigum að borga fæði hvort sem við borðum hér eða ekki. Það er greini- legt að við fáum ekki frjálst val. Við fáum ekki tækiferi til að koma með nesti hingað, eigum að borga fæði þegjandi og hljóðalaust,1' sagði Bjami. Bjami sagði að aðstaðan væri vægast sagt léleg hjá fangavörðum. „Við höfum enga aðstöðu til að koma með nesti hingað því að við erum ekki með sér matsal, borðum með vistmönnum. Þá höfum við ekki haft neina fasta matmálstíma, erum að borða á hlaupum, eftir því hvem- ig ástandið er hveiju sinni". Bjami sagði að þessi aðgerð Dóms- málaráðuneytisins væri aðeins einn liður í stefnuleysi í fangelsismálum. -sos

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.