Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Síða 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Kjamorkuverið á Þriggja mílna-eyju, þar sem eitt mest umtalaða slysið varð á Vesturlöndum. Slys í kjarnorku- iðnaði bæði aust- anogvestantjalds Slysið í sovéska kjamorkuverinu, sem er á allra vörum í dag, er það nýjasta af mörgum óhöppum, sem orðið hafa bæði austan tjalds og vestan síðan kjamorkuvæðingin hófst fyrir þrjátíu árum. Þeirra á meðal vom þessi: 1957 - Versta slysið í kjamorkuiðnaði Vesturlandabúa varð í Windscale- verinu breska sem nú er kallað Sellafield. Eldur eyðilagði kjamann í öðr- um tveggja kjamakljúfa, sem framleiða plútóníum, og orsakaði mikinn geislaleka út í andrúmsloftið. Mörgum árum síðar viðurkenndu yfirvöld að geislamengunin kunni að hafa valdið tylft krabbameinsdauðsfalla. 1957-8 - Að mati vestrænna sérfræðinga varð þennan vetur alvarlegt slys hjá Sovétmönnum skammt frá borginni Kyshtym í Úralijöllum. Rúss- neski erfðafræðisérfræðingurinn, Zhores Medvedev, sem fyrstur sagði frá slysinu, telur að hundmð hafi látist af völdum geislaeitrunar eftir spreng- ingu í verinu. Stórt svæði umhverfis borgina lagðist í eyði og telja vestrænir sérfræðingar að enn gæti þar geislamengunar. 1975 - Eldur kom upp í stjómherbergi Browns Ferry-kjamorkuversins við Aþenu í Alabama. 1979 - Versta kjamorkuslys Bandaríkjamanna varð við verið á Þriggja mílna eyju við Harrisburg í Pennsylvanía. Þar bráðnaði að hluta einn kjamaofninn og leiddi til geislaleka út i andrúmsloftið. íbúar nærliggj- andi svæðis neyddust til þess að flýja heimili sín. - Umræðan sem fylgdi í kjölfarið hafði lamandi áhrif á bandaríska kjanorkuvæðingu sem hefúr ekki borið sitt ban- síðan. 1983 - Sellafield-verið breska komst aftur í fréttimar eftir að sleppt hafði verið af slysni geislavirkum úrgangi í Irlandshaf. Fólki var ekki talið óhætt að ganga um strendur. Moskva gengst við kjarnorkuslysi og manntjóni Sovétríkin hafa viðurkennt að slys hafi orðið við eitt af kjamorkuvemn- um þar í landi og að það hafi orðið manntjón. Greindi Tass-fréttastofan ' stuttlega frá því í gærkvöldi að einn af kjamaofhunum í Chemobyl-verinu skammt frá Kiev hefði bilað, en ekki var sagt nákvæmlega hvenær. Jafhframt var sagt að ráðstafanir hefðu verið gerðar til að hjálpa hinum slösuðu og ennfremur að stjómskipuð nefnd mundi rannsaka orsakir slyss- Geislamengun á Norðurlöndum Snemma í gærdag var tilkynnt á Norðurlöndunum að þar mældist Óvenjulega mikil geislamengun. í fyrstu kom mönnum í hug sænskt kjamorkuver, en það reyndist ekki vera, svo að menn tók að gruna að slys hefði orðið í Sovétríkjunum. Af geislamenguninni sýnist mönnum að þama hafi orðið stórslys því að geisla- mengunin mældist ámóta og þegar tilraunir vom gerðar með kjama- sprengjur í andrúmsloftinu. Sórfræðingar í Moskvu segja að ekki sé ástæða til neins uggs á Norðurlönd- unum en við flestum blasir að ástandið hlýtur að vera mjög alvarlegt við Chemobyl sem er smáþorp skammt norður af Kiev. - f Kiev og næsta nágrenni búa um 3,5 milljón manna. Óvenjulega opinskáir Tony Barber, fréttamaður Reuters, kom til Moskvu frá Kiev í gærkvöldi og sagði að borgarbragurinn hefði virst með eðlilegum hætti. Sovéskir fjölmiðlar nefndu kjam- orkuslysið ekki einu orði í morgun en Tass-fréttaskeytið í gærkvöldi þykir bera vott um óvenjulega opinskáa af- stöðu sovéskra yfirvalda og í anda hinnar nýju stefnu Gorbatsjovs um meiri hreinskilni í ótíðindum. Tass birti ennfremur lista yfir nýju kjam- orkuslysin á Vesturlöndum. Fréttastofan uppástóð að þetta væri fyrsta slíka slysið í Sovétríkjunum. Vestrænir sérfræðingar eru hins vegar á því að meiriháttar slys hafi orðið i Úralfjöllum seint á sjötta áratugnum, þar sem stórt svæði umhverfis borgina Kyshtym hafi breyst í auðn. Ekki eins rammbyggi- leg kjarnorkuver Sérfræðingum kemur helst í hug að kjamakljúfurinn í Chemobyl-verinu hafi bráðnað algerlega en aðrar minni bilanir gætu samt hafa valdið þetta miklum leka. Þeir telja að kjamorku- ver í Sovétríkjunum séu ekki eins rammbyggilega úr garði gerð og á Vesturlöndum og því geti bilanir þar valdið stærri vanda. Sovétmenn, sem eiga við erfiðleika að etja í olíuframleiðslunni, hafa áætl- anir um aukna kjamorkuvæðingu fram til ársins 2000. Kjamorka sér fyrir 10% af orkuþörf Sovétmanna. Um 30 kjarnorkuver Mikil leynd ríkir um kjamorkuáætl- anir og fjölda kjamorkuvera í landinu. Sérfræðingum reiknast samt til að þau muni ekki færri en þrjátíu. Samtök um umhverfisvemd og andstæðinga kjamorku finnast ekki í Sovétríkjun- um. Þó gekkst Kremlstjómin í fyrra inn á að leyfa alþjóðlegri nefhd að skoða öryggisbúnað í tveim kjarn- orkuvera Sovétmanna. Novska stjórnln riðar til falls Björg Eva Eriendsdóttir, fréttaritari DV í Osló: Trúlega mun minnihlutastjómin hér í Noregi biðjast lausnar frá störfu eft- ir fund í stórþinginu i dag.Kare Willoch forsætisráðherra lagði í gær- kvöldi fram síðasta tilboð ríkisstjóm- arinnar til málamiðlunar í sambandi við fjárhagsáætlun norska ríkisins, en Verkamannaflokkurinn sagði nei. Síðustu vikur hefur stórþingið lagt Vilja rannsókn á kjam- orkuáætlun Sovétmanna mikla vinnu í að komast að samkomu- lagi um fjárhagsáætlunina og spamað er henni þarf að fylgja. Hægristjómin hefur komið til móts við stjómarand- stöðuna á ýmsum sviðum en Gro Harlem Brundtland, formaður Verka- mannaflokksins tilkynnti eftir fund flokksins seint í gærkvöld að Willoch hefði ekki gengið nógu langt og Verkamannaflokkurinn gæti ekki sætt sig við tillögumar. Ef stjómin fer frá ríkir alger upp- lausn á norska stórþinginu. Þó að hægristjómin sé minnihlutastjom, er samt hægri meirihluti til staðar á þinginu. Willoch ætlar, ef hann leggur uppsagnarbréf sitt fyrir konunginn í dag, að leggja til að formaður Verka- Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: Geislavirk ský komu inn yfir alla Skandinavíu í gær í kjölfar kjamorku- slyssins í Úkraníu. í fyrstu var ekkert vitað um uppmna geislavirkninnar, en það var klukkan sjö í gærmorgun sem óvenjulega há geislavirkni mæld- ist við kjamorkuverið í Fossmark í Svíþjóð. Yfir 600 starfsmenn versins vom þegar í stað fluttir á brott. En fljótlega bárust fréttir af því að geisla- virkni hefði mælst viðar í landinu og einnig í Noregi og Finnlandi. Hafði geislavirkni raunar mælst kvöldið áður í Finnlandi en ekki verið skýrt frá því opinberlega. Þó geislavirknin í Skandinavíu væri sögð að minnsta kosti sex sinnum yfir eðlileg mörk lögðu sérfræðingar á það áherslu að heilsu fólks stafaði ekki hætta af geislavirkninni. Fljótlega bámst böndin að Sovétríkjunum og töldu sænskir sérfræðingar meðal annars með tilliti til vindáttarínnar og hve geislavirknin væri mikil yfir Skandinavíu að mjög alvarlegt kjarn- orkuslys hlyti að hafa átt sér stað í Sovétríkjunum. Staðfesting Sovét- manna í gærkvöldi á að kjamorkuslys hefði orðið kom því engum á óvart. „Við fengum enga viðvörun og það er engan veginn viðunandi. Alþjóðleg- ar samþykktir kveða á um hvemig skuli bregðast við í tilfellum sem þess- um“ sagði Birgitta Dahl orkumálaráð- herra Svíþjóðar í gærkvöldi og sagði að sænska stjómin myndi bera fram mótmæli við Sovétríkin og krefjast aukinna upplýsinga um málið. Umsjón: Guðmundur Pétursson Káre Willoch lagði fram sitt síðasta tilboð til málamiðlunar. mannaflokksins reyni að mynda stjórn. Það verður ekki auðvelt og getur aldrei orðið annað en minni- hlutastjóm. Verkamannaflokkinn langar varla til þess að komast í stjom núna því margar erfiðar blikur em nú á lofti í norskum eíhahagsmálum og á lækk- andi olíuverð þar stærstan hlut að máli. Stjóm sem þarf að spara er aldrei vinsæl og síst von um að vel gangi þegar samsetning þingsins er þannig að ekki fæst vinnufriður. Nú er Framfaraflokkurinn, lítill flokkur á hægri væng stjómmálanna, eina von ríkisstjómarinnar. Hagen formaður Framfaraflokksins hefur áð- ur bjargað ríkisstjóminni frá falli en trúlegt er að hann muni ekki gera slíkt í dag. EF hann fellir tillögur stjómar- innar er það af öðrum ástæðum en vinstri hluti þingsins gerir það. Hagen finnst Willoch hafa teygt sig of langt til vinstri og vill ekki sam- þykkja þá auknu skatta sem hægri stjómin var búin að leggja til í tilraun sinni til að semja við stjómarandstöð- una. Vinstri flokkamir segjast ekki geta sætt sig við tilboð Willochs vegna þess að forsætisráðherrann vill ekki skatt- leggja þá hærra launuðu meira en býðst þess í stað að leggja á auka bens- ínskatt sem jafnt kemur niður á öllum. HLUTABRÉF TIL SÖLU Hlutabréf í (shúsfélagi ísfirðinga hf. eru til sölu. Um er að ræða hlutabréf í eigu Togaraútgerðarfélags ísafjarð- ar hf., sem eru að nafnverði kr. 1.272.110,- og teljast 13,5% af heildarhlutafjáreign. Tilboð skal senda Tryggva Guðmundssyni hdl., Hrannargötu 2, ísafirði, s. 94-3940, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar ef óskað er. Fékk ekki Ivfeyri eftir hinn myrta eiginmann Ketilbjöm Tryggvason, fréttaritari DV í V-Berlín: Ekkja ein hefur höfðað mál fyrir dómstóli í Kassel í V-Þýskalandi á hendur tiyggingafélagi þar í borg því að félagið greiddi henni ekki líf- eyri fyrrverandi eiginmanns hennar. Samkvæmt almennum lögum hér- lendis hlýtur ekkja eftirlaun hins framliðna lífsfómnautar. Þannig virtist við fyrstu sýn málið einfalt úrskurðar en við nánari at- hugun komu í ljós skrýtnar flækjur. Ekkjan hafði neíhilega að yfirlögðu ráði fyrirkomið bónda sínum nokkr- um árum fyrr. - Fundust engin fordæmi þess í réttarsögu Þýska- lands að einhver hefði myrt maka sinn og síðan gert kröfú til lífeyris fyrir að missa fyrirvinnuna. Dómarar komust að þeirri niður- stöðu að tryggingafélaginu væri ekki skylt að greiða konunni sem væri morðingi og beinlínis valdur að tjóni tryggingafélagsins. Þar með var þó ekki allt búið því að konan lumaði á fleiri kröfúm. Sótti hún þær á hendur öðm trygg- ingafélagi og í þetta sinn fyrir fyrri eiginmanninn. En hún hafði þó ekki myrt hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.