Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Side 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaðurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTt 11
Prentun: ÁRVAKURHF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verðílausasöluvirkadaga45kr.-Helgarblað50kr. _________
Á að vernda vinnsluna?
Fyrsta tilraun frystiðnaðarins í landinu til gagnsókn-
ar gegn gámafiskinum fólst í ræðu, sem forstjóri
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna flutti nýlega á fundi
hjá samtökum fiskiðnaðarins. Sú tilraun var ekki líkleg
til að sannfæra ráðamenn eða aðra um málstaðinn.
Viðlag ræðunnar var hin gamalkunna kenning, að
veiðar séu öflun hráefnis handa stofnunum í landi, sem
kalla sig vinnslustöðvar og fullvinni aflann. Með vinnsl-
unni færist sjávarútvegurinn af veiðimannastiginu yfir
í iðnað, samkvæmt þessari úreltu kenningu.
Góð hagfræði segir, að þjóðhagslega sé hagkvæmast
að ná sem mestum árangri með sem minnstri fyrirhöfn.
Ef fiskurinn er verðmætastur, þegar hann hefur ekki
iðnvæðst í húsum fiskiðnaðarins, heldur fer á svoköll-
uðu veiðimannastigi beint í gáma, á að fara þannig að.
Þeir fara gróflega villir vegar, sem tala um, að með
gámafiskinum séum við að afhenda öðrum þjóðum hrá-
efni til iðnaðar og séum raunar að verðlauna aðrar
þjóðir -fyrir að hafa lægri tolla á hráefni, það er fersk-
fiski, heldur en á iðnvarningi, það er frystum fiski.
Fráleitt er að halda fram, að þjóðhagslega hagkvæmt
sé að skylda útgerðar- og sjómenn til að selja aflann á
lágu verði til fiskvinnslustöðva til að halda þeim gang-
andi. Slíka skyldu er aðeins hægt að ræða undir
merkjum byggðastefnu eða félagslegra aðgerða.
Hin hagræna staðreynd er, að þjóðfélagið fær miklu
meira, oft tvisvar til fjórum sinnum meira fyrir fiskinn,
ef það sparar sér fyrirhöfnina við að setja hann í fisk-
vinnslu. Gæta getur þurft sérhagsmuna fiskvinnslu, en
það gerist þá örugglega á kostnað almannahagsmuna.
Hitt er svo umdeilanlegt, hvort fiskiskipin sem slík
séu réttir eigendur auðlindar sjávaraflans. Núverandi
kvótakerfi gerir ráð fyrir því. Talsmaður fiskvinnslunn-
ar vill láta skipta kvótanum á vinnslustöðvarnar í
landi. Virðist það óneitanlega nokkuð langsótt.
Sennilega mun reynast erfitt að koma öðru formi á
eignarhald auðlindarinnar. Núgildandi kerfi hefur ríkt
í nokkur ár og fest í sessi, þótt það hafi margvíslega
galla. Reynslan sýnir, að nánast útilokað er að ná því
aftur af hagsmunaaðilum, sem þeir hafa fengið.
Ekki er trúleg sú kenning, að ráðamenn fiskvinnslu
og sölusamtaka fiskvinnslunnar hafi bezta yfirsýn yfir
markaðinn og séu hæfastir til að meta, hvernig eigi að
standa að málum þessum. Sennilegra er, að bezt sé fyr-
ir okkur að láta markaðinn sjálfan ráða.
Hér mun rísa stétt sérfræðinga, sem munu í stíl kaup-
hallarbraskara spá, hvert sé bezt hverju sinni að senda
hvern gám og með hvaða samgöngutæki. Slíkar ákvarð-
anir má taka í hverju fyrirtæki útgerðar og fiskvinnslu
fyrir sig eða í sérhæfðum fiskverzlunarfyrirtækjum.
í framtíðinni er líklegt, að fiskur, sem berst að landi,
verði boðinn upp á markaði og seldur þeim, sem bezt
býður, hvort sem kaupandinn er þjóðlegt fiskvinnsluhús
á staðnum eða ekki. Frystihúsin eru sem láglaunastofn-
anir ekki alfa og ómega lífsins á íslandi.
Við slíkar aðstæður þurfum við ekki að meta, hverj-
ir séu stundarhagsmunir og hverjir varanlegir. Við
þurfum ekki að spá, hvort framtíðin felist í heimsendum
draslmat fyrir örbylgjuofn, eins og talsmaðurinn held-
ur, eða í ferskum fiski, óflökuðum, með hausi og sporði.
Við erum á þröskuldi byltingar í sjávarútvegi. Ræða
forvígismanns frystiiðnaðarins megnar ekki að varð-
veita trú manna á verndun fiskvinnslunnar sem
markmiðs í sjálfu sér. Ekkert verður eins og áður var.
Jónas Kristjánsson
„Þorsteinn Pálsson sagði: „Stjómin verður að taka áhættu vegna þjóðarhags.“ Þorsteinn mglar bara
saman þeim þjóðarhag að hafa samgöngur og sérhagsmunum Amarflugs í flugrekstri.“
Amarflugf
áhætta „ríkis-
stjómar‘ ‘
að yfirtaka þrotabú Iscargo af
stjórnvöldum og þar byijuðu ríkisaf-
skiptin sem dauðadæmdu fyrirtækið
í fæðingu.
Þar voru Steingrímur og Albert
að bjarga gæðingi Framsóknar-
flokksins, Kristni Finnbogasyni, sem
síðan var verðlaunaður af sömu
mönnvun fyrir árangur í viðskiptum
með því að koma honum fyrir í bank-
aráði Landsbankans.
Sjálfstæðisframsókn
Áhugi framsóknarmanna á afdrif-
um Amarflugs á sér skýringar. SÍS
ætlar sér að eignast flugfélag með
aðstoð þjóðarinnar. Það er þeirra
samvinnuhugsjón í framkvæmd.
Síðan vill svo til að samvinnuhug-
sjón Steingríms og SÍS og hugsjónir
Þorsteins Pálssonar um fijálsa sam-
keppni eru eins að því leyti að þeim
finnst sjálfsagt og eðlilegt að velta
flármálaafglöpum sínum á herðar
þjóðinni.
Nú eiga Steingrímur, Þorsteinn og
SlS flugfélag. Það er þjóðarhagur,
segja þeir, og ef flugfélagið fer á
hausinn borga skattgreiðendur þús-
und krónur hver fyrir þjóðarhag.
Nú eru það hagsmunir SÍS að
Þorsteinn verði áfram fjármálaráð-
herra næstu þrjú til íjögur árin. En
það eru örugglega ekki hagsmunir
þjóðarinnar.
Þorsteinn og Steingrímur taka
enga áhættu því SÍS og sjálfstæðis-
flokkurinn ver þá falli. SÍS og
Sjálfetæðisflokkurinn taka enga
áhættu því þjóðin ver þá falli.
En þjóðin má óspurð taka öllum
þeim skakkafölum sem þessum herr-
um þóknast á meðan að kosninga-
fyrirkomulagið er ekki breytt.
Stefán Benediktsson.
Síðasta mál þingsins var lagafrum-
varp um ríkisábyrgð á 2.500.000
dollara láni vegna Amarflugs. Sam-
kvæmt lögum má ekki veita ríkisá-
bygrð á lánum nema gegn veði.
Amarflug á engin veð, því varð að
samþykkja sérlög um ábyrgð án
veðs.
Áhætta hvers?
Þorsteinn Pálsson sagði: „Stjómin
verður að taka áhættu vegna þjóð-
afrhags." Þorsteinn ruglar þar
saman þeim þjóðarhag að hafa sam-
göngur og sérhagsmunum Amar-
flugs í flugrekstri.
Eftir öll fögru orðin um að renna
stoðum undir heilbrigt atvinnulíf og
lindina tæru á berginu háa sem glitt-
ir í, eftir afrek ríkisstjómarinnar,
gengur Þorsteinn Pálsson fram fyrir
skjöldu til að sanna að ekki er
treystandi á stoðimar sem hann
renndi undir atvinnulífið og Þor-
steinn viðurkennir að það er engin
lind uppi á berginu háa, ekki einu
sinni smápollar.
íslenska efnahagsundrið
Íslenskt efhahagslíf og atvinnulíf
er í sömu gömlu forarvilpunni og
STEFÁN
BENEDIKTSSON
8. ÞINGMAÐUR
REYKVÍKINGA
áður, það kemst ekki af án eilífra
ríkisafekipta. Hvers vegna má Am-
arflug ekki fara á hausinn? Einstakl-
ingamir sem að því standa vissu að
þeir tóku áhættu, eða hvað?
Reyndar var Amarflug neytt til
m „Áhugi framsóknarmanna á afdrifrim
™ Ámarflugs á sér skýringar. SÍS ætlar
sér að eignast flugfélag með aðstoð þjóðar-
innar. Það er þeirra samvinnuhugsjón í
framkvæmd.“