Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Síða 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986. Sigurgarðar Sturluson lést 21. apríl sl. Hann fæddist í Amarfirði 15. jan- úar 1923, sonur hjónanna Sturlu Kristóferssonar og Ölafíu Kristínar Sigurðardóttur. Eftirlifandi eigin- kona Sigurgarðars er Ina Böðvars- dóttir. Útför Sigurgarðars verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Jakobina Hermannsdóttir lést 22. f' apríl sl. Hún var fædd 28. júní 1934 á Seyðisfirði. Foreldrar hennar voru ■ Valgerður Hallgrímsdóttir og Her- mann Hermannsson. Hún giftist Helga Elíassyni 1957 og eignuðust j þau sex böm. Útför Jakobínu verður t gerð frá Hafnarfjarðarkirkju mið- vikudaginn 30. apríl kl. 13.30. Ásmundur Brynjólfsson, Hólakoti, Hmnamannahreppi, lést á heimili sínu 24. apríl. Bárður Óli Pálsson frá Skógum, Há- teigsvegi 32, andaðist 26. apríl. Helga Þórðardóttir, húsfreyja frá Eystri-Hól í Landeyjum, andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 27. apríl. Helga M. Níelsdóttir ljósmóðir lést f Knútur Ragnarsson, lést í gjörgæslu- deild Borgarspítalans 26. apríl. Kristinn Hákonarson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, Arnarhrauni 2, Hafnarfirði, lést mánudaginn 28. apríl í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Magnús V. Sörensen, Laugarásvegi 5, Reykjavík, lést á heimili sínu að- faranótt 26. apríl. Jón Egill Sveinsson skósmíðameist- ari, írabakka 4, sem andaðist 19. apríl á legudeild Landspítalans, Há- túni 10B, verður jarðsunginn frá Garðakirkju, Álftanesi, þriðjudaginn 29. apríl kl. 14. Sigurður Bjartmar Arnmundsson lést 17. apríl í Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin hefur farið fram. Sigríður Einarsdóttir frá Vestri- Garðsauka, Blönduhlíð 23, Reykja- vík, andaðist á heimili sínu 14. apríl sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að beiðni hennar. Sigurborg Sveinsdóttir, Austurbrún 4, áður Hjallavegi 34, lést 26. apríl. Stefanía Hansen, Bergþómgötu 16, lést 27. apríl. Gunnar Jónsson, fyrrverandi hús- vörður Verslunarskóla íslands, síðast vistmaður á Hrafnistu, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mið- vikudaginn 30. apríl kl. 13.30. Jóna Daníelsdóttir, Austurbrún 2, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, miðvikudaginn 30. apríl kl. 13.30. Séra Leó Júlíusson,fyrrverandi pró- fastur, Borg á Mýrum, verður jarð- sunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. apríl kl. 15. Vilborg Bjarnadóttir, Hátúni 10A, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. apríl kl. 10.30. Útför Soffiu Rús, fer fram frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 30. apríl kl. 15. Tilkynningar Ganga og fundur gegn fóstureyðingum 1. maí nk. verður haldinn útifundur gegn fóstureyðingum, við Miðbæjar- skólann í Reykjavík. Fundurinn byrjar með göngu frá Arnarhóli strax að afloknum fundi ASÍ á Lækjar- torgi, gengið verður um Lækjargötu að Miðbæjarskóla. Meðal ræðu- manna verður m.a. Hulda Jensdóttir, forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur. Fjölbreytt tónlist verð- ur einnig á fundinum og mun Hjalti Gunnlaugsson t.d. kynna plötu sína Sannleikurinn í mínu lífi. Það er útgáfufyrirtæki tímaritsins Básúna sem stendur fyrir fundinum. Kvenfélag Fríkirkjunnar í Reykjavík heldur fund fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 20.30 að Ásvallagötu 1. Spilað 28. apríl að Droplaugarstöðum. verður bingó. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Hjallabraut 15, 3. h. t. v., Hafnarfirði, þingl. eign Aðalheiðar Jóns- dóttur, fer fram eftir kröfu Brunabótafélags islands á eignínni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 15.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 10, 4. h. A, Hafnarfirði, þingl. eign Helgu Gestsdóttur o.fl., fer fram eftir kröfu Ólafs Thoroddsen hdl„ Veðdeildar Landsbanka ís- lands, Guðjóns Steingrímssonar hrl., Innheimtu ríkissjóðs, Gjaldheimtunnar í Hafnarfirði, Útvegsbanka Íslands, Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Hafnarfjarðar- bæjar á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 16.15. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 12, 4. h. t. v„ Hafnarfirði, þingl. eign Sigrúnar Hansen, fer fram eftir kröfu Baldurs Guðlaugssonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 2. mai 1986 kl. 16.30. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 22, 3. hæð A, Hafnarfirði, þingl. eign Björns Möller, fer fram eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl. og Bjarna Ásgeirssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 17.00. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 149., 154. og 157. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Breiðvangi 20, 4. hæð B, Hafnarfirði, þingl. eign Gunnlaugs Sig- fússonar o.fl., fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands, Veðdeildar Lands- banka íslands og Arnmundar Backman hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 2. maí 1986 kl. 16.45. ________________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Tónleikar á ísafirði Fjórðu og síðustu áskriftartónleikar Tónlistarfélags ísafjarðar á þessu starfsári verða í Álþýðuhúsinu á Isafirði föstudagskvöldið 2. maí kl. 20.30. Að þessu sinni verða heima- menn í sviðsljósinu: Margrét Bóas- dóttir sópransöngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari. Á fjöl- breyttri og skemmtilegri efnisskrá er píanósónata op. 22 eftir Schu- mann, og söngiög eftir ýmsa höf- unda, innlenda og erlenda. Áskrift- arkort gilda að tónleikunum á föstudaginn, en einnig verða miðar seldir í bókaverslun Jónasar Tómas- sonar og við innganginn. Þær nöfnurnar munu flytja þessa sömu efnisskrá á tónleikum í Bolungarvík. Þeir tónleikar verða í félagsheimil- inu á miðvikudagskvöldið 30. apríl og hefjast kl. 20.30. Miðasala við inn- ganginn. 200 ára afmælis Reykjavikur minnst Nk. miðvikudagskvöld, 30. apríl, kl. 20.30 mun Félagið Ingólfur (stofnað 1934) efna til fundar þar sem minnst verður 200 ára afmælis Reykjavíkur. Ingólfur hefur fengið Guðjón Frið- riksson, sem starfar hjá Reykjavík- urborg við að skrá sögu hennar, til að flytja fyrirlestur um húsið Aðal- stræti 8 sem á sér lengri sögu en sjálfur kaupstaðurinn. I sögu þessa húss endurspeglast saga bæjarins. Guðjón rekur sögu Aðalstrætis 8 í máli og myndum og segir frá fræg- ustu íbúum þess, svo sem Einari hattara, Jónasi Hallgrímssyni, Sig- urði Breiðfjörð, Benedikt Gröndal, Valgarð Breiðfjörð og Jóhanni ,,próka“. Valgarð stækkaði húsið og byggði aftan við það leikhús sem kallað var Fjalakötturinn. Saga Að- alstrætis 8 gefur innsýn í atvinnu- og menningarsögu höfuðstaðarins. Fundurinn verður haldinn í Stúd- entakjallaranum við Hringbraut. Á undan erindinu verður efnt til aðal- fundar Ingólfs en fyrirlesturinn hefst kl. 21 og er öllum opinn. Snæfellingafélagið í Reykjavík Mörg undanfarin ár hefur skemmti- nefnd Félags Snæfellinga og Hnapp- dæla gengist fyrir því að bjóða eldri héraðsbúum til sameiginlegrar kaffi- drykkju. Hafa þessar samkomur verið mjög vel sóttar. Að þessu sinni verður kaffiveislan haldin í hinu nýja félagsheimili Sóknar að Skip- holti 50a sunnudaginn 4. maí nk. kl. 15. Til skemmtunar verður m.a. að kór félagsins syngur nokkur lög und- ir stjóm Friðriks Kristinssonar. Kórinn mun í vor fara í söngferð á Snæfellsnes og halda tónleika 10. maí á Hellissandi og í Breiðabliki. Hlutavelta í Garðabænum „Getið þið á DV ekki komið þessari gjöf frá okkur til Krabbameinsfélags Islands,“ sögðu fjórir hressir krakk- ar, sem litu inn á ritstjórn DV um helgina. Þau höfðu gengist fyri hlutaveltu í Garðabænum í síðustu viku og ágóðinn nam 1250 krónum, sem þau afhentu DV til framvísunar. Á myndinni eru frá vinstri Omar Björgvin Ómarsson, Sigríður Dögg Sigmarsdóttir, Margrét Sóley Sig- marsdóttir og Stefanía ómarsdóttir. Systkinin eru úr Garðabæ — systkin- in frá Miðhjáleigu í Austur-Land- eyjum og dvöldu í Garðabænum um tíma. Kaffisala Mígrenissamtakana Mígrensamtökin minna á hina ár- legu kaffisölu sína að Hallveigar- stöðum 1. maí frá kl. 14. Tekið á móti kökum frá kl. 10. Kvenfélag Hallgrímskirkju Fundur verður haldinn í safnaðar- heimili kirkjunnar fimmtudaginn 1. maí kl. 20.30. Frú Guðrún Ásmunds- dóttir leikkona kemur á fundinn og talar um Kaj Munk, þá verður ein- söngur: Sigrún Þorgeirsdóttir söngkona syngur. Kaffi og að lokum hugvekja sem sr. Ragnar Fjalar Lár- usson flytur. Tapaó-Fundið Karlmannshjól fannst SCO karlmannsreiðhjól með barna- stól aftan á fannst fyrir rúmum tveimur vikum. Eigandi vinsamleg- ast hringi í síma 26615. Afmæli 70 ára afmæli á í dag, 29. apríl, Ang- antýr Elíasson, yfirhafnsögumaður í Vestmannaeyjum, Ásvegi 18, þar í bænum. Kona hans er Sigríður Björnsdóttir en bæði eru þau Vest- mannaeyingar. Angantýr er að heiman. Ferðalög Smáauglýsingadeild DV, Þverholti 11, sími 27022, verður opin miðvikudaginn 30. apríl til kl. 22. L0KAÐ verður fimmtudaginn 1. maí. Smáauglýsingar, sem birtast eiga í blaðinu föstudaginn 2. maí, þurfa að berast fyrir kl. 22 Ferðafélag íslands Helgarferð 2.-4. maí Skíðagönguferð á Mýrdalsjökli verð- ur helgina 2.-4. maí. Gist í Skag- fjörðsskála. Nýstársleg ferð í stórbrotnu umhverfi. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldu- götu 3. ÚTIVIST 10 ÁRA Útivistarferðir Helgarferðir út í óvissuna 2.-4. maí. Byrjum sumarið á hressilegri göngu- ferð á nýjum slóðum. Skemmtilegar gönguleiðir við allra hæfi. Gist í húsi. Uppl. og farm. á skrifst., Lækj- argötu 6, símar 14606 og 23732. Dagsferðir 1. maí Kl. 10.30 Hraunsselsleið-Drykkjar- steinn. Þjóðleið maímánaðar. Fjöl- breytt og skemmtileg gönguleið á Reykjanesskaga sem allir ættu að kynnast. Verð kr. 450. Kl. 13 ísólfs- skáli-Selatangar. Með merkustu minjum um útræði fyrri alda. Refa- gildrur, sérstæðar klettaborgir o.fl. markvert að skoða. Létt ganga. Verð 450 kr., frítt f. börn með fullorðnum. Munið Reykjavíkurgöngu Útivistar 11. maí. Gengið úr Grófinni kl. 13 um BSl, öskjuhlíð, Fossvogsdal og Elliðarárdal. Ferð í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Frí ferð. Brottför í ferðir frá BSÍ, bensínsölu. Sjáumst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.