Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1986, Qupperneq 32
68*78*58
Hafir þú ábendingu eða vitn-
eskju um frétt - hzingdu þá í
sima 687858.
Fyrir hvezt fréttaskot, sem
birtist eða ez notað í DV,
greiðast 1.000 krónuz.
Fyrir besta fréttaskotið i
hverri viku greiðast 3.000
krónur.
Fullrar nafnleyndar er gætt.
Við tökum við fréttaskotum
allan sólazhringinn.
ÞRIÐJUDAGUR 29. APRÍL 1986.
Skipsyórarhefja
verkfall í dag
"" Skipstjórar á skipum í íslenskri
lögsögu hófú verkfall um hádegi i
dag og á það að standa til miðnætt-
is á morgun. Þeir hafa boðað annað
tímabundið verkfall 5.-7. maí næst-
komandi ef ekki semst áður.
Undirmenn á farskipum hafa einn-
ig boðað verkfall, ótímabundið, sem
hefjast á aðfaranótt 1. maí.
Aðrir yfirmenn en skipstjórar,
stýrimenn, vélstjórar, lofskeytamenn
og brytar, hafa ekki boðað verkfall
en hafa fellt samningana. Fyrsti
sáttafúndur annarra yfirmanna en
skipstjóra verður haldinn hjá sátta-
semjara ríkisins klukkan 16.30 í dag.
Sáttasemjari hefúr einnig boðað
skipstjóra og undirmenn á farskipum
'*á sáttafund í dag á sama tíma.
Samkvæmt upplýsingum frá sátta-
semjara ríkisins ber bæði skipstjór-
um og undirmönnum og viðsemjend-
um þessara hópa ennþá mikið á milli.
-KB
Langferða-
bílstjórar
í verkfall?
Langferðabílstjórar í félaginu
Sleipni sátu langan fund hjá sátta-
semjara ríkisins í gær ásamt við-
semjendum sínum, sérleyfishöfum.
Ekkert þokaðist í deilunni. Lang-
ferðabílstjórar vilja fá sama kaup og
steypubílstjórar. Samkvæmt upplýs-
ingum hjá Sáttasemjara ríkisins ber
mikið í milli og ekki líklegt að semj-
ist fyrir miðnætti annað kvöld. Þá
hafa langferðabílstjórar boðað
tveggja daga verkfall, dagana 1. og
2. maí. Sáttasemjari hefúr boðað
sáttafúnd í deilunni á morgun
klukkan 10.00 árdegis. -KB
Banaslys
við Eyvindará
Nítján ára Egilsstaðabúi, Erlend-
ur Gauti Vilbergsson, lést á sunnu-
daginn. Hann missti stjóm á bifreið
sinni við brúna yfir Eyvindará á
Fljótsdaishéraði. -S0S
Oeriö uerösamanburö
og pantiö
ur
LOKI
Alltaf er hann afgerandi,
Seglbúðabóndinn!
Málefhi Landhelgisgæslunnar:
Jón hlynntur
raðum Steingrims
„Það verður að rannsaka þetta,
eins og fosætisráðherra hefúr sagt,“
sagði Jón Helgason er DV hafði
samband við hann til Istanbul í
Tyrklandi vegna þeirrar hörðu
gagnrýni sem komið hefúr fram á
störf Landhelgisgæslunnar og boð-
aðra aðgerða Steingríms Hermanns-
sonar forsætisráðherra til þess að
komast til botns í málinu.
Jón Helgason situr nú ráðstefnu
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna í Istanbul og
er væntanlegur heim um helgina.
Steingrímur gegnir embætti dóms-
málaráðherra í fjarvem Jóns.
Jón Helgason hafði einhverja hug-
mynd um þetta mál áður en hann
fór. „Ég sá ekki grein Jóns Sveins-
sonar, fyrrum starfsmanns Gæslunn-
ar, þar sem allar ásakanimar á
Gæsluna koma fram, en ég vissi af
henni. Ég hafði því samband við for-
stjóra Landhelgisgæslunnar og bað
hann að sjá til þess að slíkir at-
burðir kæmu ekki fyrir aftur en það
verður að framfylgja því sem forsæt-
isráðherra hefúr sagt. Ég mun sjá
til þess þegar ég kem heim,“ sagði
Jón Helgason.
-KB
„Betri er einn hettumávur í hendi en tveir úti á sjó.“ Mávurinn veiddist ekki á flugustöng.
DV-mynd JGH
Mávur kom á stöngina
„Betri er einn hettumávur í hendi
en tveir úti á sjó,“ sagði Akureyring-
urinn sem fékk hettumáv á stöngina
hjá sér þegar hann var að dorga í
kvöldsólinni við Akureyrarhöfn á
laugardagskvöldið. Línunni hafði
hann kastað út með beitu, sökku og
öllu tilheyrandi. En hið ótrúlega
gerðist, herra Hattur festist í lín-
unni. Við svo búið var ekki annað
að gera en draga í land, losa Hatt
úr flækjunni og gefa honum frelsi.
íslenskt afrek
í Bandarikjunum:
Á lista með
bestu náms-
mönnumíUSA
„Það þykir víst heiður að komast
á þennan lista. Sumir segja að þetta
auðveldi manni að komast i fram-
haldsnám," sagði Gísli Hjábntýsson
sem hefúr unnið það afrek að kom-
ast á lista með fremstu námsmönn-
um í Bandaríkjunum, National
Dean-listann svonefnda.
„Það eru að visu 80 þúsund nöfn
á þessum lista, sem er reyndar heil
bók. Listinn er gefinn út á hverju
ári og sendur til allra helstu fyrir-
tækja í Bandaríkjunum. Hugmyndin
er víst sú að fýrirtækin velji sér
starískrafta eftir listanum."
Gísli Hjálmtýsson er 22 ára gamall
og stundar nám í stærðfræði og tölv-
unarfræðum við Rochester-háskóla
í New York fylki. Nýlega fékk hann
A í öllum greinum er hann þreytti
próf í: „Það em fleiri en ég sem fá A
í öllum greinum. Þó ekki meirihluti
nemenda,“ sagði Gísli sem er sonur
hjónanna Hjálmtýs Guðmundsson-
ar, kerfisfræðings hjá IBM, og
Iðunnar Gísladóttur.
„Ég veit ekki hvað framtíðin ber
í skauti sér. Ef maður væri Kani og
lyki doktorsprófi lægi beinast við að
fara í rannsóknir. Slíku er ekki til
að dreifa á íslandi. Ætli maður vinni
ekki við það sem býðst.“ -EIR
Veðrið á morgun:
Litlar
breytingar
á veðri
Á morgun verður ríkjandi austlæg
átt á landinu. Við suðurströndina
verða skúrir og rigning á Austur-
landi og vestast á Vestfjörðum
Annars staðar verður þurrt.
Hitastigið verður á bilinu 4-6 stig
og léttskýjað vestanlands en skýjað
þegar austar dregur. Veður breytist
því lítið frá því sem verið hefur .
-S.Konn.
Safnast hafa
80 milyónir
í Arnarflug
Milli 40 og 50 aðilar höfðu í gær-
kvöldi lofað samtals 75 til 80 milljón-
um króna í nýtt hlutafé Amarflugs.
Vantar því lítið á að þær 95 milljón-
ir króna náist sem stjómvöld gerðu
að skilyrði fyrir ríkisábyrgð að 100
milljóna króna láni.
Svokallaður níumannahópur er
ekki til lengur. f hans stað hefur
myndast breiðfylking sem líklegt er
að fleiri eigi eftir að bætast í á næstu
dögum.
Stjóm Amarflugs hefur ákveðið
hluthafafúnd 12. maí, eftir hálfan
mánuð. Fyrir fundinn verður lagt
að færa núverandi hlutafé niður í tíu
prósent af nafhvirði. -KMU
5