Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Blaðsíða 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Kjarnorku-
sérfræð-
ingar
í Moskvu
Þrír forsvarsraenn þeirrar stofnunar
Sameinuðu þjóðanna er fer með
kjamorkumál eru komnir til
Moskvu til viðræðna við stjómvöld
um afleiðingar slyssins í Chemobyl
kjamorkuverinu.
Sovásk yfirvöld hafa staðfest komu
þremenninganna en segja að engar
áœtlanir séu uppi um að láta fuiltrú-
ana skoða verksummerki í Chemo-
byl.
Talsmaður Sovétstjórnarinnar
sagði í morgun að geislavirkni við
verið væri nú í algeru lágmarki og
þegar væru l.afnar stórvægilegar
aðgerðir til að hreinsa upp nágrenni
Chernobyl af geislavirkum úrgangs-
efnum.
Sovésk yfirvöld .hafa aldreí viður-
kennt annað en að daglegt líf hafi
verið með eðlilegum hætti á flestum
byggðum svæðum í nánd \nð
Chemobyl þrátt fyrir slysið og til-
kynntu það fyrir skömmu að fyrir-
hugað alþjóðamót hjólreiðamanna,
er halda átti í Kiev, yrði formlega
sett í dag, samkvæmt áætlun.
Níu lönd hafa aflýst þátttöku sinni
í alþjóðamótinu vegna geislunar á
svakiinu umhverfis Kiev, þar á með-
al nágrannariki Sovétn'kjanna í
Austur-Evrópu, Rúmenía og Júgó-
slavía.
Gagnaðgerðir
gegn
Chernobyl
geislun
Vísindamenn og sérfrasðingar í heil-
brigðis- og kjarnorkumálum víðs
vegar að úr heimimun funda í Kaup-
mannahöfh í dag að frumkvæði
alþjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar um hugsanlegar afleiöingar
kjamorkuslyssins í Chemobyl.
Markmið fundarins er að samein-
ast um aðgerðir í heilsuvemdarmál-
um vegna geislunar í lofti og
regnvatni á stórum svæðum Evrópu.
Sænskir sérfræðingar sögðu í
morgun að búast mætti við þvi að
allt að 8 þúsund manns, flestir í Sov-
étríkjunum og nágrannaríkjum þess
í Austur-Evrópu myndu þróa með
sér krabbameinstilfelli vegna geisl-
unar frá Chemobyl á næstu árum.
Banna ferskt grænmeti
Austurríkismenn hafa bannað sölu
á fersku grænmeti eftir að uppgötv-
aðist um óeðlilega mikið magn
geislavirkra efna í fersku grænmeti
er selt var í Austurríki og yfirvöld
hafa varað foreldra við því að böm
þeirra séu að leik í sandi eða mold,
er gæti hugsanlega verið geislavirk,
auk of náinnar snertingar við ýmis
gæludýr er hugsanlega gengju með
geislavirkan jarðveg á feldi sínum.
Búist er við því í dag að Efhahags-
bandalag Evrópu tilkynni um
sameiginlegar aðgerðir bandalags-
ins við að fylgjast með hugsanlegri
geislavirkni í innfluttum matvælum
frá ríkjum Austur-Evrópu.
Blaðamannafundur í dag
Fjölmörg ríki Vestur-Evrópu hafa
þegar bannað allan innflutning mat-
væla fró Austur-Evrópuríkjum
vegna hættu á geislavírkum efnum.
Búist er við blaðamannafúndi al-
þjóða heilbrigðismálastofnunarinn-
ar síðdegis í dag þar sem niðurstöður
fundarins verða kynntar almenn-
ingi.
Aukin samvinna á
sviði gjaldeyrismála
Samþykkt leiðtogafundarins í Tokýo í moigun
Leiðtogar sjö iðnríkja, er nú halda
árlegan leiðtogafund sinn í Tokýo,
komust í morgun að samkomulagi
um víðtæka samvinnu í efnahags-
málum, þar á meðal aukið sameigin-
legt eftirlit með þróun á gjaldeyris-
mörkuðum og gengismála.
Michele Massaloux, einn fulltrúa
Frakka á leiðtogafundinum, sagði í
morgun að samkomulagið hefði
náðst á vinnufundi í gærkvöldi og í
morgun og yrði brátt opinberað.
Ljóst er að Bandaríkjastjóm hefur
lengi beitt sér fyrir aukinni sam-
vinnu iðnríkjanna sjö á sviði eftirlits
með gengisþróun og vom drög þeirra
tillagna er samkomulag náðist um í
morgun upprunalega af bandarískri
gerð.
Að sögn Massaloux er í samkomu-
laginu hvergi beinlínis minnst á
kröfur Japana um hjálp hinna iðn-
ríkjanna sex við að stemma stigu við
ört hækkandi gengi japanska Yens-
ins á gjaldeyrismörkuðum heimsins
að undanfomu.
Fundurinn samþykkti ennfremur í
morgun breskar tillögur um aukna
áherslu á alþjóðleg tryggingamálefrii
auk afleiðingar aukinnar tölvuvæð-
ingar á alþjóðaverslun á fundum
iðnríkjanna sjö í framtíðinni.
Samkomulag náðist einnig um
aðra breska tillögu varðandi offram-
leiðslu matvæla og aðgerðir til að
koma í veg fyrir slíkt.
Búist er við því í dag að leiðtoga-
fundurinn sameinist í yfirlýsingu um
málefhi blökkumanna í Suður-Aff-
íku, þar sem stefna hvíta minnihlut-
ans verður fordæmd og hvatt til
gagngerra breytinga á stjómkerfi
landsins. Engar tillögur hafa komið
fram á leiðtogafundinum um sameig-
inlegar refsiaðgerðir gegn ríkisstjóm
Suður-Afríku.
Yasuhfro Nakasone, forsætisráðherra Japan og jafnframt fundarstjóri á leið-
togafundi sjö helstu iðnríkja heims, ásamt Reagan Bandaríkjaforseta við
setningu fundarins á sunnudag. Leiðtogafundurinn samþykkti i morgun
bandarískættaðar tillögur um aukna samvinnu á sviði gengis- og gjaldeyris-
mála.
Bobbysocks finnst
Sandra of ung
Björg Eva Erlendsdóttir, fréttaritari
DV í Osló:
Norðmenn eru afar ánægðir með
frammistöðu sína og norska sjón-
varpsins í sambandi við Evrópu-
söngvakeppnina á laugardag.
Útsendingin telja þeir að hafi heppn-
ast alveg frábærlega og verið frábær
landkynning og því er ekki að neita
að einskis var til sparað til að auglýsa
Noreg í gegnum keppnina.
Keppendur frá öllum þátttökuríkj-
um vom sýndir í norskri umgjörð um
landið þvert og endilangt. Áse Kleve-
land, er kynnti keppnina, er talin hafa
staðið sig með mikilli prýði og hennar
hlutverk gekk áfallalaust og virðulega
fyrir sig.
Þess má geta að hún hefur verið
nefhd sem hugsanlegur menningar-
málaráðherra í minnihlutastjóm
Stöllumar i Bobbysocks hafa látið hafa það eftir sér að þeim finnist hm fjórt-
án ára gamla Sandra Kim, er hér sést á myndinni, of ungur sigurvegari i
keppni sem Eurovision söngkeppninni.
V erkamannaflokksins.
En eins og gefur að skilja vom Norð-
menn óánægðir með hversu neðarlega
norski söngvarinn lenti. Hann átti
betra skilið, segja þeir.
íslenska lagið vakti enga athygli í
Noregi og Norðmenn gáfu því heldur
ekki nein stig.
Flestum þykir belgíska stúlkan
Sandra Kim er sigraði alltof ung til
að vera með í svona keppni. Bobby-
socks, sigurvegurunum frá því í fyrra,
leist ekkert á hvað hún er ung. Sú
skoðun kom úr hörðustu átt vegna
þess að Hanne Krogh, annar helming-
ur Bobbysocks, var aðeins 15 ára sjálf
er hún tók fyrst þátt í Evrópusöngva-
keppninni í gamla daga.
Þá var hún yngsti þátttakandi er
nokkm sinni hafði verið með og það
met var ekki slegið fyrr en nú í ár.
Uggur í Spánverjum
vegna kjamorkuslyss
Kjamorkuslysið í Chemobyl hefur skapað mikla umræðu á Spáni um
öryggismál í sjö spænskum kjamorkuverum og notkun kjamorku til
orkuframleiðslu
Pétur Pétursson, fréttaritari DV i
Barcelona:
Slysið í kjamorkuverinu í Chemo-
byl í Sovétríkjunum hefur vakið
mönnum ugg hér ó Spáni.
Þótt ekki hafi mælst nein geisla-
virkni hér og talið ólíklegt að hún
berist hingað em menn þegar famir
að líta innfluttar mjólkurafurðir
homauga.
Foiráðamenn spænskra kjam-
orkuvera liggja undir miklum
þrýstingi þessa dagana. Hér em
starfandi sjö kjamorkuver og fram-
leiða þau um 22 prósent þeirrar
raforku sem hér er seld.
Nokkur kjamorkuveranna hafa
átt við tæknileg vandamál að stríða
á síðustu árum og er einn helsti
syndaselurinn kjamorkuverið í Al-
amaraz í Austur-Madura.
Verið, sem hefur verið lokað síð-
ustu tvær vikur vegna álags á
flutningslínum, hefur átt við vand-
ræði að stríða frá því það var tekið
í notkun. Nú fyrir skömmu kom upp
leki ó kælivatni og fyrir tæpu ári
slapp út umtalsvert magn af geisla-
virku gasi.
Stjóm kjamorkuversins hefur ver-
ið gagnrýnd fyrir að halda þessum
slysum leyndum og hefúr umhverfis-
vemdarráðunautur fylkisstjómar
Austur-Madura krafist þess að
kjamorkuverið verði ekki opnað aft-
ur fyrr en rannsakað hafi verið til
hlítar hvað farið hafi úrskeiðis og
gagngerar endurbætur gerðar á ör-
yggiskröfúm.