Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Side 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. Spurningin Ert þú stolt(ur) af að vera íslendingur? Helga Lúters, nemi í MHÍ: Jú, ætli það ekki. Við búum við betri aðstæð- ur en fólk gerir víðast annars staðar. Við eru laus við hryðjuverk og allt það. Hans Jakobsson ellilífeyrisþegi: Ég er ekki fæddur íslendingur en er orð- inn íslenskur ríkisborgari og er stoltur af því. Ég er gyðingur. Það varð mér til bjargar að koma hingað. Helgi Vigfusson, í sjálfsmennsku: Já, svo sannarlega. Því veldur fyrst og fremst landið sjálft og saga þess. Halldóra Gunnlaugsdóttir, atvinnu- laus: Já, ég held að það sé gott að vera íslendingur og við eigum varla kost á neinu betra annars staðar. Guðjón Magnússon ellilífeyrisþegi: Já, ég er stoltur af því. Því veldur íslensk tunga, fullkomnasta mál í heimi. Elsa Kristjánsdóttir húsmóðir: Að mörgu leyti er ég það. Við eru sjálf- stæð í okkur. íslendingar eru gáfaðir en ef gallamir em teknir með þá erum við kannski ósköp svipuð og aðrar þjóðir. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Sigrún Gunnnarsdóttir telur illt fordæmi uppalenda oft hafa slæm áhrif á upp- vaxandi æsku landsins. Farið undan með illu fovdæmi Sigrún Gunnarsdóttir skrifar: Eitt af því sem sagt er að hafi miður holl áhrif á uppvaxandi æsku landsins er slæmt fordæmi hinna fullorðnu. Það er t.d. þýðingarlítið fyrir fullorðna fólkið að telja sig berjast gegn tóbaks- og áfengisneyslu ef það neytir slíkra efiia sjálft. Sama máli gegnir um þá sem em í ábyrgðarstörfum. Það em til að mynda ekki trúverðug orð læknis sem skrifar fjálgar greinar um dýrðir dreifbýlisins en fæst ekki til að dveljast þar sjálfur stundinni lengur þótt gull sé í boði. Sama er að segja um tal kennara um óhollustu tóbaks ef hann neytir þess sjálfur, ellegar tillögur þingmanns um spamað þegar hann fer sjálfur til Grænhöfðaeyja, Mexíkó og Evrópu- landa á kostnað.skattborgara. Eða hvað sagði ekki Hallgrímur Pétursson forðum: Hvað höfðingjamir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Hvert orð satt hjá Jóni Sveinssyni Fyrrum háseti hjá Landhelgisgæsl- unni hringdi: Ég vil mótmæla furðulegum skrif- um Ugga í DV þann 2. maí. Ég get vottað að hvert einasta orð í skrifum Jóns Sveinssonar um Landhelgis- gæsluna er satt. Sjálfur hrökklaðist ég frá Gæslunni vegna óskaplegs diykkjuskapar um borð. Það var enginn friður fyrir þá sem rækja störf sín eðlilega og halda sig frá drykkju á sjónum. Það er ekkert annað en mgl hjá Ugga að ekkert geri til þótt varð- skipsmenn drekki við skyldustörf. Afieiðingin af því getur ekki orðið önnur en að Gæslan verður óhæf til að sinna störfum sínum. Meðan ég var hjá Gæslunni hik- uðu yfirmenn ekki við að drekka þótt þeir væm á vakt. Þetta vissu allir um borð og í landi þar sem skip- in komu. Fyrrum háseti hjá Gæslunni segir að drykkja hafi verið almenn á varðskipun- um meðan hann var þar. Tímarít fyrir alla 4. HEFTI - 45. ÁR - MAÍ 1986 - VERÐ KR. 160 Nýtt hefti á blaðsölustöðum núna. Hvers vegna menn berja konur sínar .... 3 Hvað þýða draumarnir? ................. 9 Góðráðtiltölvunotenda ................. 15 Kossinn og saga hans .................. 17 Einn til atlögu við sjóræningja ....... 22 Rugluð Rúmenía Ceausescus ............. 29 Ötrúlegt en satt: Skórinn sem kom úr heiðskíru lofti .... 35 Fórnarlambið .......................... 38 Siglingará þurru landi ................ 41 Hugsuníorðum .......................... 46 Hvað þýða draumarnir? Bls. 9 Kossinn og saga hans Bls. 17 Siglingar á þurru landi Bls. 41 Syndin er að breytast Bls. 68 VEGNAi MENN BERTA kq: SINAR Bls. 3 Helstu trúarbrögð heims: Gyðingdómur ........................... 48 Utvalsljóð ............................ 66 Syndin erað breytast .................. 68 Völundarhús ........................... 76 Postojna -Arnarhellarnirundursamlegu ........... 77 Ungafólkiðogumferðin .................. 85 Kolefni: Efni sem líkaminn hafnarekki .......... 88 Framliðnirvilja endurnýjast .......... 93

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.