Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986.
ttir íþróttir___________________íþróttir___________________íþróttir__________________íþróttir
mönnunum Guðmundi E. Pálssyni, Einari Hilmarssyni, Páli Svanssyni
DV-mynd Brynjar Gauti.
íburður í
lériendis
ranesi með leik íslands og Noregs
Finnar mæta einnig með hæsta lið-
ið í sentímetrum talið. Meðalhæð
leikmanna liðsins er tæpir 194 sentí-
metrar. Tveir leikmenn eru yfir tveir
metrar á hæð.
Meðalhæð norska liðsins er 193
sentímetrar, danska liðsins tæpir 192
sentímetrar, færeyska liðsins 187
sentímetrar en íslenska liðið er
lægst, 185,5 sentímetrar að jafnaði.
Upplýsingar vantar um sænska liðið.
Mótinu er tvískipt, í riðlakeppni
og úrslitakeppni. í riðli I leika Sví-
þjóð, Noregur og ísland. í riðli H
leika Finnland, Danmörk og Færeyj-
Á eftir leik íslands og Noregs á
fimmtudag verður um þriggja stunda
hlé. Leikur Finnlands og Færeyja
hefst svo klukkan 19. Formleg setn-
ingarathöfn mótsins verður klukkan
20.30 en klukkan 21 hefst leikur Svía
og Norðmanna. Allir leikir fara fram
í Digranesi.
Á föstudag hefst dagskráin klukk-
an níu um morguninn með leik Dana
og Færeyinga. Svíar og íslendingar
mætast klukkan 10.30 en klukkan
14 Finnar og Danir.
Úrslitakeppnin verður á föstudags-
kvöld og á laugardag.
-KMU
HSI heldur ráðstefnu
Ráðstefna verður haldin um mál-
efni yngri flokka í handknattleik
fimmtudaginn 8. maí nk. og hefst hún
kl. 14.00 í salarkynnum ÍSÍ í Laugard-
al.
Á ráðstefnunni verður fjallað vítt
og breitt um unglingastarfið innan
handknattleikshreyfingarinnar,
hvernig auka megi áhuga á íþrótt-
inni og bæta aðstöðu til æfinga og
keppni. Ætlunin er að skipa um-
ræðuhópa sem hver fyrir sig fjallar
um ákveðin mál, t.d. hlut félaganna,
þjálfaranna og ekki síst HSÍ í upp-
byggingu handknattleiks á íslandi.
Allir sem áhuga hafa á málefnum
yngri flqkka eru velkomnir og er það
von HSÍ að sem flestir sjái sér fært
að koma. Sérstaklega eru forráða-
menn handknattleiksdeilda hvattir
til að mæta.
Naumur sigur Barcelona
Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara
DV í V-Þýskalandi:
Barcelona og Grosswallstadt léku
fyrri úrslitaleikinn i Evrópukeppni
bikarhafa í handknattleik um helg-
ina. Leikið var á heimavelli Barcel-
ona og sigruðu Spánverjar 20:18 eftir
að hafa verið yfir í hálfleik, 11:9.
Grosswallstadt náði síðan forystunni
i síðari hálfleik en Spánverjum tókst
að tryggja sér sigurinn á lokamínút-
unum. Leikurinn var ekki vel leikinn
og var mikil liarka í lokin. Fékk þá
einn leikmaður úr hvoru liði að sjá
rauða spjaldið. Schwald skoraði fjög-
ur mörk fyrir Grosswallstadt en þeir
Freisler, Roth og Muller skoruðu þrjú
mörk hver.
Grosswallstadt ætti að hafa góða
möguleika á sigri en seinni úrslita-
leikurinn fer fram á heimavelli þess
næstkomandi sunnudag. -SMJ
Fyrsta fall hjá
Ipswichíl8ár
Oxford uppi og Everton í 2. sætið
Oxford náði að halda sæti sínu í 1.
deild ensku knattspyrnunnar en í gær
sigraði liðið Arsenal örugglega á
heimavelli sínum með þremur mörk-
um gegn engu. Þar með féll Ipswich í
2. deild i fyrsta skipti í átján ár. Það
voru þeir John AÍdridge (viti), Ray
Houghton og Billy Hamilton sem skor-
uðu mörkin fyrir Oxford. Með Ipswich
falla WBA og Birmingham.
Meistaramir frá í fyrra, Everton,
enduðu keppnistímabilið vel en í gær
unnu þeir West Ham í Liverpool með
þremur mörkum gegn einu. Gary Line-
ker skoraði tvö markanna og Trevor
Steven (víti) það þriðja. Mark West
Ham skoraði Tony Cottee á allra síð-
ustu sekúndum leiksins.
Chelsea beið mikið afhroð á heima-
velli sínum gegn Watford. Gestimir
skomðu fimm mörk en heimamenn
aðeins eitt. Mikil markasúpa var einn-
ig í leik Tottenham og Southampton.
Álls vom skomð átta mörk í leiknum,
leikmenn Tottenham skomðu fimm
þeirra en Southampton þrjú.
I 2. deild náði Blackbum Rovers að
bjarga sér frá falli með sigri gegn
Grimsby, 3-1. Aftur á móti gekk ekki
vel hjá Carlisle sem tapaði fyrir Old- |
ham og féll þar með í 3. deild.
I botnslag 3. deildar sigraði Wolves
lið Lincoln á útivelli, 2-3, en toppliðið
Reading vann enn einn sigurinn, nú
gegn Doncaster, 2-0. Og þá er það
lokastaðan í 1. deild ensku knatt-
spymunnar:
Fær einhver 230
þús. í verðlaun?
I
l
I Sá kvlfingur sem fer holu í höggi
Iá 9. eða 18. braut Húsatóftarvallarins
á fimmtudaginn kemur fær i verð-
I laun ferð fyrii' tvo um karabíska
* hafið sem fcrðaskrifstofan Atlantik
I gefur að verðmæti 230 þúsund krón-
I Á fimmtudag fer fram Atlantik-
Bgolfmótið á Húsatóftarvelli við
Grindavík og er reiknað með mjög
■ mikilli þátttöku allra bestu kylfinga
* landsins. Ræst verður út klukkan
I níu um morguninn og klukkan eitt
^eftir bádegi en hægt verður að panta
rástima á morgun á milli klukkan |
átta og elleíú í síma 92-8720. Sigur- a
vegarinn með og án forgjafar fær í I
verðlaun 15 þúsund ferðaafslátt ogl
2. sætið gefur 10 þúsund í ferðaaf- ■
slátt. Þriðju verðlaun em ýmsarl
golfvörur. Einnig verða veitt verð- z
laun þeim sem næstur verður holu |
á 6. og 15. braut ÖU verðlaun gefur|
feröaskrifstofan Atlantik. Það skal|
tekið fram aö leikið verður á sum- ■
argrínum á hinum skemmtilegal
Húsatóftarvelli. I
-skJ
Jafntefli hjá Öster
Teitur Þórðarson og félagar hans hjá
sænska knattspyrnufélaginu Öster
virðast eiga erfitt uppdráttar í byijun
keppnistímabilsins í Svíþjóð. Um helg-
ina gerði liðið jafntefli öðm sinni í
jafnmörgum leikjum. Öster lék gegn
Brage og var ekkert mark skorað í
leiknum. Gautaborg er efst með 5 stig
eftir þijá leiki en um siðustu helgi sigr-
aði Gautaborg Norköping með tveim-
ur mörkum gegn einu.
-SK
Oruggur með
tvo metrana
Hafsteinn Þórisson, UMSB, er að
verða talsvert öruggur með að
stökkva tvo metra í hástökkinu. Á
innanfélagsmóti ÍR í siðustu viku
stökk hann þá hæð. Á best í ár 2,03
m. Jóhann Omarsson, ÍR, stökk 1,96
m. Það er þriðji besti árangurinn í
ár. Hann er aðeins 18 ára og þetta er
fyrsta keppnisár hans í frjálsum
íþróttum. I langstökki stökk Haf-
steinn 6,30 m. Jóhann 6,27 m. I
þristökki stökk Jóhann 13,10 m. Jó-
hann Jóhannsson, ÍR, varð annar
með 12,85 m. í langstökki kvenna
sigraði Eva Sif Heimisdóttir, ÍR,
stökk 5,14 m. ÓU.
Kastmót hjá ÍR
• Oddur Sigurðsson.
Góðurárangur
OddsíAustin
Oddur Sigurðsson, hlauparinn
kunni í KR, náði mjög athyglisverð-
um árangri á móti i Austin i Texas á
laugardag. Hann hljóp 400 m á 47.6
sek. og 800 m á 1:51,3 mín. og tók þó
sáralitið á síðustu 20 metrana. Is-
landsmet Jón Diðrikssonar í 800 m
er 1:49,32 min. og gæti Oddur eflaust
bætt það verulega ef hann leggur ein-
hverja rækt við vegalengdina. Hann
hefur hug á því hvort sem það verður
í sumar eða siðar. íslandsmet Odds i
400 m er snjallt, 45,36 sek., sett í Aust-
in 1984. Norðurlandamet. Oddur
stundar háskólanám í Texas og hefur
þegar náð lágmarksárangri fyrir
Evrópumeistaramótlð í Stuttgart í
sumar. ÓU/hsím.
Gatz Lineker
markahæstur
Markahæstir i ensku knattspyrn-
unni eru nú:
Gary Lineker, Everton...39
John Aldridge, Oxford...31
Ian Rush, Liverpool.....31
Frank McAvennie, West Ham.„28
Tony Cottee, West Ham...26
Mick Harford, Luton.....25
Mike Newell, Luton......25
Mark Falco, Tottcnham...25
Kerry Dixon, Chelsea....23
Graeme Sharp, Everton...23
Markhæstir í 2. deild eru:
Kevin Drinkell, Norwich.24
Keith Bertschin, Stoke..22
Keith Edwards, Sheffield United.21
Frankie Bunn, Hull......20
______________________-SMJ
Vormót UMFK
Vormót UMFK í fijálsum íþróttum
fer fram í Keflavík 10. maí og hefst
mótið kl. 14.00.
I mótinu verður keppt í 100 og 1500
metra hlaupi, 4x100 metra boð-
hlaupi. kúluvarpi og langstökki. I
þessum greinum verður keppt bæði
i kvenna og karlaflokki. Þar að auki
verður keppt í kúluvarpi drengja.
Þátttökutilkynningar berist Helga
Eiríkssyni í síma 92-4821 í síðasta
lagi miðvikudaginn 7. maí. Skrán-
ingargjald er kr. 200 á grein og 400
kr. á boðhlaupssveit -SMJ
Úrslitaleik
Niv
Fyrsta kastmót ÍR í ár í fijálsum
íþróttum var haldið 1. maí. Unnar
Garðarsson, kastarinn fjölhæfi úr
Skarphéðni, kastaði kringlu 46,78 m,
langbesti árangur hans. Þá kastaði
hann sleggju 37,10 m. Sigraði í báðum
greinum. Elías Sveinsson, KR, varð
annar i kringlukastinu, kastaði 40,74
m. Ólafur Unnsteinsson, HSK, sem
er 39 ára, varð þriðji með 37,22 m. Þá
kastaði Ólafur sleggjunni 33,36 m,
sem er besti árangur hans. Stefán
Jóhannsson, Á, varð annar i sleggju-
kastinu, kastaði 37,02 m og Elías
Sveinsson kastaði 35,20 m.
hsím
Nú er talið fullvíst að fresta verður
úrslitaleiknum í Evrópukeppni
landsliða undir 21 árs í knattspymu.
Verður þá leiknum frestað fram yfir
HM í Mexíkó. Það eru Spánn og ítal-
ía sem eiga að keppa til úrslita.
Nokkrir leikmenn úr þessum liðum
verða með landsliðum sínum í Mex-
íkó. Verður leikurinn líklega látinn
fara fram í haust. Núverandi Ev-
rópumeistarar em Englendingar.
-SMJ