Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Page 25
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986. 25 Sandkorn Sandkorn Eitt tré á haus vildu sjálf- stæðismenn í Kópavogi. Eitt tré á haus Menn velta því nú ákaf- lega fyrir sér hvernig heiðra megi Reykjavíkur- borg á 200 ára afmælisár- inu. Sem dæmi má nefna að samtökin Líf og land óskuðu eftir því við bæjar- ráð Kópavogs að slegið yrði i gjöf handa borginni. Yrði hún í formi tijágróðrar eða þá íjármuna sem skyldi varið til kaupa á trjám. þessi fróma landgræðslu- tiliaga var siðan tekin fyrir á fundi ráðsins. Niðurstað- an varð sú að henni var hafnað. Ekki voru þó allir sáttir við úrskurðinn. Þannig voru til dæmis tveir fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins ósáttir við hann. Vildu þeir endilega að bæjarráð sam- þykkti að gefa samtökun- um Líf og land ellefu tré, ekki greininni meira né minna. En hvers vegna endilega ellefu? Jú, liklega vegna þess að bæjarfulltrúar Kópavogs eru ellefu talsins. Það hefði þá orðið tré á haus. Óskalagið Fats gamli Domino gerði það gott þegar hann var hér á ferðinni um daginn. Þá kom hann sem kunnugt er fram í Broadway og söng þar öll bestu lögin sín við mikil fagnaðarlæti áheyr- enda. Einn mikill aðdáandi söngvarans mætti að sjálf- sögðu á staðinn. Þegar hann hafði hlýtt á sönginn saknaði hann ákaft eins lags sem heitir „It keeps raining and raining." Hann ákvað því að heilsa upp á Domino bak við á eftir, sem hann og gerði. Minntist hann þá á lagið sem hann saknaði úr syrpunni. Söngvarinn hélt að þetta væri nú ekki mikið mál. Því næst hóaði hann saman hljóðfæraleikurunum sín- um og flutti lagið umrædda fyrir aðdáandann þar sem þeir voru staddir bak við sviðið. Segið þið svo að stór- stjörnurnar séu óviðræðu- hæfar vegna monts. Hvað þá? Undirbúningur bæjar- og sveitarstjórnarkosninga er Fats Domino brást ekki aðdáendum sinum. í algleymingi um þessar mundir enda naumur tími til stefnu. Og eins og fyrri daginn er keppst við að finna veika punkta í mál- flutningi þeirra sem gefa kost á sér í slaginn. í Keflavík situr í 2. sæti lista Alþýðubandalagsins maður að nafni Jóhann Björnsson. Að sögn blaðs- ins Víkurfrétta Iét hann hafa það eftir sér í blaðavið- tali á dögunum að ástæðan fyrir því að hann hefði farið út í pólitik væri sú að hann hefði dvalið í eitt ár í Kan- ada. Þar hefði vinnuþrælk- un verið með eindæmum og aðbúnaður allur hinn ömurlegasti. I framhaldi af því veltir blaðið svo fyrir sér hvar Jóhann hefði hafnað í pól- itikinni hefði hann verið eitt ár í Rússlandi? Gunnar í Strýtu Það hvessti töluvert í kringum Gunnar A. Þor- láksson, húsnæðisfulltrúa hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur, fyrir fáeinum vikum. Þá komst það nefni- lega upp að hann og fyrir- tæki hans, Strýtusel, leigðu borginni nokkrar ibúðir sem Gunnar sá síðan um að framleigja skjólstæðing- um Félagsmálastofnunar. Þegar þetta varð ljóst kvaðst Davíð Oddsson borgarstjóri mundu láta Gunnar víkja úr starfi. Það hafði þó enn ekki gerst þeg- ar síðast fréttist. En hirðskáldin okkar gripu þetta auðvitað á lofti og til varð eftirfarandi vísa: Vanti þig ibúð, já vina mín góð, þá veistu hvað hangir á spýtu. Sértu hupplegt og hressi- legt fljóð, Borgarstjóri ætlaði að taka í taumana. þá hringdu í Gunnar í Strýtu. [ tilefni kvöldsins Það er ekki ætlunin að fara mörgum orðum um frekar sneypulega frammi- stöðu Islands i Eurovision- keppninni. Þau fimm lönd sem sáu af stigum til Gleði- bankans, Holland, Kýpur, Svíþjóð, Tyrkland og Spánn, björguðu því sem bjargað varð. Segja spak- vitrir að þar hafi Islending- ar meðal annars notið góðs af Tyrkja-ráni og saltfisk- sölu. En hvað um það. Landinn má bara þakka fyrir að upprunalegur texti Gleði- bankans skyldi ekki vera látinn óbreyttur í keppn- inni sjálfri. Þar var nefni- lega sú landfræga setning:„Við gætum jafn- vel unnið Eurovision." Að keppninni lokinni flykktust svo vonsviknir karlar og konur á veitinga- staði Reykjavíkurborgar. Segir sagan að eftirfarandi setning hafi heyrst víða á börum nóttina þá: „ Icy í tabi, takk!“ Umsjón: Jóhanna S. Sig- þórsdóttir Kvikmyndir__________Kvikmyndir Bíóhöllin - Einherjinn **** Frábær *** Góð ** Miðlungs * Léleg 0 Afleit Einherji sem fer hamfömm á hvíta tjaldinu Einherjinn (Commando) Bandarísk, árgerð 1985. Leikstjóri: Mark L. Lester. Framleiðandi: Joel Silver. Handrifc Steven E. da Souza. Tónlist: James Horner. Sýningartimi: 95 minútur. Myndataka: Matthew F. Leonetti. Aöalhlutverk: Amold Schwarzenegger, Rae Dawn Chong, Dan Hedaya og Vemon Wells. „Einsmannsherdeildarmyndimar" halda áfram sigurgöngu sinni - það leynir sér ekki. Nú má sjá nýjasta afkvæmi þessarar framleiðslu í Bíó- höllinni. Það er hinn íturvaxni Schwarzenegger sem fer með aðal- hlutverkið í Einherjanum. Ekki er hægt að neita því að Amold er með vöðvastæltari mönnum enda er mik- ið gert af því að leyfa áhorfendum að sjá vöðvana hnykklast. Stór hluti af leik hans byggist á því að taka „pósur“ framan við myndavélina. Að vísu er orðið heldur minna um þessar líkamsæfingar Schwarzeneg- gers í seinni tíð ef miðað er við íyrstu myndir hans. Trúlega er þetta þó sá leikmáti sem hentar Schwarzeneg- ger best og er ég ekki frá því að hann heíði átt að halda sig við þetta leikform. í Einheijanum er hann að burðast við að reyna að segja nokkr- ar setningar og fer það ekki vel. Þó reynt sé að breiða yfir framburð hans með því að láta hann vera frá A-Þýskalandi þá er framsögn hans svo einhæf að hræðilegt er að hlusta á það út heila mynd. Það er varla hægt °.ð tala um þessa mynd án þess að nefna Rambo mynd- imar eða mynd Schwarzeneggers um Tortímandann. Eins og í Rambo myndunum er það einn maður sem sigrast á ofúreflinu - og það þó hann verði einnig að eiga við þá sem ættu að standa með honum. Nú, svo er þama (eins og í Rambo) mættur maðurinn sem þjálfaði Matrix (Schwarzenegger). Það eina sem hann gerir er að gefa út yfirlýsingar um hæfni Matrix - virkilega fýndið! Það er einmitt í húmomum sem reynt er að bijóta upp þetta hefð- bundna átakamyndaform. Það má hlæja nokkrum sinnum á myndinni þó húmorinn sé auðvitað heldur grár. Ofurmennið Matrix virðist helst hafa þörf fyrir að vera fyndinn þegar hann er að kála einhveijum. Maður hálfskammast sín fyrir að hlæja undir þannig kringumstæðum en þetta er nú einu sinni húmorinn í myndinni. Rae Dawn Chong, sem lék í Leitin að eldinum og American Flyers, er hér í ákaflega dapurlegu hlutverki. Hún er einhvers konar kvenlegt fylgidýr Schwarzeneggers og segir fátt af viti. Er reyndar hálffurðulegt að sjá hvemig hennar hlutverki hef- ur verið troðið inn í myndina til að skapa kvenlega mýkt. I raun hefði þessi mynd getað orð- ið þokkaleg afþreying ef aðstand- endur hennar hefðu getað haldið aftur af sér út myndina. En í lokin missa þeir algerlega stjóm á sér. Þá leysist myndin upp í eina allsherjar flugeldasýningu. Átökin em svo yfirþyrmandi að þau verða einfald- lega fáránleg. Þó Schwarzenegger sé vissulega vígalegur þá er kjána- legt að sjá hann þurrka út heilan her. Það em takmörk fyrir öllu - líka trúgimi bíóáhorfenda. Sigurður Már Jónsson. Schwarzenegger er vigalegur í sinu nýjasta hlutverki sem kapteinn Matrix. Vantar þig rafvirkja? Talaðu þá við okkur. Nýlagnir - breytingar og viðgerðarþjónusta RAFBJARG HF, Smiðshöfða 6. - S. 685955. Umboðsmann vantar á Vopnafjörð. Upplýsingar gefur Laufey í síma 3195 og afgreiðsla DV í síma 91-27022. Námsvist í Sovétríkjunum Sovésk stjómvöld munu væntanlega veita einum Íslendingi skólavist og styrk til háskólanáms i Sovétríkjunum háskólaárið 1986-87. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 25. mai nk. og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meðmælum. - Umsóknareyðublöð fást i ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið 5. mai 1986. Styrkur til háskólanáms í Kína Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kina bjóða fram styrk handa íslendingi til háskóla- náms i Kina skólaárið 1986-87. Styrkurinn er ætlaður til náms i kinverskri tungu og bókmenntum. Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6. 101 Reykjavik, fyrir 30. mai nk. og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meðmæl- um. Sérstök eyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 5. mai 1986. Laus staða Laus er til umsóknar hlutastaða (50%) sérfræðings i erfðafræði við Liffræðistofn- un Háskólans. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi á sviði erfðafræði og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Ráðið verður i stöðuna til þriggja ára. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um visindastörf, rannsóknir og ritsmiðar, svo og námsferil og störf. skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 2. júni 1986. Menntamálaráðuneytið 5. mai 1986. FLUGSKÓLINN FLUGTAK Fyrirhugað er að hefja bóklegt blindflugs- námskeið þann 9. maí nk. ATH. EINKAFLUGMENN: Til stendur að halda upprifjunarnámskeið í bóklegum fræðum, þ.e. a.s. siglingafræði, veðurfræði og flugáætlanagerð fyrir einkaflug menn dagana 10. og 11. maí. fii/orM REYKJAVÍKURFLUGVELLI Gamla flugturninum, Reykjavíkurflugvelli. Sími 28122. Skráning í síma 28122.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.