Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Side 26
26
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986.
Jóna Guðbjörg Sigurðardóttir lést 25.
apríl sl. Hún fæddist á Þorsteinsstöð-
um í Grýtubakkahreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu. Foreldrar hennar
voru Guðrún Jónasdóttir og Valdi-
mar Guðmundsson. Jóna giftist
Kristjáni Karli Péturssyni en hann
lést árið 1972. Þeim hjónum varð
þriggja barna auðið. Útför Jónu
verður gerð frá Kópavogskirkju í
dag.
Helga Þórðardóttir lést 27. apríl sl.
Hún fæddist 25. september 1905 í
Litlu-Tungu í Holtum. Foreldrar
hennar voru Guðrún Ólafsdóttir og
Þórður Tómasson. Eftirlifandi eigin-
maður Helgu er Stefán Guðmunds-
son. Þau hjónin eignuðust eina
dóttir. Útför Helgu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag kl. 13.30.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins I984, og 2. og 8. tölu-
blaði þess 1985 á eigninni Þverholti v.A/esturlandsveg, Mosfellshreppi,
þingl. eign Sameignarfélagsins Hengils, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Mosfellshreppi á eigninni sjálfri föstudaginn 9. maí 1986 kl. 16.15.
__________________Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 29., 38. og 41. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eign-
inni Akurholti 4, Mosfellshreppi, þingl. eign Sturlu Fjeldsted, fer fram eftir
kröfu Gjaldheimtunnar í Mosfellshreppi og Jóhannesar Jóhannessen hdl., á
eigninni sjálfri föstudaginn 9. maí 1986 kl. 15.30.
_________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 102. tölublaði Lögbirtingablaðsins I984 og 2. og 8. tölu-
blaði þess 1985 á eigninni Hjarðarlandi 4, Mosfellshreppi, þingl. eign Jóns
Sveinssonar og Guðrúnar Sveinsdóttur, fer fram eftir kröfu Útvegsbanka ís-
lands og Amar Höskuldssonar hdl., á eigninni sjálfri föstudaginn 9. maí
1986 kl. 16.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Bugðutanga 1,1. haeð, Mosfellshreppi, talin
eign Halldórs Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 9. maí 1986,
kl. 15.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 105., 107. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á
eigninni Urðarholti 1, íb. 0101, Mosfellshreppi, þingl. eign Hermanns Her-
mannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri
föstudaginn 9. maí 1986 kl. 14.30.
___________________Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á eigninni Hliðsnesi, Bessastaðahreppi, þingl. eign Hall-
dórs Júliussonar, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 9. maí 1986. kl. 17.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
ÍBR _____________________ KRR
REYKJAVIKURMÓT
MEISTARAFLOKKUR
3. sætið.
VALUR - VÍKINGUR
í kvöld kl. 20.30.
Á GERVIGRASINU I LAUGARDAL
Umboðsmann
vantar á Breiðdalsvík. Uppl. gefur Geirlaug í
síma 5662 og afgreiðsla DV í síma 91-27022.
Kristinn Hans Hákonarson lést 28.
apríl sl. Hann fæddist á Stað á
Reykjanesi i Barðastrandarsýslu 9.
júlí árið 1897, sonur hjónanna Arn-
dísar Bjarnadóttur og Hákonar
Magnússonar. Árið 1937 réðst Krist-
inn sem lögreglumaður til Keflavík-
ur. Árið 1948 var hann skipaður
varðstjóri í lögreglunni í Hafnarfírði
og yfirlögregluþjónn varð hann árið
1962. Því starfi gegndi hann þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs sakir
árið 1968. Eftir það sinnti hann ýms-
um mikilvægum störfum fyrir
bæjarfógetaémbættið um langt ára-
bil eða meðan heilsan leyfði. Krist-
inn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Stefanía Ingimundardóttir og
eignuðust þau fjögur börn. Kristinn
og Stefanía slitu samvistum. Eftirlif-
andi eiginkona Kristins er Sólveig
Baldvinsdóttir. Þau eignuðust eina
dóttur. Útför Kristins verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag kl. 15.
Stefanía Hansen lést 27. apríl sl. Hún
fæddist á Sveinsstöðum á Snæfells-
nesi 3. desember árið 1900. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðmundur Jó-
hannesson og Guðbjörg Sigríður
Sigurðardóttir. Stefanía giftist
Ulrich Z. Hansen en hann lést árið
1938. Þau hjónin eignuðust fjögur
böm. Árið 1972 missti Stefanía báða
syni sína með fárra vikna millibili.
Stefanía vann við hin ýmsu störf,
m.a. var hún lengi þerna á m.s. Esju
og verkstjóri hjá Hamilton á Kefla-
víkurflugvelli. Útför hennar verður
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 15.
Bárður Óli Pálsson lést 26. apríl sl.
Hann fæddist 27. ágúst 1910 á Ytri-
Skógum undir Eyjafjöllum. Foreldr-
ar hans voru Margrét Oddsdóttir og
Páll Bárðarson. Oli lauk búfræði-
prófi frá Bændaskólanum á Hvann-
eyri árið 1930. Hann gekk í
lögregluna í Reykjavík árið 1932 þar
sem hann starfaði í röskan áratug.
Hann starfaði síðan hjá Almenna
byggingarfélaginu og um hríð hjá
Póst- og símamálastofnuninni og
Olíufélaginu hf. Hann hóf síðan
rekstur eigin fyrirtækis, verktaka-
fyrirtækisins Jarðýtunnar sf. sem
varð starfsvettvangur hans allt fram
til ársins 1980 að hann seldi fyrirtæk-
ið. Óli var tvíkvæntur. Fyrri kona
hans var Anna Tómasdóttir en hún
lést árið 1974. Þeim hjónum varð
þriggja sona auðið. Eftirlifandi kona
hans er Hallfríður Bjamadóttir. Út-
för Óla verður gerð frá Fríkirkjunni
í dag kl. 13.30.
Unnur Sveinsdóttir lést 28. apríl sl.
Hún fæddist í Hafnarfirði 27. október
árið 1904. Foreldrar hennar voru
Sveinn Árnason og kona hans Vil-
borg Þorgilsdóttir. Unnur giftist
Snorra Lárussyni en hann lést fyrir
6 árum. Þeim hjónum varð tveggja
barna auðið. Þau Unnur og Snorri
bjuggu sín fyrstu búskaparár á Seyð-
isfirði en fluttu til Akureyrar árið
1939. Þaðan fluttu þau til Reykjavík-
ur árið 1950. Útför Unnar verður
gerð frá Garðakirkju í dag kl. 15.
Knútur Ragnarsson, Aratúni 20,
Garðabæ, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 7. maí
kl. 13.30.
Leó Sveinsson, fyrrverandi bruna-
vörður, Hávallagötu 5, andaðist á
öldrunardeild Landspítalans, Hátúni
10 B, sunnudaginn 4. maí.
Jóna S. Ágústsdóttir frá Sauðholti,
Laugarnesvegi 48, lést á Reykjalundi
4. maí.
Ingibjörg Jónína Jónsdóttir, Hrafn-
istu, Hafnarfirði, andaðist 4. maí í
Landakotsspitala.
Jón Eiríkur Jónsson, Skipasundi 75,
andaðist í Borgarspítalanum 4. maí.
Kristrún E. Haraldsdóttir, Drápuhlíð
40, lést í Landspítalanum aðfaranótt
laugardagsins 3. maí.
Pétur Lárusson, Suðurgötu 15-17,
Keflavík, lést í sjúkrahúsinu í Kefla-
vík 4. apríl.
Guðmundína Oddný Marteinsdóttir,
sem lést á Hrafhistu í Hafnarfirði 27.
apríl, verður jarðsett frá Hafnar-
fjarðarkirkju miðvikudaginn 7. maí
kl. 13.30.
Magnús V. Sörensen lögregluþjónn
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni miðvikudaginn 7. maí kl. 15.
Brynjólfur Símonarson, Garðavegi
15 B, Hafnarfirði, verður jarðsung-
inn frá Hafnarfjarðarkirkju mið-
vikudaginn 7. maí kl. 15.
Þómnn Hanna Björnsdóttir ljósmóð-
ir verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju miðvikudaginn 7. maí kl. 15.
Ymislegt
Aðalfundur SPOEX
3. apríl sl. var samþykkt ó aðalfundi
samtakanna að fá einn exemsjúkling
inn í stjórn félagsins. Dagný Björk
Pjetursdóttir hefur tekið það að sér
að vera fulltrúi exemsjúklinga.
Þessa dagana er verið að senda út
bréftil allra exemsjúklinga í félaginu
til að fá hugmyndir þeirra um hvern-
ig best verði staðið að þeirra
hagsmunamálum. Við vonum að allir
félagar með exem láti frá sér heyra
og einnig eru nýir félagar velkomnir.
Skrifstofa SPOEX er að Baldurs-
götu 12, 101 Reykjavík, sími 25880.
Opið er virka daga frá 13 -17.
Átthagafélag Stranda-
manna í Reykjavik
verður með kaffiboð fyrir eldri
Strandamenn í Domus Medica
fimmtudaginn 8. maí kl. 15. Aðal-
fundur félagsins er á sama stað 15.
maí kl. 20.30.
SÍBS með ferð til Ítalíu
SÍBS býður félögum sínum og fjöl-
skyldum þeirra í hagstæða ferð á
ítölsku ríveríuna í þrjár vikur 26.
maí nk. Þeir sem hafa áhuga á þátt-
töku hafi samband við skrifstofu
SÍBS, Suðurgötu 10, sími 22150.
Ferðalög
Útivistarferðir
Útivistar-dagar í Grófinni 7.-11. maí
Dagskrá:
1. Miðvikudagur 7. maí kl. 20:
Kvöldganga í Geldinganes. Náttúru-
paradís í nágrenni höfuðborgarinn-
ar. Ca. 2 klst. létt ganga. Verð 250
kr„ frítt f. börn. Brottför úr Grófinni
og BSÍ, bensínsölu.
2. Uppstigningardagur (fimmtud.) 8.
maí:
Kl. 10.30. Bjargfuglaskoðun á Krísu-
vikurbergi. Kjörið tækifæri til að
skoða fuglabjarg og læra að þekkja
nokkrar sjófuglategundir. Létt
gönguferð. Leiðbeinandi verður Árni
Waag. Verð 450 kr„ frítt f. börn með
fullorðnum.
Kl. 10.30. Grindaskörð-Langahlíð,
gönguskíðaferð. Verð 450 kr.
Kl. 13.00. Bæjarfell-Arnarfell-Bleiks-
mýri. Gengið á fornum slóðum i
Krísuvík. Verð 450 kr. Brottför í ferð-
irnar úr Grófinni (bilastæðinu milli
Vesturgötu 2 og Vesturgötu 4). Einn-
ig frá BSÍ, bensínsölu og v. kirkjug.
Hafnarf.
3. Föstudagur 9. maí kl. 14-19 og laug-
ardagur 10. maí kl. 9-12: Kynning á
sumarferðum Útivistar ásamt ferða-
útbúnaði í versluninni Geysi (ferða-
vörudeild), Vesturgötu 1. Fararstjór-
ar o.fl. veita upplýsingar. Ýmislegt
til skemmtunar.
4. Laugardagur 10. maí kl. 10.30:
Fuglar, selir, hvalir og fjörulíf á Suð-
urnesjum.
Kjörin fjölskylduferð í samvinnu við
Náttúruverndarfélag Suðvestur-
lands. Skoðaðir verða fuglar og selir
á Hraunsvík og við Reykjanestá.
Möguleiki að sjá hvalavöður. Skeljar
og kuðungar í Stóru-Sandvík og fjöl-
breytt fugla- og fjörulíf við Hafnir
og Garðskaga. Leiðbeinendur verða
Árni Waag, Jón Bogason og Einar
Egilsson. Farið frá bílastæðinu milli
Vesturgötu 2 og Vesturgötu 4 (Gróf-
inni), bensínsölu BSl og kirkjug.
Hafnarf. Verð 450 kr„ frítt f. börn
m. fullorðnum.
5. Sunnudagur 11. maí:
Reykjavikurganga Útivistar. Við-
burður á afmælisári Reykjavíkur.
Kynnist fjölbreyttri gönguleið um
höfuðborgina mikið til í náttúrulegu
umhverfi. Brottför kl. 13 úr Grófinni
og 13.30 frá BSÍ, bensínsölu. Ekkert
þátttökugjald. Rútuferðir til baka frá
Elliðaárstöð. Leiðbeinendur um
jarðfræði, skógrækt o.fl. verða með.
Gengið um Öskjuhlíð, Fossvog i Ell-
iðaárdal.
Ath. Höfuðborgarbúar, íbúar nó-
grannabyggða sem aðrir eru hvattir
til þátttöku i Útivistar-dögunum.
Sjáumst sem flest.
Tapað - Fundið
Myndavél tapaðist
aðfaranótt laugardagsins 19. apríl.
Vélin var í svörtu hulstri og tapaðist
á leiðinni Broadway - vesturbær -
Kópavogur. Finnandi vinsamlegast
hringi í síma 98-1514.
im
80 ára verður á morgun, miðvikudag-
inn 7. maí, Ólafur Daðason hús-
gagnabólstrari, Rauðalæk 4. Hann
og kona hans, Guðný Guðjónsdóttir,
taka á móti gestum í sal Meistara-
sambands byggingarmanna, Skip-
holti 70, II. hæð, 7. maí eftir kl. 20.
50 ára afmæli á í dag, 6. maí, frú
Valgerður Valdimarsdóttir, Arnar-
hrauni 32, Hafnarfirði. Hún er að
heiman. Eiginmaður hennar er Axel
Magnússon kaupmaður.