Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1986, Qupperneq 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1986.
31
bnðiudamir
6. mai
Sjonvarp -
19.00 Aftanstund. Endursýndur þáttur frá 21. apríl. 19.50 Fjársjóðsleitin. Fimmti þáttur. (The Story of the Treas- ure Seekers). Breskur mynda- flokkur í sex þáttum, gerður eftir sígildri bama- og unglingabók eftir Edith Nesbit. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Daginn sem veröldin breyttist (The Day the Universe Changed). Nýr flokkur - Fyrsti þáttur. Breskur heimildar- myndaflokkur í tíu þáttum, Umsjónarmaður James Burke. í myndaflokknum er rakin saga mannsandans og vísindanna í Vesturheimi, allt frá miðöldum til vorra daga. Þýðandi Þor- steinn Helgason. Þulur Sigurður Jónsson. 21.35 Gjaldið (Tho Price). Þriðji þáttur. Bresk/írskur framhalds- myndaflokkur í sex þáttum. Aðalhlutverk Peter Barkworth, Harriet Walter og Derek Thomp- son. Þýðandi Björn Baldursson. 22.30 Öaldarseggir (Hooligan). Bresk heimildarmynd um flokk friöarspilla sem stofnar til óspekta á knattspymuleikjum. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.20 Fréttir í dagskrárlok.
Útvarp rás I
12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkvnningar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn. Heilsu- vernd. Umsjón: Jónína Bene- diktsdóttir. 14.00 Miðdegissagan: „Hljóm- kviðan eilifa" eftir Carmen Laforet. Sigurður Sigurmunds- son les þýðingu sína (5). 14.30 Miðdegistónleikar. 15.15 Barið að dyrum. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hlustaðu með mér. Ed- vard Fredriksen. (Frá Akureyri.) 17.00 Barnaútvarpið. Stjórnandi: Kristín Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulífinu. Iðnað- ur. Umsjón: Sverrir Albertsson og Vilborg Harðardóttir. 18.00 Neytendamál. Umsjón: Sturla Sigurjónsson. 18.15 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.45 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 19.50 Fjölmiðlarabb. Margrét S. Bjömsdóttir talar. 20.00 Milli tektar og tvítugs. Þáttur fyrir unglinga í umsjá Sólveigar Pálsdóttur. 20.30 Grúsk. Fjallað umefni síma- skrárinnar, bæði i gamni og alvöm. Umsjón: Lárus Jón Guð- mundsson. (Frá Akureyri.) 20.55 „Haust í Heiðmörk". Hjörtur Pálsson les úr nýrri ljóðabók sinni. 21.05 íslensk tónlist: Tónlist eft- ir Karólínu Eiríksdóttur. 21.30 Utvarpssagan: „Ævisaga Mikjáls K.“ cftir J.M. Coet- zee. Sigurlína Davíðsdóttir les þýðingu sína (14). 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 22.30 Viðkvæmur farangur. Hugmyndalegur grundvöllur ís- lenskrar myndlistar. (Síðari hluti.) Rætt við Hannes Lárus- son myndlistamiann. Umsjón: Níels Hafstein. 23.00 Kvöldstund i dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Útvazp rás 11
10.00 Kátir krakkar. Dagskrá fyrir yngstu hlustenduma í umsjá Guðríðar Haraldsdóttur. 10.30 Morgunþáttur. Stjómandi: Páll Þorsteinsson. 12.00 Hlé. 14.00 Blöndun á staðnum. Stjómandi: Sigurður Þór Sal- varsson. 16.00 Sögur af sviðinu. Þorsteinn G. Gunnarsson kynnir tónlist úr söngleikjum og kvikmyndum. 17.00 Hringiðan. Þáttur í umsjá Ingibjargar Ingadóttur. 18.00 Dagskrárlok. Þriggja mínútna fréttir sagðar klukkan 11.00, 15.00. 16.00 og 17.00.
Utvarp Sjónvarp
Óaldarseggirnir eru áhangendur breska knattspymuliðsins West Ham United, og takmark þeirra er að stofna til óspekta
á knattspyrnuleikjum.
S8 Óaldarseggir
í Bretlandi kallast þeir hooligans,
þýtt óaldarseggir á islensku. Þeir em
flokkur friðarspilla sem stofha til
óspekta á knattspymuleikjum og
valda þvi oft miklum vandræðum.
Óaldarseggimir em að stærstum
hluta áhangendur knattspymuliðsins
West Ham United og koma úr austur-
hluta London. Þeir em þekktir fyrir
mddaskap sinn og fólk um allt Bret-
land skelfist þá.
Einmitt um þá fjallar bresk heim-
ildamynd sem sjónvarpið sýnir í kvöld.
Flestir álíta að óaldarseggimir séu
mddar og drykkjumenn, atvinnulausir
og frá lægstu stéttum þjóðfélagsins.
I þættinum er reynt að leita svara
við hegðun þeirra á fótboltavellinum.
Rætt er við nokkra óaldarseggi, auk
þess sem álit félagsfræðings frá Leic-
ester háskóla kemur fram. Hann hefur
síðustu fimm ár kynnt sér félagslegar
orsakir þess að óaldarsegggimir vaða
uppi, en þeir em orðnir mikið vanda-
mál sem breskum yfirvöldum reynist
erfitt að finna lausn á.
-BTH
James Burke er umsjónarmaður þáttanna um þróun
mannsandans í gegnum tíðina.
Sjónvaipið kl. 20.40:
Daginn sem ver öldin breyttist
- nýr myndaflokkur um sógu mannsandans
Daginn sem veröldin breyttist (The Day the Universe
Changed) heitir nýr breskur heimildamyndaflokkur í tíu
þáttum sem hefur göngu sína í kvöld. Umsjónarmaður er
James Burke.
í myndaflokknum er rakin saga mannsandans og vísind-
anna í Vesturheimi, allt frá miðöldum fram til dagsins i
dag.
Fyrsti þáttur er eins konar formáli að hinum þáttunum
og fjallar um skilning mannanna á veröldinni, þeir eru
það sem þeir hugsa og heimsmyndin tekur stöðugum breyt-
ingum vegna nýrra uppgötvana.
Þulur er Sigurður Jónsson.
-BTH
Sjónvarpið kl. 21.35:
Beðið eftir lausnargjaldi
Það ætlar að berast seint lausnargjaldið sem mann-
ræningjamir í bresk/írska framhaldsmyndaflokknum
„Gjaldið" krefjast af auðkýfingnum Geoffrey Carr fyrir
konu hans og stjúpdóttur.
í síðasta þætti kom það í ljós að Geoffrey á ekki fyrir
lausnargj aldinu og ræddir voru möguleikar á því að féð
yrði greitt af tryggingafélagi. Mæðgumar eru orðnar
kvíðafullar og líður illa í haldi hjá mannræningjunum sem
halda þeim inni í gluggalausri kompu. Mannræningjamir
em enn gallharðir á kröfiim sínum en það á eftir að breyt-
ast í næstu þáttum þegar þeir fara sjálfir að þreytast á
biðinni og óvissunni. í og með er tilgangur þeirra skötu-
hjúa, sem standa fyrir ráninu, að slá ryki í augun á IRA
og sanna að þau eigi fullt erindi í hreyfinguna.
í kvöld er einungis þriðji þáttur af sex í myndaflokkn-
um, svo að þess er vart að vænta að málin leysist, nema
síður sé.
-BTH
Þau gefa sig ekki strax, mannræningjarnir sem halda
mæðgunum, en biðin eftir lausnargjaldinu á eftir að drag-
ast á langinn.
SMA AUGLÝSING í DV GETUR LEYST VANDANN.
Smáauglýsingadeild
DV
— slmi 27022.
Veðrið
í dag verður norðaustlæg átt á
landinu, léttskýjað verður víðast hvar
nema við austur- og suðausturströnd-
ina. Þar verður skýjað og smáskúrir
á stöku stað. Hiti verður 0-3 stig norð-
an til á landinu en 4-7 stig sunnan til.
Veðrið
ísland kl. 6 í morgun:
Akureyri léttskýjað -1
Egilsstaöir léttskýjað -2
Galtarviti heiðskírt -1
Hjarðames skýjað 2
Keflavíkurflugv. hálfskýjað 2
Kirkjubæjarklaustur skýjað 1
Reykjavík skýjað 1
Sa uðárkrókur léttskýjað 1
Vestmannaeyjar léttskýjað 1
Útlönd kl. 6 í morgun:
Bergen rigning 11
Helsinki heiðskírt 14
Kaupmannahöfn skýjað 11
Osló skýjað 11
Stokkhólmur léttskýjað 14
Þórshöfn rigning 7
Útlönd kl. 18 í gær:
Algarve þokumóða 16
Amsterdam skúr 11
Aþena alskýjað 19
Barcelona skýjað 17
(CostaBrava) Berlín skýjað 22
Chicagó alskýjað 24
Feneyjar þokumóða 26
(Rimini/Lignano) Frankfurt skýjað 20
Glasgow rigning 8
Las Palmas léttskýjað 20
(Kanaríeyjar) London léttskýjað 13
LosAngeles léttskýjað 20
Lúxemborg skýjað 15
Madríd súld 12
Malaga skýjað 22
(Costa Del Sol) Mallorca léttskýjað 17
(fbiza Montrea! alskýjað 14
New York léttskýjað 26
Nuuk þoka 4
París hálfskýjað 15
Róm skýjað 15
Vín léttskýjað 20
Winnipeg skúr 13
Valencía skúr 21
(Benidorm
Gengið
Gengisskráning nr. 83 - 06. mai
1986 kl. 09.15
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi
Dollar 40.570 40.690 40.620
Pund 62,214 62,398 62,839
Kan.dollar 29.462 29.549 29.387
Dönsk kt. 4,9612 4.9758 5.0799
Norsk kr. 5.7936 5.8108 5.8976
Sænsk kr. 5.7225 5,7395 5.8066
Fi. mark 8.1278 8,1519 8.2721
Fra.franki 5.7628 5.7798 5.8959
Belg.franki 0,8987 0,9013 0.9203
Sviss.franki 22.0011 22.0662 22,4172
Holl.gyllini 16,2719 16.3201 16.6544
V-þýskt mark 18.3471 18,4014 18.7969
ít.lira 0.02676 0.02684 0.02738
Austurr.sch. 2.6094 2.6171 2,6732
Port.Escudo 0.2732 0.2740 0.2831
Spá.peseti 0,2888 0.2896 0.2947
Japanskt yen 0.24279 0.24351 0.24327
Irskt pund 55.895 56.061 57,112
SDR (sérstök
dráttar-
réttindi) 47.3463 47.4866 47.9727
Símsvari vegna gengisskráningar 22190.
MINNISBLAÐ
Muna eftir
að fá már
eintak af