Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
3
Fréttir Fréttir Fréttir
Húsmæðraskólinn á Laugarvatni bíður eftir kennurum og nemendum úr Hót-
el- og veitingaskólanum en þeir vilja ekki koma.
Kennarar og nemendur í Hótel- og veitingaskolanum:
Vilja ekki flytja
til Laugarvatns
„Ef skólanum verður skutlað austur
á Laugarvatn fær hann að dankast
þar eins og hann hefur fengið að dank-
ast fram að þessu,“ sagði Friðrik R.
Gíslason, skólastjóri Hótel- og veit-
ingaskóla íslands, í samtali við DV.
Kennarar og nemendur skólans hafa
snúist öndverðir gegn hugmyndum
skólanefndar og menntamálaráðu-
'neytisins um að skólinn verði fluttur
í húsnæði Húsmæðraskóla Suður-
lands á Laugarvatni. Hótel- og veit-
ingaskóli íslands býr nú við þröngan
húsakost í hluta af Hótel Esju við
Suðurlandsbraut.
„Allir fastir kennarar við skólann
eru sammála um að fara hvergi og í
könnun, er gerð var meðal nemenda,
kom í ljós að þeir myndu segja upp
samningum sínum við meistara og
hætta námi ef þeir yrðu að fara til
Laugarvatns,“ sagði Friðrik skóla-
stjóri. „Það má ekki gleyma því að
bæði kennarar og nemendur vinna
alls kyns aukastörf hér í Reykjavík
og því gætu þeir ekki haldið áfram
flyttist skólinn til Laugarvatns."
í Húsmæðraskólanum á Laugar-
vatni er bæði ágætt eldhús og heima-
vist fyrir nemendur. Ef Hótel- og
veitingaskólinn yrði fluttur þangað
myndu hugmyndir um byggingu sér-
staks skólahúss í Kópavogi verða að
engu.
„Það átti að vera búið að byggja
yfir skólann í Kópavogi og með réttu
hefðum við átt að flytja þar mn í
haust. Teikningar eru löngu tilbúnar
og samningar við Kópavogsbæ í höfn.
Þetta húsnæði átti ekki eingöngu að
hýsa Hótel- og veitingaskólann heldur
einnig kjötiðnaðarskóla, bakaraskóla
og Menntaskólann í Kópavogi. Ef við
flytjum til Laugarvatns verður ekkert
af þeirri byggingu," sagði Friðrik R.
Gíslason.
-EIR
Danir plata
íslendinga
- ráðgjafarfyrirtækið Scankey selur sömu hugmynd víða um land
„Þetta átti að vera alveg sérstakt
fyrir Stokkseyri. Nýtt atvinnutæki-
færi, framleiðsla á þvottaefni, vinkl-
um og einhveiju álíka. Mennimir frá
Scankey sýndu okkur hugmyndimar
og fóm með sem hemaðarleyndar-
mál. Nokkm síðar fréttum við að
þeir væm með sama tilboð og sömu
tilburði á Siglufirði," sagði Margrét
Frímannsdóttir, oddviti á Stokks-
eyri.
Danska ráðgjafarfyrirtækið Scan-
key hefur hreiðrað um sig hér á landi
með góðum árangri að því er virð-
ist. Erindrekar þess ferðast á milli
kauptúna og gera sveitarstjómar-
mönnum tilboð um ný atvinnutæki-
færi. Gallinn er bara sá að sömu
hugmyndimar virðast vera seldar á
mörgum stöðum á landinu samtímis.
íbúar í Vík í Mýrdal höfðu keypt
hugmynd Scankeys um byggingu
bleiuverksmiðju þegar í ljós kom að
hún átti að keppa við aðra sem ve-
rið var að reisa á Akureyri.
Fyrirtækið Stjömuplast á Stokks-
eyri keypti, að ráði Scankeys, vélar
sem framleiða tappa i gardínusteng-
ur. Vélamar áttu einnig að geta
framleitt ýmsa aðra plasthluti svo
og hluta af gardínustöngunum sjálf-
um. Þegar til kom gátu vélamar
aðeins framleitt tappana í gardínus-
tengumar og þar með var grundvöll-
ur fyrirtæksins brostinn. Annar
eigandinn dvelur nú á sjúkrahúsi,
hinn er á sjó.
„Þessi mál em öll komin í hnút,
lögfræðingar á öllum köntum og ég
vil ekki tjá mig frekar um þetta,“
sagði Bjami Jónsson, iðnráðgjafi á
Selfossi. Hann sagði þó að Scankey
hefði byrjað vel hér á landi, átt hug-
myndimar að Alpan álpönnuverk-
smiðjunni og Límtrésverksmiðjunni
á Flúðum en síðan hefði sigið á
ógæfuhliðina.
Þessa dagana em erindrekar
Scankeys að athafria sig á Suður-
nesjum.
-EIR
„Auka þarf sfldar-
kvótann um helming"
- segir Björgvin Jónsson útgerðarmaður
Skattrannsóknar-
stjóri skipaður
Fjármálaráðherra hefur skipað Guð-
mund Guðbjamarson viðskiptafræð-
ing skattrannsóknarstjóra frá og með
1. júlí nk.
Guðmundur tekur við af Garðari
Valdimarssyni sem nú tekur við starfi
ríkisskattstjóra.
-APH
„Það er ljóst að auka þarf síldarkvót-
ann um helming, úr 500 tonnum sem
hann er nú og í 1000-1100 tonn, með
þvi að fækka skipum á síldveiðum, ef
þessi útgerð á að bera sig,“ sagði
Björgvin Jónsson útgerðarmaður í
samtali við DV en þessi hugmynd var
rsedd á fundi hjá síldarverkendum
nýlega.
Ástæður þess að þetta verður að
gera em einkum mikið verðfall á síld
á heimsmarkaði og sú staðreynd að
Kanadamenn og Norðmenn hafa boð-
ið mun lægra verð á síld en við getum
boðið.
„Reynslan í fyrra varð sú að söltun-
in var rekin með 20% rekstrarhalla
og ef síldarsöltun á ekki að leggjast
af þá verður að stækka kvótann og
fækka skipunum," sagði Björgvin.
Nú þegar hefúr síldarkvótinn verið
aukinn um 16.000 lestir, úr 50.000 í
66.000, en það eitt dugir ekki til. Á
næstunni munu útgerðarmenn ræða
þessi mál við sjávarútvegsráðherra en
Björgvin sagði að til væri mjög einföld
lausn á því.
„Það em margir sem telja að stækk-
un kvótans og fækkun skipa geti
gengið án erfiðleika ef menn fá að
skipta á síldarkvótum fyrir þorskk-
vóta. í sóknarmarki fyrir þorsk er
30-40.000 tonna hlaup þannig að þetta
ætti ekki að breyta neinu á heildina
htið,“ sagði hann.
-FRI
Munið spurningakeppni Sprengisands og Trivial Pursuits i DV.
1300 vinningar að verðmæti 2 milljónir
Aðalvinningur: Bifreið M-Benz Gazella 1929
Inningar í 3. viku:
Sólarlandaferð með ferða-
a skrifstofunni Polaris.
Trivial Pursuit spil.
10 úttektir á DietCoke/Hi-Cvörum.
100 máltíðir á Sprengisandi.
**
★
★
*
★
★
★
★
★
Ef þú kaupir einn hamborgara $
* (venjulegan) færðu annan frítt gegn *
X afhendingu þessa miða. ★
* $
} Gildir til 28. maf 1986. *
Frímiði
ókeypis
Skilið sedlinum inn á Sprengisand fyrir miðvikudagskvöldið 28. maí.
Bústadaveg 153
Nýr seöill birtist í DV fimmtudag 29. maí.
Listi yfir viiutingshafa hverrar viku birtíst i dagbók DV á laugardögum.
Bústadaveg 153