Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1986, Blaðsíða 37
37
DV. FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986.
Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós
íslenskt útvarp í Álaborg
- þættir um íslensk málefni vikulega
Það er ekki á hverjum degi sem aðallega byggður á íslenskri músík
hópur íslendinga á erlendri grund og kynningu á væntanlegri vetrar-
tekur sig saman og hefur íslenska dagskró. Þættimir eru sendir út
þáttagerð í erlendri útvarpsstöð. vikulega á milli kl. 18 og 18.30 á
Þann 10. október í fyrra hófst starf- fimmtudögum. Þættimir eru teknir
semin og var sá sögulegi þáttur upp daginn áður á tónband til þess
að gefa möguleika á leiðréttingu
ef þulir láta taugarnar verða fyrir
of miklu álagi. Hingað til hefur
þetta gengið mjög vel og hafa
tæknimenn frá Radíó Alaborg
hrósað hinu íslenska starfsliði upp
i hástert fyrir góða þætti. Þulimir
starfa tveir og tveir saman að
hverri þáttagerð og gefur það fyrir-
komulag meiri vídd i þættina.
fslenska sendiráðið í Kaup-
mannahöfn sendir inn vikulega
fréttayfirlit um hvað er að gerast ó
söguslóðum hlustenda og því hefur
tekist að gera grein fyrir því helsta
sem er að gerast heima á Fróni.
í upphafi samdi ung og upprenn-
andi skáldkona barnaefni í þættina
og var saga Maríu Gísladóttur,
Kristinn Jóhannesson tækni- Rauðhetta og týndi söguþráðurinn,
maður að störfum lesin fram undir jól. Siðan þá hefur
víða verið aflað fanga og meðal íslensk músík, sem til er á Norður-
annara hefur barnaplata Bessa Jótlandi, að verða gegnumspiluð.
Bjamasonar verið mikið spiluð fyr- Kostnaður við hvern þátt er einnig
ir yngstu hlustenduma. nokkur og þurfa aðstandendur að
Tæknimenn við þessar útsend- taka af naumu rekstrarfé heimila
ingar eru íslenskir, þeir Örn til að fjármagna ævintýrið.
Guðmundsson og Kristinn Jóhann-
esson. Þeir fóru á námskeið hjá
Radíó Álaborg og starfa við þætt-
ina til skiptis. Sveinar þessir eru
útlærðir rafeindavirkjar í fram-
haldsnámi hér í Álaborg. Þrátt
fýrir alvarlega vinnudeilu stéttar-
bræðra þeirra á íslandi hafa þeir
unnið ótrauðir þrátt fyrir hug-
myndir um samúðarverkföll.
Hugmyndir hafa komið upp um
að senda þættina beint og frá
tæknimannahliðinni er þetta ekki
lengur vandamál en þulir vorir
hafa ekki ennþá hætt sér út í þann
hildarleik. Fréttaritara var bent á
að reynsla væri ekki nægjanleg og
ekki væri tímabært að svo stöddu
að reyna meira á þolrifin.
Fjármagnsskortur hrjáir út- Þulur að störfum.
varpsmenn allgífurlega og er Öll
Fjórtán manna hópur úr áhöfninni hélt vígalegur i Jökulsárgljúfur, til-
búinn í slaginn við Jökulsá á Fjöllum. Þeir höfðu séð myndina um
bresku ofurhugana í gljúfrinu sumarið 1984.
Tjallarnir brugðu sér í Sjallann til að sjá úrslitaleik Liverpool og Everton
i bikarkeppninni. Leikurinn var þar sýndur á breiðtjaldi. Hér fagnar Li-
verpool-sinni jöfnunarmarki lan Rush.
DV-myndir JGH
Breska rannsóknaskipið HMS Hecate í Akureyrarhöfn. Kom inn til að hvila mannskapinn i nokkra daga.
Ólyginn
sagði...
■ Á'- ■
Tatum O'Neal
hefur ákveðið að giftast kærastan-
um, John McEnroe, þrátt fyrir
sinn framsetta maga. Hún gaf
áður út þá yfirlýsingu að ekki
kæmi til mála að verða framsett
brúður en núna hefur leikkonan
snarlega skipt um skoðun. Tatum
reif sokkana sína á diskóteki i
New York og tillitssemi Johns
viðvíkjandi því atviki sannfærði
hana endanlega um að brúðkaup-
inu ætti drengurinn að fá að ráða
væri allrar sanngirni gætt .
Karl Gústaf
varð fertugur um daginn og af því
tilefni var haldin herleg veisla í
sænsku höllinni. Að afmæli loknu
gaf sá fertugi út þá stórmerku yfir
lýsingu að þetta hefði verið einn
rólegasti dagur í lífi hans. Til frek-
ari glöggvunar á róseminni skal á
það bent að á staðinn mættu allir
helstu kóngar og drottningar Ev-
rópu með makana I farteskinu
óteljandi erlendir gestir komu líka
til veislunnar og óbreyttir Svíar
notuðu tækifærið og duttu hressi-
lega í glas. Það vill sænska ríkinu
til happs að kóngsi hefur lítið
gert að því að heimta endurtek-
ingu á slíkum afslöppunardögum
en ekki er ennþá kominn í Ijós
endanlegur kostnaður við veislu-
höldin.
Áse Kleveland
sem var kynnir í Júróvisjónkeppn
inni situr nú uppi með hreint alveg
ótrúlegan áhuga annarra á hennar
einkamálum. Hörð atlaga er gerð
að fótleggjum frökenarinnar hvar
,sem hún sést í síða pilsinu sínu
og nú fyrir skömmu sá hún sig
tilneydda að gefa út yfirlýsingu
um að engin sektarkennd þjáði
hana að gagni þrátt fyrir áberandi
barnleysi. Áse á sumsé ekki einu
sinni hlut í barnunga og þykir það
ekki viðeigandi fyrir kvenmann
hennar aldri.
Sjalla-Tjallar
Breskt rannsóknaskip, HMS
Hecate, úr flota hennar hátignar,
var nýlega í kurteisisheimsókn á
Akureyri. Skipið hafði verið við
rannsóknir í norðurhöfum í þrjár
vikur, þegar haldið var inn til Ak-
ureyrar til að hvíla mannskapinn.
Áhöfnina skipuð 120 Tjallar. Þeir
spígsporuðu um bæinn borgaralega
klæddir. Fjórtón manna hópur hélt
þó í austrið, í Jökulsárgljúfur, til-
búnir í slaginn við Jökulsá á
Fjöllum. Mestu boltamennirnir
héldu kyrru fyrir og mættu í Sjall-
ann til að horfa á úrslitaleik
Liverpool og Everton á breiðtjaldi
sem þar var sett upp. Að sjálfsögðu
skiptust Tjallarnir í Liverpool-
sinna og Everton-sinna eins og
gengur. Um kvöldið héldu Tjall-
arnir svo áfram að sinna Sjallan-
um.